Dagur - 22.12.1998, Síða 4

Dagur - 22.12.1998, Síða 4
% - i.Qxbi, 5ba&uvs,st-.*.a, . s-a- 4 -ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1998 60 lunferðaróhöpp Um helgina var tilkynnt um rúmlega 60 umferðaróhöpp til lögreglu í Reykjavík. I nokkrum þeirra urðu slys á fólki en ekki alvarleg. Sfðdeg- is á sunnudag gerði talsverða hálku í höfuðborginni og urðu þá all- margir árekstrar á skömmu tíma. Þá varð lögreglan að veita mörgum ökumönnum aðstoð á Kringlumýrarbraut við Bústaðabrú síðdegis á sunnudag vegna hálkunnar. Greinilegt var að ekki höfðu allir öku- menn gert sér grein fyrir því að vænta mátti vetrarfærðar. Ekið á hjólreiðameim Ekið var á mann á reiðhjóli á Laugavegi að morgni föstudags. Maður- inn var á leið yfir götuna á gangbraut. Hann var fluttur á slysadeild með áverka á höfði og handlegg. Síðdegis á föstudag var einnig ekið á mann á reiðhjóli á Listabraut. Maðurinn var fluttur á slysadeild en hann kenndi til eymsla í öxl. Bifreið var ekið á ljósastaur á Stekkjarbakka um miðjan sunnudag. Ökumaður var fluttur á slysadeild. Þá var ekið á gangandi vegfaranda í Lækjargötu síðdegis á sunnu- dag. Hinn gangandi var fluttur á slysadeild en hann kenndi til í öxl. Ökumaður bifreiðar sem ekið var á Ijósastaur á Kringlumýrarbraut á sunnudag var einnig fluttur á slysdeild. Hraöakstur undir HvaHirði Ökumaður var stöðvaður í Hvalíjarðargöngum eftir að hafa mælst aka bifreið sinni á 107 km hraða. Rúmlega fjögur að morgni sunnudags óskuðu lögreglumenn í Kópa- vogi eftir aðstoð vegna bifreiðar sem ekki sinnti stöðvunarmerkjum þeirra. Voru sex bifreiðar frá Iögreglu í eftirförinni þegar mest var þar af eitt frá Kópavogi. Eftirförin var um Breiðholtshverfi og síðan Suður- landsveg. Lögreglubifreiðar höfðu þá slökkt á forgangsljósum en héldu í humátt á eftir bifreiðinni sem ekið var á vítaverðan hátt. Það náðist síðan að stöðva akstur bifreiðarinnar í Lögbergsbrekku er tveimur lög- reglubifreiðum var ekið á bifreiðina. Aður hafði tekist að lækka öku- hraða hennar verulega en Ijóst þótti að ekki myndi takast að stöðva aksturinn endanlega nema á þennan hátt. Enginn slasaðist við eftir- förina en skemmdir urðu á tveimur bifreiðum lögreglu auk skemmda á bifreiðinni sem veitt var eftirför. Ökumaðurinn var handtekinn og hann fluttur á lögreglustöð. Hann er 17 ára og hefur ekki ökuréttindi. Hann hafði tekið bifreið fjölskyldunnar án heimildar. Ökumaðurinn var undir áhrifum áfengis við aksturinn. 600 hílar stöðvaðir Aðgerðir lögreglunnar í Reykjavík gegn ölvunarakstri héldu áfram þessa helgi. Samkvæmt skráningum voru rúmlega 600 ökumenn stöðvaðir og kannað ástand þeirra. Því miður eru það alltaf noldtrir ökumenn sem nauð- synlegt reynist að kæra vegna ölvun- araksturs. Um helgina voru þeir 18. Veist að lögreglu Karlmaður var handtekinn eftir að hafa gengið berserksgang í veislu- sal að kvöldi laugadags. Karlmaður var handtekinn eftir átök á veitingastað í miðborginni að morgni sunnudags. Hann var fluttur í fangahús. Lögreglu var tilkynnt um átök £ Austurstræti um klukkan 4:30 að