Dagur - 22.12.1998, Blaðsíða 7

Dagur - 22.12.1998, Blaðsíða 7
ÞJÓÐMÁL ÞRIÐJUDAGV R 22. DESEMBER 19 9 8 - 7 Eriður og fogn- uðiir jólauna IÍALLPOR ASGRIMS- SON UTANRÍKISRÁÐHERRA SKRIFAR í Betlehem fæddist barn á jól- um, sem kenndi okkur að bera virðingu fyrir öllum mönnum. Kristin trú kennir okkur, að allir menn séu skapaðir í Guðs mynd og þess vegna sé hver manneskja einstök. Við eigum að bera tak- markalausa virðingu fyrir lífinu. Líf hvers einstaklings er sérstakt og dýrmætt. Allir eru jafhir fyrir Guði og þess vegna jafnir bornir. Það er enginn vafi í mínum huga að þessi manngildishugsun kristindómsins hefur ásamt öðru skapað forsendur fyrir mannrétt- indasáttmála SÞ, þar sem gengið er út frá, að allir menn séu born- ir jafnir og frjálsir og að réttindi hvers og eins eigi að virða. Það sem liggur að baki sátt- mála á borð við þennan er það viðhorf, að hver manneskja eigi sinn rétt, án tillits til uppruna og þjóðfélagsstöðu, að enginn mað- ur sé yfir aðra hafinn, að allir menn séu jafn verðmætir. Gegn stéttaskiptingu Við íslendingar höfum byggt upp þjóðfélag, sem er til fyrirmyndar á margan hátt. Hér er jöfiiuður meiri en víðast hvar. Við Islend- ingar erum þó ekki öðruvísi en aðrir hvað það snertir, að barátt- an um brauðið getur verið hörð. A þessari öld, þegar íslenska þjóðin hefur hafist til velsældar, hafa verið hörð átök um hags- muni. Fámenni þjóðarinnar, skyldleiki og margvísleg innbyrð- is tengsl og djúp virðing fyrir ein- staklingnum hafa þó gert það að verkum að stéttaskipting er hér óþekkt a.m.k. eins og hún gerist víða erlendis. Stéttarfélög hafa verið sterk og náð árangri og all- ir stjórnmálaflokkar hafa haft innan sinna vébanda fólk úr flestum greinum þjóðfélagsins. Fámenni þjóðarinnar ásamt sterkum ættarböndum hefur stuðlað að samheldni og spornað gegn stéttaskiptingu. Löngum hefur landið ekki þótt eftirsóknarvert fyrir útlendinga til að helja hér búsetu. Þetta hefur reyndar breyst nokkuð á undanförnum árum. Fleiri er- lendir menn hafa komið hér til þess að setjast að, ekki síst fólk sem flust hefur hingað til þess að hefja nýtt líf, eftir að hafa hrak- ist úr heimalöndum sínum vegna stríðsátaka og annarra hörm- unga. Þetta fólk hefur styrkt ís- lenskt samfélag með því að veita inn í þjóðlífið nýjum straumum menningar og siða sem áður voru hér lítt þekktir. Bjóðiun aðra veLkomna Ekki er vafi á því að Islendingar verða í vaxandi mæli þjóð sem er samansett af margvíslegum þjóð- arbrotum. Vonandi tekst okkur „Við, sem erum vaxin úr grasi, munum bernskujól, þar sem hógværðin og nægjusemin var meiri. Menn glöddust yfir því sem lítils er um vert í dag. Kannski var ilmur eplanna meiri þá, en gleymum því aldrei að hver tíð hefur sína töfra, “ segir utanríkisráðherra m.a. ígrein sinni. Telpurnar á myndini sungu hástöfum „Nú skal segja" við há- tíðahöld á Norðurpólnum á Akureyri í fyrrakvöld. - mynd: brink hér eftir sem hingað til að varð- veita einingu og samkennd milli allra þeirra, sem hér kjósa að búa og mikilvægt er að við gerum okkur grein fyrir því að marg- breytileikinn gerir okkur sterkari Ekki er vafi á því að íslendingar verða í vaxandi mæli þjóð sem er samansett af margvíslegum þjóðar- brotum. sem þjóð. Það er ánægjulegt hvað Islendingar hafa tekið vel á móti fólki, sem af ýmsum ástæð- um vill gera Island að sínu heimalandi. Okkur líkar það vel, að hér búi fólk, sem á rætur í annars konar menningu, aðhyllist önnur trúar- brögð og prýtt er öðrum litar- hætti en við erum vön. Það er þjóðinni til sóma hversu vel hún hefur fagnað nýjum þegnum og við eigum að veita fleirum skjól. Sveinninn sem fæddist í Betlehem getur kennt okkur margt í þessum efnum. Hann sjálfur reis yfir dægurþras eigin samtíðar og braut ramma þeirra trúarbragða, sem hann ólst upp við. Fagnaðarerindi hans var ætl- að öllum mönnum og þau gildi sem hann boðaði eiga erindi enn í dag. Við eigum að innræta börnum okkar slík gildi í upp- vexti. I lífsins ólgusjó er sá illa settur sem ekki fær í föðurgarði eða móðurgarði það besta og há- leitasta úr arfi undangenginna kynslóða. Kristin sáttargjörð „Guð hjálpi mér og fyrirgefi yður,“ segir Höskuldur Hvítnes- goði er þeir Njálssynir vógu hann að morgni dags, þar sem hann var við kornskurð. Njálssynir sem unnu þarna ódæðisverk voru fórnarlömb rógs Marðar Valgarðssonar hins gráa, sem átti þann draum að fella þá og vissi að Höskuldar yrði hefnt. Vítahringur hefniskyldunnar náði