Dagur - 22.12.1998, Blaðsíða 13

Dagur - 22.12.1998, Blaðsíða 13
ík^v ís.'j.aAWU'íii.H.'i. -_ ÞRIÐJUDAGU R 22. DESEMBER 1998 - 13 -*****> isMjwr_ ÍÞRÓTTIR L Arsenal skaut Leeds á kaf Manchester United saknar Brian Kidd. Tíu Tottenhamleik- menn máttu sín lítils gegn Chelsea. Arsenal og Liverpool sýndu vígtennumar eftir langa hið. Derhy fat- ast flngið. Notting- ham Forest komið á hotninn. Leikur 18. umferðarinnar í Englandi var á Old Trafford. Fyr- irliði United í 12 ár, Brian Rob- son, kom með lærisveina sína frá Middlesbrough og leiddi þá til sigurs, 2-3 eftir að hafa náð þriggja marka forskoti. Annar fyrrum United-maður, Gary Pall- ister, átti ekki lítinn þátt í sigrin- um. Hann var klettur í vörn gest- anna og sýndi sínum fyrri stuðn- ingsmönnum að hann er enn knattspyrnumaður í úrvalsflokki. „Það er alltaf sérstakt að vinna Manchester United. I mínum huga er United enn besta lið Englands og þess vegna er það mjög gaman að koma hingað aft- ur og hafa sigur,“ sagði Brian Robson, knattspyrnustjóri Boro. Brian Kidd er sárt saknað frá Old Trafford. Alex Ferguson og leik- menn hans gerðu sér strax grein fyrir hve mildll missir var af Kidd, nokkuð sem eigendur og stjórnarmenn sáu ekki þegar þeir tímdu ekki að hækka launin hans um „smáræði". Með nísk- unni nánast flæmdu þeir hann í burtu. Það var einnig stórleikur á Stamford Bridge þegar Totten- ham heimsótti Chelsea. Heima- menn voru heldur sterkari án þess þó að vera í einhverjum vígaham. Það var ekki fyrr en Chris Armstrong, framherji Tottenham, var rekinn af velli sem hjólið fór að snúast. Poyet og Tore Andre FIo kláruðu dæm- ið fyrir heimamenn. Arsenal á sama stað og fyrir ári Arsenal opnaði vopnabúrið upp á gátt á sunnudaginn þegar Leeds kom í heimsókn. Leik- menn Arsenal sýndu sínar bestu hliðar og sendu gestina frá sér stigalausa. Sigurinn, 3-1, var fyrsti sigur meistaranna í sex leikjum. Það sem gladdi augað mest voru mörkin sem öll voru gullfalleg. „Við höfum ekki náð að sýna jafn góða leiki og í fyrra en þessi leikur lofar þó góðu fyr- ir framhaldið,“ sagði Dennis Bergkamp, sem lék sinn besta leik fyrir Arsenal í haust. Meist- ararnir eru nú í sjötta sæti deild- arinnar, nákvæmlega á sama stað og þeir voru á þegar jólatörnin hófst á síðustu leiktíð. Annar risi, nú á brauðfótum, Liverpool, vaknaði til lífsins eftir langa bið. Sheffield Wednesday átti aldrei möguleika á Anfield og langþráð- ur sigur varð staðreynd. Fyrir utan 2-0 sigurinn var það Paul Ince sem gladdi heimamenn hvað mest. Aldrei þessu vant eyddi hann kröftum sínum í fót- boltann en ekki tuð og þvarg við dómara og andstæðinga. Fyrir- liðinn átti stórleik og fékk 9 í einkunn hjá nokkrum fjölmiðl- um. Newcastle fagnaði einnig langþráðum sigri. Leicester, sem mætt var í heimsókn, getur nag- að sig í handarbökin fyrir að hafa tapað þrem stigum. Þeir áttu bestu færin og hefðu getað gert út um leikinn strax í fyrri hálf- leik. Gamla stórveldið komið á botninn Nottingham Forest er komið í neðsta sæti deildarinnar. Það dugði liðinu ekki að ná tveggja marka forskoti í fyrri hálfleik, gegn Blackburn. Brian Kidd ger- breytti Ieik sinna manna í seinni hálfleik og þeir