Dagur - 22.12.1998, Blaðsíða 1

Dagur - 22.12.1998, Blaðsíða 1
Verð ílausasölu 150 kr. 81. og 82. árgangur - 242. tölublað Ey ðum millj ar ði meira en í fyrra Gdðærisjól hjá mörg- um kaupmöimiim. Misgott gengi á Laugaveginum. Helm- ingsaukniug hjá Elko í Smáranum. Svipað eða hetra en í fyrra á Akureyri. „Svona fljótt á litið held ég að smásöluverslunin í desember- mánuði geti numið allt að 16 milljörðum króna. Þar af eru trú- lega um 6 milljarðar vegna jól- anna á móti 4,5-5 milljörðum á sama tíma í fyrra," segir Sigurð- ur Jónsson, framkvæmdastjóri Kaupmannasamtaka Islands. Góðærisjól Svo virðist sem nokkurs konar góðærisjól séu hjá kaupmönnum víðast hvar þrátt fyrir mikil bíla- og hlutabréfakaup og þeirra þús- unda sem streymt hafa í inn- kaupaferðir til útlanda í vetur. I það minnsta barmar sér enginn opinberlega, þótt margir hafi Iagt mikið undir og séu því á tánum að allt gangi upp. Ef eitthvað er þá eru það helst kaupmenn sem veðja á skíði og aðrar vetrarvörur sem eiga erfitt um vik vegna duttlunga náttúrunnar. Þá er alltaf ein og ein búð sem verður undir í samkeppninni eins og leikfangabúðin í Glæsibæ sem hættir um ára- mótin. Hebningi meira „Það er helmingi meira að gera en við reiknuðum með í upphafi," Nú tala menn segir Einar Long, --------- verslunarstjóri hjá Elko í Smáranum í Kópavogi. Hann segir skýringuna felast einkum f verðlækkunum og miklu vöruframboði. Af þeim sökum m.a. hefur verið „alveg vitlaust að gera“ flesta daga, nema þegar veðrið er vitlaust, eins og í fyrradag. Þriggja prósenta aukning „Frá 1. desember og fram til 15. desember hefur allavega orðið 3% aukning í aðkomu fólks í Kringluna," segir Sigurþór Gunnlaugsson, markaðsstjóri Kringlunnar. Til marks um fjöld- ann sem sækir Kringluna lætur nærri að hver einasti Islendingur komi þangað tvisvar á ári. Sigur- þór segir kaup- menn bera sig almennt vel, enda sé salan svipuð og í fyrra. Salan þá þótti mjög góð og mun betri en fyrirjólin 1996. um góðærisjól. Misgott á ----------Laugavegi Róbert Róberts- son, formaður Miðbæjarsamtak- ana, segir að á Laugaveginum sé misgott hljóð f kaupmönnum. Hann segir að sumir beri sig vel á meðan aðrir barma sér yfir minni sölu. Aftur á móti sé því ekki að leyna að jólaverslunin í miðbænum hefur farið hægar af stað en oft áður, auk þess sem samkeppnin hefur aukist. Hins vegar sé því ekki að leyna að síð- ustu dagarnir gera oft gæfumun- inn. Betra en í fyrra Ragnar Sverrisson hjá Herrafata- verslun JMJ á Akureyri segir að jólaverslunin hafi gengið hjá kaupmönnum. Hann segir að í fataversluninni sé samkeppnin ekki aðeins við höfuðborgar- svæðið heldur einnig við verslan- ir í öðrum Evrópulöndum. I þeim samanburði standa menn sig vel og uppskera eftir því. Ragnar segist ekki hafa heyrt annað frá kaupmönnum en að verslunin sé svipuð og jafnvel eitthvað betri en í fyrra. Hægt af stað Vilhjálmur Jónsson hjá Kaupfé- lagi Héraðsbúa á Seyðisfirði er einnig bjartsýnn á jólaverslunina fyrir austan þótt hún hafi farið ívíð rólegra af stað en fyrr. Hins vegar búast menn við að verslun- in taki kipp á síðustu dögunum, enda hægt að versla einum degi lengur í þeirri viku en fyrir síð- ustu jól. — GRH Gosaska fer víða Eftir breytingar á vindátt um helgina fór gosaska úr Gríms- vötnum að falla á Norðurlandi, en hún hefur ekki valdið skaða eftir því sem næst verður komist. Osku varð vart frá Skagafirði og að Bárðardal í gær og mæltist Halldór Runólfsson yfirdýralækn- ir til að bændur myndu hýsa fén- að sinn. Almannavarnir sendu í gær frá sér tilkynningu þar sem bent var á að töluverð úrkoma í kjölfar öskufallsins væri hagstæð fyrir jörðina. Eigi að síður er full ástæða til að fara varlega og er bændum bent á að brynna búfén- aði með fersku vatni ef grunur Ieikur á að hann hafi komist í ösku. A myndinni til hliðar hugar Iögreglumaður á Akureyri að öskufalli. Eldgosið í Grímsvötnum var enn í nokkrum gangi í gærkvöld en aðeins í einum gíg. — Bt> Þorsteinn á leið út úr pólitík. Þorsteinn til London? Samkvæmt heimildum innan Sjálfstæðisflokksins sem Dagur telur traustar er ríkisstjórnin að undirbúa skipan Þorsteins Páls- sonar, dóms- og sjávarútvegsráð- herra, í stöðu sendiherra Islands í London að kjörtímabilinu loknu. Þetta vilja þó hvorki Þor- steinn sjálfur né Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra stað- festa. Þegar Dagur spurði Þorsteinn hvort rétt væri að búið væri eða verið væri að ganga frá því að hann taki við sem sendiherra í London svaraði Þorsteinn: „Eg er margsinnis búinn að svara spurningum af þessu tagi, meðal annars f Degi, og svarið er hið sama." Aðspurður um hið sama sagði Halldór: „Nei, það er ekki búið að ganga frá því. Það er ekkert meira um það að segja.“ Svo sem sjá má er hvorugt svarið útilokandi. Hvað svör Þor- steins í Degi áður varðar þá sagði hann í viðtali á dögunum: „Það hefur ekkert verið endan- lega í gadda slegið og fyrr er ekki tímabært að íjalla um það. Það er alveg sama hvaða uppástung- ur þú kemur með eða hvað þú óskar mér velfarnaðar í mörgum störfum, ég hef ekkert annað um málið að segja en þetta.“ - fþg 2 dagar tiljóla Afgreiddir samdægurs Venjulegirog demantsskomir trúlofunarhringar GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI • SÍMI 462 3524

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.