hámarki í Njálsbrennu eins og kunnugt er. A meistaralegan hátt teflir Njáluhöfundur saman heiðinni og kristinni lífsskoðun. Hinni heiðnu, þar sem sæmd og virð- ing var öllu ofar, þar sem hefni- skyldan heltók menn og hinni kristnu, þar sem sáttargjörðin, sátt milli manna, fyrirgefningin mótaði hugina. Meistaralega er hér teflt saman ólíkum Iífsvið- horfum og niðurstaðan er skýr. Samfélag hefndar og hefnigirni gengur ekki upp og brotnar sundur. Sáttargjörð hins kristna samfé- lags hefur yfirburði bæði fyrir líf einstaklinganna og samfélagsins. Líf okkar verður innantóm vit- leysa nema við lifum saman í sátt og samlyndi, mótum okkur regl- ur sem eru skynsamlegar og réttlátar og lifum eftir þeim. Sem betur fer höfum við Islend- ingar að mestu borið gæfu til þess að haga okkur þannig. Við verðum að ástunda réttlæti, en við verðum Iíka að forðast öng- þveiti því að öngþveiti leiðir til stjórnleysis og þar með ranglæt- is. Vonandi ber okkur gæfa til þess að stjórna þessu samfélagi af viti og sanngirni þar sem bæði verður tekið tillit til þess að ákveðnar leikreglur þurfa að ríkja og að jafnræði og réttlæti þurfi að vera meðal allra lands- ins barna. Töfrar jólanna Allir Islendingar þekkja töfra að- fangadagskvöldsins. Að loknum annasömum undirbúningstíma er eins og tíminn standi skyndi- lega næstum kyrr. Hvort sem far- ið er til kirkju eða setið heima við jólahald, þá er eins og tíminn staðnæmist. Ró og friður færist yfir. Gildi jólahátíðarinnar felst Lærdómur niiim af jólimum er þessi: Sameimimst í því, bæði með hyggjuviti og kærleika, að byggja réttlátt þjóðfé- lag og eins góðau heim og okkur er frekast uunt. ekki síst í því að fólk heldur vana sínum. Þá koma allir sem geta heim, heim til sfns fólks, fjöl- skyldan sameinast og hugurinn reikar til baka. I gleðinni falla saknaðartár. Við hugsum til þeirra, sem hafa gert Iíf okkar bjart og innihaldsríkt. Sumir eru horfnir, en aðrir með okkur. Við leggjum okkur fram við að gleðja þau sem ung eru, börnin, og að vera með þeim sem okkur eru kærust, foreldrum, ömmum, öfum og öðrum ástvinum. Við borð flestra okkar eru líka mörg ný brosandi andlit. Lítil börn, sem eru að eignast sínar fyrstu minningar. Við verðum brot í þeirra minningum, þegar fram líða stundir. Samfélag bróðurþels Við, sem erum vaxin úr grasi, munum bernskujól, þar sem hógværðin og nægjusemin var meiri. Menn glöddust yfir því sem lítils er um vert í dag. Kannski var ilmur eplanna meiri þá, en gleymum því aldrei að hver tíð befur sína töfra. Ollu máli skiptir að við Islend- ingar getum alltaf haldið gleðileg jól stolt af því samfélagi sem við byggjum, samfélagi þar sem samhugur ríkir, samfélag vina og bróðurþels. I samfélagi þar sem útrétt hjálparhönd er alltaf til reiðu. I samfélagi þar sem við öll fáum að njóta okkar í því sem við kunnum og gerum best. I sam- félagi þar sem hver fær störf við sitt hæfi. Slíkt samfélag byggjum við ekki bara upp í gegnum stjórn- málin, þó þau skipti miklu máli, heldur einnig með því hugarfari sem mótar okkur. Þar skulum við taka okkur til fyrirmyndar svein- inn sem fæddist £ Betlehem, og var frá fyrstu stundu umkringdur kærleika og boðaði kærleika. Umvefjum hvert barn þessum kærleika og leggjum þannig góð- an grunn að framtíð þess og framtíð þjóðarinnar. Mótandi siðabuðskapur Sjálfur er ég þess fullviss að kristin trú og einnig önnur trúar- brögð hafa með mótandi siða- boðskap sínum gert þennan sátt- mála mögulegan. Mín von er sú, að bæði hér á Islandi og annars staðar vaxi virðing fyrir sérhveij- um manni. Mér var innrætt um- burðarlynd kristin trú og slíka trú hef ég gefið mínum börnum. Mér býður í grun að flestir les- endur hafi gjört það sama. Að- eins umburðarlyndi getur leitt okkur til betra heims. Öfgar hvers konar leiða okkur fljótt á villigötur. Lærdómur minn af jólunum er þessi: Sameinumst í því, bæði með hyggjuviti og kærleika, að byggja réttlátt þjóðfélag og eins góðan heim og okkur er frekast unnt. Fyrr en varir brotnar tím- inn upp, aðfangadagskvöldið rennur upp og síðan hin helga jólanótt. Eg lýk þessari hugleið- ingu með þessum fallegu ljóðlín- um prestsins og skáldsins í Hey- dölum sr. Einars Sigurðssonar: Nóttin var sú dgæt ein, í allri veröld Ijósið skein, það er nú heimsins þrautamiein að þekkja hann ei sem hæri. Með vísnasöng ég vögguna þína hræri. Eg óska landsmönnum öllum gleðilegra jóla.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.