Dagur - 28.11.1998, Blaðsíða 4

Dagur - 28.11.1998, Blaðsíða 4
jr&; - 8,w?„i - h-aw 2Ö - LAVGARDAGUR 28. SÓVEMBER 1998 MENNINGARLÍFIÐ í LANDINU bókaS HILLAN Elías Snæland Jónsson ritstjóri | Eitt hundrað ár eru liðin á morg- un, sunnudag, frá því gagnrýn- andinn snjalli og barnabókahöf- undurinn vinsæli C.S. Lewis fæddist í Belfast á Norður-ír- landi (29. nóvember 1898). Ald- arafmælisins verður minnst víða um heim, meðal annars með nýj- um útgáfum af kunnustu verkum hans - en það eru að sjálfsögðu sögurnar um ævintýralandið Narniu. Líf Lewis var um margt óvenjulegt. Hann missti ungur móður sína - var aðeins níu ára. Við það áfall leitaði hann hugg- unar í heimi bókanna. Hann hlaut menntun sína á Englandi - fyrst í barnaskóla sem hann líkti síðar við fangabúðir. Arið 1917 gekk hann í breska herinn og særðist á vígvellinum í Frakk- landi. Að fyrri heimsstyijöldinni lokinni hélt hann áfram námi og varð kennari við Magdalen í Ox- ford árið 1925. Þá þegar var haf- ið einlægt ástarsamband hans við Oxford sem var eini staðurinn þar sem hann kunni almennilega við sig. Þar átti hann líka nána samvinnu við ýmsa aðra andans menn, ekki síst einlægan vin sinn um áratuga skeið J.R.R. Tolkien - höfund sagnabálksins mikla „Lord of the Rings“ (Hringa- drottinssaga). Þrenns konar höfundur Þeir sem best þekkja rit- og fræðistörf C.S. Lewis lýsa hon- um sem höfundi þrenns konar rita - á svo ólíkum sviðum að ýmsir sem þekktu hann í einu hlutverkinu höfðu litla eða enga hugmynd um hinar hliðarnar á ritstörfum hans. í fyrsta lagi var Lewis virtur bókmenntagagnrýnandi og sér- fræðingur í enskum bókmennt- um fyrri alda. Enn er víða vitnað til skoðana hans í fræðiritum þar að lútandi. I öðru Iagi var hann afar vin- sæll boðberi kristinnar trúar. A yngri árum var Lewis trúleysingi, en árið 1929, þegar hann var 31 árs, lét hann sannfærast, eða eins og hann orðaði það sjálfur: „Ég gafst upp og viðurkenndi að Guð væri Guð!“ Á árum síðari heimsstyijaldarinnar náði hann geipimiklum vinsældum í Bret- landi vegna fyrirlestra sinna um trúmál í breska útvarpinu. I þriðja lagi var Lewis höfund- ur vísindaskáldsagna og afarvin- sælla barnabóka. Á okkar dögum, 35 árum eftir andlát skáldsins, eru það fýrst og fremst sögurnar um Narniu sem halda nafni hans á Iofti meðal almennings - þótt fræðimenn þekki hinar hliðar höfundarins. Skopun hetmsins og saga Jesú Það var árið 1950 sem fyrsta sag- an af sjö um Narniu sá dagsins ljós í Bretlandi: „The Lion, The Witch and the Wardrope." Síðan kom ein á ári: Prince Caspian (1951), The Voyage of the Dawn Treader (1952), The Silver Chair (1953), The Horse and His Boy (1954), The Magicians Nephew (1955) og The Last Battle (1956). Þeir sem vel þekkja til bókanna munu átta sig á því að bækurnar komu ekki út í réttri tímaröð sögunnar, enda ekki skrifaðar þannig og óþarfi að lesa þær endilega í slíkri röð. Vart þarf hér að rekja frekar efni þessara bóka, svo margir þekkja ævintýri um börnin sem fara í gegnum gamlan skáp inn nýja veröld þar sem Ijónið Aslan fer með hlutverk hins göfuga bjargvættar. Flestir hafa líka not- ið þessara ævintýra án þess að gera sér nákvæma grein lyrir því að af hálfu Lewis voru þessar bækur frá upphafi hugsaðar sem táknsaga um Jesú Krist. Eitt sinn lýsti hann upphafinu svo: „Ég sagði sem svo: Gerum ráð fyrir að það sé til landið Narnia og að sonur Guðs, sem kom sem maður í okkar heim, yrði þar að Ijóni, og ímyndum okkur síðan hvað mundi gerast." Sögurnar spanna allt sviðið frá því sköpun Narniu, fæðingu, krossfestingu og upprisu Krists og til hins hinsta dómsdags. En að sjálfsögðu er hægt að njóta þeirra án þess að velta þessari grunnhugmynd höfundarins mikið fyrir sér. Þær standa fyrir sínu einar og sér. Þess má geta að tvær Narniu- bókanna koma út á íslensku fyrir þessi jól; „Ljónið, nornin og skápurinn" sem líklega er fræg- ust einstakra sagna í þessum flokki og „Frændi töframannsins" sem lýsir því hvemig