Dagur - 06.11.1998, Qupperneq 7

Dagur - 06.11.1998, Qupperneq 7
ÞJÓÐMÁL FÖSTVDAGUR 6. NÓVEMBER 1998 - 7 Góð bók er vinur „Góð bók er vmur, sem hægt er að vera samvistum við, en vera þó einn. Hún er eins og lífið, stundum glatt, stundum dap- urt. Ilún getur bæði hreHt þig og huggað, hvatt þig og latt,“ sagði Gylfi Þ. Gísla- son, íyrrverandi menntamálaráðherra, við afhendingnbjart- sýnisverðlauna Bröste. Ungur rithöfundur, höfundur sagna og ljóða, Gyrðir Elíasson, mun nú hljóta verðlaunin. Peter Bröste þykir vænt um, að nú falli þau í skaut bókmenntamanni. Það voru bókmenntir, sem skópu íslenska þjóð og íslenskt þjóðerni á miðöldum. Og nútfmabók- menntir eru styrkust stoð alls þess, sem er íslenskt. Bækur eru margs konar. Sum- ar fjalla um vísindi, í öðrum er skáldskapur. Mesti auður þessa heims er maðurinn sjálfur og þekking hans. En þekkingu sína hefði maðurinn ekki getað hag- nýtt til fulls án bókar. Með þeim skilningi, sem skráður hefur ver- ið á bækur, hafa mennirnir smám saman náð tökum á umhverfi sínu, valdi yfir öflum náttúrunn- ar og öðlast skilyrði til þess að hjálpa hveijir öðrum. Maðurinn varð herra jarðarinnar, ekki með sverð í hönd, heldur bók, vísinda- rit. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, afhenti Gyðri Elíassyni, rithöfundi, bjartsýnisverðlaun Bröste. Ekki verður allt skilið Auðvitað er nauðsynlegt að skilja það, sem verður skilið. En ekki verður allt skilið, sem máli skipt- ir. Hver hefur skilið sterkasta afl mannheima, ástina, kærleikann? Skynsemin hefur skapað velfarn- að okkar í veraldlegum skilningi. En æðstu hnoss lífsins eru ná- tengdari tilfinningum okkar. Það er hægt að njóta án þess að skilja. Þeim mun meira sem maður- inn hefur eignast af veraldargæð- um, þeim mun ljósara hefur hon- um orðið, að fylíing lífsins er ekki fólgin í magni eða gæðum þess, sem hann hefur í sig og á og hægt er að framleiða meira og meira af, með vaxandi þekkingu og bættri tækni, heldur ekki síð- ur í hinu, sem alls ekki verður framleitt: Lilju vallarins, fegurð himinsins, yndi tónsins, brosi barnsins, hlýju hjartans. En þeim undrum getur hann kynnst í góðri sögu og fögru kvæði. Hér kemur rithöfundurinn til skjal- anna með bók sína, skáldritið. Ómetanlegt leiðarljós Ég sagði áðan, að með hjálp vís- indanna hefði maðurinn orðið herra jarðarinnar. En heilbrigðu valdi yfir veröldinni nær maður- inn því aðeins, að hann læri að þekkja sjálfan sig. I þeirri leit er honum góð saga og fagurt ljóð ómetanlegt leiðarljós. Vísindin leysa ekki þann vanda, sem er mestur í mannlífi: Að vera maður, farsæll maður, sem gerir öðrum gott. Sérhveij- um manni er hvort tveggja jafn- nauðsynlegt, að þekkja sjálfan sig og þekkja aðra, jafnmikilvægt að geta blandað geði við aðra menn og verið einn. Með góða bók í hönd getur maðurinn verið einn og þó horft um víða veröld, virt f)TÍr sér aðra menn og sjálfan sig, skyggnst í eigin hug og annarra. Slík bók er vinur, sem hægt er að vera samvistum við, en vera þó einn. Hún er eins og lífið, stund- um glatt, stundum dapurt. Hún getur bæði hrellt þig og huggað, hvatt þig og latt. En hún er ávallt hreinskilin. Þess vegna er hún vinur þinn og stuðlar að því, að þú getir orðið sannur maður. Gyrðir Elíasson er ungur rit- höfundur, sem ritað hefur þess konar bækur, sem verða vinir les- enda sinna og gera þá að betri mönnum. Hann hefur Iagt sér- staka rækt við ritun smásagna, en einnig samið ljóðabækur, rík- ar að auðugu myndmáli. Skáld- skapur Gyrðis á sér sumpart stoð í heimi íslenskrar þjóðsögu og sumpart í dýpstu leyndarmálum íslensks þorps og íslenskrar sveit- ar. Hann mótast af dulúð, sem ekki verður skýrð, en stuðlar samt að skilningi á manninum og náttúrunni, Ijarri hraða og firr- ingu nútímans. Og alltaf er talað af einlægni, bæði um draum og veruleika, og af ást á því, sem er til