Dagur - 14.11.1998, Qupperneq 17
LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1998 - 33
LÍFIÐ í LANDINU
Heimsborgimar
í skýj unum
Þorsteinn
Þorsteins-
son, sund-
laugar-
vörðurá
Akureyri,
spáirífugla himinsins
- sem hann segirað búi
yfirmiklum vísdóm.
Heimabyggðin Hrísey
segirÞorsteinn að sé
Ijúfastur staða og búi
yfirmikilli rómantík,
ekki bara þeirrí sem
IngólfurMargeirsson
segirfrá.
„Allt frá því að ég var barn hef
ég haft lifandi áhuga á náttúru
landsins, að spá í hennar ýmsu
tákn og tilbrigði. Náttúrufar á
æskuslóðum mfnum er lj'öl-
breytt og því eignaðist ég náttúr-
una að áhugamáli. Þennan
áhuga hygg ég að öðru fremur
hafi ég fengið frá móður minni;
hún var ekki víðförul kona en
horfði í litbrigði himinsins og sá
heimsborgirnar í skýjunum og
svo ótal margt annað," segir
Þorsteinn Þorsteinsson, sund-
laugavörður og fjölfræðingur á
Akureyri.
Að heyra í norðurljósimiun
Þorsteinn Þorsteinsson er fædd-
ur á Akureyri árið 1946, sonur
hjónanna Þorsteins Baldvins-
sonar, skipstjóra frá Stóru Há-
mundarstöðum á Arskógsströnd
og Olínar Pálsdóttur frá Borg-
argerði í Dalsmynni í Grýtu-
bakkahreppi. „Það má segja að
þau hafi mæst á miðri leið með
því að setja sig niður í Hrísey. I
eyjunni sem er því sem næst á
miðjum firði.“
Þorsteinn ólst upp í Hrísey,
sem að hans mati er ljúfastur
staða. Segir hann rómantík eyj-
unnar vera Iíka því sem Ingólfur
vinur hans Margeirsson hefur
gert að yrkisefni í blaðagreinum,
sjónvarpsþáttum og nú væntan-
legri bók. „Ég er búinn að ferð-
ast mikið um heiminn - hef
komið til nærri 30 landa - en
alltaf finnst mér Hrísey standa
uppúr. Það er fuglalífið sem
heillar, mannlífið, náttúrufegurð
og þessi einstaka kyrrð. Frá Ak-
ureyri er fjölskyldan ekki nema
45 mínútur í sumarbústaðinn út
í eyju; í allt annan heim. í kyrrð
sumarnóttanna þar og myrkur
haust- og vetrarkvöldanna þeg-
ar stjörnunar blika og norður-
Ijósin lýsa upp himinhvolfið. Og
í kyrrðinni finnst mér ég heyra
norðurljósin þjóta um geiminn,
þó frændi minn Þorsteinn
stjarnfræðingur Sæmundsson
þvertaki fyrir að svo sé.“
Ef audnutittlingar fljúga
mildð...
A hverjum Iaugardegi síðustu
þrjú árin hafa Þorsteinn og Gísli
Jónsson vinur hans, fyrrverandi
menntaskólakennari á Akureyri,
gefið út veðurspár sem þeir
byggja á rannsóknum sem Þor-
steinn gerir á atferli fugla á Ak-
ureyri og nágrenni. Þessar at-
huganir fara fram á föstudögum,
en á laugardagsmorgnum prent-
ar Gísla spána, myndskreytir og
fjölfaldar. Hafa þessar spár farið
nokkuð víða og vakið verðskuld-
aða athygli, enda þær staðist
ótrúlega oft.