Narnia varð til. Stuttbuxnaj ól í garðinum Því var gaukað að mér á JÓHANNESAR- dögunum að nú færi að styttast til jóla. Og ég varð eiginlega ekkert sérstak- Iega upprifinn af þessum fréttum. Sem mér þótti miður því auðvitað á mað- ur að hlakka til jólanna og útbelgjast að jólagleði upp úr miðjum nóvember í síðasta lagi. Og það hef ég yfirleitt gert, en það er eins og dregið hafi úr eft- irvæntingu minni á allra síðustu árum. Og ég fór að velta því fyrir mér hversvegna svo væri komið. Og niðurstaðan varð sú að ég er eigin- lega orðinn leiður á jólarútínunni, þetta er alltaf eins ár eftir ár og ekkert óvænt og spennandi sem gerist á jólunum. Jólin eru alltaf eins. Og það er auðvitað það sem gefur jólunum gildi í huga margra, þessi óbreytanleiki, þessi fasti samastaður í til- verunni á sama tíma á hveiju ári. En sumir þurfa á tilbreytingu að halda, vilja upplifa eitthvað nýtt og sætta sig ekki við sama gamla tóbakið ár eftir ár, ekki einu sinni á heilögum jólum. Hin dimmu desemberjól Og hvað er þá til ráða? Er hægt að gera róttækar beytingar á jólunum svo þau verði ný og spennandi á nýjan leik, eins og þau voru alltaf þegar við vorum börn og biðum svo óþreyjufull og töldum dagana? Það virðist í fljótu bragði hægara sagt en gert. Ekki breytum við veðrinu, slabbinu eða snjósköflunum sem gera hvert jólaboð að háskaför. Gjafirnar verða á sínum stað og jólaljósin og skreytingarnar og troðfull- ar kirkjurnar í jólamessunni og hamborg- arhryggurinn, hangikjötið og rjúpurnar úr ofninum og jólabækurnar og svo framveg- is og svo framvegis. Það er hugsanlega hægt að gera einhveijar breytingar á jóla- haldinu, en í megindráttum verður það alltaf eins. Að minnsta kosti á meðan jól- in eru haldin í hinum dimma desember. Og þar liggur náttúrlega hundurinn grafinn. Jól í sumaryl Ef við viljum fá verulega tibreytingu í jóla- haldið, þá verðum við að færa þau til inn- an ársins. Hvernig væri til dæmis að halda sumaijól annaðhvert ár, í júlí eða ágúst? Það veit hvort sem er enginn hvenær árs- ins raunverulegur afmælisdagur Jesúsar er, þannig að það væri ekkert verið að guð- lasta með júlíjólum. Og jól í júlí yrðu sannarlega með öðrum brag en hin hefð- bundnu desemberjól. Júlíjól yrðu til dæmis mun ódýrari en desemberjól, þó ekki væri annað. Menn spöruðu sér meðal annars kaup á öllum jólaljósum, jólaseríum og kertum, sem eru náttúrlega með öllu óþörf í sól og sumar- yl. Og þar með yrði auðvitað gríðarlegur sparnaður á rafmagni. Ekki yrði nauðsyn- legt að kaupa rándýr jólajakkaföt og jóla- kjóla á börnin, því allir yrðu auðvitað í ódýrum jólastuttbuxum úti í garði. Og kaup á jólatrjám myndu leggjast af, því engin ástæða væri lengur til að höggva tré og deyða, þegar sprelllifandi grenitréð úti í garði er sniðið til að láta hlaða á sig skrauti og raða undir sig jólagjöfum í plastpokum, ef raki væri á jörð. Og úti í garði yrðí jólarjúpan steikt yfir eldi eða hamborgarhryggurinn grillaður á kolum og sannarlega tilbreyting frá ofnsteiktum jólamat aldanna. Troðningurinn i jólamessunni legðist af því guðsþjónustur yrðu að sjálfsögðu und- ir berum og rúmgóðum himni. Og auðvit- að þyrfti ekki að óttast hvít jól í júlí með tilheyrandi ófærð og veseni, þannig að ættingjar gætu sameinast landshorna á milli og haldið sín sumaijól með snikk af ættarmóti. Og svo mætti lengi telja kosti þess að halda júlíjól annaðhvert ár. Þessari hugmynd er hér með komið á framfæri og orðið er frjálst. Hvernig væri t.d. að samfylking vinstri manna tæki það upp á sína arma. Samfylkinguna skortir einmitt mál til að skapa sér sérstöðu, eitt- hvað nýtt og ferskt sem ýtir við kjósend- um, eitthvað sem framsókn og íhaldið eru ekki með eða geta yfirtrompað. Júlíjól eru verðugt verkefni sameinaðra vinstrimanna og ekki spillir að þetta er nánari útfærsla á gamalli hugmynd félaga Castrós, að fresta jólunum. SPJALL Jóhannes Sigurjónsson skrifar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.