Dagur - 22.12.1998, Blaðsíða 2

Dagur - 22.12.1998, Blaðsíða 2
2 - ÞRIDJUDAGUR 22. DESEMBER 1998 rD^ir FRÉTTIR Mikið fjölmenni tók þátt í lokaátakinu í pakkasöfnun Norðurpólsins á sunnudagskvöld. Á innfelldu myndinni má sjá Sigrúnu Arngrímsdóttur messósópransöngkonu sem leiddi fjöldasöng í lok hátíðahaldanna. - myndir: brink N orðurpólsþorpið komið til að vera Þúsimdir fólks komu sam- an þegar jólapakkasöfnim lauk á Akureyri. Pakkarn- ir inunn hins vegar ekki berast viðtakeudum fyrr eu á nýju ári. Starfsemi jólaþorpsins Norðurpólsins á Akureyri lýkur á morgun og eru að- standendur sammála um að ágætlega hafi tekist til. Veðurguðirnir voru reyndar ekki starfseminni hliðhollir framan af, en aðsókn jókst hægt og bít- andi og eru aðilar sammála um að Norðurpóllinn sé kominn til að vera. I fyrrakvöld fór fram söng- og friðar- athöfn og varð mikið fjölmenni. „Þarna sungu um 700 börn í kórnum og heilt yfir skipti Qöldi gesta einhverjum þús- undum. Við erum himinlifandi með aðsóknina," segir Tómas Guðmunds- son, forstöðumaður Ferðamálamið- stöðvar Eyjafjarðar. Jólapakkasöfnun Norðurpólsins er þar með lokið og tel- ur Tómas að um 10.000 pakkar hafi safnast sem rata muni til jafnmargra barna í Bosníu. Pakkarnir munu reyndar ekki berast til viðtakenda fyrr en eftir jól, en Tómas segir ákveðna kosti fylgja því. Þrenns konar trúar- brögð séu hjá viðtakendum og því hafi Hjálparstarf kirkjunnar og æskulýðs- samtök ákveðið að afhenda ekki pakk- ana fyrr en börnin mæti aftur í skóla eftir jólin. Snjóleysið kostaði sitt Opnunartími Norðurpólsins er meðal þess sem verður endurskoðað fyrir næstu jól. Fjárhagsleg afkoma Iiggur ekki fyrir, en Tómas bendir á að snjó- Ieysið framan af hafi orðið til þess að kostnaður svæðisins jókst frá áætlun- um. Margvísleg sölustarfsemi fór fram í þorpinu, en Tómas segir að ósk kaup- manna í miðbænum um að söluvörur pólsins yrðu ekki í beinni samkeppni við vörurnar í miðbænum, hafi komið niður á veltu. „Eg þykist vita að salan hafi gengið upp og ofan,“ segir Tómas. Bjartsýni er burðaratriði Sölufólkið þáði engin laun heldur var mest megnis um að ræða handverks- fólk sem var að kynna eigin afurðir. Fjöldi fólks hefur hins vegar verið á Iaunaskrá að undanförnu, s.s. jóla- sveinar, þeir sem tengdust pakkasöfn- uninni, brúðuleikhúsi og fleira. „Norð- urpóllinn skapaði 12-15 manns fulla atvinnu á þessum tíma, frá 20. nóvem- ber og fram að jólurn," segir Tómas. En hve margir verða gestir pólsins í ár? „Eg er alveg tilbúinn að viðurkenna að við vorum dálítið bjartsýnir þegar við lýstum því yfir að við byggjumst við 60.000-80.000 manns. E.t.v. má deila í þá tölu með tveimur, en það er ekkert hægt að fara út í svona dæmi nema vera dálftið bjartsýnn," segir Tómas. - BI) í heita pottinum velta mcnn vöngum yfir hrókeringum ráðu- ncytisstjóra og lesa úr þehn vís- bendingar um hrókeringar ráðu- neyta milli stjómarflokkanna eftir kosningar. Flest þykir henda tii þess að sama stjórnar- mynstur bíði þjóðarinnar að kosningum loknum og pottverj- ar telja líklegt að Framsóknarflokkurinn láti ut- anríkisráðuneytið af hendi og taki í staðinn við tjármálaráðuneytinu. Ámi Kolbeinsson, ráðu- neytisstjóri sjávarútvegsráðuneytis, flyst þang- að um áramót en hami og Halldór Ásgrímsson imnu lengi og náið saman á árum áður...... Árni Kolbeinsson. Þorstein Geirsson ráðuneytis- stjóri í dóms- og kirkjumálaráðu- neytinu færir sig yfir í sjávarút- vegsráðuneytið og í heita pottin- um þykir ekki