náðu að jafna í blálokin. Fallbaráttan verður því enn eina ferðina hlutskipti For- est sem fyrir fáum árum var stór- veldi í enskri knattspyrnu. Noel Wealan sá um að heimamenn í Coventry fengu stigin þrjú úr viðureign sinni við Derby með eina marki leiksins. Ekkert geng- ur eða rekur hjá Derby þessa dagana og liðið sígur niður stiga- töfluna hægt og bítandi. West Ham hrökk aftur í gang eftir stutt hikstakast. Nú var það Ev- erton sem beið lægri hlut á Upton Park og Hamrarnir halda sér við toppbaráttuna. Southampton vann góðan sig- ur á Wimbledon á The Dell á laugardaginn. Norðmaðurinn, Egil Ostenstad, skoraði tvö af þremur mörkum heimamanna sem þokuðu sér þar með úr botnsætinu. — GÞÖ Fiorentina með þrjú stig á Parma Sampdoria gerði jafntefli í fyrsta leik liðsins uinlir stjóm Platts. Lið Fiorentina er efst í ítölsku 1. deildinní þegar leikmenn halda í jólaleyfi með 29 stig eft- ir 14 umferðir og markatöluna 26:14 en liðið gerði jafntefli á útívelli gegn Perugía, 2-2, og jöfnuðu heimamenn úr víta- spvrnu á lokamínútu venjulegs leiktíma. Parma fylgir þeim eins og skugginn og er með 26 stig, síðan kemur AC-Milan með 25 stig, Internazionale með 24 stig og AC-Roma og Lazio með 23 stig. Stjörnum prýtt lið Juventus er „aðeins“ með 21 stig en það vann sann- færandi sigur á botnliðinu Sal- ernitana, 3-0. Önnur úrslit voru þau að Bologna vann Cagliari á útivelli 1-0, Parma vann Empoli á úti- velli 5-3, Lazio vann Udinese á heimavelli 3-1, Piacenza vann Bari 3-2 í miklum baráttuleik, Sampdoria sem nú er undir stjórn David's Platt gerði jafn- tefli á heimavelli gegn AC-Mil- an 2-2 en markatala liðsins, 14:27, bendir til að vörnin sé oft úti í skógi. Inter Milan vann AS-Roma á heimavelli 4-1. Loks gerðu Vicenza og og botn- liðið Venezia steindautt jafn- tefli, 0-0. Venezia er aðeins með 11 stig og hefur aðeins unnið tvo leiki í vetur. Aðrir leikir á getraunaseðli voru Lecce gegn Napoli 3-1, Cesena gegn Torino 0-1, Reggiana gegn Atalanta 0-0 og Cremo- nese tapaði gegn Prescara á heimavelli, 0-3. — GG ÍÞR Ó TTAVIÐTALIÐ LeiMö gegn Rússum og Króötum í undankeppni HM TheodórGuð- finnsson þj'álfari íslenska kvenna- landsliðsins í handknattleik íslensku kvennálandslið- in í handknattleik, þ.e.A- landsliðið, U-19 ára liðið og „2004-liðið“ leika lands- leiki við Grænlendinga um jólin, og erleikurinnviðA- landsliðiðfyrsti opinberi landsleikur Grænlendinga síðan þeirfengu viðurkenn- ingu IHF. — Norómenn urðu Evrópu- tneistarar í handknattleik kvenna utn helgina, unnu heitns- og olympíumeistara Dana í úrslitum 24-16 og er þetta fyrsti sigur Norðmanna á stórmóti. Hvernig fannst þér sá handbolti sem liðin léku? „Eg sá í sjónvarpi bæði úrslita- Ieikinn og Ieikinn um þriðja sæt- ið milli Ungveijalands og Austur- ríkis sem Ungverjar unnu stórt. Það var yfirleitt mikill hraði í leikjunum og því töluvert mikið af mistökum. I úrslitaleiknum voru þó ekki skoruð nema 40 mörk en markvarslan var alveg frábær, sérstaklega hjá Norð- mönnum sem skóp þennan stóra sigur og góðar sóknarnýtingar. Norsku stelpurnar náðu að bijóta niður helsta vopn Dana til margra ára, hraðaupphlaupin, voru ótrúlega fljótar til baka. Norska liðið var það besta í mót- inu og verðskuldaði sigurinn en þær vinna alla leikina í útslita- keppninni, m.a. Ungverja í und- anúrslitum með 14 marka mun. Margir leikirnir enduðu með miklum markamun sem kemur á óvart. Við stöndum langt að baki þessum liðum þó við höfum ver- ið að spila ágætlega gegn liðum sem við höfum verið að tapa stórt fyrir aður. Við töpuðum t.d. fyrir Austurríki í Tyrklandi með fimm mörkum, en Austurríki lenti f 4. sætinu.