Dagur - 28.11.1998, Blaðsíða 5

Dagur - 28.11.1998, Blaðsíða 5
D^ur LAVGARDAGUR 28. NÓV.EMBER 1998 - 21 MENNINGARLÍFIÐ í LANDINU L Vargatal nefnist bók Sigfúsar Bjartmarssonarþar sem hannfer skáldlegum höndum um sagnir afvörgum lands- ins. Bjartur oghöfundur Jiafa gefið Degi leyfi til að hirta hluta útbókinni. Og þá er það apaleyðimörkin og grámos- inn nema í dag glóir ekki af neinu og út- sýnið líkara einhverskonar leikhúsi nötur- leikans meðan Ijósin eru að dofna í boru- Iegum salnum, nú og að auki lætur élið eins og biluð sviðsgræja rykki og kippi í tjöldin en ætli þó aldrei að drulla þeim al- mennilega frá. En þá fer reyndar að bera á ofanljósi baksviðs og það eyðir Ioks alveg fyrir mér tjaldlíkingunni en birtir upp stakklett í staðinn, og á honum situr snæugla þegar heilinn fæst til að trúa svo sjaldgæfri sjón því það er jú orðið ansi langt síðan hún gafst alveg upp á þessu læmingjalausa landi. Og hún er heldur alls ekki eins og heima hjá sér fuglinn, passar einhvern- veginn ekki á þennan klett frekar en stytta úr gleri. Og þá tek ég eftir því að snjólitirnir í henni spegla umhverfið einmitt á þann hátt, og ennffemur að gul augun eru ekki bara eðlilega föst í höfðinu heldur einum of stór og björt. Og við það finn ég næstum líkamlega fyrir því að þessi mikli og öflugi fugl sé afar brothættur, þurfi ekki nema rétt meðalhviðu til að feykja henni um koll og þá fari hún í mask. En einmitt í því tekur hún sig til og brýtur upp kyrrmyndarfílinginn, lifnar öll við að aka sér í vængvöðvunum, leggur svo út vængina eins og þegar hún gerir sig gildandi á hreiðri, tvístígur loðfótun- um, veltir skrokkbreiðum vöngum og spyrnir sér upp á tveggja metra vænghaf- ið, hallar sér upp í fyllu eða hljóðlaust snjóflóð sem hrífur hana í hvarf. Og undir hraðfluginu er þá trúi ég bara gránandi hraunið ætislaust að kalla, örfá- ir og einum of gamlir líka blámablettir af músapissi, jú og hvergi heldur hreyfing sem festir við sig hausinn. - Og snjótitt- Iingarnir eins í felum allir með tölu, hver örblettur eftir þá afgreiddur með hraði, og enn bólar hvergi á útíjólublálýsandi hlandflekkjum eftir læmingja, jarðíkorna né snæhéra sem hana hefur hungrað svo ærandi í frá því hún kom í þetta ætisilla land. Nei ekkert að hafa hvernig sem skynið brýst um mjöllina og niður í gamla snjó- inn, grjótið og grámosann. - En jú, ein æðimús reyndar á klöpp, og glæsirennslið og furðu fimleg með klóna að finna hana svo óða að krafsa sig í snjóinn, en þung- lamaleg aftur á næsta klett. Og þar ferst henni eins og títt er um ránfugla, enginn vottur af hungurákefð, nógur tími til að hagræða vængjunum, grafa klærnar í holur, Iitast nákvæmlega um eftir ræningjum áður en hún gleypir. Jú gott sjálfsagt í maganum, en haga- mús þó haustfeit sé er lítil máltíð jafn miklum fugli og það eftir annan eins þvæling um landið og þar áður yfir enn auðari isinn milli stöku leifa af sel eftir björn ef tófan og máfarnir urðu þá ekki alltaf fyrri til. Um síðir sló hún þó kannski niður ísmáf þegar vel lá við í þokunni, skellti sér ofaní vælandi hvítmáf í einhveijum klakakirkjurústum, og át svo þann óþverra með áður óþekktri lyst undir þeirri tvísól sem stundum yljar þar einför- dauðanum og munaði svo ekki um að spretta upp í næturfrosið loftið líka. Ekkert skrítið að meyrnaði í sumum þegar af hverju formi landslagsins féll fagurblár skuggi, að þeir drykkju þá í sig og yrðu jafnvel sem snöggvast að barni sem seildist í þann