Dagur - 28.11.1998, Blaðsíða 17

Dagur - 28.11.1998, Blaðsíða 17
----1 X^ur LÍFIÐ í LANDINU LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998 - 33 Karlamir óttast skUnað Hirðingjakonur í Níger í Vest- ur-Afríku búa við sama hlut- skipti og konurút um allan heim. Þærsjá um heimilið, matinn og hömin. Lífþeirra erþó gjörólíkt lífi kvenna á Vesturlöndum. A svæði WoDaaBe hirðingjanna í Níger er skýr verkaskipting milli karla og kvenna, og kynin hafa lítil samskipti, konurnar eru sér og karlarnir sér. Karl- arnir sjá til að mynda um kýrnar. Konurn- ar sjá um barnauppeldið og heimilið, finna eldivið og sækja vatn. A þurrkatím- um þurfa þær oft að fara um fjögurra ldukkustunda leið á asna að vatnsbólinu. Það getur því tekið allan daginn. „Fólkinu hefur verið ýtt lengra og lengra norður inn á þurrkasvæðið þannig að það verður alltaf meiri og meiri vinna að sækja vatnið. Yfir þurrkatímann fer konan kannski að sækja vatn klukkan átta á morgnana og kemur ekki heim aftur fyrr en klukkan átta eða níu um kvöldið," segir Kristín Loftsdóttir. Margir muna eftir Kristínu þvi að hún var óvenjuung þegar hún fékk Islensku barnabókaverðlaunin árið 1988 fyrir bók sína Fugl í búri. Nokkru síðar kom út Fótatak tímans en hún hefur verið í dokt- orsnámi erlendis síðan þá. Hún hefur meðal annars búið með WoDaaBe hirð- ingjum til að safnað gögnum fyrir dokt- orsritgerð sína sem hún er nú að skrifa. Eiga undir högg að sækja Níger er eitt fátækasta ríki veraldar og er WoDaaBe ættflokkurinn minnihlutahóp- ur í Iandinu, einstaklingarnir eru um 100 þúsund talsins, að mati Kristínar. Hirðin- gjarnir hafa átt undir högg að sækja síð- ustu áratugi vegna þurrka og misst hjarð- ir sínar í stórum stíl. Kristín segir að þeir séu þó að reyna að byggja upp hag sinn. 1 þessu skyni flykkist unga fólkið í farand- verkamennsku til borgarinnar. WoDaaBe hirðingjarnir eru múslimar og fjölkvænismenn. Flestir karlarnir eiga þó aðeins eina konu því að það er dýrt að eiga margar konur auk þess sem konum- ar eru um það bil jafnmargar körlunum, ein á mann. í Níger gildir líka sama Iög- málið og annars staðar í heiminum, karl- mennirnir eru mis vinsælir og framboð á konum ekki alltaf það sama og eftirspurn. Tvennskonar hjónahönd Kristín segir að hjónaböndin hjá WoDaaBe séu tvenns konar. „Annars veg- ar er Kobgal. Þegar börnin eru ung ákveða foreldrar piltsins og stúlkunnar að þau skuli giftast. Oftast eru þetta systk- inabörn. Það þykir æskilegt,“ útskýrir Kristín. „Akveðnar umgengnisreglur gilda um þessa væntanlegu maka. Þau hafa lítil sem engin samskipti, tala ekki saman og mega ekki nefna nöfn hvors annars þó að þau búi nálægt hvort öðru og sjáist dag- lega. Ef ég spyrði unga stúlku að því hvað maðurinn, sem hún ætti að giftast, héti myndi hún ekki segja mér það. Hún yrði bara mjög vandræðaleg og léti sem hún hefði ekki heyrt í mér. Fyrir hjónaband tala þau ekki einu sinni saman þó að þau búi nálægt hvort öðru og þau láta eins og þau taki ekki eftir hvort öðru alveg þang- að til hjónabandið á sér stað.“ Eignast ham fyrir hjónahand Svo undarlegt sem það kann að virðast fyrir Vesturlandabúa gæti stúlkan hins vegar átt í líkamlegu sambandi við annan mann og eignast barn með honum fyrir hjónaband. Ef hún verður ófrísk fer bún heim til móður sinnar. Flétta hár og laga skálar WoDaaBe er mikið fjölskyldufólk. Þegar ungu mennirnir fara til vinnu í borginni taka þeir Qölskylduna með sér, kærustuna ef þeir eru ókvæntir. Konurnar þurfa þá ekki lengur að sækja vatn og safna eldi- viði en í staðinn leggja þær sitt af mörk- um á vinnumarkaði enda blasir fátæktin við. Kristín segir að konurnar vinni við að flétta hár kvenna úr öðrum ættflokkum en WoDaaBe konur eru mjög færar hár- greiðslukonur. „Þegar þær flétta konur innan sama ættflokks taka þær ekki greiðslu - það þykir ekki siðferðislega rétt,“ segir hún. WoDaaBe konurnar Iaga líka skálar sem búnar eru tii úr graskeri og eru farn- ar að leka. Hjá WoDaaBe er tabú að drekka úr skál sem Iekur og því hafa kon- urnar komið sér upp mikilli kunnáttu og færni við að laga skálarnar. Þær sauma einnig út flíkur með Iykkjuspori. Þessar flíkur eru mjög vinsælar en konurnar hafa því miður lítið Krístín Loftsdóttir í útsaumaðrí skyrtu með lykkjuspori. Skyrtan telst til hefðbund- ins kiæðnaðar WoDaaBe hirðingjanna og Kristín saumaði hana sjálfmeð aðstoð hinna kvennanna. Um háisinn er hún með WoDaaBe hálsfesti. Perlurnar eru úr plasti en samt telst hálsfestin hefðbundin.MYND: e.