Dagur - 06.11.1998, Side 8
A T«r
n 't 't r n
i í\ i
8- FÖSTVDAGVR 6. HÓVEMBER 1998
FÖSTVDAGVR 6. NÓVEMBER 1998
FRÉTTASKÝRING
FRÉTTIR
Bðm í Smgapúr leika sér ekki
GUD
MiJMJUR
RUNAR
IIEIDARS
SON
SKRIFAR
Engin nýmæli í
kennsluháttum í
Singapúr. MiMll agi,
samkeppni og miðstýr-
ing. Ahersla á stærð-
fræði og náttnrufræði.
Nemendur alltaf að
læra.
„Við sáum ekki öðruvísi kennslu-
hætti en við eigum að venjast.
Það var ekki þannig að við lærð-
um einhverja sérstaka nýja
kennsluhætti sem við gætum tek-
ið upp hér. Hins vegar sáum við
dálítið ólíkt umhverfi og þjóðfé-
lag. Við sáum mjög agað þjóðfé-
lag og skólakerfi og mikla sam-
keppni," segir Gerður Oskars-
dóttir, ífæðslustjóri Reykjavíkur.
A blaðamannafundi fræðslu-
ráðs í gær var kynnt skýrsla um
kynnisferð skólastjóra í Reykjavík
til Singapúr með viðkomu í Kuala
Lumpur sem farin var fyrr á ár-
inu. Akveðið var að fara í þessa
ferð til að kynnast kennslu í
stærðfræði og náttúrufræðigrein-
um í Singapúr í framhaldi af
góðri útkomu þarlendra nemenda
í alþjóðlegri könnun á námsár-
angri. Sem kunnugt er þá lentu
íslenskir nemendur rétt fyrir neð-
an meðallag en nemendur í
Singapúr trónuðu á toppnum f
þessari könnun sem náði til
skólanema í fjórum árgöngum í
45 löndum. Niðurstaðan hratt af
stað mikilli umræðu í þjóðfélag-
inu þar sem fólk spurði sig hvað
hefði ráðið þessari slöku stöðu ís-
lenskra nemenda og hvað það
væri í skólastarfinu sem gæti
skýrt þessa sterku stöðu nemenda
í Singapúr.
Aginn
„Það er helst aginn,“ segir Asgeir
Beinteinsson, skólastjóri Háteigs-
skóla, aðspurður hvað Islendingar
gætu lært af þeim í Singapúr til
að bæta árangur íslenskra nem-
enda. Hann leggur þó áherslu á
að íslensk skólayfirvöld verði að
auka aga meðal nemenda á eigin
forsendum en ekki annarra.
Asgeir segir m.a. í skýrslunni að
umræðan um aga og ábyrgð sé
ekki einangrað fyrirbrigði heldur
snertir það grundvallarþætti í ís-
lenskri þjóðarsál. Af þeim sökum
sé mikilvægt að hefja alvöru um-
ræðu um þessa þætti. Hann segir
að það þurfi að rannsaka og fram-
kvæma kannanir þar sem ástand
þessara mála sé höfuðviðfangs-
efnið. í þeim efnum þarf m.a. að
meta hvort ástand agamála í ís-
lenskum skólum komi í veg fyrir
eðlilega námsframvindu eða
[ hvort frelsi undan aga sé þjóðar-
j verðmæti, „eins konar forsenda
f skapandi einstaklinga", eins og
f hann orðar það.
f
\ Mildl miðstýring
j I skýrslunni kemur m.a. fram að
skólakerfi Singapúr sé á flestan
r hátt sambærilegt við það ís-
r lenska, s.s. skólasókn barna og
> unglinga, bekkir, námsgreinar, val
i
á unglingastigi, tvísetning skóla
og áætlanir um einsetningar.
Hins vegar sé þar ríkjandi mikil
miðstýring. Sem dæmi þá sé
skólastjórum skipað í starf án
umsóknar. Aftur á móti séu deild-
arstjórar og fagstjórar tilnefndir.
Þá virtust kennsluaðferðir svip-
aðar og á Islandi, s.s. innlögn,
notkun töflu og myndvarpa og
sömuleiðis einstaklings- og hóp-
vinna nemenda. Aftur á móti er
skólakerfið mjög miðstýrt og
marksækið. Þeir sækja t.d.
kennsluaðferðir og nýmæli í
námsefni til annarra þjóða en þó
einkum til Bandaríkjanna.
Þannig spara þeir sér dýra og
seinlega þróunarvinnu og til-
raunakennslu á ýmsum sviðum.
Þá er m.a. reynt að fjarlægja allar
aðstæður sem hindrað getað
markvissa kennslu og nám. Fatl-
aðir nemendur eru t.d. ekki al-
mennt inni í grunnskólanum
heldur í sérskólum sem ekki eru
reknir af ríkinu.