næsta eins og tryggð- arpant frá batnandi tíð. Eða að einbúa með gildrur sýndist í gleði sinni yfir fyrstu sólinni á hans fjallsegg að þar væri sannleikurinn sjálfur að rísa upp úr gröf- inni óbugaður og brosandi. Og ekki þá sísta kóróna myndarinnar fyrir smekk margra fleiri en mín, snæugla að lenda á hóli til að slíta í sig jarðíkorna eða einhverja skepnu aðra sem er of væn til að gleypa í heilu lagi, og þá líka krunk langt að komið á undan hrafninum, hljóð sem á bók yrðu jok jok og okok okok því hann kann því miður ekld krunklistina á við okkar sá kanadíski þó hann sé skapari álfunnar samkvæmt gömlum sögum. Og síðast en ekki síst, hátt yfir á þeim himni sem þeir segja að hæstur verði í heiminum hver andategundin af annarri á oddaflugi og þar fyrir ofan margæs og blesgæs eða hvað þetta er, en alefst að sjálfsögðu endalaus ógrynni af snjógæs á leið í gósenlöndin fyrir norðan. Svo vakti hitinn og svitinn margan landkönnuðinn til þeirrar furðu að tjaldið stóð í samfelldum blómadal en ekki grænnál í grásinunni og þar á ofan mætt heil ósköp af indælis kjöti, heilu sauð- nautahjarðirnar aftan úr ísöld. Nú og þá hefur velvaknað og veiðiglatt augað dregist upp í hlíð, að risavöxnu snjókorni dragandi á eftir sér mjallarstrók á ríflegum renningshraða yfir blóma- og Iynghvamma, rétt tugga í stað því snæ- héranum líst alltaf betur á beitina hand- an við hólinn, hinum megin við Ieysinga- lækinn, uppi í heiði, hinum megin í hnjúknum. Og gott af því öllu kjöt- ið eftir að saltleysið vandist en það reynd- ist víst mörgum magnaðra ávanaefni en tóbak til að mynda hvað þá morfín. - Og þá dettur mér í hug að ég man ekki til að þeir Vilhjálmur Stefánsson og félagar sem þó átu flest sem að kjafti kom, tóf- una hvað þá annað, skytu sér nokkurn tíma snæuglu í matinn. Mætti hugsa sér að þeim mönnum sem annars stóð nú ekki viðkvæmni fyrir þrifum hafi þótt að- eins angurvært að sjá þetta tákn hins óbugaða einfara leggja í hann suður á nýísinn. Jú verið þá líka orðið aðeins meyrt í þeim gagnvart kyrrðinni með vetrarkvíð- ann svo áberandi falinn í síðsumar víðátt- unni í sínu fyllsta veldi og fullþroska grænlitum rétt að byrja að síga út í brúnt sem bar í sér værð með óljósum en ugg- vænlegum hætti. Og allan þann dag líflaust í kíkinum, hreindýrin farin og sauðnautin horfin eins og hlíðarnar hafi gleypt þau, ekkert eftir nema gróður á undanhaldi þar til linsan staðnæmdist sjálf á snæuglu furðu likri hliði á sléttunni, og turni þá, nú og ör síðan að bragði bendandi inn í veðra- bliku rétt eins og hún réði einhverju um hraðvöxtinn á henni. Nú og svo biðu hennar snjóslétturnar fyrir sunnan, vetrarhimnarnir þar í sam- keppni við skallaerni og fálka og fleiri eða Iangflug með ströndinni yfir kuldalega drætti ótal andlita í tröllaglerinu mösk- uðu í fjörum og á útfiri. Og fölið svo mætt einn morguninn og allan þann dag í óða önn við að þekja skuggablá örin kuldalegu æskulúkki úr höndum meistara með meik og púður. Og svo undir kvöld þegar birtan var einmitt að fullkomna tilgerðarlega stíf- drættina og það svo langt til hafs sem jafnvel ránauga flökkufálka greinir fældi kannski óvænt ein snuðrandi skepna upp ísfugl í hópum, heil ger í hillingum en síðan ljónslappadrífum ofaní hafþökin. unum og kveikir bláhvít villuljós í nýísn- um og á stöku stað biksvart í fornísborg- inni. En eftir áttunum í haust að dæma kom hún síður frá Grænlandi þessi en einni af kanadísku íshafseyjunum, liklegra að hana hafi