Dagur - 21.11.1998, Side 14

Dagur - 21.11.1998, Side 14
30 - biA'U’G AR D A\G U R(\2 l.\K ÓVEMíDERl 1\9\9 « X^HI- Almennt er talað um tvær megingerðir sykursýki, insúl- ínháða og insúlínóháða. Samtök sykursjúkra mæla ár- lega blóðsykurí almenningi á alþjóðadegi sykursjúkra, gefa útfræðsluefni ogfleira. Alþjóðadagur sykursjúkra var 14. nóvem- ber og þá gengust Samtök sykursjúkra fyr- ir blóðsykurmælingu fyrir almenning á nokkrum stöðum á landinu. Sigurður Við- ar Viggósson er formaður Samtaka sykur- sjúkra en í samtökunum eru nú um 700 manns. Sigurður Viðar segist áætla að í allt séu um 5.000 manns með sykursýki á landinu en þar af séu um 2.500-3.000 sem um er vitað. \ Tvær gerðir Sykursýki (Diabetes Mellitus) er efna- skiptasjúkdómur sem kemur fram þegar brisið framleiðir ekki nægjanlegt insúlfn eða þegar líkaminn getur ekki nýtt sér insúlínið sem brisið framleiðir. Þetta verð- ur til þess að sykur safnast fyrir í blóðinu og veldur skemmdum á líffærum, svo sem æðum og taugum. Almennt er talað um tvær megingerðir sykursýki. Þegar brisið framleiðir ekki insúlín sem er manninum lífsnauðsynlegt, er talað um insúlínháða sykursýki (týpu 1). Helstu einkenni sem fylgja þeirri gerð velmegun = sykur- sýki? eru stöðugur þorsti, tíð þvaglát, síþreyta, óskýr sjón, stöðug svengd, skyndilegur þyngdarmissir og pirringur. Hin gerðin, insúlínóháð sykursýki (týpa 2), á sér stað þegar líkaminn framleiðir ekki nægilega mikið af insúlíni og/eða þegar hann hefur misst getu sína til að nýta það insúlín sem framleitt er. Helstu einkenni þessarar gerðar sykursýki eru óskýr sjón, stöðugur þorsti, óútskýranlegur þyngdarmissir, tíð þvaglát, húðkvillar verða algengir og sár gróa illa, ástæðulaus þreyta og dofi og sér- kennileg tilfinning í höndum og fótum. Hveijir fá sykursýki? Allir geta fengið sykursýki og er insúl- ínóháð sykursýki mun algengari. Hún tengist að minnsta kosti eitthvað matar- æði og lifnaðarháttum en insúlfnháð syk- ursýki er erfiðari viðfangs. Hún er í sum- um tilfellum meðfædd og lítið er vitað al- mennt um það af hveiju menn fá sykur- sýki. - Getur maöur verið með einhvers konar væga sykursýki sem skaðar mann ékki ef ústandið breytist ekki? „Væg sykursýki er í rauninni ekki til,“ segir Sigurður. „Insúlínóháð sykursýki getur þó verið þannig undir þessum merkjum „væg“ að fólk áttar sig ekki á einkennunum og get- ur verið með þetta árum saman en svo þegar þetta uppgötvast þá er þetta búið að skemma mikið. Þetta er það sem við erum að vekja athygli á með þessum blóðsykur- mælingum á alþjóðadegi sykursjúkra." - Forvamir felast þá einkum í fræðslu með það að markmiði að fólk þekki ein- kennin og geti leitað sér hjál-par t tíma. Getum við talað um forvamir að því leyti að með ákveðnu lífsmynstri geti fólk minnkað hættuna á því aðfá sykursýki? „Það er svo lítið vitað hvað veldur sykur- sýki. Nú er faraldur í gangi í heiminum í insólínóháðri sykursýki. Það er ýmislegt sem veldur því, við höfum það of gott, Sykursjúkir þurfa að sprauta sig til að fá insúlín - en misjafnlega oft. erum of feit og hreyfum okkur of Iítið. In- súlínóháð sykursýki er greinilega tengd umhverfi og mataræði." Lækning ekki þekkt Lækning við sykursýki þekkist ekki. Með insúlíngjöfum má halda insúlínháðri syk- ursýki í skefjum, ásamt því að mæla blóð- sykurinn reglulega, borða hollan mat og halda sér í sæmilegri þjálfun. Insúl- ínóháðri sykursýki er stjórnað með matar- æði, töflum og þjálfun. Ef hinn sykursjúki hefur