Alltaf að læra
Hins vegar eru grunnskólanem-
endur í Singapúr ekki að leika sér
þá daga sem skóli er því þau eru
alltaf að læra. Þar eru allir dagar
bókaðir með verkefnum. Nem-
endur eru í reglulegu skólanámi
frá því snemma á morgnana og
fram yfir hádegi og fram undir
kvöld f tvísetnum skólum. Eftir
skóla eða fyrir skóla tekur viðbót-
arnámið og heimalærdómurinn
við. í skýrslunni kemur m.a. fram
að börn sjást t.d. aldrei leika sér,
þau eru alltaf að læra.
Áhersla á stærðfræði
Athygli vakti að nemendur í
Singapúr hafa mun fleiri tíma í
stærðfræði en íslenskir. A ung-
lingastigi er tímafjöldinn svipaður
í báðum löndum. Náttúrufræði
skipar enn fremur mun hærri
sess í námi nemenda f Singapúr
en hér á landi, bæði í skóla og
heirnanámi. Nemendur hefja
formlegt nám í þessum greinum
fyrr á sinni skólagöngu en hér-
lendis. Þá er tímaljöldinn í öllum
árgöngum einnig meiri.
Þegar fjöldi kennslustunda í
stærðfræði er borinn saman við
væntanlegan kennslustunda-
fjölda á Islandi samkvæmt nýrri
aðalnámskrá, þá sést að til muna
fleiri stundum er varið í stærð-
fræði hjá yngri nemendum í
Singapúr en hér. Þar getur mun-
að allt að 3,25 stundum á viku í
3. og 4. bekk. Það snýst hins veg-
ar við þegar nemendur verða
eldri. Þá eiga íslenskir nemendur
að fá 30 mínútna lengri tíma en
jafnaldrar þeirra þar eystra.
I skýrslunni er vakin athygli á
því að nemendur í Singapúr byxja
talsvert hraðar f stærðfræðinámi
en íslenskir nemendur hafa gert
til skamms tíma. Þannig virtust
nemendur í elstu deildum ung-
Iingaskóla vera farnir að fást að
hluta til við námsefni sem tekið
er fyrir í framhaldsskólum hér.
Ahersla er Iögð á að ekki sé van-
þörf á að endurskoða kennslu í
stærðfræði á Islandi, bæði hvað
varðar tímamagn og inntak.
Mikil náttúrufræði
Þá sé ljóst að náttúrufræði, þ.e.
eðlis-, efna-, líf- og jarðfræði
skipar mun stærri sess í námi
nemenda í Singapúr en hérlend-
is, bæði í skóla og heimanámi.
Þarlendir nemendur hefja ekki
aðeins formlegt og markvisst nám
f þessum greinum fýrr á skóla-
í skýrslu um kynnisferð skólastjóra í Reykjavík til Singapúr kemur meðal annars fram að skólakerfi Singapúr sé á flestan hátt sambærilegt við það íslenska, svo sem varðandi skólasókn barna og
unglinga, bekki, námsgreinar, val á unglingastigi, tvísetningu skóla og áætlanir um einsetningar.
göngunni en hér, heldur er tíma-
fjöldinn í öllum árgöngum meiri.
Sérstaka athygli vakti að einkafyr-
irtæki eru áfram um að bjóða
nemendum upp á verkefni og
heimsóknir til að styðja við nám-
ið í þessum greinum. Þá veija
nemendur alit að einni klukku-
stund meira í heimavinnu í nátt-
úrufræði á dag en almennt gerist
í öðrum löndum.
Fjölmennari bekkir
Samræmd próf eru einnig haldin
f fleiri greinum en hér. Samræmd
próf eru t.d. við lok 4. og 6. bekk-
ja og í 10. bekk. Við lok 4. bekkjar
taka nemendur próf í ensku,
móðurmáli og stærðfræði. I Iok 6.
bekkjar þreyta nemendur próf í
sömu greinum og nemendur í 4.
bekk, auk raungreina. í hveijum
skóla er prófað formlega a.m.k.
tvisvar á ári. Þá er nemendum
raðað eftir námsgetu frá 10 ára
aldri og eru einkunnir í bóklegum
greinum Iátnar ráða þeirri stýr-
ingu. Svo virðist sem nemendum
sé einnig stýhrt á mismunandi
brautir í framhaldsskóla eftir
einkunnum. Bekkjardeildir eru til
muna íjölmennari en hjá okkur,
jafnvel alit að tvöfalt fjölmennari.
Uppröðun í stofum er aftur á
móti svipuð því og gerist hér á
landi.