morgni sunnudags. Þegar lögreglumenn voru að vinna að lausn máls- ins veittust nokkrir vegfarendur að lögreglu svo kalla varð til fleiri lögrelgumenn til aðstoðar. Lögreglumenn beittu varnarúða á tvo þeirra atkvæðamestu. Tveir voru fluttir í fangamóttöku vegna málsins. Stálu hljóðfærum Lögreglu var tilkynnt um 12 innbrot um helgina. Rúða var brotin á hljóðfæraverslun í miðborginni að morgni sunnudags og þaðan stolið hljóðfærum. Ekki er vitað hveijir stóðu að þjófnaðinum. Brotist var inní Ijórar bifreiðar í bílskýli í Breiðholtshverfi aðfaranótt sunnudags. Karlmaður var handtekinn þar sem hann var að bijótast inní íbúð í miðborginni að morgni mánudags. Hann var fluttur í fangahúsið við Hverfisgötu. Eldur á Spítalastíg Vinnuslys varð við byggingu við Egilsgötu síðdegis á föstudag. Karl- maður fékk stálbita í höfuðið og var fluttur á slysadeild til aðhlynning- ar. Meiðsl eru ekki talin alvarleg. Eldur kviknaði í rafmagnstöflu í húsi á Spítalastíg að morgni mánu- dags. Talsverður reykur fór um allt húsið en skemmdir ekki miklar. Samkvæmt skráningum voru rúmlega 600 ökumenn stöðvaðir og kannað ástand þeirra. Leiðréttmg Samtök verslunnarinnar hafa ekki kært fyrirtækin Lyfju og Hagkaup til Samkeppnisstofn- unar eins og sagði í fyrirsögn í Degi heldur hafa samtökin að beiðni Islenskra eðalvara beint því til stofnunarinnar að rann- saka sölu, auglýsingar og kynn- ingar Lyfju og Hagkaups á vör- unni „rautt ginseng" frá Gintec og grípa sem fyrst til aðgerða til að koma í veg fyrir viðskiptahætti þess, eins og sagði efnislega í bréfi Samtaka verslunarinnar. Leiðréttist þetta hér með. FRÉTTIR rD^ir Verð á jólatrján er nú um allt land svipað því sem það var í fyrra. Myndin er afjólatréssölu í Kjarnaskógi á Akureyri. mynd: brink Norðmannsþmur enn vinsælastur Nokkur verðmimur á jólatrjám milli sölu- aðila, en mestur er verðmunurinn á Norð- mannsþini. Jólatréssalan hófst fyrr í ár en áður á Akureyri, eða um miðjan nóvembermánuð. Venjulega fer jólatréssalan ekki af stað fyrr en viku af desember en vegna mark- aðssetningar Akureyrarbæjar sem jólabæjar, er fólk fyrr á ferð- inni. Verð á jólatrjám er um allt land svipað í ár og það var í fyrra, einstaka tegundir hækka lítið eitt en aðrar Iækka að sama skapi. A Akureyri er samkeppni í jólatrjáasölunni milli Gróðrar- stöðvarinnar í Kjarnaskógi og Friðfinns Magnússonar og telja söluaðilar að salan sé meiri nú en í fyrra og þakka það auknum fjárráðum almennings. Nú sé fólk að kaupa tré sem segist hafa notast við gervitré síðustu ár. Friðfinnur selur m.a. furu og rauðgreni úr Vaglaskógi og er auk þess með Norðmannsþin. Norðmannsþmur og rauð- greni Vinsælustu trén eru Normanns- þinur og rauðgreni og algengast að fólk kaupi tré af stærðinni 1.50-1.75. Hjá Gróðrastöðinni kostar Norðmannsþinur af þeirri stærð 3.900 krónur en rauðgren- ið 2.500 krónur. Verðmunur ligg- ur fyrst og fremst í því að Norð- mannsþinur er mun barrheldn- ari. Hjá Friðfinni kostar Norð- mannsþinur af stærðinni 1.75 réttar 3.800 krónur en 3.000 krónur af stærðinni 1.50. Svipað