Dagur - 28.11.1998, Blaðsíða 19

Dagur - 28.11.1998, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 28. NÓVEMRER 1998 -35 LÍFIÐ í LANDINU Athafnaskáldið. Um þessar mundir er að koma út bókin Saga athafnaskálds sem er saga Þorvaldar Guðmundssonar, skráð af Gylfa Gröndal. Hvert var fyrirtækið sem þetta alþekkta athafnaskáld rak lengst af- og hvert var og vörumerki þess? Fáninn frægi. Frægt varð í fyrrasumar þeg- ar Guðmundur Páll Úlafsson rithöfundur og Ijósmyndari setti upp fána inni á miðhálend- inu þar sem verið var að safna í lón vegna Hágöngumiðlunar. En hvað heita þau nátt- úruvætti sem var sökkt í þetta lón - og var mjög umtalað? Með gleraugu. Spaugstofugaurarnir væru ekki lengi að finna út hver maðurinn á þess- ari mynd væri. Hann sést einna helst í pontu svona; haldandi á gleraugunum sem hann sveiflar til og frá. Hver er maðurinn? Loftbelgurinn. Fyrir um tuttugu árum kom til landsins fyrsti og eini loftbelgurinn sem hefur verið í eigu íslendings. Hver var mað- urinn sá sem átti belginn og hver var það sem fékk mjög háskalega flugferð með honum, hangandi neðan í körfunni? Vinstri hreyfingin. Á dögunum kynnti Vinstri hreyfingin - Grænt framboð stefnu sína, en hún stefnir að framboði í öllum kjördæmum landsins næsta vor. Hverjir eru þeir þingmenn Alþýðubandalagsins sem eru á skútunni og hvaða varaþingmenn þeirra? LAND OG ÞJQB Sigurður Bogi Sævarsson skrifar 1. Bæirnir Óiafsdalur og Garpsdalur eru sitt- hvorumegin við fj'örð nokkurn á vestan- verðu landinu, - en bæirnir eru jafnframt sitt í hvorri sýslunni. Hvar eru þeir? 2. Akureyringar settu sitt Jólaland af stað um síðustu helgi. En hvar var það á Iandinu sem ámóta jólahátíð var sett af stað fyrir fáum árum, reyndar aðeins í eitt skipti og endaði með miklu gjaldþroti? 3. Hvar á Iandinu er Núpasveit. 4. Þessa dagana er að koma út hjá Máli og menningu annað bindi ævisögu eins vel- þekktasta útvarpsmanns Islendinga fyrr og síðar, sem hann nefnir Þjóðsögur, rétt einsog fyrra bindið. Hver er maðurinn? 5. Stóra-Hraun, Miklaholt og Skógarnes. Hvað eiga þessir þrír bæir á sunnanverðu Snæfellsnesi allir sameiginlegt? 6. Hvernig skiptist Kaldakinn í Ljósavatns- hreppi í Suður-Þingeyjarsýslu gróflega í tvo hluta, Kinn og Utkinn? 7. Hvaða firði tvo fyrir austan skilur hin odd- hvassa Norðfjarðarnípa á milli? 8. Hvar á landinu eru Leyningshólar? 9. Hvaða tvær eyjar eru það á Breiðafirði þar sem enn er heilsársbúseta? 10. Hvar á landinu er Hafursey? Svör: •e(3njjo)| urefj ppja 8o sjn>|pfs|Gpjýi\i umtpj i ‘lunpjaAuejo ipuessjepjAi\[ e jjejJsSjaqput ja Aasanjejq -qj •Aajej-j 8o jejXa -jeqg nja jigæj uin Jpq uias jæAj jeujejXg -g •snqsjojjo jrnpjou pejs umssacj e nja So uinSnjeje uinuiqjuepun e jjasjnppjS puaA ppjiui jn -jaq JBcj ‘sSuiuAaq suuefæq ipuej i ‘juioq -jepjefjejXq i uiAinppjS nja jejoqsSuiuXaq •§ '9J9&B9ÍIA §° 9JOÖ9JON ‘L •ujeAespfq piA jbSsa -jnqiAesnjq So sujjeSsASujjq uinjpuieSoA ge ddn So jeSuey uejo jiujjæq nja jjefs ui -uurq ’uurq i jæq ijsX So ijsiáu J3 uias uin -Siofa pe So ‘qiABsnjq eij ijpfjjepuejjefqq e euniq jijA J3 pimoq uias jecj ‘eSuey bjj uipoiefæq ps pe ejSas eui