Mikil samkeppni
I Singapúr ríkir mikil samkeppni
í skólum, bæði innan skóla og
milli einstaklinga og bekkja og
milli skóla. Samkeppni er einnig
á milli nemenda t.d. um að kom-
ast á námsbrautir, milli kennara
um launa- og stöðuhækkun og
milli skóla um umbun. Eftir því
sem Islendingar komust næst eru
laun kennara í Singapúr um 100-
200 þúsund krónur á mánuði.
Þeir vinna hins vegar mun meira
en íslenskir kennarar, enda eru
árlegir kennsludagar um og yfir
200 á móti 174 í íslenskum
grunnskólum.
Hengdir fyrir dóp
Þá fer fram umfangsmikið ytra
mat í skólunum. Jafnframt eru
skólar flokkaðir og þeim bestu
veitt umbun frá yfirvöldum.
Sömuleiðis er mikill metnaður og
samkeppni áberandi. Fyrir utan
mikinn aga, eru allir nemendur
eins klæddir og nákvæm fyrir-
mæli eru um útlit s.s. um hár-
greiðslu, skó eða belti. Margar og
stífar reglur og refsingar, eftir
punktakerfí, eru í gildi fyrir aga-
brot. Þá eru agameistarar, eða
svokallaðir siðameistarar í öllum
skólum. 1 Singapúr eru foreldrar
ábyrgðir fyrir hegðun barna sinna
í skólanum.
Þrátt fyrir mikinn aga eru engu
að síður til baldnir nemendur og
unglingar sem eiga í félagslegum
vanda. Þá er neysla fíkniefna ekki
stórt vandamál, enda viðurlög við
slíku afar ströng. Sem dæmi eru
þeir hengdir sem teknir eru með
100 grömm af hassi í fórum sín-
um.
Virðing fyrir skólastarfi
Þá virðist virðing nemenda og
foreldra fyrir skólastarfinu vera
meiri en hérlendis. Kennsla í
skólanámsgreinum stendur nem-
endum til boða í tómstundum s.s.
á laugardögum. Heimanám er
mikið og námsaðstoð í formi
einkakennslu er almenn þar í
landi. Athygli vakti að í Singapúr
ríkir ótti við að dragast aftur úr í
samkeppni þjóða. Af þeim sökum
er lögð mikil áhersla á menntun.
Það helgast m.a. af því að
Singapúr er ekki ríkt af öðrum
auðlindum en þeim sem býr í fólk-
inu sem þar býr. Þá vakti það at-
hygli Islendinganna að þegnskap-
ur og siðfræði eru þar sérstakar
námsgreinar. Hins vegar er verið
að auka nám í því sem kallað er
sjálfstæð og gagnrýnin hugsun í
stað utanbókarlærdóms. Aftur á
móti eru Islendingar komnir mun
Iengra í kennslu heyrnarlausra og
heyrnarskertra en gerist og gengur
í Singapúr og í vinnu með tvítyng-
ishugtakið.
Metnaðargjöm tölvuvæðing
Þarlendis eru markvissar áætlanir
í gangi um tölvuuppbyggingu í
skólum og öllu þjóðfélaginu. Sam-
II
kvæmt þeim er stefnt að því að ein
tölva verði á hverja tvo nemendur
árið 2002. Til samanburðar má
geta þess að hlutfall nemenda og
tölva í grunnskólum Reykjavíkur
var á sl. ári allt frá tæplega 10-45
nemendur á tölvu, eða að meðal-
tali um 24 nemendur á hveija
tölvu.
Kostnaður við þessa miklu
tölvuvæðingu er gífurlegur. í
Singapúr er áætlað að setja um tvo
milljarða Singapúrdollara í fram-
kvæmd sóknaráætlunar í upplýs-
ingatækni sem á að vera Iokið eft-
ir Ijögur ár, eða árið 2002. Fjár-
hagsáætlun fyrir menntakerfíð í ár
er upp á 5,7 milljarða dollara, eða
3,6% af vergri þjóðarframleiðslu
Singapúrs. I tölvuvæðingu skól-
anna í ár er áætlað að verja 300
milljónum króna Singapúrdollara,
eða 0,5% af heildarfjárhagsáætl-
uninni. Ef sambærilegu hlutfalli
væri varið til tölvuvæðingar grunn-
skóla Reykjavíkur þyrfti að gera
ráð fyrir um 250 milljónum króna
á ári.
Bókmeimtaverðlaim Halldórs Laxness
Sindri Freysson rithöfundur hlaut í gær bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness en þau voru afhent í
Þjóðarbókhlöðunni í gær. Verðlaunaskáldsaga Sindra ber heitið Augun í bænum. Þetta er í þriðja sinn sem
verðlaunin eru veitt.
íslendingar vilja
í oryggisráðið
yggisumhverfí. Hann sagði
Bandaríkin ekki, án samþyklds
íslenskra stjórnvalda, breyta
varnarviðbröðum hér á landi.
