Dagur - 22.12.1998, Blaðsíða 6

Dagur - 22.12.1998, Blaðsíða 6
t> - ÞRIÐJUD AGtiR 22. DESEMBER 199 8 ÞJÓÐMÁL Útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: STEFÁN JÓN HAFSTEIN ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Aðstoðarritstjóri: birgir guðmundsson Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson Skrifstofur: strandgötu 3i, akureyri, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Símar: 460 6ioo OG 800 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk.: í.soo KR. Á mánuði Lausasöluverð: iso kr. og 200 kr. helgarblað Grænt númer: 800 7080 Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Simar auglýsingadeildar: (REYKJAvíK)S63-1615 Ámundi Ámundason (AKUREYRIJ460-6191 G. Ómar Pétursson OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir Netfang auglýsingadeildar: omar@dagur.is Sfmbréf ritstjórnar: 460 6171(akureyri) 551 6270 (reykjavík) Pólitískur eiturpyttur í fyrsta lagi I annað sinn í sögu Bandaríkjanna hefur meirihluti repúblík- ana í fulltrúadeild þingsins samþykkt ákærur á sitjandi forseta. Málið er nú komið til öldungadeildarinnar sem við frekari meðferð málsins fær hlutverk landsréttar. Þar þarf hins vegar tvo þriðju hluta atkvæða til að reka forsetann úr Hvíta húsinu. Þar sem repúblíkanar hafa einungis nauman meirihluta í öld- ungadeildini eru engar líkur á að sú verði niðurstaðan. í ööru lagi Repúblíkanar gripu fyrst til slíkra aðferða gegn forseta Banda- ríkjanna árið 1868. Andrew Johnson, sem tók við embættinu þegar Abraham Lincoln var myrtur, lagði áherslu á að fylgja fast fram stefnumálum Lincolns. Hann varð því fljótlega þyrn- ir í augum ósvífinna leiðtoga repúblíkana sem vildu arðræna Suðurríkin eftir tap þeirra í borgarastyijöldinni; hatur þeirra, sem um margt minnir á þann eiturpytt sem stjórnmálin í Was- hington hafa fallið í síðustu misserin, beindist allt að arftaka Lincolns. Örfáir þingmenn repúblikana komu hins vegar í veg fyrir að ákærurnar yrðu samþykktar í öldungadeildinni og fórnuðu þar með pólitísku lífi sínu. Nöfn þeirra lifa meðal annars í frægri bók eftir John F. Kennedy um hugrakka banda- ríska stjórnmálamenn. í þriðja lagi Viðbrögð almennings við ákvörðun repúblíkana eru mjög á einn veg. Skoðanakannanir sýna að vinsældir Clintons forseta hafa aldrei verið meiri; hann á jafnvel meiri stuðning meðal al- mennings nú en Ronald Reagan gat státað af á helstu velmekt- ardögum sínum. Dagblöð vestra hafa líka snúist á sveif með þjóðarviljanum og krefjast þess að öldungadeildin leysi málið fljótt og á þann veg að forsetinn geti lokið kjörtímabili sínu. Það væri farsælasta lausnin ekki aðeins fyrir Clinton heldur líka fyrir repúblíkana sem uppskera skömm fyrir pólitískt of- stæki sitt - alveg eins og flokksbræður þeirra fyrir 130 árum. Elías Snæland Jónsson Stafkirkja og Trdjuhestur Norðmenn ætla að gefa ís- lendingum norska stafkirkju í tilefni af aldarafmæli kristn- innar í landinu. Kirkjuna á að setja niður í Vestmannaeyjum. Þetta er nýjasta útspilið í Smugudeilum Norðmanna og íslendinga, en það kom ekki í lós fyrr en síðustu nóttina fyr- ir jólafrí Alþingis að það mun kosta íslenska skattborgara 38 milljónir að taka við gjöfinni. Norðmenn ætla greinilega að breyta um taktík og í stað þess að taka