Dagur - 14.11.1998, Page 13

Dagur - 14.11.1998, Page 13
LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1998 - 29 Ðífgur- Nautasteik Þessi steik heitir Texas Tend- erloin og er steikt í ofni á grind eða steikt á pönnu. Texasbúar mæla með því að kjötmælir sé notaður og á hitastigið að vera 60°C þar sem kjötið er þykkast ef það er lítið steikt, 70°C ef það er medium og 73°C ef það er vel steikt. 1 'A kg nautalund 1 msk. oregano lmsk. blóðberg 1 msk. paprika 1 msk. salt Á msk. svartur pipar 'A msk. hvítlauksduft 'á msk. hvítur pipar 'á msk. laukduft 'á msk. rauður pipar Blandið öllu kryddinu saman og nuddið í kjötið. Setjið það á grind og steikið í 45-60 mín. við 220°C. Látið kjötið standa í allt að 15 mín. áður en það er skor- ið. Það er reiknað með því að um 250 grömm af kjöti séu nógu stór skammtur fyrir full- orðinn. Pecanhnetunammi Pecanhnetur eru ljúffengar og fara vel með sýrópi og púður- sykri. Þetta sælgæti er ekki ólíkt pecanpæi en það vantar botn- inn. 250 g dökkur púðursykur 1 'A dl mjólk 3 msk. hlynsíróp salt 125 g pecan hnetuhelmingar 40 g mjúkt smjör nokkrir vanilludropar Setjið sykur, sýróp, mjólk og salt í pott með þykkum botni. Hrærið með trésleif á miðl- ungshita þar til sykurinn leysist upp. Látið sjóða. Setjið hneturnar í og Iátið sjóða þar til hægt er að mynda mjúkar kúlur. Kælið og hrærið smjörinu saman við og vanillu- dropunum. Látið teskeiðarfylli af blöndunni í senn á bökunar- pappír eða í lítil pappírsmót og látið storkna. www.vísírJs JYRSTUB MI U ! Rtf URNAR *é' “ '* VÖRURMEÐ ÞESSU MERKI MENGA MINNA Norræna umhverfismerkið hjálpar þér að velja þær vörur sem skaða síður umhverfið. Þannig færum við verðmæti til komandi kynslóða. UMHVERFISMERKISRÁÐ HOLLUSTUVERND RÍKISINS Upplýsingar hjá Hollustuvemd riksins í síma 568 8848, heimasíöa: www.hollver.is Sum reynsla er okkur hulin Það sem skilur okkur að gerir okkur sterkari sem heild. íslendingar eru heild ólíkra einstaklinga, karla og kvenna, meö fjölbreytta reynslu og viðhorf. Alþingi íslendinga hefur það höfuðverkefni að standa vörð um lýðræðið, - rétt og velferð hvers íslendings. Lýðræðið felur í sér jafnrétti - jöfn tækifæri einstaklinga af báðum kynjum, meðal annars “ til náms, starfa, launa og ábyrgðar. | Konur eru helmingur þjóðarinnar. “ Alþingi íslendinga hefur hingað til ekki náð að endurspegla 1 það hlutfall. ; Sjónarmið beggja kynja hafa ekki náð lýðræðislegu jafnvægi. LO ■= Það er þjóðinni í hag að ólíkum sjónarhornum beggja kynja sé gert 2 jafn hátt undir höfði. Þess vegna er aukin þátttaka kvenna = í stjórnmálum hagur íslensku þjóðarinnar. Ráðherraskipuð nefnd til að auka hlut kvenna í stjórnmálum

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.