Miklar deilur urðu um Island
og NATO og herinn þegar Hall-
dór ræddi um þar sem sagt er í
málefnasamningi samfylkingar-
innar að Island eigi ekki að vera
í hernaðarbandalögum og um
herstöðina á Keflavíkurflugvelli.
Þar deildu harðast Tómas Ingi
Olrich, formaður utanríkismála-
nefndar, og Guðmundur Árni
Stefánsson. Tómas Ingi sakaði
krata um að vera orðnir eins og
Alþýðubandalagið í þessum mál-
um en því neitaði Guðmundur
Arni og deildu þeir mjög hart.
Umræðurnar stóðu fram und-
ir kvöld en þær voru lengst af
mjög málefnalegar þrátt fyrir
smá skot inn í milli. — S.DÓR
Halldór Ásgrímsson utanríkis-
ráðherra flutti Alþingi skýrslu
sína um utanríkismál í gær. Hún
var mjög yfirgripsmikil og vönd-
uð. Hann fór yfír stöðu heims-
málanna auk þess sem hann
ræddi þau mál sérstaklega, sem
snerta samskipti Islands og um-
heimsins.
Hann greindi frá því að ákveð-
ið væri að Island byði sig fram til
aðildar að öryggisráði Samein-
uðu þjóðanna og yrði þar um
framboð að ræða sem allar
Norðurlandaþjóðirnar stæðu að.
Hann sagði að nokkur ár myndu
líða þar til af þessu verður. Taldi
Halldór líklegt að það yrði ekki
fyrr en árið 2008 til 2010. Hann
sagði að mikill kostnaður hlytist
af þessu en hins vegar væri það
afar mikilvægt fyrir Island að
komast þarna inn.
Halldór Ásgrímsson.
Utanríkisráðherra sagði þátt-
töku okkar Islendinga í Atlants-
hafsbandalaginu hafa aukist
mikið á Iiðnum árum og væri nú
sýnilegri en áður í hinu nýja ör-
Mannlíf braut ekki á
fáklæddri fyrirsætu
Hæstiréttur hefur staðfest
sýknudóm yfir Mannlífi (Fróða
hf.), blaðamanni og Ijósmyndara
tímaritsins í máli sem fyrirsætan
Ásdís Birta Gunnarsdóttir höfð-
aði. Hún krafðist rúmlega einn-
ar milljónar króna bóta og að fá
allar filmur og myndir sem tekn-
ar voru af henni fáklæddri á
Spáni sumarið 1996.
Það sumar skipulagði Fríða
Kristín Gísladóttir ferð til
Barcelona vegna myndatöku fyr-
ir Mannlíf. I ferðinni voru með-
al annars Gústaf Guðmunds-
dóttir ljósmyndari, Ásdís Birta
og önnur fyrirsæta. Teknar voru
myndir vegna auglýsingakynn-
ingar á fatnaði og skartgripum.
Ásdís segist hafa ætlað að nota
ferðina til að fá myndir í módel-
möppu sína og hafi nokkrar
nektarmyndir verið teknar fyrir
þrábeiðni Mannlífsfólksins. Hún
hafi leyft myndatökuna gegn
fullvissu um að myndirnar yrðu
ekki birtar. Hún hafi síðar lagt
blátt bann við birtingu þegar til-
Iaga kom fram um það, þegar
hún var þátttakandi í Elite fyrir-
sætukeppninni.
Myndirnar birtust eftir sem
áður og krafðist Ásdís Birta
einnar milljónar króna miska-
bóta auk 150 þúsund króna fyrir
fyrirsætustörf. Bæði í undirrétti
Ekki er rétt sem fram kom í Degi
fyrir skömmu að bílaumboðið
Ingvar Helgason, hefði boðið
flóðabíla til sölu eftir slys sem
varð í Sundahöfn um áramótin.
Hið rétta er að ákveðin bílasala,
ótengd Ingvari Helgasyni, bauð
Subaru til sölu sem lent hafði í
flóði utan landsteinanna og
kemur sú sala Ingvari Helgasyni
ekki að neinu leyti við. Þarna er
og Hæstarétti komust dómarar
að þeirri niðurstöðu að ósannað
væri að Ásdís hafi með ólögmæt-
um hætti verið fengin til að sam-
þykkja myndatökuna. Gegn neit-
un Mannlífsfólksins verði ekki
heldur ályktað um loforð um að
myndirnar yrðu ekki birtar. — FÞG
því um misskilning að ræða og
biðst blaðið velvirðingar á þess-
ari rangfærslu en aukinheldur
fékk blaðamaður Dags rangar
upplýsingar frá ónafngreindum
heimildarmönnum. Forsvars-
menn Ingvars Helgasonar ítreka
að fyrirtækð hafi aldrei boðið
flóðabíla til sölu í gervallri sögu
fyrirtækisins og það standi ekki
til.
Leidrétting