Dagur - 29.10.1998, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1998 - S
Tfc^wi-
FRÉTTIR
Erfitt að hætta að
styðj a minnstu húin
Guðmundur Bjarnason landbúnaðarráðherra segir að menn eigi ekki að
dæma, útiloka eða blása af mál án rækilegrar skoðunar.
Gagnrýni Egils og
Guðna kemur ekki á
óvart. Engin pólitísk
afstaða hefur verið
tekin. Tillögnmar
innlegg í umræðu við
gerðs nýs Mvöru
samnings.
„Þessi gagnrýni þeirra Egils og
Guðna kemur ekkert á óvart.
Þeir eru í miklu og góðu sam-
bandi við bændur og sjá þessa
agnúa sem kunna að vera á til-
lögunni. Menn eiga hins vegar
ekki að dæma þetta, útiloka eða
blása þetta af öðruvísi en það sé
skoðað rækilega. Eg veit hins
vegar að það er vandasamt mál
og erfitt að hætta stuðningi við
minnstu búin,“ segir Guðmund-
ur Bjarnason landbúnaðarráð-
herra.
Andstaða stjómarþmg-
iiKinna
Bæði formaður og varaformaður
landbúnaðarnefndar Alþingis,
þeir Guðni Ágústsson sam-
flokksmaður ráðherra og Egill
Jónsson Sjálfstæðisflokki, hafa
gagnrýnt nokkur atriði í tillögum
nefndar landbúnaðarráðherra
um fækkun bænda. Þeir eru t.d.
á móti því að hætta beingreiðsl-
um til bænda sem náð hafa sjö-
tugu og sömuleiðis eru þeir mót-
fallnir því að hætt verði greiðsl-
um til bænda sem eru með 120
ærgilda bústofn eða minni. Jafn-
framt er Guðni andvígur því að
stefnt skuli að því að mismuna
bændum með lánafyrirgreiðslu
eftir menntun. Þá óttast Egill
eins og formaður Landssam-
bands sauðfjárbænda að fækkun
bænda hafi slæm áhrif á hinar
dreifðu byggðir landsins.
Engtn pólitísk afstaða
Ráðherra minnir á að engin
pólitísk afstaða hafi verið tekin
til tillagna nefndarinnar. Hann
segir að þeim verði fyrst og
fremst vísað til þeirra viðræðna
og vinnu sem framundan er við
gerð nýs búvörusamnings. Sú
vinna hefst að öllum líkindum í
vetur þar sem núgildandi samn-
ingur rennur út árið 2000. Ráð-
herra telur því að tillögur nefnd-
arinnar séu gott innlegg í þá um-
ræðu sem hefst áður en langt um
líður. Hann minnir einnig á að
víða hefur sauðfjárræktin þróast
í þá átt að hún er stunduð með
annarri atvinnu. Þetta neyddust
bændur til gera vegna niður-
skurðar og samdráttar á markaði.
Engu að síður telur ráðherra að
menn verði skoða gaumgæfilega
hvaða Ieiðir séu fyrir hendi til að
styrkja þau svæði þar sem sauð-
fjárræktin sé aðalatvinnugreinin.
I þeim efnum sé tillaga nefndar-
innar ein leið í því og innlegg í
umræðuna.
Bændux eins og aðrar stéttir
Sjálfur telur ráðherra að skerð-
ing beingreiðslna til bænda sem
náð hafa sjötugs aldri, sé rétt til
að auðvelda nýliðun og koma
ungum mönnum að í greininni. I
því sambandi minnir hann á að
meðal margra stétta séu takmörk
fyrir því í árum hvað menn geta
stundað sína vinnu lengi. Hins
vegar sé það rétt að Alþingi hafn-
aði þessu aldurshámarki á sínum
tíma. Jafnframt er ráðherra
hlynntur þeirri hugsun að menn
feti sig inn á þá braut að betur sé
gert við þá sem aflað hafa sér
þekkingar en hina. I þeim efnum
vísar hann til þess að í mörgum
atvinnugreinum þurfa menn að
hafa ákveðin réttindi til að geta
stundað sína vinnu. Þar séu iðn-
aðarmenn besta dæmið. — GRH
Úlfar Nathanaelsson.
Hætt að
mkka
Ulfar Nathanaelsson hefur dreg-
ið til baka kröfu sína á hendur
Davíð Kristjánssyni á Selfossi
vegna meintrar áskriftarskuldar í
Þjóðlífsmálinu. Þetta þýðir að
Ulfar hefur endanlega gefist upp
á að innheimta þær áskriftar-
skuldir sem hann keypti af Þjóð-
lífi á sínum tíma.
Davíð er á meðal nokkurra ein-
staklinga, sem Ulfar hefur rukk-
að á undanförnum árum vegna
Þjóðlífs, en hafa neitað því að
hafa samþykkt áskrift að tímarit-
inu. „Eg er að fá hamingjuóskir
víða að en er sjálfur varla búinn
að átta mig á þessu,“ segir Davíð
í samtali við Dag. „Eg vona að
þetta þýði að fleiri fái Ieiðréttingu
sinna mála og að með þessu sé
komið í veg fyrir svona vitleysu.
Það hringdi t.d. í mig kona frá
Seyðisfirði, en krafan á hendur
henni var upp á 263 þúsund
krónur. Gallinn við þessa niður-
stöðu er aftur á móti sá að nú
kemst kannski ekki upp hveijir
bjuggu til þessar kröfur upphaf-
Iega,“ segir Davíð. Hann þakkar
Sigurði Gizurarsyni lögfræðingi
sigurinn. — FÞG
Atlanta flýgur
Flugfélagið Atlanta hefur fengið aflétt tímabundinni afturköllun bresku
Flugmálastjórnarinnar (CAA) á leyfi breskra flugfélaga til að nota vélar
Atlanta.