þekkingu á hvernig hann getur haft góða stjóm á sykursýkinni stendur fátt í veginum fyrir því að hann geti lifað góðu lífi. Það er lykilatriði að sjúkdómurinn sé uppgötvaður snemma svo að lífsgæði við- komandi skerðist sem minnst af völdum hans. - HI Deloitte & Touche IEndurskoðun Deloitte & Touche hf. auglýsir eftir starfsfólki Endurskoðun Deloitte & Touche hf. er rótgróið íslenskt endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtæki sem er aðili að alþjóðlega endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtækinu Deloitte Touche Tohmatsu. Fyrirtækið hóf starfsemi árið 1952 og er nú rekið af ungum og fram- sæknum stjórnendum með hæfu og vel menntuðu starfsólki í fullkomnu tæknilegu umhverfi. Aðal- skrifstofa félagsins er í Reykjavík og útibú þess eru á 6 stöðum á landinu. Starfsemi Deloitte Touche Tohmatsu er í 130 löndum og starfsmenn eru yfir 82.000. Endurskoðun Deloitte & Touche hf. leggur mikið upp úr reglubundinni endurmenntun starfsfólks og býður upp á mögu- leika á starfsþjálfun víðsvegar í heiminum hjá aðildarfyrirtækjum Deloitte Touche Tohmatsu. Ákveðið hefur verið að sameina endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtækin Endurskoðun Deloitte & Touche hf. og Stoð-endurskoðun hf. og mun samruninn taka gildi frá og með 1. janúar 1999. Við samrunann verður til eitt af stærstu fyrirtækjum sinnar tegundar á íslandi. Alls munu um 60 manns starfa hjá fyrirtækinu. Við leitum að: Löggiltum endurskoðendum til að annast endurskoðun, gerð reikningsskila og veita viðskipta- vinum okkar ráðgjöf á sviði reikningshalds og fjármála. Viðskiptafræðingum með reynslu af endurskoðunarverkefnum, reikningsskila- og skattskila- gerð og þjónustu á sviði reikningshalds. Nýiega útskrifuðum viðskiptafræðingum eða viðskiptafræðinemum sem langt eru komn- ir í námi. Löggiltum endurskoðanda eða viðskiptafræðingi til að veita forstöðu útibúi okkar úti á landi. Deloitte Touche Tohmatsu Við gerum kröfu til þess að starfsfólk okkar sýni frumkvæði, sé samstarfsfúst og hafi til að bera traust og áreiðanleika. Við bjóðum sanngjörn laun í lifandi og notalegu starfsumhverfi og tækifæri til að takast á við fjöl- breytt verkefni á sviði endurskoðunar og reikningshalds. Umsóknir skulu berast til skrifstofu okkar að Ármúla 40 í Reykjavík fyrir 15. desember nk. HEILSUMOLAR Það eru um það bil 3% líkur til þess að barn erfi insúlínháða sykursýki, sé móðir þess með sjúkdóminn en um 9% líkur sé það faðirinn. Ef báðir foreldrar hafa hann hins vegar aukast lík- urnar í 30%. Sérfræðingar segja að lækningalíkur á insúlfnháðri sykursýki séu orðnar svo góðar að foreldrum sé nú sjaldan ráð- lagt að sleppa barneignum þó svo þeir hafi sjúkdóminn. Reykingar og hugsirn Rannsóknir sýna að reykingar hafa ekki aðeins slæm áhrif á heilsu manna og auka mögu- leika á því að þeir fái hjartasjúk- dóma, heldur draga þær einnig úr hæfileikum manna til að hugsa. Heilinn starfar semsagt heldur hægar í reykingamönn- um. Gefðu mér hendi S k u r ð - Iæknar við Louisville háskólann eru að undirbúa f y r s t u handar- ágræðsl- una þar sem hend- in kemur frá öðrum en þeim sem missti hana, þ.e. hendin er gefin. Hendur þær sem bjóðast munu vera flokkaðar eftir húðgerð og lit. Þetta breytir miklu, því margir hafa gervihendur sem þeir myndu gjarnan vilja vera lausir við og margir þeirra sem deyja, vilja gjarnan að hlutar lík- ama þeirra verði öðrum að gagni.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.