skip og brúka munn, munu þeir einfaldlega gera Islendinga gjaldþrota. Sjálfir eiga Norðmenn auðvitað sand af seðl- um og myndi ekkert muna um að borga brúsann allan, en trix- ið er að kenna þessum íslendingum lexíu og gera þeim grein fyrir stöðu sinni í samfélagi þjóð- anna. Myudarlegt framlag Sérstaka Ijárveitingu þarf semsé fyrir kirkjunni á fjárlög- um og er framlagið til gjafa- móttökunnar fjall myndarlegt miðað við það sem tíðkast á því sviði. Undir venjulegum kringumstæðum hefði beiðni um svona framlag verið hafn- að umsvifalaust, en þar sem þetta er talið til milliríkjasam- skipta hafa menn ákveðið að þiggja þennan kaleik fyrir siða- sakir. Alþingi gerir sér þó enga grein fyrir eðli málsins eins og sést best á því að fjárlaga- nefndarmaðurinn Árni John- sen hefur gefið út yfirlýsingu V um að ekkert sé athugavert við að setja peninga í þetta mál og er einsýnt að þingmaðurinn áttar sig ekki á að Norðmenn eru að nota hann í Smugu- stríði sínu við Islendinga. Og svo koma göngin Greinilegt er að Árni lítur norsku stafkirkjuna sömu aug- um og hann lítur Keikó. Hún er fyrirbæri sem mun auka til mun aðdrátt- arafl Vestmannaeyja og ef nógu margt er gert til að auka að- dráttaraflið þá er ljóst að Herjólfur og áætl- unarflugið mun hvergi anna eftirspurninni eftir ferðum út í Eyjar. Þá munu menn sjá að neðansjávargöng eru það eina sem blívur og þegar sú uppgvötun lýstur huga landsmanna munu menn jafnframt lofa Árni Johnsen fyrir þá framsýni að hafa náð að knýja fram undibúning að gerð jarðganga til Eyja. Og með þjóðhetjuna Árna í broddi fylkingar munu íslendingar fylgja færeysku línunni og ráð- ast í rándýra gangagerð til þess að allir geti skoðað Keiko og nýju stafkirkjuna norsku. Svo fara menn bara á hausinn í ró- legheitunum. En í baslinu sem fylgir í kjölfarið munu menn hætta að kenna börnunum söguna um Trójuhestinn, en tala þess í stað um norsku staf- kirkjuna. GARRl JÓHANNES SIGURJÓNS- SON skrifar Bjöme-Banden á Alþingi? Að mati þeirra sem fylgjast grannt með samtímabókmennt- um þá er sennilega ekki til verri óaldarflokkur og samsafn lög- brjóta en þeir bræður og frænd- ur sem skipa Björne-banden og sagt er frá í blöðunum um Andr- és Önd. En nú hafa Bjarnar- bófarnir eignast verðuga keppi- nauta á vettvangi lögbrota, og þá er einkum að finna á hinu háa Alþingi íslendinga. Því ef það er eitthvað sem öðru fremur hefur einkennt þetta ár sem senn Iíður í aldanna skaut, þá eru það ólög- mætar aðgerðir af ýmsum toga, lögbrot og sniðganga stjómvalda við Iög og rétt. Og ýmsir fleiri hafa fylgt fordæmi leiðtoganna f þessum efnum. Það þarf ekki annað en að fletta Degi í sfðustu viku til að fá staðfestingu á þess- ari kenningu. Sómamenn á Sómastöðum Þar er auðvitað fjallað um dóm hæstaréttar í kvótamálinu, þar sem fram kemur að stjórnvöld hafa verið að framfylgja Iögum um árabil sem stangast á við stjórnarskrána. Ennfremur eru áfram uppi vangaveltur um að nýsamþykkt lög um miðlægan gagnagrunn standist ' ekki ýmsar alþjóða- samþykktir og mannréttindaá- kvæði. Og fleira er að finna í Degi í síðustu viku, sem raunar líktist meira Lögreglutíðindum en venjulegu dagblaði þessa daga. Eftirlitsnefnd EFTA hefur kveðið upp þann úrskurð að ákvörðun ríkisstjórnarinnar um útboð á smíði