Dagur - 28.11.1998, Blaðsíða 15

Dagur - 28.11.1998, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUS 28. NÓVEMBER 1998 - 31 Eins ogýmsirhafa ver- ið ötulirvið að okkurá,þáe lítið mál og mikið gaman að fínna sparileg föt á börn meðan þau hafa ekki sjálfstæð- an vilja eða smekk á fötum. En um léið og þriðju eða fjórðu jól eru liðin fer að koma annað hljóð í strokkinn og ekki þýðir að ætla sér að troða þeim í dúllulegu fötin sem þvælast fyrir foreldrunum í öllum barnafata- verslunum. Hafi börnin vaxið upp úr jóla- Laugaveginum. Aldís Hlín Skúladóttir (5 ára) og Tumi Bjartur / Valdimarsson (8 ára) voru ráðin til að máta fötin. Og þar sem það eru börnin en ekki foreldrarnir sem eiga að klæðast flíkunum þá fengu Aldís ,og Tumi að velja sinn hvorn jója- klæðnaðirin í báðum vcrslunum, en afgreiðslukonurnar völdu hitt settið. Munurinn á fatasmekk Tuma og afgreiðsluskvennanna reyndist hverfandi lítill en nokk- uð bar á milli þeirra og Aldísar. Fannst Tuma svo að segja öll fötin verulega „kúluð“ en Aldís var almennt hrifnari af „pæju- legri“ fötum en afgreiðslufólkið. Unglingalegt Afgreiðslukonan í Englabörnun- um, eða Teeno eins og deildin fyrir eldri börnin heitir, og Tumi höfðu nokkuð áþekkan smekk á jólafötum fyrir unga drengi og var strákurinn jafn hrifinn af %; a > * *■/> t V ' • • v y Skokkurinn græni sem fór mjög fyrir brjóstið á Aldísi en Tumi var bara sáttur við fötin sem afgreiðslukonurnar í Du Pareil au meme völdu. Strákafötin: Skyrta: 1290 kr. Buxur: 1590 kr. Bolur: 690 kr. Stelpufötin: Skokkur: 2590 kr. Skyrta: 1190 kr. Sokkabuxur: 550 kr. fötunum frá því í fyrra og ætlun- in er að kaupa ný þarf því að arka í búðir til að velja. Svo for- eldrar hafi einhverja hugmynd um verðlagið og úrvalið í ár fór Dagur einn skammdegismorgun í vikunni í heimsókn í Engla- börnin á Laugaveginum og Du Pareil au meme í Kringlunni, sem hefur einnig verslun á Öðru rúálí gegndi um |A1- dísi. Hún háfði að vísu ekki { uppi háýær mótmæli þegar í hún var kla'dd fötunum sem hún valdi og svo þeim sem hann valdi. Hann virt- ist þó ekki hafa fylgst grannt með tískustraumum í jóla- barnafatnaði því þegar hann spurði hvort ekki bæri að setja upp slaufu í tilefni jólanna sagði konan að það væri bara alls ekk- ert í tísku núna. „Ó,“ hummaði drengurinn. 1 rauðan jóla- kjól með hvít- um kraga og slaufu í bakið. En hún var dreymin á svip þegar hún benti á svartan kjól, glitrandi að ofan og flauelsléttur að neðan og hvísl- aði: „Eg vil þennan.“ Hann reyndist ekki til í hennar stærð, bara fyrir eldri og yngri, þannig að hún sættist á sítt pils og gráan jakka sem hún kvað vera nógu pæjulegt. Þegar litast var um í búð- inni vakti jakkafataleysið nokkra athygli. Eru ungir drengir alveg hættir að ganga í jakka- fötum? Nei, sagði af- greiðslukonan. Raunar voru sum jakkafötin uppseld en voru væntanleg aft- ur. Englabörnin selja jakkaföt á verðbilinu 7790-15.900 kr. Jóla- kjólarnir eru hins vegar til frá kr. 4900 og upp í fjórtán þúsund. Fyrst fékk starfskona í Englabörnunum að velja jólaföt á Aldísi og Tuma. „Glætan!" gall við í Tuma þegar konan lýsti fötunum á hann en þegar hann var kominn í fötin var hann yfir sig hrifinn. „Mig langar sko í þessi föt. Þau eru ógeðslega kúl, “ og byrjaði að taka einhverja grunge-hjólabrettatakta íjólafötunum. Aldís var öllu rólegri yfir rauða jólakjólnum sem afgreiðslukonan valdi á hana, en mændi á pæjufötin á slánum meðan konan settl í hana hárskrautið. Strákafötin:Vesti: 3290 kr. Skyrta: 3580 kr. Buxur: 4680 kr. Skór: 4790 kr. Stelpufötin: Kjóll: 7980 kr. Hárskraut: 70 kr. stk. Sokkar: 690 kr. Skór: 5980 kr. Þeir dýrustu seljast best, sagði afgreiðslukonan, því þeir endast lengur. „Eins og einn kúnni sagði einhvern tímann við mig, stundum er ódýrara að kaupa dýrt.“ Brúnt er imglingalegt Hvort það var beinlínis valið eða þreytan þá var alveg ljóst að Al- dís og afgreiðslukonan £ Du Pareil au meme í Kringlunni höfðu EKKI sama fatasmekk. Þegar konan kom með hinn smekklegasta skærgræna skokk, hvíta skyrtu og gular sokkabuxur varð Aldísi svo hverft við að tár- in runnu niður kinnarnar yfir þessari smekkleysu. Hún var treg til en leyfði okkur þó að smeygja henni í skokkinn og var orðfá um af hverju skokkurinn félli ekki að hennar smekk. Tumi var eins og áður sæll með val afgreiðslukonunnar, dökkblá skyrta, hvítur bolur og dökkar buxur, en þegar hann fékk sjálf- ur að velja var hann ekki seinn á sér að hlaupa í hilluna með brúnu buxunum (og öllum vös- unum) og brúnröndótta bolinn. Af hverju? „Bara. Ut af því að þetta er brúnt. Það er svo ung- lingalegt." LÓA Það voru blómin á bláa skokknum og mynstrið á sokkabuxunum sem heilluðu Aldísi við þessi föt frá Du Pareil au meme en laufamerkið á röndótta bolnum og allir vasarnir á brúnu, buxunum sem gerðu útslagið hjá Tuma. Strákafötin: Bolur: 1290 kr. Buxur: 1690 kr. Stelpufötin: Skokkur: 1890 kr. Bolur: 1290 kr. Sokkabuxur: 750 kr. Þegar þau fengu frjálsar hendur í Teeno-deild Englabarna valdi Aldís öllu pæjulegri klæðnað. Tumi valdi sér hins vegar brúna skyrtu og tals- vert umfangsmikið vesti sem senni- lega fáir foreldrar myndu samþykkja sem jólavesti. Strákafötin: Vesti: 4980 kr. Buxur: 3790 kr. Skyrta: 3980 kr. Stelpufötin: Pils: 1980 kr. Skyrta: 3980 kr. Skór: 6980 kr.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.