Dagur - 28.11.1998, Blaðsíða 20

Dagur - 28.11.1998, Blaðsíða 20
36- LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998 RAÐAUGLÝSINGAR ATVINNA Skólaskrifstofan á Hornarfirði augiýsir vegna forfalla er laus staða sérkennara í Heppuskóla frá janúarbyrjun 1999 til skólaloka. Upplýsingar gefur skólastjóri í símum 478 1348 og 478 1321 og aðstoðarskólastjóri í símum 478 1348 og 478 1084. Frá Bændaskólanum á Hvanneyri Bændadeild skólans býður fjölbreytta starfs- menntun í landbúnaði með áherslu á naut- griparækt og sauðfjárrækt. Inntökuskilyrði eru 36 einingar úr framhaldsskóla, 18 ára lágmarksaldur auk starfsþjálfunar við land- búnaðarstörf. Námstími eru fjórar annir, þrjár á Hvanneyri og ein í verknámi undir handleiðslu bónda. Stúdentar geta lokið námi á einu ári. Nám- ið er lánshæft samkvæmt lánareglum LÍN: •Búfræðinámið er lifandi starfsnám í nánum tengslum við atvinnuvegina og rannsókna- og leiðbeiningarþjónustu hans. •Búfræðinámið er traustur undirbúningur þeim sem hyggja á búskap. •Búfræðinámið er nauðsynlegur undirbúningur að háskólanámi í búvísindum. •Búfræðingar hafa að námi loknu fjölþætta at- vinnumöguleika í landbúnaði. Innritun á vorönn 1999 stendur yfir til og með 10. desember nk. á skrifstofu skólans sem veitir allar nánari upplýsingar í s. 437 0000. Skólastjóri Deildarstjóri óskast við leikskólann Álfastein!! Hver vill prófa að vera deildarstjóri í litlum, fallegum leikskóla við Akureyri? Okkur á Álfasteini í Glæsibæjarhreppi vantar leikskólakennara til að leysa af í barnsburðarleyfi í eitt ár, frá u.þ.b. 15. febrúar 1999. I leikskólanum eru 23 börn á aldrinum 1 -6 ára og áhugasamt og jákvætt starfsfólk. Við á Álfasteini leggjum áherslu á umhverfið okkar, sjálfshjálp, skapandi starf og persónuleg samskipti. Umsóknarfrestur er til 1. janúar 1999. Upplýsingar veitir leikskólastjóri í síma 461 2624. KISILIÐJAN VIÐ MYVATN NÝTING NATTÚRUAUÐLINDAlÞAGU ÞJÓÐAR Vélvirkí Kísiliðjan við Mývatn óskar að ráða vélvirkja á véla- verkstæði. Starfið felst í almennu viðhaldi á tækja- búnaði fyrirtækisins. Húsnæði í eigu fyrirtækisins er til reiðu gegn tiltölu- lega vægu gjaldi. Umsóknum skal skilað merktum: Kísiliðjan hf., 660 Reykjahlíð c/o ívar Arason Nánari upplýsingar gefur ívar Arason í vinnusíma 464 4190, 464 4195 + (innval 111) og heimasíma 464 4140. 4) Kjötiðnaðarmen n - kjötvinnsla, Hvolsvelli Sláturfélag Suðurlands óskar eftir að ráða kjötiðn- aðarmenn eða aðila, vana kjötskurði, til starfa í kjötvinnslu félagsins á Hvolsvelli. Um er að ræða framtíðarstörf í einni fullkomnustu og stærstu kjötvinnslu hérlendis. Unnið er eftir afkastahvetjandi ábatakerfi. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu félagsins á Fosshálsi 1, Reykjavík, og í starfs- stöðvum félagsins á Hvolsvelli og Selfossi. Nánari upplýsingar veitir starfsmannastjóri í síma 575-6000 og verksmiðjustjóri á Hvolsvelli í síma 487-8392. Heilbrigðisstofnunin Sauóárkróki Slmi: 4554000-Símbréf: 455 4010- póst hó\f: 20 Yfirlæknir Laus er til umsóknar staða yfirlæknis við sjúkrasvið stofnunarinnar, um er að ræða 100% stöðu. Æskileg sérgrein er almennar skurðlækningar, kvensjúkdóma- lækningar eða önnur sambærileg sérgrein. Stofnunin skiptist í tvö svið, sjúkrasvið og heilsugæslu- svið. Sjúkrasvið starfar samkvæmt lögum sem almennt sjúkrahús og veitir sérfræðiþjónustu á sviði handlækn- inga og lyflækninga ásamt farandþjónustu á ýmsum sérsviðum læknisfræðinnar. Undir sjúkrasviðið