„Það er hegðunarmynstur
fuglanna sem ég spái í og það
segir okkur margt. Ég skal nefna
þér nokkur dæmi um þetta; ef
til dæmis mávarnir eru á flugi
hátt yfir bænum er það næsta
óbrigðull forboði þess að hvessa
muni innan tíðar. Ef að auðnu-
tittlingar og skógarþrestir fljúga
mikið og syngja ótt og títt og eru
áberandi órólegir er það tákn
um hið sama. Hrafnar og snjó-
tittlingar eru mjög góðar
spáfuglar, en atferli þeirra getur
verið margbreytilegt. Sumir
fuglanna eru líka mjög góðir
spáfulgar og sumar spárnar
byggjast mikið á þeim. Við Gísli
rýnum hinsvegar ekki í gömul
fræði og tunglkomur einsog
snillingarnir í veðurklúbbnum á
Dalvík, en berum samt mikla
virðingu fyrir þeim. Við látum
okkur duga að fylgjast með fugl-
um himinsins - en einsog við
höfum sagt er þetta gert til þess
að hafa gaman af þessu og koma
að gömlum orðum um fugla og
veðurfar ásamt vísukornum sem
oftast fylgja.“
Stærsta kríuvarp í heimi
Strax sem ungur maður fór Þor-
steinn að vinna í Hrísey við
fuglarannsóknir með Finni Guð-
mundssyni, þeim þekkta fugla-
fræðingi. Þá hefur Þorsteinn á
síðari árum verið aðstoðarmaður
sérfræðinga Náttúrufræðistofn-
unar Islands við rannsóknir á
ijúpunni - jafnframt því sem
hlutverkum hefur stundum ver-
ið snúið við og sérfræðingarnir
hafa komið þessum alþýðu-
manni og fjölfræðingi til aðstoð-
ar. - „Sumarið 1994 tók ég mér
frí frá störfum og vann við að
kanna fuglalífið í Hrísey. Komu
þar út ýmsar merkar niðurstöð-
ur, sem ég hef þó enn ekki séð
mér fært að gefa út enda væri
það dýrt. En það sem ég komst
meðal annars að og menn vissu
ekki áður var að í Hrísey væri
eitt stærsta kríuvarp í heimin-
um. Ég gerði ýmsar talningar á
þessu sem sérfræðingar Nátt-
úrufræðistofunnar aðstoðuðu
mig við - og síðan var farið yfir
þetta og tölurnar umreiknaðar
af Reiknistofnun Háskóla Is-
lands þar sem staðfest var að
alls verptu 25 þúsund kríupör í
Hrísey.“
Síðustu átján árin hefur hann
unnið í Sundlaug Akureyrar. „Ég
kann mjög vel við mig í sund-
lauginni; þar er prýðisgott
starfsfólk og gott fólk sem þang-
að kemur. I sundlauginni er ég
búinn að kynnast mörgum, enda
er þetta mikill samkomustaður
meðal annars fyrir eldri íbúa
bæjarins og ekki síst er ánægju-
legt fyrir þá sem einir eru að
fara í sund og hitta aðra. Við
þetta fólk er gaman að ræða og
af því má fræðast um margt. Þá
má ekki gleyma skólabörnunum,
stórum sem smáum, almenningi
og öllum þeim ljölda ferða-
manna sem kemur í Sundlaug
Akureyrar."
Fjölmargt að fíima í gömlum
blöðum,
En það er fleira en fuglar him-
insins og kyrrðin í Hrísey sem
heillar Þorstein. Löngum stund-
um situr hann í lestrarsal Amts-
bókasafnsins á Akureyri og flett-
ir þar bókum og blöðum og Ieit-
ar að efni sem tengist sögu eyj-
unnar. „A safninu vinnur af-
bragðsgott starfsfólk sem hefur
verið mér innan handar um
margt. Fundið meðal annars fyr-
ir mig þessi gömlu blöð sem
voru gefin út á Akureyri hér í
eina tíð, þar er afar margt fróð-
legt að finna. Þetta eru blöð
einsog Norðri, Norðanfari,
Norðlingur, Norðurljós ásamt
síðari tíma blöðum einsog Degi,
Norðurlandi, Verkamanninum,
Alþýðumanninum og Islendingi.
Auk þessa sem ég hef verið að
blaða í mörgum annálaritum.
Og síðan freistast ég auðvitað
líka til þess að lesa fjölmargt
annað efni sem mér finnst
áhugavert, stundum kemst ég
ekki yfir að Iesa nema fáeina
mánuði í árgöngum þessara
blaða sem ég er að fletta hverju
sinni," segir Þorsteinn
„Ég hef í þessu grúski mínu
fundið heimildir um að í kring-
um 1650 voru Hollendingar í
Hrísey. Fyrst komu þeir og voru
sumarlangt til að kanna aðstæð-
ur ef svo má að orði komast. Ari
síðar greina heimildir frá því að
þeir hafi haft vetursetu í eyj-
unni. Þetta var nokkuð sem ég
vissi ekki um áður, en var gaman
að finna. Margt annað skemmti-
legt hef ég líka rekist á. En síð-
an þætti mér líka gaman að
finna eitthvað af myndum úr
eynni frá fyrri tíð. Reikna má
með að margar slíkar myndir
séu til hjá eldra fólk og þegar
það fellur frá er viðbúið að þær
myndir lendi á vergangi og verði
jafnvel hent. Því er mikilvægt að
safna svona myndum saman,
áður en það er um seinan.“