varðskips á Is- landi, uppfylli ekki kröfur og skilyrði sem gilda á evrópska efnahagssvæðinu. Hæstiréttur felldi og dóm þess efnis að sú ákvörðun Guðmund- ar Bjarnasonar að flytja Land- mælingar upp á Akranes, hefði verið ólögleg. Sömuleiðis felldi sami réttur úr gildi ákvörðun sama ráðherra frá árinu 1996, að fella úr gildi synj- un bygginga- nefndar Reyðar- fjarðar um leyfi til að rífa íbúðar- hús á jörðinni Sómastöðum. Þá kemur og fram að Öryrkja- bandalagið hugleiðir málsókn á hendur ríkinu vegna grófra svika á gefnum loforðum og brota á stjórnarskrá og mannréttinda- sáttmálum. Glæpamenn í hverju homi? Og fleiri en ríkið stunduðu lög- brot á síðum Dags í fyrri viku. Sjómenn unnu mál gegn útgerð- um vegna ólöglegrar þátttöku í kvótakaupum. Meirihluti hæsta- réttar ógilti ráðningu forstjóra Kirkjugarða Reykjavíkur vegna brota á jafnréttislögum. Vanga- veltur voru um hvort útsvars- hækkun í Reykjavík væri ólög- mæt vegna ólöglegra innáskipt- inga í borgarstjórn. Og sjálf lög- reglan hefur ekki hreinan skjöld frekar en aðrir, því hæstiréttur úrskurðaði að lögreglu hefði ver- ið óheimilt að svipta ökumann ökuréttindum vegna meints hraðaaksturs. Og svo mætti lengi halda áfram að tína upp glæpa- málin af sfðum Dags í síðustu viku. Er furða þó menn setji hljóða svona rétt lyrir jólin og hugleið- ingar vakni um hvert stefni hjá þessari þjóð í glæpamálunum. Hverjir verða uppvísir að lög- brotum næst? Jólasveinarnir? Jesúbarnið?? Ég??? D^w- mokm svairaö Á Clinton iid segja af sér? Jón Ársæll Þórðarson „Nei, ég sé ekki að kvennamál Bandarfkja- forseta hafi neitt með að gera hæfni hans til að stjórna hinu mikla ríki, Bandaríkjum Norður-Ameríku. Þú spyrð um trúverðugleikann, maðurinn er sjarmör og það fer ekki fram hjá neinum. Ég vildi til dæmis vera með hárið hans Clintons og geta spilað á saxa- fóninn.“ Rósa Ingólfsdóttir auglýsingateiknari. „Clinton á að halda ótrauður áfram og halda sínu striki. Láta sem ekkert sé. Hann er ekta fress, karlmaður frá toppi til táar og verður að fá að halda því þó allt sé í heimin- um hverfult. Okkur konum veit- ir ekkert af mönnum einsog Clinton, sem hanast um og sperra sig í stél á hornum." Gunnlaugur Sigmundsson alþingisntaður. „Alls ekki. í embættistíð sinni í Hvíta- húsinu hefur Bill Clinton látið margt gott af sér leiða, hefur til dæmis brotið á bak aftur þá gegndarlausu íhalds- hyggju sem var orðin áberandi í þjóðlífi vestanhafs. Nú er miklu fremur starfað í anda félags- hyggju vestra, til dæmis í skóla- málum. Á þeim árum sem Clint- on hefur setið á forsetastóli hef- ur verið sótt að honum úr ýms- um áttum, m.a. vegna kvenna- og peningamála, en þau spjóta- lög hefur hann staðið af sér. Kvennamálin sýna kannski fyrst og fremst að þetta er lifandi maður.“ Margrét Frímannsdóttir fonnaðurAlþýðubandalagsins. „Á öllum stigum hefur verið farið offari í um- ræðunni um Clinton og mál hans, en engu að síð- ur hlýtur að vera mjög erfitt fyrir hann að starfa áfram og njóta þeirrar virðingar og trausts sem hann þarf í þetta starf. En hann verður hinsvegar að eiga það alveg við sjálfan sig og bandaríska þingið hvort hann situr áfram eða hættir, það er ekki mitt aðliafa skoðun á því.“ fréttamaðurá Stöð 2.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.