hrakið fyrir landveðri af suður- leið eftir öryggiskeðju sorphauganna og austur á ísinn. Trúlega ungfugl og verið fljót að ruglast í rími auðnarinnar, sveim- að jafnvel í hring um dýpkandi lægð af vaxandi hungurákefð, jú en gráhviðurnar gleyjjt hvern fugl að bragði. Og svo hefur ísinn gisnað í hröngl en hver haftyrðlabreiða stungið sér undan í tíma og um síðir hefur hrönglið orðið að alauðu hafi undir hægum þokubökkum, og svo brælt af norðri og eyðihraflið þá aftur borið undir og stöku borgaijaki þar sem hún ef til vill komst yfir ritu eða náði einu kvikindi úr stuttnefjuflota eða álku. Ekkert verulega vænlegt samkvæmt hennar reynsluviti fyrr en á einni rekspönginni barst í eyrun.. .upplífgandi brimhljóð þó dauft væri og þá hefur hún hætt að snudda við máfinn og tekið strik- ið sem hraðast upp f líflínulaus klaka- bönd klettanna og yfir klungur og hleinar og sandinn og ósinn og þá loks yfir börð- unum Iífsmerki sem drógu hana í svif- króka upp dalinn milli hlíða. En þeir hlandlitir voru því miður eftir fé og hund, læmingjalaust á dalnum og líflaust þar til flugu upp snjótittlingar sem hún skellti sér í, gómaði einn, reytti til málamynda og gleypti. Nú og næst hefur hún kannsld náð rjúpu sem var góð og kunnugleg í klóm og maga. Heima hjá sér á íshafseyjunum sveimar hún hinsvegar um fram á vorið þar til hún finnur sér svæði þar sem í ár er góð- Sigfús Bjartmarsson segir frá Snæuglunni og ýmsum öðrum dýrum í Vargatali. (Myndin af uglunni er úr Fuglum Guðmundar Páls Ólafs- sonarj æri af læmingja ofaní hana og ungana út ránljósan sumardaginn fram á haust. Jú og þá hverfur hún á endanum suður eina hríðina, eða eins og sumum sýndist upp á snjóloftin þar sem hún lá vetrar- Iangt nema skrapp stöku sinnum ofan ónotalega, Iá yfir þeim nokkur augnablik eins og læmingja, og sláandi ættarmótið með henni og fannalallanum sem ónýtt fólk gekk út að finna í hríðinni. Og þá fannst trúlega sumum ekki frá- leitt að hugsa sér að hennar ríki væri því æðra sem snjóinn í hans skóf niður af þeim fannalögum sem hún Iá yfir á svif- inu fram á vor undir tungllýstum ís eða dimmum. Þar uppi bjuggu líka andar, hver undir sínu ístjáfri, þó mun fleiri og verri væru búsettir fyrir norðan og neðan við dalina blíðu þar sem dána fólkið situr í beija- hlíðum dröfnóttum af héra og ijúpu rétt ofan við spik- og kjötbyrgin miklu og snjógæsavarpið stóra og látlaus sporða- köstin í ánni. Nú og svo lagði hún af stað með vor- inu, flaug ofan himinheimana hjall af hjalli og kom svífandi við hliðina á því norður túndruna. Og þá voru líka öll skuggalegheit horfin úr henni rétt eins og Iandinu, léttleikandi flugslagur um varðþúfu og veiðisvæði, mökunarleikirnir broslegir í mannsaug- unum og sexið fallegt ef ekkert æsandi á holtunum sem beinlínis mátti sjá hvernig greru og grasið spratt og læminginn kviknaði á hverju strái. Og heimilisleg svo á hreiðurhrauknum í búmannlegri beinadreifinni miðri, hlý- legt atið á henni við að bera i sjö átta unga í góðærinu. Og allt fullt af öðrum fugli líka til að fylla þær myndir verðug- Iega af lífi, og hreindýr kannski, tófa á tölti, séns jafnvel að sjá úlfi bregða fyrir í Qarlægð. Nei ekkert skrítið að mörgum aðkomu- manninum hætti til að fegra fyrir sér og ýkja síðan fyrir öðrum jafn ofurhröð og stórkostleg umskipti frá allsherjar nötur- leika yfir í allsherjar blómgun, að þeim fyndist engu líkara en Iífið kviknaði af

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.