Dagur - 28.11.1998, Blaðsíða 8

Dagur - 28.11.1998, Blaðsíða 8
24r - LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998 LÍFIÐ t LANDINU Gamaspá Sigurlaug Jómsdóttir í Skagafirði etjandsþekkt Jyriraðspáí kindagamiren það erekki sama hvemigfarið er að. Ekkert varð af’ því á þessu hausti að Sig- urlaug Jónasdóttir á Kárastöðum í Skaga- firði spáði í veðurfar komandi vetrar með því að skoða garnir úr fullorðnu fé. Sigurlaug, sem er um nírætt, segir það koma til vegna þess að kindurnar hafi verið teknar á hús áður en þeim var slátrað vegna slæmrar tíðar fyrr í haust. Ef eitthvað eigi að vera hægt að sjá í görnunum um veðurfar komandi vetrar verði að taka þær beint úr haganum í slátrun. Sigurlaug segist ekki hafa mikla trú á því að spá um veður eftir gangi himintungla eða með öðrum aðferðum, og aldrei lagt sig eftir því. „Þetta er alveg ferlegt tíðarfar hér í haust og gjörsamlega hag- laust enda skepnur strax á gjöf á haustnóttum. Snjórinn náði upp fyrir hné á hrossun- um á sléttum tún- um um veturnætur og svo hleypur allt í svell. Mér finnst þetta veður í haust svo reikult en mér segir svo hugur að við fáum betra veð- ur þegar kemur fram á þorrann. Eg gæti hugsað mér að það verði minna um snjó á nýju ári en hefur verið í haust, það hefur oft verið þannig þegar svona haglaus haust koma og hann ausið svona vel úr sér. En ég ótt- ast að það verði talsvert um kal í túnum næsta vor þegar svona svellar, gróðurinn kafnar. Það tala margir um að vor sem enda á ártalinu 9 séu verri en önnur, en ég man ekki betur að síðasta vor hafi verið mjög kalt og vand- ræði að geta borið á túnin,“ sagði Sigurlaug Jónasdóttir á Kárastöðum. GG Hiinintimglaspá Öldungamirí veður- klubbnum á Dalvík gefa útjólaspána á þriðjudag. Margt bendir til umhleyp- inga umjól og áramót. Um helgina sitja öldungarnir í veðurklúbbnum í Dalbæ á Dal- vík sveittir við og setja saman spá sína um jólaveðrið, sem verður gefin út næstkomandi þriðjudag. A þessari stundu bendir sitthvað til að veður um jól og áramót verði rysjótt, að minnsta kosti á Norðurlandi, segir Ólafur Tryggvason, sem er einn liðsmanna klúbbsins. Sjávarstraumar og fyllingar í tungli „Jólatunglið kviknar að þessu sinni í norðvestri og því má bú- ast við að NV lægar áttir verði ríkjandi. Umhleypingar meðan þetta tungl er uppi, en það er fram í miðjan janúar. Ég er að minnsta kosti hálf hræddur um það,“ segir Ólafur. - Hann segir veðurspámennina á Dalvík spá í Ijölmarga þætti.við spágerð sína og þar nefnir hann meðal ann- ars tunglkomur og í hvaða átt tugl kviknar, fyllingar í tungli, sjávarstrauma og jafnvel það hvernig allir þessir þættir fara saman. „Þetta eru fræði sem við erum hér að grúska í og höfum kannski að nokkru leyti lært af sjálfum okkur. Eitthvað sem maður hefur verið að spá í gegn- um árin. Síðan styðjumst við líka við ýmsar bækur við þetta gaman okkar og við spágerðina, til dæmis bókina hans Trausta Jónassonar, Veður á Islandi í 100 ár. Þá eru almanök Háskól- ans og Þjóðvinafélagsins okkur miklar biblíur," segir Ólafur ennfremur. Ef gæsimar hömuðust Lengi bjó Ólafur á Ytra-Hvarfi í Svarfaðardal og segir að í sveit- inni hafi hann lært sitthvað af náttúrunni sem gefi góðar vís- bendingar um veður. Skýjafar segi alltaf mikla sögu. „Síðan man ég eftir því þegar ég var strákur þá var pabbi með ein- hveijar sex eða átta gæsir heima og ef gæsimar fóru í þurrki að hamast í bæjarlæknum um miðjan dag var alltaf komin rigning um kvöldið. Þetta var sérstaklega eftirmínnilegt.'1 -SBS, Fyrsta alvöru vetrarlægðin gekk yfir landið í byrjun þessarar viku. Þá var á Akureyri það sem kallað er „vitlaust veður." Ósagt skal látið hvort þessi lægð sé fyrirboði leiðinda tíðar síðar í vetur, en sitthvað bendir þó til þess. mynd: brink. Ef vetrar- kvíðinn glitrar... Hvemig verðurkom- andi vetur. Sumtíhjá- trú lands- manna og veðurfræði alþýðunnar gefur vísbendingar um harðindieftirnýár. Og sumt í bókum veður- fræðinga styðurþað. Fylgjumst með fuglun- um, gömunum, himin- tunglunum og músar- holum! ÉrMin við, inniverujólkið. sem erum tækninni háð, að tapa svo tilfinningu fyrir náttúrunni að við höfum ekkert annað en veð- urspár vísindamanna til þess að fá einhveija vitneskju um veður komandi daga og mánaða? Ef til vill. Engu að síður er fjölmargt sem getur gefið okkur vitneskju um veður komandi daga og mánaða, hin svonefnda veður- fræði alþýðunnar. Það er til dæmis hægt að spá í fuglana, af- stöðu himintungla, sjávar- strauma, skýjafar, músarholur og kindagarnir. Þær niðurstöður sem fást úr þessum athugunum eru stundum þveröfugar við það sem raunin verður. En er þá ekkert að marka þær? Það þarf svo sem ekki að vera því það sem veðurfræðingar spá kemur svo sem ekki endilega allt á dag- inn. Veturiim þimgur og vorkuldar niiklir Fjölmargir veðurfræðingar al- þýðunnar, sem Dagur hefur rætt við, telja að í hönd fari harður vetur. Endi ártalið á tölunni níu verði tíðin erfið - og þetta hefur eiprpjtt. vgrið síðu^tu þrjátíu árin. Þannig var veturinn 1989 óvenjulega harður á Suðurlandi, fannfergi mikið og ófærð á Hell- isheiði slík að heiðin var ekki rudd allan febrúar heldur var Ieiðin um Þrengslin farin. „Vet- urinn var mjög snjóþungur víð- ast hvar á landinu og vorkuldar miklir, enda þá ríkjandi Iangvar- andi norðanátt," segir í bókinni Hvað gerðist á íslandi 1979. - Arið 1969 var einnig umhleyp- ingarsamt, eitt mest hafísár hér við land. Arið 1959 slapp fyrir horn í þessum efnum, að því er fram kemur í bókinni Veður á ís- Iandi í 100 ár, eftir Trausta Jónsson veðurfræðing. En 1949 var hinsvegar með ein- dæmum umhleypingasamt, tíð- in óhagstæð og snjór mikill. Al- gjör andstæða er svo 1939, vet- urinn var hagstæður og sumar- ið það besta á öldinni. Eldri menn rifja einnig upp góða tíð á fyrstu mánuðum ársins 1929. Niðurstaðan er því sem sagt sú að kenningin um töluna níu hljóti fyrst og fremst að vera tilviljun, en ekki regla. Sigupður Bogi Sævarsson skrifar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.