Dagur - 06.11.1998, Qupperneq 2

Dagur - 06.11.1998, Qupperneq 2
 2 - FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1998 FRÉTTIR Hinn norræni siður að sækja jóahlaðborð veitingahúsanna nýtur sífellt meiri vinsælda. Mikið er bókað fyrir þessi jól. því að Kolkrabbmn myndi Hörður Sigurgestsson. gleypa það sem að kjafti kæmi og að þcss vegna hafi þetta komið á óvart. Einn pottverja glotti við tömi og benti möimum á að ekki væri alit scm sýndist. Hilmar Pálsson, framkvæmda- stjóri Bnmabótafélagsins og Hörður Sigurgestsson, framkvæmdastjóri Eimskips og Kolkrabbans, eru nefnilega bræðrasynir. Það væri því þess virði að fylgjast vel með því á næstunni hvað Brunabót gerir með sína digru sjóði!. Jólahlaðborðin aldrei vinsælli Vinsældir jólahlaðborða veitingahúsanna aldrei meiri en nú. Hvert borð hókað. Aðsókn að jólahlaðborðum veitinga- húsa í Reykjavík virðist aldrei ætla að vera meiri en einmitt fyrir þessi jól. Oll borð eru þegar frátekin síðustu helgina í nóvember og tvær fyrstu helgarnar f desember. Komu fyrstu bókanir strax þegar fólk steig upp frá hlaðborðinu í fyrra, sögðu nokkrir veitingamenn sem Dagur ræddi við í gær. „Það voru margir sem komust ekki að í fyrra - brunnu hreinlega inni með að panta borð þá - og voru því tíman- lega í ár með að panta borð. Fyrstu pantanirnar vorum við því að fá í des- ember í fyrra og síðan fór þetta aftur að koma nú í september," sagði Stein- ar Davíðsson, veitingamaður í Óðins- véum, sem jafnframt rekur Viðeyjar- stofu. Hann er búinn að bóka hvert borð um vinsælustu helgarnar. - „Hér eru öll borð bókuð og vinsældir jóa- hlaðborðanna aukast ár frá ári,“ sagði Jón Ögmundsson, veitingastjóri á Hót- el Loftleiðum. Hann segir nokkuð um að fjölskyldufólk komi á jólahlaðborð og á sunnudögum í desember verði á Loftleiðum sérstök dagskrá fyrir þann markhóp. Góðæris vart „Það var snemma byrjað að bóka í jóla- hlaðborðið og við verðum vör við góð- ærið með þeim hætti að fólk bara hringir og pantar. Spyr ekki hvað þetta kostar," sagði Eric Þorkelsson, veit- ingastjóri í Perlunni. Hann segir öll borð upppöntuð síðustu helgina í nóv- ember og hinar fyrstu í desember. Ennþá séu Iaus borð til dæmis á kvöld- um virkra daga og þá sé einnig nokkru ódýrara að mæta, enda þó matseðilinn sé sá sami. Líflegar fyrirspurnir nyðra Hlynur Jónsson, veitingamaður á Greifanum á Akureyri, sagði að enn lægi ekki fyrir hver aðsóknin yrði að jólahlaðborðinu á Greifanum og einnig á Foshótel - KEA, en fyrr á þessu ári tóku Greifamenn við veitingasölu þar. „KEA hefur þó alltaf verið mjög stór aðili í jólahlaðborðunum hér á Akur- eyri, þau hafa sótt að jafnaði þetta 700 til 1000 manns. Staðfestar pantanir til okkar um jólablaðborð eru enn ekki margar komnar, enda þó fyrirspurnir séu líflegar. Norðlendingar eru ekki jafn fljótir að staðfesta pantanir og Sunnlendingar." -SBS. Af og til era ltarðar deilur í pottinum um það liveijum eigi að þakka blessaða góð- ærið. Einn pottverja rakst nýverið á viðtal við forseta íslands i Scandinavian Revi- ew - en í nýjasta tölublaði þess tímarits er mikið fjallað um íslensk málefni. Þar segir forsetinn að lykilinn að góð- ærinu sé að finna í þeim ákvörðunum sem teknar voru á árunum 1989-1991 þegar haim var fjármálaráðherra; þær hafi verið svo erfiðar fýrir ríkisstjóniina að hann hafi sjálfur orðið óvinsælasta stjómmálamaður íslands....... Ólafur Ragnar Grímsson. Opinskáar yfirlýsingar Ágústs Guðmundssonar um nýja kvikmyndakolkrabbann hafa vakið mikla at- hygli í heita pottinum. Þykir Ágúst nú liafa gerst afar djarfur með því að senda út stríðsyfirlýsingu til ís- lcnsku kvikmyndasamsteypmmar. Það mun almeimt viðkvæði meðal