góðs. Sögur og kvæði Gyrðis njóta hylli ungs fólks. Það sækir til þeirra þroska og nýjan skiln- ing. Við, sem erum eldri, kunn- um einnig að meta skáldskap hans. Til viðbótar yngir hann okkur. GyLFIÞ. GISLASON FYRRVERANDI MENNTAMÁLA- RÁÐHERRA SKRIFAR Um frelsi emstaMinga Grein þessi er skrifuð vegna um- mæla Davíðs Oddssonar, forsæt- isráðherra í fréttatíma Stöðvar 2 miðvikudaginn 4. nóvember 1998. Þar sem ég hef fram til þessa talið Davíð skynsaman, varð ég mjög undrandi á orðum hans. Líkast var að hann hefði gleymt því að hann er formaður í stærsta stjórnmálaflokki landsins og að sá stjórnmálaflokkur hefur „frelsi einstaklingsins11 sem eitt af helstu aðalsmerkjum í stefnu- skrá sinni. Hann hlýtur að tala gegn betri vitund þegar hann talar um að setja lög gegn uppsögnum starfs- manna ríkisstofnana. Honum hlýtur að vera ljóst að slíkt er óframkvæmanlegt nema því að- eins að tekin verði ákvörðun um að skerða sjálfræði þeirra, sem ráða sig til starfa hjá slíkum stofnunum. Slíkt er ekki á færi Davíðs eða ríkisstjórnar hans, þar sem mannréttindi eru varin í alþjóðlegum sáttmálum sem Is- land er aðili að. Óheft og frjáls samkeppni er annað af aðalsmerkjum þess flokks sem Davíð veitir forystu. Það vekur því ekki litla furðu að hann skuli hafa uppi hótanir gagnvart því fólki sem telur sig ekki lengur geta starfað hjá fyrir- tækjum sem ríkisstjórn hans á að fjármagna rekstur á. Uppsagnir fólksins eru ekki því að kenna. Þær eru til komnar vegna þess að hann og ríkisstjórn leggur ekki til þá íjármuni sem þarf til að sinna lögboðinni þjónustu sem þessar stofnanir eiga að sinna. Vandi sjúkrahúsanna og annarra ríkisstofnana í starfsmannamál- um er ekki starfsfólkinu að kenna. Vandinn er þeim að kenna sem ijármagna eiga rekst- ur stofnanna. Óheft og frjáls sam- keppni er annað af aðalsmerkjum þess flokks sem Davíð veitir forystu. Það vekur þvi ekki litla furðu að hann skuli bafa uppi hótanir gagnvart því fólki sem telur sig ekki lengur geta starfað hjá fyrirtækjum sem ríkisstjóm hans á að fjármagna rekstur á. I viðtalinu á Stöð 2 veitist Dav- íð afar ósmekklega (eins og hon- um er lagið) að þeim meinatækn- um sem sagt hafa upp störfum á Landspítalanum. Líkti hann að- gerðum þeirra við „gíslatöku". Svona ósmekklega veitist hann að þeim einstaklingum sem not- færa sér þann rétt sem er frems- ta aðalsmerki Sjálfstæðisflokks- ins; „frelsi einstaklinganna“. Vegna þessara ummæla vil ég láta koma fram, að ég hef sjálfur séð hve samtengingarkerfi fyrr- verandi meinatækna á Landspít- alanum er skilvirkt. I ljós hefur komið að á innan við klukku- stund geta allir meinatæknar ver- ið komnir til starfa, ef til stórslyss skyldi koma. Greining sjúklinga og sýnataka tæki eflaust lengri tíma, svo ekki ætti að koma til að bíða þyrfti eftir rannsóknum. Aður hefur komið fram að meinatæknar sinna neyðarútköll- um yfirlækna á umræddum deildum. Eg fór með samninganefnd meinatækna á síðasta samninga- fund þeirra, laugardaginn 31. október sl. og varð vitni að ótrú- Iegum hlutum þar. Eg bjóst við og var ekki hissa á, þegar í ljós kom að meinatæknar fengu ekki að skýra sjónarmið sín eða hug- myndir á fundinum. Tilboðið til þeirra var eitt blað (nafnalisti) þar sem starfsfólki var raðað í launaaflokka. Engar skriflegar útskýringar fylgdu með. Ókurteisi Gunnars Björnsson- ar, formanns samningaanefndar ríkisins, á áreiðanlega eftir að verða landsfræg og lifa lengi. Hennar verður nánar getið síðar. A þessum fundi lýstu stjórn- endur Ríkisspítala, sem og Gunnar Björnsson fyrir hönd fjármálaráðuneytisins, yfir því að þeir hefðu ekki Ijámagn til að semja við meinatækna. Með þessu vísuðu þeir afgreiðslu málsins til Alþingis. Hafi þeir ekki enn komið því til afgreiðslu þar, er það á þeirra ábyrgð en ekki meinatæknanna.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.