Dagur - 06.11.1998, Síða 6
6 -FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1998
rD^tr
ÞJÓÐMÁL
Útgáfufélag:
Útgáfustjóri:
Ritstjórar:
A ðstoðarritstjóri:
Framkvæmdastjóri:
Skrifstofur:
Simar:
Netfang ritstjórnar:
Áskriftargjald m. vsk. :
Lausasöluverð:
Grænt númer:
Símbréf augiýsingadeiidar:
Simar auglýsingadeildar:
Netfang auglýsingadeiidar:
Símbréf ritstjórnar:
DAGSPRENT
EYJÓLFUR SVEINSSON
STEFÁN JÓN HAFSTEIN
ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
BIRGIR GUÐMUNDSSON
MARTEINN JÓNASSON
STRANDGÖTU 31, AKUREYRI,
GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK
OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK
460 6100 OG 800 7080
ritstjori@dagur.is
1.800 KR. Á MÁNUÐI
150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ
800 7080
460 6161
(REYKJAVÍK)563-1615 Ámundi Ámundason
(AKUREYR 1)460-6191 G. Ómar Pétursson
OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir
omar@dagur.is
460 617KAKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVÍK)
Réttum hjálparhönd
í fyrsta lagi
Hræðilegar náttúruhamfarir hafa valdið stórfelldum hörm-
ungum í nokkrum ríkjum Mið-Ameríku. Samkvæmt nýjustu
fréttum hafa líklega um 22 þúsund manns annað hvort látið
lífið eða týnst í þeim gífurlegu flóðum og aurskriðum sem felli-
bylurinn Mitch hafði í för með sér. Verst er ástandið í tveimur
fátækum ríkjum - í Níkaragúa sem hefur ekki lent í jafn alvar-
legum náttúruhamförum síðan í jarðskjálftanum mikla árið
1972, og nágrannaríkinu Hondúras þar sem fellibylurinn gerði
hvað mestan usla og lagði bágborinn efnahag þjóðarinnar að
miklu leyti í rúst.
1 öðru lagi
Þessir hræðilegu atburðir minna enn einu sinni á hversu lítils
maðurinn má sín gagnvart náttúruöflunum. Það er sameigin-
leg reynsla allra jarðarbúa að þegar feiknakraftar náttúrunnar
brjótast út Iúta þeir í engu vilja mannsins. Það gildir jafnt um
jarðskjálfta í löndum Mið-Asíu eða Japan, flóðbylgjur við
strendur Asíuríkja eða snjóflóð og eldgos á Islandi. Aukin
þekking og tækni getur vissulega gert manninum mögulegt að
búa sig undir komandi áföll, hvort sem það eru flóð, gos,
skjálftar eða ofsaveður, og reyna þannig að draga úr því tjóni
sem slíkar hamfarir hljóta að valda í mannheimum. En náttúr-
an mun áfram fara sínu fram.
í þriðja lagi
Hroðalegt ástand ríkir nú meðal þeirra sem þó lifðu af ham-
farirnar í Mið-Ameríku. Matvæli eru af skornum skammti og
mikil hætta á farsóttum sem vafalaust munu kosta mörg
mannslíf til viðbótar næstu daga og vikur. Alþjóðlegt hjálpar-
starf er þegar komið í gang, þótt mjög erfitt sé að koma nauð-
synlegum vistum og hjálparfólki til þeirra staða þar sem neyð-
in er mest. Islendingar verða að sjálfsögðu að taka myndarleg-
an þátt í því að rétta þessu ógæfusama fólki í Mið-Ameríku
hjálparhönd.
Ellas Snæland Jónsson.
Pólitísk blóðgjöf
Eitt helsta fréttaefni á ljósvak-
anum síðustu daga hefur ver-
ið sú ákvörðun Samtaka um
þjóðareign að ganga til liðs við
flokk Sverris Hermannssonar.
Þessi ákvörðun samtakanna
hefur verið tíunduð í hverjum
fréttatímanum á fætur öðrum,
fyrst að samtökin ætluðu að
ganga til liðs við Sverri, síðan
að þau væru búin að gera það
og Ioks vegna þess að 7 manns
gengu úr samtökunum vegna
þess að þau gengu
til liðs við Sverri.
I einhveijum ell-
efufréttatímanum
sá Garri yfirlits-
mynd af aðalfundi
samtakanna, sem
svo mikið er búið
að fjalla um og brá
þá illilega í brún.
Þarna voru ekki
nema 5-10 manns,
eða mun færri en
hittast alla jafna
við hringborðið á
Hótel Borg eða á
fluguhnýtingarkvöldum í bíl-
skúrnum hjá Garra.