og í fyrra Kristinn Skæringsson hjá Land- græðslusjóði í Reykjavík segir söluna í ár svipaða og í fyrra en fólk reyni að draga söluna eins nærri jólum og mögulegt sé til þess að komast hjá geymslu á trénu og þvf verði síðustu dag- arnir stærstu söludagarnir. Krist- inn segir að jólatréssala Land- græðslusjóðs eigi ákaflega trygg- an hóp viðskiptavina sem koma ár eftir ár og nú sé hann farinn að sjá þriðja ættliðinn koma, enda hafi hann starfað að þessu í Iiðlega 40 ár. Hjá Landgræðslu- sjóði kostar stafafura af stærð- inni 1.50-1.75 metrar 3.770 krónur, en Kristinn segir stafa- furu einstaklega barrheldna, en mörgum finnst hún heldur gróf. Vinsælust er hún hjá þeim sem dvalið hafa erlendis. Mest er selt af Norðmannsþini sem kostar 4.700 krónur. Rauðgreni kostar 2.360 krónur en verðmismunur Norðmannsþins og rauðgrenis er að minnka vegna meiri fram- Ieiðslu í Danmörku en þegar mismunurinn var mestur var hann fjórfaldur. — GG Staðgreiðslu-tekjur hækkað um 14% nulli ára Góðærið heldur áfram á fljúgandi ferð 1999, með hærri tekjum, mikilli einkaneyslu og 30 milljarða við- skiptahalla. I ljósi 14% hækkunar stað- greiðsluskyldra tekna Iands- manna fyrstu tíu mánuði ársins og enn meiri einkaneyslu en ætl- að var gerir endurskoðuð þjóð- hagsáætlun, ráð fyrir 10% kaup- máttaraukningu á mann á þessu ári, í stað 8% í fyrri spá og svo 5% til viðbótar á næsta ári. Aukning einkaneyslu er talin 12% í ár og síðan 6% á næsta ári. Saman- burður aukinna tekna og eyðslu bendir til að sparnaður heimil- anna hafi minnkað. Skuldir þeir- ra við lánastofnanir hafa aukist um 12% á einu ári. Við blasir 35 milljarða viðskiptahalli í ár og 30 milljarðar til viðbótar á nýja ár- inu. Verðbólguspá næsta árs er 2,5%. Hagvöxturmn 25% á 4 ánun Þjóðhagsstofnun spáir um og yfir 5% hagvexti á þessu ári og líka 1999, sem þá verður fjórða árið í röð. Fara þarf tvo áratugi aftur í tímann, eftir útfærslu fiskveiði- lögsögunnar, til að finna þvílíkt hagvaxtartímabil. Ilagvöxtur ár- anna 1995-1999 er næstum 25%. Vöruinnflutningur stefnir í 25% aukningu að magni á árinu, eða 160 milljarða króna. Talið er að hann haldi áfram á svipuðu róli næsta ár, nema að meira verði þá flutt inn af neysluvörum en minna til ljárfestinga. Innflutt þjónusta eykst líka um 20% í 67 milljarða. Verðbólgan spök Áætlað er að útflutningstekjur af sjávarafurðum aukist um 3,5 milljarða þrátt fyrir 4% samdrátt í magni. Tekjur af öðrum vöruút- flutningi minnka um 1,5 millj- arða, einkum vegna verðlækkun- ar áls. Ákvörðun Flugleiða um að flýta sölu flugvélar til þessa árs eykur útflutningstekjurnar óvænt svo alls verða þær 4 millj- örðum meiri en í fyrra. Atvinnuleysi hefur minnkað hraðar í ár en áætlað var og talið er að það minnki enn, í 2,5% af mannafla, árið 1999. Þrátt fyrir umtalsvert launaskrið, vaxandi eftirspurn, lækkandi gengi og minnkandi atvinnuleysi verður verðbólga aðeins um 1,7% á þessu ári. Að mati Þjóðhags- stofnunar þokast hún aðeins upp á við á nýja árinu, í 2,5%. — hei

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.