Dagur - 29.10.1998, Blaðsíða 4
4 -FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1998
FRÉTTIR
Gagnagruimiir stenst
alþjóðlegar samþykktir
„Þessi ítarlega og vandaða álits-
gerð Lagastofnunar sýnir fyrst og
fremst að þeir sem unnu þetta
frumvarp hafi unnið það mjög
vel. Það er ljóst að það brýtur
ekki í bága við alþjóðlegar sam-
þykktir," segir Ingibjörg Pálma-
dóttir heilbrigðisráðherra, en
hún er mjög ánægð með niður-
stöður Lagastofnunar Háskóla
Islands um frumvarpið um
gagnagrunn á heilbrigðissviði.
Lagastofnun er í niðurstöðum
sínum um frumvarpið jákvæð í
flestum atriðum, þótt hún geri
athugasemdir við einstaka óljós
atriði. Stofnunin telur að per-
sónuvernd sé nægilega tryggð út
frá sanngimissjónarmiðum í al-
þjóðlegum samþykktum, telur
trúnaðarsamband læknis og
Ingibjörg Pálmadóttir: ítarleg og
vönduð álitsgerð um vel unnið frum-
varp.
sjúklings ekki stefnt í voða og að
einkaréttur til rekstrar miðlægs
gagnagrunns standist alþjóðlega
skilmála. Hins vegar eru ýmis at-
riði talin óljós og þannig fundið
að því hversu óskilgreint sé
hvaða upplýsingar eigi að fara í
gagnagrunninn.
„Það atriði er bundið við sam-
þykkt þeirra stofnana sem varð-
veita gögnin. Það á að semja við
þær um hvaða upplýsingar fara í
gagnagrunninn og alveg undir
stofnununum komið hvort það
náist sa'mningar," segir Ingibjörg.
Lagastofnun bendir á nauðsyn
þess að kveðið verði á um hvern-
ig staðið skuli að slíkum samn-
ingum, hvernig bregðast skuli við
synjun á samningum og hvort
greiða skuli fyrir veittar upplýs-
ingar. - FÞG
Halli á vöruskiptum
I september var vöruskiptajöfnuðurinn óhagstæður um næstum 3
milljarða króna, en út voru fluttar vörur fyrir 10,7 milljarða, en inn
fyrir 13,7 milljarða. Fyrstu 9 mánuði ársins hafar verið fluttar út vör-
ur fyrir 101,3 milljarða en inn fyrir 121,8 milljarð. Halli á vöruskipt-
um var því um 20,5 milljarðar króna.
Heimasíða stefnumótunar
Nú stendur yfir vinna við stefnumótun í atvinnumálum fyrir Akureyri
á vegum atvinnumálanefndar Akureyrarbæjar. Sett hefur verið upp
heimasíða fyrir stefnumótunarverkefnið þar sem þeir sem áhuga
hafa á að kynna sér verkefnið nánar geta nálgast upplýsingar og sent
verkefnisstjórn skoðun sína á verkefninu og á atvinnumálum á Akur-
eyri.
Að loknu starfi vinnuhópa, sem nú stendur yfir, mun atvinnumála-
nefnd samræma og samhæfa tillögur vinnuhópa og móta heildstæða
stefnu í atvinnumálum. Ahersla er Iögð á að í niðurstöðum verkefn-
isins komi fram skýrar hugmyndir um framkvæmd stefnu og að ár-
angur og markmið verði endurskoðuð reglulega. Slóð verkefnisins
er: http://www.nett.is/stefnumotun
Hvernig væri að aka á nýjum,
hreinum* og vel útbúnum bíl í vetur?
Gerðu vetraraksturinn bægi-
legri, öruggari og snyrtilegri!
Við höfum tekið saman
glæsilegan vetrarpakka
sem fylgir með öllum gerðum
nýrra Suzuki Baleno fólksbíla.
• Vetrardekk
• Fjarstýrð samlæsing
• Geislaspilari
• Mottusett
• Rúðuskafa
Vikulegur þvottur í allan vetur
hjá Bónstöð Jobba Skeifunni 17,
allt að 26 skiptil
Baleno vetrartilboð
Baleno 1.3 3d frá 1.140.000 kr.
Baleno 1.3 4d frá 1.265.000 kr.
Baleno 1.6 4d frá 1.340.000 kr.
ALLIR SUZUKI BÍLAR ERU MEÐ:
• vökvastýri • 2 loftpúða •
• aflmiklar vélar • samlæsingar •
• rafmagn í rúðum og speglum •
• styrktarbita i hurðum •
• samlita stuðara •
Komdu
og sestu innl
Sjáðu rýmið og alúðiria
við smáatriði.
Skoðaðu verð og
gerðu samanburð.
V ' G '■ ý ý.;’
$ SUZUKI
SUZUKI SÖLUUMB0Ð: Akranes: Ólafur 6. Ólafsson, Garðabraut 2, simi 431 28 00. Akureyri: BSA hf., Laufásgötu 9, sími 462 63 00. Egilsstaðir: Bila- og búvélasalan hf.,
Miðási 19, simi 471 20 11. Hafnarfjörður: Guðvarður Eliasson, Grænukinn 20, simi 555 15 50. isafjörður: Bllagarður ehf.,Grænagarði, simi 456 30 95. Keflavik: BG
bilakringlan, Gröfinni 8, sími 421 12 00. Selfoss: Bíiasala Suðurlands, Hrismýri 5, simi 482 37 00. Hvammstangi: Bila- og búvélasalan, Melavegi 17, simi 451 26 17.
-mv-..........
SUZUKI BÍLAR HF
Skeifunni 17. Simi 568 51 00.
Heimasíða: \w\'w.suzukibilar.is