Samtök iim
fluguhnýtingar
Garri er mikill Kvennaustavin-
ur og því tekur hann sárt að
heyra allar fréttirnar um upp-
lausn og dauða þessarar ágætu
stjórnmálahreyfingar. Frétta-
flutningurinn um hvernig
Samtök um þjóðareign voru
lög inn á atkvæðareikning
Frjálslyndaflokksins, flokks
Sverris, varð hins vegar til þess
að kveikja litla hugmynd sem
hugsanlega gæti komið
Kvennalistanum og kvenna-
baráttu í landinu til hjálpar.
Við strákarnir í fluguhnýting-
V
arklúbbnum stofnum einfald-
Iega félag, „Samtök um huggu-
legar fluguhnýtingar," og lýs-
um síðan yfir stuðningi við
Kvennalistann, enda sé það
eini flokkurinn sem einhvern
skilning hefur á hannyrðum.
Gildir þá einu hvort það er
fundaprjón eða fluguhnýting-
ar.
Nýttlíf
„Samtök um
huggulegar flugu-
hnýtingar" hljóta
þá að komast í
fréttirnar og
Kvennalistinn sem
nú hefur á sér yfir-
bragð stefnulauss
rekalds fengi aftur
merkingu og til-
gang. Hann fengi
á sig ásýnd hinnar
eftirsóttu príma-
donnu sem menn
eru æstir í að fá að
leiða til altaris.
Frjálslyndi flokkurinn hans
Sverris hefur einmitt fengið
nýtt líf í umræðunni með
blóðgjöfinni frá Samtökum
um þjóðareign og jafnvel Garri
var farinn að halda þessi flokk-
ur væri eitthvað annað en
nafnið. Þótt „Samtök um
huggulegar fluguhnýtingar"
muni að sönnu ekki verða
þ'ölmenn, þá geta þau hiklaust
gefið Kvennalistanum jafn
mikið og ferskt blóð og Sam-
tökin um þjóðareign hafa gefið
Frjálslyndum ef ekki meira.
Menn ættu því að búa sig und-
ir endurkomu Kvennalistans í
íslenska pólitík sem sjálfstæðs
afls. GARRI
ODDUR
ÓLAFSSON
skrifar
Bardagiim við kolkrabbaim
Þeir sem búa til íslensku bíó-
myndirnar eru yfirleitt mun
meira í sviðsljósinu en verk
þeirra og stjörnurnar sem þeir
framleiða á færibandi. Yfirleitt
hefur það verið sá æsilegi bíó-
gerðamaður Hrafn Gunnlaugs-
son sem hefur séð um fjörið á
þessum skemmtivettvangi. Hann
hefur einstakt lag á að espa kol-
lega sína og keppinauta og kom-
ið sér einstaklega vel fyrir í
kjaftaóðum fjölmiðlaheimi.
I þeirri uppákomu sem bíó-
myndaheimurinn hefur nú sett á
svið er Hrafn hafður útundan.
Samt tekst bærilega að sakfella
og munnhöggvast og blanda kol-
krabbanum sjálfum inn í hand-
ritið, sem sýnist álíka óburðugt
og þau kvikmyndahandrit sem
séníin nota sem undirstöðu
sinna verka.
Isfilm og Islenska kvikmynda-
samsteypan fara nú mikinn í fjöl-
miðlaleik sínum og deila hástöf-
um um hvaða íslenska bíómynd
eigi að fá Óskarsverðlaunin, og
þá milljarða sem þeim fylgja, að
ári. Stórveldin sproksetja hvert
annað og klögumálin ganga á
víxl. Þegar yfir lýkur gæti deilan
orðið sæmilegasta handrit til að
framleiða spennumynd upp út.
Hrafni yrði ekki skotaskuld úr
því að sjóða blóð-
ugt drama upp úr
deilunni og gæti
orðið verðugt verk-
efni eftir að hann
lýkur við hugverk
sitt um þann snar-
galna Jón þuml-
ung, sem brátt tek-
ur við að skemmta
þjóðinni á hvíta tjaldinu. En hún
er rétt að hrista af sér timbur-
mennina eftir að vera búin að
glápa sér til óbóta á snilldarverk-
ið um þriggja klukkustunda fyll-
erí á Grímsstaðaholtinu.
Hagsmunir í húfi
Ur því að kolkrabbinn er kominn
í kvikmyndagerðina er ekki nema
von að þar sé havarí og illindi.
