Dagur - 29.10.1998, Blaðsíða 13

Dagur - 29.10.1998, Blaðsíða 13
r> Tfc^ur. FIMMTUDAGUR 2 9 . OKTÓBER 1998 - 13 ÍÞRÓTTIR Johannes og Sumarliði á heimsmeistaramótið Sumarliði og Jóhannes tilbúnir í slaginn. íslenskir snókerspil- arar hafa verið að ná mjög góðum árangri á stórmótum erlendis á undanfömum árum. Þeir félagar Jóhannes B. Jóhannesson og Sumarliði D. Gústafs- son em á leiðinni á heimsmeistaramótið í snóker, sem hefst í Kína á mánudaginn og stefna að toppár- angri á mótinu. Þeir Jóhannes B. Jóhannesson og Sumarliði D. Gústafsson eru á leiðinni á heimsmeistaramót áhugamanna í snóker sem hefst í Kína í næstu viku. Jóhannes er nú að taka þátt í heimsmeistara- mótinu í fjórða skipti, en hann tók fyrst þátt í því árið 1992, síð- an 1993 og síðast f fyrra. Þar náði hann inn í 16 manna úrslit- in, en tapaði þar fyrir sjálfum sigurvegara mótsins, Marco Fu frá Hong Kong, eftir að hafa unnið írska meistarann Joe Canny í 32 manna úrslitum. Sumarliði sem varð í 5. sæti ís- lensku mótaraðarinnar á síðasta keppnistímabili er hins vegar að taka þátt í sínu fyrsta stórmóti erlendis og ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Beint á sjálft heimsmeistaramótið, þar sem margir af sterkustu snókerspilurum heims eru meðal keppenda. Að sögn Sumarliða eru aðeins þijár til fjórar vikur síðan hann vissi að hann væri á leiðinni til Kína. „Ég er búinn að vera í snókernum í tíu ár og alltaf verið rétt á eftir þeim bestu, en aldrei æft að neinu viti. Þegar það var ljóst að ég færi út, var ekki um annað að ræða en undirbúa sig eftir bestu getu og ég hef verið að æfa síðustu þrjár vikurnar allt að átta til tíu tíma á dag. Um helgina tók ég svo þátt í stigamóti íslensku mótaraðar- innar og lenti þar í 2. sæti á eft- ir Jóhannesi, sem er mjög góður árangur og sýnir að ég er á réttri leið. Ég ætla mér að gera mitt besta í Kína og vona að ég eigi eftir að standa mig vel á mínu fyrsta stórmóti erlendis," sagði Sumarliði. Venjan er sú að tveir efstu menn á íslensku mótaröðinni fari á heimsmeistaramótið, en af ýmsum ástæðum gátu þeir sem voru í 2. til 4. sætinu ekki kom- ist til Kfna. Það voru þeir Krist- ján Helgason, sem varð í öðru sæti og er að leika í atvinnu- mótaröðinni, Asgeir Asgeirsson, sem kemst ekki vegna barneigna og Jóhannes R. Jóhannesson, sem á ekki heimangengt vegna vinnu sinnar. Þar með var komið að Sumarliða sem var í 5. sæt- inu. Að sögn Brynjars Valdimars- sonar, formanns Billiard- og snókersambands Islands, hefur íslensku keppendunum gengið ágætlega á heimsmeistarmótun- um hingað til, þó aldrei hafi náðst sigur. „Sá sem hefur náð lengst er Jóhannes R. Jóhannes- son, en hann komst í úrslitaleik- inn árið 1995, en lenti í 2. sæt- inu. Áður hafði Jóhannes B. Jó- hannesson náð að komast í 16 manna úrslitin, en það var árið 1993. Heimsmeistaramótið er annað af tveimur árlegum stórmótum sem Billiard- og snókersamband Islands sendir keppendur á, en hitt mótið er Evrópumeistara- mótið, sem fram fer í júní á næsta ári. Við fáum að senda þangað þijá keppendur, þar sem Kristján Helgason varð Evrópu- meistari á síðasta móti,“ sagði Brynjar. Islensku keppendurnir halda til Kína á