ól. „Þar fer fram táknræn athöfn þar sem flétturnar eru teknar úr hárinu og hún verður „Bofido", fær stöðu konu sem er að ganga með sitt fyrsta barn. Hún dvelst á heimili foreldra sinna í tvö til þrjú ár. Þó að eiginmaðurinn væntanlegi sé ekki Iíffræðilegur faðir barnsins er samt Iitið á það sem hans barn,“ segir Kristín. Konur með Bofido stöðu klæðast svört- um fötum en venjulega eru WoDaaBe konur í skrautlegum fötum, dökkum í grunninn með Iitríku mynstri og festar um hálsinn. Þær eru með sérstakar leður- hálsfestar. Inn í leðrið er búið að sauma fræ og steina og í miðjunni er bæn í fer- kantaðri pjötlu. Bofido umgengst bara fjölskyldu sína og hjálpar móður sinni við heimilisstörfin. Þegar gestir koma ræðir hún ekki einu sinni við þá. Slátra hrút „Konur eiga rétt á því að skilja við mann sinn og giftast öðrum manni. Þetta hjónaband nefnist tegal. Það er fram- kvæmt með því að slátra hrút,“ segir Kristín. „Konan verður að giftast inn í annan ættbálk. Hún getur ekki gifst inn- an sama ættbálks því að þá væri hún í raun að giftast aftur innan sömu Qöl- skyldu og það væri kannski ekki gott fyrir friðinn innan ættbálksins." I langflestum tilfellum yfirgefur konan börn sín við skilnaðinn enda á maðurinn tilkall til þeirra. Undantekningin er að- eins ef konan er með barn á brjósti. Hún tek- ur þá barnið með sér. Þegar það hættir á brjósti heldur konan oft barninu. Venjulega láta konurnar reyna á fyrra hjónabandið áður en til skilnaðar kemur og Kristín segir að þær séu venjulega sáttar við það, jafnvel þó þar sé um að ræða mann sem faðirinn hafi valið. - Er algengt að kon- umar skilji við menn- ina? „Já, það er nokkuð algengt. Karlmenn- irnir óttast þetta mjög. Ef kona fer frá vinsælum manni, sem á margar konur, er það ekki mikil hneisa fyrir mann- inn en það er ekki álitsauki fyrir hann,“ svarar hún. Fráskildar konur geta heimsótt fjöl- skyldu foreldra sinna, umgengist börn sín og fengið þau í heimsókn til sín. WoDaaBe þýðir tabú og einkennast sam- skipti hirðingjanna að mörgu leyti af því. Foreldrar segja til dæmis ekki nafn fyrsta barnsins, tala ekki við það af fyrra bragði upp úr saumaskapnum. „Ferðamenn sem koma til Niger vilja gjarnan eiga eitthvað sem þessi þjóðflokk- ur hefur gert. Konurnar sauma flíkur og selja en hafa oft mjög lítið upp úr því að ferðamennirnir eru ekki tilbúnir til að borga sanngjarnt verð,“ segir Kristín Loftsdóttir að lokum. -GHS og Ieika ekki við það. Ungu hjónin búa venjulega í fyrstu hjá foreldrum mannsins og fær barnið því ást og umhyggju hjá öðrum fjölskyldumeðlimum. Heimilið er hennar svæði Heimili WoDaaBe hirðingjanna kallast suudu og segir Kristfn að allt að sex suu- du geti verið innan hvers heimilis. Þannig er til dæmis hver kona með sitt eigið suu- du. Konan á suudu-ið og tekur það með sér ef hún skilur. Karlmaður kemur ekki inn í suudu tengdadóttur sinnar þó að það sé innan hans heimilis og því er suu- du-ið hennar eigið, friðhelga svæði. Suudu samanstendur af borði, sem konan geymir öll sín heimilisáhöld á, og rúmi við hliðina. I kringum þetta er hálf- hringur af dauðum trjágreinum. Fyrir framan er svo kálfareipi þar sem kálfarnir eru bundnir á kvöldin áður en kýrnar eru mjólkaðar. Það er því ekki mikið einkalíf á heimilinu í vestrænum skilningi þess orðs.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.