uupjjfj '9 • i jesey nSpssiSapgiui uias sueq nSosiAæ ipuiq ejsegis 8o ejjofs uos -smjpy injpy saj eueSep essscj jjiuiuis us ‘iS3usj[3jæu§ e iuuis pijiedeqsjssjd i uos -suuejpcj jujy ofq uinfæq uinssscj uinjjo y •£ •uoseujy ijnj\[ uþf -y •J35jsedpyj jijAj inpiou gnqqóu So iSiAq -sy giA uinjjofy e esjmjof jijA euniq jijA J3 piiej lAcj eij pipæAS jijA jeu unq pe ejSas eui 80 ‘njsAsjefAaSuicj-jsj J ia jisAsedn^j •£ •ipjaSejSAiy 1 'z •njsAsiepuejjsegjea-Jnjsný 1 jnjepsdieQ us njsAsejeQ 1 mjepsjejo ‘gjofjsjjjo giA epuejs iiæq Jissscj Jigeá ' [ •uossuueq -of jeuisja juiy So jaqeeyj jnpjiqueA§ ‘ueuiqoey jngjjncj nis jiuiiuusuiSuicjejeyy - -uossnjSjs -f jnuiuSuisjs 80 uosseuof jnpunuiSQ ‘uossuuojjno jnjjsjjofjq jjscj ni3 uin jinds J3 jpq uiss jjujjuusuiSujcj * •nSæij eujgjsjSnjj qqpj jngeuijjuiuisqs 80 -ejjjpjj uossieuSey 'cj jeuiQ us uuiSjsq ijje ‘jnSuigæjjnAjoj nu ‘uossepg Siaqjojj # •ejjoqgejnSuoSuies ‘jepuoja jpjrjjejj # •JiJSAqniSoy * •ijY ípjjsumjoA ejqqacjjsA nuiq jipun inioA ipp[3jun;jj ui3s ‘inqsij So ppg jba jepjeAJOcj pjæjJixAy A Fluguveiðar að vetrl (95) Plopp! FLUGUR Ég hef gaman af því að hitta bandarískan veiðimann sem ég var svo lánssamur að kynnast eitt sumarið, gaman af því að hitta hann þá sjaldan að færi gefst og ræða veiðar. Skemmtilegur. Launfyndinn og drjúgur. Heitir Len. Og mjög gjafmildur. Til að mynda held ég upp á flugu sem hann gaf mér fyrir mörgum árum þegar við hittumst fyrst, f Vatns- dalsá. Hún heitir „The Secret Weapon“, eða leynivopnið. Örsmá fluga, nánast hárlaus á gullöngli. Ég lýsi henni ekki nánar, en hún er mjög góð í stórum og djúpum hyljum þar sem Iax liggur og vill ekki taka neitt annað. Hef aldrei fengið á hana. En úr því að Len gaf mér hana og sagði að hún væri góð þá trúi ég því. Og held upp á hana. Len gaf mér Ifka frábærar þurrflugur. Eina sem ég trúi miskunnarlaust á í sil- ungi, hún er svört með hvítum væng. Meira get ég ekki sagt. Og það var hann sem gaf mér maurinn, fyrsta maurinn minn. Og Len gaf mér líka flugur sem eru furðulegar: stórar, ljótar, miklar og bústn- ar flugur með teygjum út úr búknum. Hann sagði að stundum yrðu fiskamir brjálaðir í þessi skrímsli; maður léti þær detta með bomsadeisí í vatnið og drægi þær með hávaða og látum eftir yfirborð- inu, „þeir koma æðandi á 10-12 metra færi“, sagði Len. Það hefur mér aldrei tekist. Að vekja athygli Stundum dugar ekkert á fiskinn nema vekja athygli hans. Bretarnir kunna þá kúnst sem mér hefur alltaf þótt merkileg. Þeir hnýta tvær flugur á langan taum, eina á enda taumsins, en aðra sem „dropper" eins og þar er kallað, aðeins ofar á tauminn. Hefðbundin að- ferð er að veiða í vötnunum jieirra með tvær eða þrjár í röð á löng- um taumi. Óhefðbundin að- ferð er að hafa þær tvær á taumi, en halda stöng- inni svo hátt að einungis sú fremri liggi í vatninu. Hin dinglar þá aðeins fyrir ofan vatns- borðið. Þetta er auðvelt þar sem hæfilegur straum- ur liggur undir háum bakka. Þeir láta aftari fluguna dingla rétt fyrir ofan vatnsborðið, en detta reglubundið í vatnið og rispa það. Fiskurinn tekur eftir einhveiju skrítnu og kemur æðandi til að grípa fluguna