laugardaginn og sjálft mótið hefst mánudaginn 3. nóv- ember og stendur til 15. nóvem- ber. Dagur mun fylgjast vel með keppninni og flytja fréttir beint frá þeim félögum í Kína. Snókervertíðin hér heima er hafin fyrir nokkru og hafa þegar farið fram þijú stigamót í ís- lensku mótaröðinni. Jóhannes B. Jóhannesson, Islands- og stiga- meistari sfðasta árs hefur þar unnið tvö mót og er stigahæstur keppenda. Hann ætti því að vera í góðu formi fyrir Kínaferðina og til alls líldegur. Staðan á íslensku mótaröð- inni: 1. Jóhannes B. Jóhanness. 950 stig 2. Jóhannes R. Jóhanness. 650 stig 3. Brynjar Valdimarsson. 590 stig 4. Sumarliði D. Gústafsson. 330 stig 5. Ásgeir Ásgeirsson. 310stig GUNNAR SVERRISSON Samsæri gegn lands- liðinn? Enn og aftur ætlar undirritaður að rausa yfir dómaranöldri. Það er bara svo leiðinlegt þegar menn geta ekki litið í eigin barm og reynt að laga það hjá sjálfum sér sem miður fer. Byrjum á Þorbirni Jenssyni. í fyrri Ieik íslenska landsliðsins gegn Sviss, sem tapaðist, var tapið að stórum bluta dómur- unum að kenna, að sögn lands- Iiðsþjálfarans í viðtölum við fjöl- miðla. Leikmenn liðsins virtust ekki tala mikið um þátt dómar- anna, heldur var eigin geta ekki fyrir hendi. Það hefði verið ástæða tapsins. Sigur vannst í síðari leiknum, en enn voru dómarar slappir. Halda menn að eitthvað samsæri gegn íslensk- um handknattleik sé í gangi? Auðvitað eru dómarar mis- jafnir eins og leikmenn og þjálf- arar. Undirritaður horfði á allan síðari leikinn og veit að dómar- arnir gerðu fjölda af mistökum. Þannig er þetta bara. Okkar langbestu handknattleiksdómar- ar gera mistök, þeir Stefán og Rögnvaldur. Þjálfarar íslenska landsliðsins gerðu mestu mistökin af öllum í leiknum gegn Sviss á sunnu- dagskvöld. Mistök sem hefðu getað orsakað milda dramatík. Þeir fengu báðir rauða spjaldið fyrir kjaftbrúk. Þegar þjálfari í handknattleik fær rauða spjaldið er leikmanni vísað út af í tvær mínútur. Þetta gerðist á lokamfnútum leiksins og var ís- lenska liðið tveimur leikmönn- um færra á mjög þýðingarmikl- um lokasekúndum leiksins. Er ekki verið að tala um að marka- munur geti ráðið úrslitum um hvaða þjóð fer í lokakeppni heimsmeistaramótsins? 1 ÍÞRÓTTA VIÐ TALIÐ Stefioi á sigur í Kína Jóhsmnes B. Jóhannesson snóherspilari. Þeir Jóhannes B. Jóhann- esson, íslandsmeistari í snólier, og Sumarliði Gúst- afsson, sem varð í S. sæti íslandsmótsins, eru á leið- inni til Kína til að taka þátt í heimsmeistaramóti áhugamanna í snóker. ís- landsmeistarinn stefnir þará 1. sætið og segirað með heppninni ætti það að takast. - Hverjir taka þátt í heims- meistaramóti áhugamanna? „Reglan er að tveir spilarar frá hverri þjóð fá þátttökurétt á mót- inu. Ég er ekki alveg klár á heild- arljöldanum, en þeir eru eitthvað nálægt hundraðinu. Þarna er reyndar um að ræða bæði at- vinnu- og áhugamenn, en allir aðrir en 64 bestu í heiminum mega taka þátt í mótinu." - Hvemig fer keppnin st'ðan fram? „Fyrst fer fram riðlakeppni þar sem keppt verður í átta riðlum og fjórir efstu komast síðan áfram í 32ja manna úrslitakeppni. Ur- slitakeppnin er með útsláttafyrir- komulagi og er dregið um það hverjir Ienda saman. Þar getur því heppnin ráðið miklu og sterk- ustu spilararnir gætu lent saman í fyrstu umferðunum." - Er til miltils að vinna á mót- inu og hverja telurðu þina möguleika á sigri? „Ég tel mig eiga mikla mögu- leika á sigri í þessu móti. Ég er í góðu formi og hef undirbúið mig vel fýrir mótið. Fyrsta og annað sætið gefa rétt til þátttöku í móta- röð atvinnumanna og þangað stefni ég.