“ — Hvernig getum við eflt kvennahandboltann? „Það er algjört skilyrði að auka breiddina og að hér aukist sam- keppni um stöður. Við erum að æfa auk A-landsliðsins 2004-Iið sem er með lengrí sýn í huga og svo U-19 Iandsliðið sem spilar í vor í undankeppni HM. í U-19 liðinu er aðeins ein stelpa sem ekki er að spila í 1. deild. Þær ættu í hæsta lagi að vera ein til tvær ef það væri einhver breidd. Það vantar tilfinnanlega breidd í hóp eldri leikmanna en það þyk- ir ekki fínt á meðal kvenfólks að vera í handbolta, mun fleiri æfa knattspyrnu. Það er gríðarlega mikil umfjöllun um knattspyrnu í fjölmiðlum á sama tíma og við eigum heilt landslið spilandi í þýska handboltanum en við sjá- um ekki einn einasta leik frekar en frá norska kvennahandbolt- anum þar sem m.a. spilar Fann- ey Rúnarsdóttir sem er í fanta- formi. Þetta hefur áhrif.“ — Hvernig finnst þér leikirn- ir í úrvalsdeild kvenna hafa verið í haust? „Þetta hefur verið frekar slak- ur handbolti og lakari en ég átti von á og aðeins tvö lið sem eru að spila af einhveiju viti. Hluti skýringarinnar er sá að margar byrja mjög seint að æfa á sumr- in. Stjarnan er yfirburðalið í deildinni í dag þó leikmanna- hópur þeirra sé ekki mjög breið- ur og samkeppnin ekki mikil um sæti í liðinu. Liðið hefur þrjá landsliðsmenn sem eru alveg stórkostlegir hver fyrir sig. Þetta eru Herdís Sigurbergsdóttir, sem er sú sterkasta í deildinni í dag, Ragnheiður Stephensen sem er líklega besti sóknarleikmaðurinn og Inga Fríða sem er mikill bar- áttujaxli á Iínunni. Framliðið hefur spilað mun betur en í fyrra og hefur fengið til liðs \dð sig tvo Rússa og örvhenta stelpu frá Húsavík sem reynst hefur mjög góð í vetur þrátt fyrir að hafa ekki svo góðan grunn. Haukarn- ir hafa verið að spila illa þó þær séu í 2. sæti í dag, en þær eiga að geta spilað mun betur. Víkingur er að spila langt undir getu þrátt fyrir ágætan hóp leikmanna en Iitla breidd. Valsstúlkur hafa ver- ið að dala eftir góða byrjun en FH hefur verið að missa móðinn frá því í fyrra." — Hver eru næstu verkefni kvennalandsliðsins? „Grænlendingar sem hafa fengið viðurkenningu sem sér- stök þjóð innan IHF, eru ekki lengur undir verndarvæng Dana, og karlalandslið þeirra hefur þegar tekið þátt í Ameríkuleikun- um í handbolta. Grænlenska lið- ið leikur hér á annan í jólum gegn U-19 landsliðinu, á þriðja í jólum gegn 2004-liðinu og mánudaginn 28. desember gegn A-Iiðinu en forleikur þessa fyrsta opinbera Iandsleiks Grænlend- inga er leikur U-18 og 2004-Iiðs- ins. Næsta stórverkefni er svo undankeppni HM en þar leikur ísland heima og úti gegn Rúss- um í janúar og gegn Króötuni heima og úti í febrúarmánuði - GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.