næst þegar hún „dettur“. Sams konar brögð eru í tafli þegar menn „búa til klak“. Þeir sem veiða bara á þurrflugu eru háðir því að fluga sé að klekjast eða gera annað sem tilheyrir á yf- irborðinu. Hvað ef flugan er eitthvað annað að rjátla og fiskurinn hvergi nærri? Þeir búa til klak! Til þess þarf mikla snilli. Flugan er Iátin lenda hvað eftir annað á sama punkti á vatninu, en rifin jafnskjótt upp aftur, rétt eins og hún hafi flogið upp. Með j)ví að gera þetta nógu oft og nógu vel má líkja eftir því að flugur séu að klekjast á yfirborðinu. Fiskur tek- Stefán Jón Hafstein skrifar ur eftir þessum flugnalátum og flýtir sér á vettvang. Einu sinni veiddi ég með Bandaríkja- manni sem sagðist hafa gert svipaðan hlut við íslenskan urriða, nema hann var með stóra þykka flugu og barði hreinlega yfirborðið með henni. Skvampið og lætin seiddu upp sjö urriða í röð! Ég hef stundum reynt að fá fisk- ana til að æða upp í „muddler" sem ég dreg hratt í yfirborðinu. Ekki með stórkostlegum árangri, en nógu góðum til að vita að það virkar. Og svo sagði Len sögu. Stundum þarfað grípa athygli fisksins, með dingli eða ploppi eða öðru því sem dugar. Dinglið Len sagði mér frá stað sem við þekkjum báðir. Þar er hár bakki, klöpp niður að straumi. I fjarlægð má sjá að þar gæti vel legið fiskur undir, óáreittur, því vonlaust er að kasta á hann. En þar sem er leið, þar er Len. Næst þegar Len kom á staðinn lagðist hann á magann. Skreið fram að brún. „Og það gerir þú næst,“ sagði hann. „Þú mátt alls ekki gægjast fram af brúninni. Og láttu nú eins lítið af stönginni skaga fram af og þú mögulega getur." Og nú sagði hann að ráðið væri að slaka stórri og góðri straumflugu niður að vatninu, „en alls ekki ofaní“. Len mælti með t.d. Rector. Þarna dinglar nú flugan. Og hvað gerir maður næst? spurði ég. „Þú bíður," sagði Len. Ég horfði á hann og sá flug- una fyrir mér, dingla þarna í lausu lofti. Og Len sagði að ég yrði að vera þolin- móður. „Svo lætur þú hana detta oní.“ Bingó! Risastór urriði skýst úr leyni sínu, alveg viðþolslaus af gremju, æsingi og græðgi í þetta kvikindi sem búið er að dilla sér framan í hann í nokkrar mfnútur. Ég horfði á Len. „Virkar þetta?“ „Alveg hundrað prósent.“ Reyndar ekki hjá mér. Plopp-ið Ploppið er sömu náttúru. Oft liggja fískar undir steini með sporð- inn út, eða undir brú eða trjágrein, og það er alveg vonlaust að kasta fyrir þá. Þá tekur maður plopp-ið. Gott er að nota kúpu (púpu með kúluhaus), eða þyngda nymfu. Maður kastar stutt og lætur hana detta niður með „ploppi" rétt fyrir aftan fískinn. Fiskurinn finnur fyrir öllum hræringum vatnsins með næmu roði sínu, og þetta lætur hann ekki ósnortinn. Hann snýr sér snöggt og skýst úr skjóli sínu og tekur fluguna einmitt þar sem hún lendir. Lygfí , Ónei. Ég hef fengið Iax til að kasta sér afturábak á flugu, en það var alveg óvart af beggja hálfu. Silunga hef ég fengið til að snarsnúast á sporði við að fluga dettur niður rétt fyrir aftan þá með svona látum. Venjulega veiða menn hljóðlega og fág- að. En stundum dugar ekkert nema plopp. Eða dingl.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.