heyrir einnig rekstur hjúkrunar- og dvalarheimilis. Sex læknar starfa við stofnunina. Hér er um að ræða fjölbreytt og krefjandi starf og er vinnuaðstaða og tækjakostur á stofnuninni mjög góð- ur. Á sjúkrasviðinu er 71 rúm og skiptast í 15 rúm á almennri sjúkra- og fæðingardeild og 56 rúm á hjúkrunardeildum. Þar fyrir utan er 10 rúma þjónustu- deild rekin í tengslum við stofnunina. Stofnunin hefur á að skipa góðu og samstilltu starfs- fólki sem leggur metnað sinn í að gera góða stofnun betri. Þetta er kjörið tækifæri fyrir framtakssama og metnaðarfulla einstaklinga. Stöðunni fylgir embættisbústaður. Umsóknir skulu sendast til Birgis Gunnarssonar, framkvæmdastjóra, á eyðublöðum sem fást hjá Landlæknisembættinu. Umsóknarfrestur er til 1. janúar nk. en staðan veitist eftir nánara samkomulagi. Upplýsingar veitir framkvæmdastjóri í síma 455 4000. I Skagafirði búa tæplega 5.000 manns, þ.a. búa 2.700 manns á Sauðárkróki. Sauðárkrókur byggir á öflugu og fjölbreyttu atvinnulífi og fjölbreytni í þjónustu við íbúa héraðsins. íþrótta- og félagslíf er hér f miklum blóma. I héraðinu eru tveir framhaldsskólar, á Sauðárkróki er Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra með tæplega 500 nemendur og á Hólum í Hjaltadal er rekinn Bændaskóli. Sauðárkrókur liggur vel við samgöngum og eru þærgóðar, bæði i lofti og á landi. Skagafjörður er rómaður fyrir nátt- úrufegurð og má segja að þar séu merktir staðir og atburðir úr Islandssögunni við hvert fótmál. - Reyklaus vinnustaður - YMISLEGT EITT SIMTHL til að kynnastfæðubótarefni og snyrtivörum Fæðubótarefnin grenna, laga t.d. vefjagigt, sinadrátt o.fl. o.fl., auk þess að fá meiri orku og láta sér líða vel. Snyrtivörurnar eru í hágæðaflokki. Ráðgjöf og stuðningur. Upplýsingar gefur Sæunn í sima 487 1429. Auglýsing um nafn á sveitarfélagi því sem til varð við sameiningu Borgarhafnarhrepps, Bæjarhrepps, Hofshrepps og Hornafjarðarbæjar. 1. gr. Nafn hins nýja sveitarfélags, sem til varð á grundvelli auglýsingar nr. 234/1998 skal vera Sveitarfélagið Hornarfjörður. 2. gr. Auglýsing þessi öðlast þegar gildi. Félagsmálaráðuneytið, 25. nóvember 1998. Auglýsing um nafn á sveitarfélagi því sem til varð við sameiningu Fljótahrepps, Hofshrepps, Hólahrepps, Lýtingsstaða- hrepps, Rípurhrepps, Sauðárkrókskaupsstaðar, Seylu- hrepps, Skarðshrepps, Skefilsstaðahrepps, Staðar- hrepps og Viðvíkurhrepps. 1. gr. Nafn hins nýja sveitarfélags, sem til varð á grund- velli auglýsingar nr. 229/1998, skal vera Sveitarfélagið Skagafjörður. 2. gr. Auglýsing þessi öðlast þegar gildi. Félagsmálaráðuneytið, 25. nóvember 1998. MAKE UP FOR EVERi P D O F < 8 S I O N A U Innritun Innritun stendur yfir vorönn 1999 Förðunarskóli íslands Á vorönn 1999 verður kennt: Ljósmynda- og tískuförðun, þrír mánuðir samtals 325 tímar og hefst 12. janúar. Kvikmyndaförðun þrír mánuðir samtals 270 tímar hefst 19. janúar. Allar nánari upplýsingar eru veittar í símum 588 7575 og 551 1080. Förðunarskóli íslands Grensásvegi 13, Reykjavík Tannverndarráð ráðleggur foreldrum að gefa börnum sínum jóladagatöl án sælgætis Hörðudalsá til leigu. Laus er til útleigu Hörðudalsá í Dalasýslu, tilboð óskast send til undirritaðs, póstlögð fyrir 20. desember 1998 Nánari uppl. í síma 434 1331 eftir kl. 20. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. F.h. veiðifélags Hörðudalsár, Hörður Hjartarson Vífilsdal 371 Búðardal FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.