“ - Það munaði litlu að þú kæmist í atvinnumannaliópinn á síðasta keppnistímabili? „Já, ég er mjög svekktur að vera ekki þegar kominn inn í atvinnu- hópinn og raunverulega munaði bara einni kúlu að ég kæmist inn í gegnum EURO-túrinn í vor. Þar voru það sex efstu menn sem komust inn, en fyrir mín eigin mistök á síðustu kúlu féll ég nið- ur í sjöunda sætið. Þetta gerðist þegar ég var að spila við sigur- vegarann á mótinu og staðan var jöfri 2:2. Ég var að skjóta niður síðustu kúlunni og notaði við það svokallaða „maskínu11, sem er hjálparkjuði sem stundum er not- aður. I allri spennunni gleymdi ég að fjarlægja kjuðann af borðinu eftir skotið og hvíta kúlan rakst í kjuðann. Það varð til þess að ég tapaði unnum leik 2:3, sem var ótrúlega svekkjandi." - Hafa verið gerðar breytingar á mótafyrirkomulaginu síðan í fyrra? „Mótareglunum hefur verið breytt þannig að í staðinn fjTÍr EURO-Tour, sem var 5 móta röð, er nú leikið í svokölluðum „UK- Tour“, eða Opnu bresku móta- röðinni, sem er röð 5 stigamóta. Þeir sem þar lenda í 20 efstu sæt- unum færast upp í atvinnu- mannahópinn ásamt tveimur efstu á Kínamótinu og taka þátt í WPBSA-atvinnumótaröðinni á næsta ári. Alls eru það 128 bestu í heiminum sem keppa á þeirri mótaröð, sem eru alls 10 mót og 22 neðstu falla síðan út eftir tímabilið í stað þeirra sem vinna sér réttinn í ár.“ - Tekur þú ekki þátt í bresku mótaröðinni? „Einhverra hluta vegna fékk ég ekki að vita af þessari breytingu á mótareglunum fyrr en breska mótaröðin var byTjuð og er þess vegna ekki með. Kína-mótið er því eina Ieiðin fyrir mig inn á at- vinnumótaröðina og eins gott að það takist.“ - Hvað liggurfyrir efþtí ttærð tilsettum árangri í Kína og hvað hyggstu gera ef það gettgur eltki upp? „Ég stefni á atvinnumennsku og tel að ég eigi heima í hópi þeir- ra bestu, jafnvel einn af 50 fyrstu. Ef ég næ tilsettum árangri þá liggur fyrir að flytja út og gerast atvinnumaður og lifa af spila- mennskunni. Þessi tíu mót í at- vinnumótaröðinni er bara grunn- urinn í atvinnumennskunni, því þá býðst fjöldi annarra móta um allar jarðir. Algengt er að atvinnu- menn séu að keppa á allt að tveimur mótum á \aku þannig að þetta er hörkuvinna, en líka góðir tekjumöguleikar. Ef mér aftur á móti tekst ekki að komast inn, þá gæti ég hugsanlega tekið þátt í einhverjum boðsmótum, en þá er atvinnumennskan allavega úr sögunni í bili, þar til næsta tæki- færi gefst.“ - Hvað æfirðu oft í viku og hvernig hefur þér gengið á ís- lensku mótaröðinni? „Ég hef æft nokkuð stíft að undanförnu. Svo að segja á hverj- um degi og þá í fjóra til fimm tíma í senn og er því í mjög góðu formi. Mér hefur gengið mjög vel á íslensku mótsröðinni og er bú- inn að vinna tvö af þremur mót- _ (( um.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.