Dagur - 06.11.1998, Blaðsíða 1

Dagur - 06.11.1998, Blaðsíða 1
Spítalatölvur gætu brugðist árið 2000 Áætlaður kostnaður Laudspítala vegna breytinga á tölvu- stýrðum tækjum fyrir árið 2000 er 150 milljómr króna. Óvíst hvort fjöldi lífs- nauðsynlegra tækja starfar rétt jiegar árið 2000 gengur í garð. Gerð hefur verið úttekt á tölvum og tækjum í stofnunum Ríkis- spítalanna til að kanna hve mörg þeirra þjáist af hinum margfræga 2000 vanda. Stýrikerfi margra tölva er sem kunnugt er þannig úr garði gert að ekki er gert ráð fyrir nema tveimur tölum fyrir ártalið og þegar aldamótaárið gengur £ garð munu þau gera ráð fyrir að árið 1900 sé runnið upp og starfa samkvæmt því. Tæknivædd stofnun Uttektin hjá Ríkisspítölunum leiddi í ljós að Ijölmörg tæki sem ekki mega stöðvast nema í fáein- ar klukkustundir í mesta lagi geta ekki tekist á við aldamóta- vandann. Greint er frá niðurstöð- unum í nýjasta tölublaði Læknablaðsins. Landspítalinn er ákaflega tækni- vædd stofnun og þar eru tölvu- stýrð upplýs- ingakerfi, rann- sóknar- og mæl- ingartæki, lækn- ingatæki og ein- nig húskerfi eins og lyftur, loft- ræsting og hita- kerfi. Starfshópurinn sem vann úttektina skoðaði liðlega 3500 tæki og skipti þeim í áhættu- flokka eftir því hversu mikil áhrif stöðvun þeirra hefði á líf og heil- Úttektin hjá Ríkisspítölunum leiddi i Ijós að fjöimörg tæki sem ekki mega stöðvast nema í fáeinar klukkustundir í mesta lagi geta ekki tekist á við aidamótavandann. su sjúklinga eða reksturinn. Nið- urstaðan var að 14 af 48 tækjum sem alls ekki mega stöðvast þola aldamótin en ekki er Ijóst hvort hin 34 gera það. Rúmlega 630 tæki mega ekki stöðvast nema í nokkrar klukku- stundir og af þeim er vitað að 183 þola alda- mótin en 126 gera það ekki. Um 300 tæki gildir að ekki er vitað nákvæm- lega hvernig búnaður þeirra er og hvort þau þola aldamótin. 2000 vanda- málið veldur víða áhyggjum óhætt er að en ohætt er segja að það sé brýnna á sjúkra- húsum en víða annars staðar að fá úr því skorið hvaða tæki virka örugglega þegar á hólminn er komið. „Það er mjög brýnt og við stefnum að því að vera með það allt klárt um næstu áramót þan- nig að við getum notað næsta ár í að Ieysa vandann," segir Ingólf- ur Þórisson, aðstoðarforstjóri Ríkisspítalanna. Brýnt að leysa vandann „Þetta er nokkuð mikið umfangs en við höldum að við getum leyst vandann. Það kemur hins vegar til með að kosta okkur töluvert,“ segir hann Ríkisspítalarnir fóru fram á 150 milljóna króna fjárveitingu í þetta verkefni en í frumvarpi til íjárlaga næsta árs er ekki gert ráð fyrir krónu í það. En hvað ef ekki fæst ljárveiting? „Eg skal ekki segja hvernig við förum að því, en við erum ekki búin að gefa upp alla von. Við erum að fara á fund Ijárlaganefndar og þetta er eitt af því sem við förum sérstaklega fram á að verði leið- rétt. Þetta þarf að leysa. Það er allt orðið meira og minna tölvu- stýrt." - vj Ólafur á Ítalíu Forseti Islands, Ólafur Ragnar Grfmsson, er nú í opinberri hemisókn á Ítalíu. I gærkvöld bauð forseti Italíu, Oscar Luigi Scalfaro, Ólafi Ragnari og fylgd- arliði til hátíðarkvöldverðar. I ræðu sinni við hátíðarkvöld- verðinn sagði Ólafur Ragnar meðal annars: „Eg veit, virðulegi forseti, að þér þekkið af eigin raun þá lífsreynslu að þurfa við fráfall eiginkonu að fóta sig á ný í verkum og takti daglegs lífs. Þér og dóttir yðar Marianna hafið sýnt mér og ungri dóttur minni Tinnu mikinn skilning og sam- kennd þegar þið bæði takið nú á móti okkur hér í Róm.“ Ólafur Ragnar sagðist oft hafa vitnað til orða Scalfaros í viðræð- um þeirra á Bessastöðum, að kjarninn í hinu nýja samvinnu- ferli í Evrópu sé hvorki viðskipti né íjármálakerfi, eins og ætla mætti af ummælum ýmissa, heldur fyrst og fremst evrópsk menning, verðmæti lista, hugs- unar og þekkingar. — Hi , ; > . Opinber heimsókn forseta íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, til Ítalíu hófst formlega í gær með móttökuathöfn í Quirinale-höll. Þar tók forseti Ítalíu, Oscar Luigi Scalfaro, á móti forsetanum og föruneyti. mynd: gtk Hugmynd uppi um nýjan flugvöll á grynningunum í Skerjafirði. Ótví- rætt hagkvæmt vegna verðmæti Vatnsmýrarinnar Hugvöii í Skerjafjörð Það er bæði hagkvæmt og auð- velt að losa Vatnsmýrarsvæðið og flytja núverandi Reykjavíkur- flugvöll yfir í Skerjafjörðinn, með því að byggja þar nýjan flugvöll á grynningunum við Löngusker. Það segir Örn Sig- urðsson arkitekt og bætir við að nýr flugvöllur £ Skerjafirði yrði mun fullkomnari en gamli flug- völlurinn vegna betri aksturs- brauta. Örn ætlar að kynna þessa hugmynd á fundi hjá sjálfstæð- ismönnum £ Valhöll á laugardag. Hann segir Skerjafjarðarhug- myndina ekki nýja af nálinni, heldur hafi Trausti Valsson upp- haflega vakið athygli á þessum möguleika og tillaga um þetta komið fram á Alþingi fyrir um 20 árum. Þyrfti niiirna pláss „I miðjum Skerjafirðinum eru grynningar og £ rauninni mjög ódýrt land. Það þyrfti töluvert af fyllingarefni undir flugvöllinn, en samt ekki meira en svo að bara gatnagerðargjöldin af nýj- um framkvæmdum f Vatnsmýr- inni myndu Ijármagna þá fram- kvæmd. Og nýtt framkvæmda- svæði f Vatnsmýrinni er einmitt mesti bónusinn f þessu, því það land er mjög verðmætt," segir Örn f samtali við Dag. Örn segir að flugvöllur í Skerjafirðinum þyrfti minna pláss en núverandi flugvöllur. „Bæði vegna fullkomnari akst- ursbrauta og vegna þess að sjór- inn myndar nauðsynlegt oln- bogarými. Núverandi flugvöllur tekur 140 hektara, en þessi hug- mynd gerir ráð fyrir 83 hektara flugvelli. Þess má líka geta að ungur kollegi minn tók lokapróf í Vín þar sem hann hannaði al- þjóðaflugvöll í Skerjafirðinum,“ segir Örn. - FÞG ^SUBLUAY'* ^SUBLUflV ^SUBUJflY* tt m LTl >i IALT ÞIC? EITT NÚMER AÐ MUNA 5351100 in

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.