Að sögn Richards Wright, talsmanns CAA, var þessi ákvörðun tekin
eftir að eftirlitsaðilar höfðu sannfærst um að vélar Atlanta væru í lagi.
Aðspurður segir hann hins vegar að þetta þýði ekki að rannsókn á við-
haldsmálum Atlanta sé lokið. „Þeirri rannsókn verður framhaldið, þótt
flugvélarnar séu taldar öruggar og þeim Ieyft að fljúga," segir Wright.
Svo sem áður hefur komið fram gerðu bæði íslensk og bresk flugmála-
yfirvöld athugasemdir við alvarleg frávik við vottun varahluta hjá Atl-
anta og leiddi það til afturköllunarinnar á notkun véla Atlanta í Bret-
Iandi. — FÞG
Vigdís timgiunálasendiherra
Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti íslands, hefur verið til-
nefnd sérlegur tungumálasendiherra UNESCO, Menningarmálastofn-
unar Sameinuðu þjóðanna.
Sem sérlegur tungumálasendiherra UNESCO mun hún koma fram
fyrir hönd stofnunarinnar í viðamiklu starfi hennar er Iýtur að tungu-
málum, þar á meðal hvað varðar varðveislu þeirra 6.000 tungumála sem
töluð eru í heiminum um þessar mundir, ræktun þeirrar menningar
sem tungumálunum tengjast og tungumálakennslu.
Frú Vigdís hefur tekið að sér önnur verkefni fyrir UNESCO og gegn-
ir nú meðal annars stöðu formanns Alþjóðaráðs UNESCO um siðferði
f vísindum og tækni.
Naudgari dæmdur
Haukur Orn Aðalsteinsson var í gær dæmdur í þriggja ára fangelsi í
Héraðsdómi Reykjaness fyrir að ráðast á konu og gera tilraun til að
nauðga henni við Reykjanesbraut aðfaranótt 8. ágúst. Haukur Orn var
dæmdur til þess að greiða 727.700 krónur í bætur ásamt vöxtum.
Páll vikiir ur starfi
Stjórn Læknafélags Islands hefur samþykkt beiðni Páls Þórðarsonar,
framkvæmdastjóra félagsins, um að hann hætti á næstunni störfum og
að gerður verði við hann starfslokasamningur. Hvorki Páll né Guð-
mundur Björnsson, formaður Læknafélagsins, vildu tjá sig um tilefni
þess að Páll víkur úr starfi framkvæmdastjóra, sögðu báðir að ákveðið
hefði verið að hafa það sem trúnaðarmál. Samkvæmt heimildum Dags
mun brottför Páls ekki lúta að lagabroti og er helst talið að hún standi
í sambandi við umdeildar segulbandsupptökur á fundi Læknafélags-
manna með Kára Stefánssyni og öðrum frá Islenskri erfðagreiningu.
Sátt hefur náðst í deilum sömu aðila um upptökurnar. - FÞG
Vilja miðbæjar-
myndimar á Netið
Stjórn Félags íslenskra netverja
vill að myndum úr öryggis-
myndavélum í miðbænum verði
veitt inn á Netið og hefur sent
borgaryfirvöldum og Iögreglu-
stjóranum í Reykjavík áskorun
þar um. Segir meðal annars í
ályktun stjórnarinnar að sjálfsagt
sé að þessar myndir standi al-
menningi opnar svo ekki rofni
trúnaður milli borgaranna og yf-
irvalda. Vísað er til réttar al-
mennings samkvæmt upplýs-
ingalögum.
Enn fremur segir að slíkur að-
gangur auðveldi almenningi at-
hugun á því hvort til séu sönn-
unargögn um afbrot sem auki
aðhald og auki líkur á að menn
leggi fram kærur sem þeir hefðu
ella ekki talið ómaksins virði.
Eins mætti ætla að aðstandend-
ur ungmenna hafi áhuga á að
geta skoðað ástandið í miðbæn-
um. Bent er á að ef ekki kemur
til þessarar birtingar beri þessar
öryggisráðstafanir keim stóra
bróður í stað þess að boða opn-
ara og gegnsærra þjóðfélag. - HI
Samtök Netverja hafa nú gert kröfu um að fá myndirnar úr öryggismynda-
vélunum á Netið. - mynd: hilmar
Fagna áliti um landbúnað
Stjórn Búnaðarsambands Eyja-
Ijarðar fagnar áliti nefndar Iand-
búnaðarráðherra og fleiri um
„Uttekt á lífskjörum bænda í
hefðbundnum landbúnaði 1989-
1996“ sem kynnt var nýlega.
Stjórnin telur lofsvert að á land-
búnaðinn skuli litið sem alvöru
atvinnugrein sem lýtur lögmál-
um atvinnulífsins en ekki hluta
af almannatryggingakerfinu né
heldur sérstaka byggðaaðgerð.
Þetta kemur meðal annars fram í
ályktun stjórnarinnar nú í vik-
unni. Stjórnin telur enn fremur
brýnast að hagsmunir þeirra sem
bera uppi atvinnugreinina i
framtíðinni verði settir í öndvegi
við gerð búvörusamninga en
hagsmunum þeirra sem eru að
hverfa úr greininni vegna aldurs
eða annarra starfa verði mætt á
öðrum vettvangi. — Hl