Samkeppnin um styrki er hörð
og enn harðari um upphefðina
að utan, eins og Óskarsverðlaun-
in eru. Gleðilegt er að vita hve
þjóðlegir íslensku bíógerðar-
mennirnir eru. Aldrei dettur
þeim í hug að þeir
eigi í samkeppni
við útlendinga,
sem margir eru
duglegir að búa til
bíó. Heldur troða
þeir skóinn hver
niður af öðrum í
keppninni um op-
inberar styrkveit-
ingar og upphefð að utan.
Eitt eru þeir þó sammála um,
það er að úthúða fjárveitinga-
valdinu fyrir að gefa þeim ekki
nógu mikla peninga. Samt afla
þeir þjóðarbúinu gífurlegra
tekna með óeigingjörnum hug-
sjónum sínum. Ríkisstarfsmaður
sem gæta á hagsmuna kvik-
myndagerðar sendi nýverið frá
sér skýrslu um þær gífurlegu
upphæðir sem íslenskar kvik-
myndir dæla inn í þjóðarbúið.
Hann sýndi fram á með
hræmulegum rökum, að ferða-
mannastraumurinn til landsins
væri einkum að þakka því að út-
lendingarnir hafi sér íslenskar
kvikmyndir sem valdi þeirri hug-
ljómun að þeir flykkjast til lands-
ins í stórum stíl. Með einfeldn-
ingslegri reiknikúnst sjhrdi ríkis-
starfsmaðurinn fram á að þjóð-
hagslegur gróði af bíóunum væri
marg- margfaldur miðað við þá
upphæð sem þær kostuðu.
Baráttan við kolkrabbann mun
halda áfram og íslensk kvik-
myndalist dæla ómældum upp-
hæðum í efnahagskerfið og snill-
ingar bíóanna deila og drottna
eftir því sem þeir hafa aflsmuni
til. En allt eru það aukaatriði,
bara ef þeir gætu gert frambæri-
legar bíómyndir.
swttTaj
Hefur myndast kol-
krabbi í íslenskum
kvikmyndaiðnaði?
Edda Þórarinsdóttir
fonnaðurFélags íslenskra leikara.
„Eg vona að það
sé ekki neinn
kolkrabbi í kvik-
myndagerð til -
en íslenska
kvikmyndasam-
steypan er þó
býsna sterk á
þessum íslenska markaði. Kjara-
samningar Félags íslenskra leik-
ara sem gerðir voru við íslensku
kvikmyndasamsteypuna fyrir
rúmlega einu ári hafa verið fyrir-
mynd annarra samninga í kvik-
myndaleik. Það hafa verið góðir
samningar fyrir okkar fólk, enda
mun ítarlegri en aðrir þeir samn-
ingar sem áður voru til um kvik-
myndaleik."
Ragnar Amalds
rithöfundur ogfv. formaður stjómar
Kvilimyndasjóðs íslartds.
„Nei, það held
ég að sé ofsagt.
Eg held að kvik-
myndagerð á Is-
landi sé því mið-
ur enn á slíkum
brauðfótum að
slík stóryrði eigi
ekki við. Auðvitað er Islenska
kvikmyndasamsteypan sterkari
en önnur fyrirtæki sem starfa á
þessu sviði hér á landi, en sigrar
Friðriks vekja fremur með mér
ánægju en óhug. Báðar myndirn-
ar sem kepptu um tilnefningu til
Oskarsverðlauna eiga heiður
skilið, en kosningafyrirkomulag-
ið er bersýnilega til skammar."
ViHijálmur EgUsson
fonnaður stjómar Kvilonyndasjóðs.
„Islensku kvik-
myndasam-
steypunni hefur
vaxið fiskur um
hrygg á undan-
förnum árum og
það er bæði
ánægjulegt og
nauðsynlegt fyrir íslenskan kvik-
myndaiðnað að öflug fyrirtæki
séu fyrir hendi á því sviði innan-
lands. Sem betur fer eru fleiri
öflug fyrirtæki á þessu sviði, svo
sem Saga Film að ónefndum
Ijölda minni fyrirtækja. Ég hef
ekki orðið var við að nein mis-
munun hafi viðgengist í Kvik-
myndasjóði, enda hefur Ágúst
sjálfur nýlega gert ágætis bíó-
mynd með stuðningi sjóðsins."
Þórarinn Ágústsson
framkvæmdastjóri Samvers á
Akureyri.
„Ef við viljum
nota kolbrabba-
heitið fyrir
sterka bloltk af
einhverjum toga
þá held ég að þú
getir fundið kol-
krabbann alls-
staðar, ekki síður í kvikmynda-
iðnaði en hvar annars staðar þar
sem samkeppni er til staðar.
Menn skipa sér í fylkingar, rétt
einsog býr í mannlegu eðli.“