mcðaljónanna í kvikmyndahcimin- um á íslandi að nú sc betra að hafa sig hægan og láta lítið á sér bera, til að öyggja að þchn verði ckki bland- að 1 þcssa deilu. Fjölmiðlar hafa verið að leita efth viðbrögðmn kvikmyndagerðarmaima, en fáh viljað tjá sig. Mcha að segja er fullyrt að sjálfur Hrafn Gunn-_ laugsson hafi sagt pass við þessum!! Lýðræðið ekki virkt án þátttöku kveima FRÉTTAVIÐTALIÐ Sif Friðleifsdóttir alþingismaður. Þáttaka kvenna í stjómmál- um ermun minni á íslandi en annars staðará Norðurlönd- um. Opinbernefnderað skipuleggja auglýsingaherferð til þess að auka hlut kvenna í næstu kosningum. SifFrið- leifsdóttir erformaður nefndarinnar. - Hver er tilurð þessarar nefndar og hvað er henni ætlað að gera? „Eg flutti ásamt fleirum þingsályktunar- tillögu um opinbera nefnd til þess að auka hlut kvenna í stjórnmálum sem samþykkt var á síðasta þingi. Nefndin á að starfa í 5 ár þannig að hún nær þrennum kosning- um, alþingiskosningunum í vor, næstu sveitastjórnarkosningum og þarnæstu þingkosningum. Hún á að fara í þverpólit- ískar aðgerðir, fræðslu, áróðusherferðir og hafa áhrif með ölllum hætti sem hún telur fært til að auka hlut kvenna í stjórnmálum. Það er auðvitað mjög brýnt að fara í að- gerðir vegna þess að annars staðar á Norð- urlöndum er þátttaka kvenna í stjórnmál- um mun meiri en á íslandi. Þar eru konur 40-50% bæði í sveitastjórnum og á þjóð- þingum, en hér á landi er hlutur kvenna 29% í sveitastjórnum og 25% á Alþingi." - Hverjar eru helstu skýringarnar á því að íslenskar konur eru á eftir kynsystrum sínum á Norðurlöndum í þessum efnum? „Það eru margvíslegar skýringar og ein er sú að Norðurlöndin liafa verið með svona herferðir og áróður í gangi sem við erum að byrja á núna með skipulögðum hætti. Auð- vitað hafa stjórnmálaflokkarnir, jafnréttis- ráð og aðrir sem vilja hafa lýðræðið virkt verið með áróður og fræðslu en núna verð- ur þetta tekið föstum tökum.“ - Hvað leggið þið til, á hverju á að byrja? „Við erum þegar búin að hitta forsvars- menn kvennahreyfinga stjórnmálaflokk- anna og biðja þær að hjálpa okkur í þessu verkefni. Við erum að skipuleggja greina- skrif í blöðín og erum að fara út í auglýs- ingaátak í fjölmiðlum sem hefst nú um helgina. Við höfum fengið Ieiðtoga stjórn- málaaflanna til að leggja þessu átaki lið með því að birtast f auglýsingum á vegum nefndarinnar. Það er auðvitað mjög mikil- vægt að fá þá í Iið með okkur til að sýna al- vöru málsins. Þetta er ekki bara barátta kvenna heldur stefna stjórnmálaflokkanna og samþykkt alþingis." - Munuð þið fyrst og fremst einbeita ykkur að fræðslu og áróðri? „Já. Fræða og hafa áhrif á stjórnmála- flokka og almenningsálitið til þess að taka á þessu brýna réttlætismáli. Það er ekki hægt að tala um eðlilegt lýðræði í landinu fyrr en konur koma að stjórnun landsins til jafns við karla, þær eru jú helmingur þjóð- arinnar. Það er þetta Iifandi Iýðræði sem við viljum ná fram. I nýlegri Gallupkönnun kom í Ijós að almenningur er mjög hlynnt- ur því að auka hlut kvenna í stjórnmálum. Við viljum reyna að hafa áhrif á það sem fólk gerir þegar á hólminn er komið og það hefur raunverulega vald til að auka hlut kvenna. Nú stendur fyrir dyrum mikil vinna hjá öllurn stjórnmálaflokkum við uppstillingar á listum og þess vegna er brýnt að byrja sem íyrst." - Alþingi samþykkti að setja 5 milljón- ir króna í þetta á þessu ári. Dugar það ekki skammt? „Þær duga auðvitað mjög skammt þvf það er mjög dýrt að auglýsa og ná til al- mennings. Við hefðum að sjálfsögðu viljað fá meira Ijármagn í þetta átak, sérstaklega á næsta ári og nefndin mun reyna að vinna að þ\i. -vj

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.