ólíklegt að Finnur Þorsteinn Ingólfsson iðnaðar- og viðskipta- Geirsson. ráðherra elti hann þangað 1 vor.... Geir Jón Þórisson. Líklegt þykir að hinn hávaxni Geir Jón Þórisson, aðstoðaryfir- lögregluþjónn í Reykjavík, muni hreppa stöðu yfirlögregluþjóns í Kópavogi, en nöfn umsækjenda vom hirt í vikumii. Geir J ón hefur átt skjótan framan innan lögregl- unnar í Reykjavík eftir að haim flutti frá Vestmannaeyjum íyrir nokkrum ármn. Þykir einsýnt að Geir Jón sé í talsverðum metum hjá yfirmönnum lögreglu og dómsmála, þar á meðal Þorsteini Pálssyni dóms- málaráðherra og segja menn ólíklegt að á því verði iiokkur brcyting á síðustu vikum ráöhcrr- ans í einbætti.... FRÉTTAVIÐTALIÐ Egill Jónsson alþingismaðurog stjómar- formaðnrByggðastofnunar. Útibúi Byggðastofnumr á Akureyrí á að loka og lána- þáttur starfseminmrað flytja alfariðsuður. Ekki eitt einasta handtak hefur verið flutt suður „Það er nú reyndar ekki rétt. Við erum að leggja niður opinbera umsýslu í byggðamál- um, að þessu leyti, og færa þetta starf yfir til fólksins sem vinnur að sömu verkefnum hringinn í kringum Iandið. Þetta er sams konar gjörningur á Akureyri og við gerðum gagnvart hinum útibúunum; þ.e. á Isafirði og Egilsstöðum. Þar gerðum við síðan samninga um það að atvinnuráðgjafarnir tækju við þessari þjónustu. Við erum sem sagt að færa þessi þróunarmál í byggðum Iandsins, úr stofnanaforræði og yfir í hér- aðaforræði, eins og ég kalla það.“ - Starfsemin er þá ekkiflutt suður? „Það hefur ekki eitt einasta handtak verið flutt suður.“ - Ekkert fjölgað í Sigtúninu? „Þvert á móti - það hefur fækkað þar.“ - Þannig að hagræðingin felst í þvt að menn á ársbiðlaun á Akureyri? „Við erum bara að færa heimamönnum sjálfum þetta starf í hendur, til að vinna og ráðskast með. Það er ekki neitt sérstaklega verið að spara. Rekstur útibúanna fjögurra: á ísafirði, Sauðárkróki, Akureyri og Egils- stöðum, kostaði 35 milljónir. Og þetta Qár- magn fer til atvinnuþróunarfélaganna. Við erum núna að gera samninga við þetta nýja atvinnuþróunarfélag á Akureyri og atvinnu- þróunarfélagið á Húsavík. Áð því ég best veit, þá verður sá þáttur þróunarvinnunnar sem snýr að byggðamálunum, unninn í samstarfi þessara félaga. Eg held að á hin- um stöðunum þrem sé ekki nokkur maður sem sér eftir þessari breytingu og það hefur alltaf Iegið Ijóst fyrir að þessi breyting yrði einnig gerð á Akureyri." - Færast þá störf þeirra sem nú fara á 'M,- sesia upp starfsfólki og fá aðra til að ann- biðlaun yfir til þróunarstofanna á hverj- ^m^mm^jórfmfá ri xmm&va ihiðtöBfitíH „Það voru þrír starfsmenn á Akureyri, fyr- ir utan stúlkur sem hafa verið þarna. Einn þeirra flutti til Sauðárkróks. En störfin heimafyrir þurfa ekkert endilega að vera þau sömu og þau voru áður. Það fer bara eftir þeirri forystu sem valin er á hverjum stað og hvað menn telja að komi best að gagni í þeim efnum. Það forræði er í hönd- um þeirra sem stjórna þessum þróunarstof- um heima í héraði. - En lánastarfsemiti, flytur hún ekki? „Lánastarfsemin er fyrir sunnan, eins og hún hefur verið. Útibúin gáfu áður umsagn- ir í þessum efnum. En það var bara tví- verknaður, að vera að fara yfir lánasýsluna á tveim stöðum. Við höfum gert sérstakt sam- komulag við atvinnuþróunarfélögin um að þau þjónusti Byggðastofnun ef að hún þarf að leita einhverra ráðlegginga sem tengjast starfsemi í héraði. Ég álít þetta mjög gott I kátM IdlfiÖtí Lc Htj m '6\é: ihltíH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.