Dagur - 22.12.1998, Blaðsíða 5

Dagur - 22.12.1998, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGVR 22. DESEMBER 1998 - S FRÉTTIR Fjárlðg afgreidd með 2,5 mmjarða afgangi Tveggja og hálfs milljarðs króna af- gangur á að vera af rekstri ríkisins á næsta ári samkvæmt fjárlögum sem Al- þingi samþykkti áður en jólahlé þess hófst. Jólahlé Alþingis hófst um helgina eftir að þingmenn höfðu afgreitt tugi laga og þingsályktana á nærri sólarhringslöngum fundi, þar á meðal fjárlög næsta árs. Rekstrarafgangur ríkissjóðs á að vera 2,5 milljarðar króna á næsta ári, en þegar fjárlagafrum- varpið var lagt fram í haust var af- gangurinn áætlaður tæplega 2 milljarðar. Þetta er þó ekki þvf að þakka að útgjöld hafi verið skorin niður í meðförum þingsins, þvert á móti jukust þau um 3,1 milljarð frá því sem fjárlagafrumvarpið gerði ráð fyrir. Aætlaðar tekjur jukust hins vegar mun meira eða um 3,7 milljarða eftir að meiri- hluti fjárlaganefndar hafði farið yfir tekjuforsendur frumvarpsins. Sala eigna á m.a. að skila 1300 milljónum króna meira en áður hafði verið áætlað og skatttekj- urnar eiga að verða rúmum 1800 milljónum meiri en áður var reiknað með. Fjármálaráðherra sagði í lokaumræðu um fjárlögin að það hefði ekki áður gerst að afgangur- inn á ríkissjóði hefði aukist í meðförum þingsins en minni- hlutinn benti einnig á í sfnu nefndaráliti að útgjöldin hefðu heldur aldrei aukist jafnmikið við meðhöndlun meirihlutans í fjár- Iaganefnd og nú væri raunin. Byggðaframlag Einna þyngst vegur þar 300 millj- óna króna framlag til Byggða- stofnunar sem hefur hafið undir- búning að stofnun eignarhaldsfé- laga á landsbyggðinni sem ætlað er að styrkja og auka íjölbreytni atvinnulífs þar. Ugjöld ríkisins til lífeyristrygginga aukast um 360 milljónir króna, en sem kunnugt er hefur verið samþykkt að draga úr tekjutengingu elli- og örorku- lífeyris. Framlög til málefna fatl- aðra voru hækkuð um 67 milljón- ir, niðurgreiðsla á rafhitun hækk- uð um 100 milljónir og 70 millj- ónum króna verður varið til bygg- ingar þjónustuskála við Alþingis- húsið en alls er áætlað að hann kosti 400 milljónir króna. Þá var samþykkt við 3. umræðu fjárlaga að hækka framlög til utanríkis- ráðuneytisins um rúmar 70 millj- ónir króna vegna Schengen sam- starfsins. Sala hjá Adalverk- tökiun Alls fjórðungshlutur í íslenskum aðalverktökum (IAV), eða hluta- bréf að nafnverði 350 milljónir króna, verður seldur í næstu viku í tilboðssölu, sem einkum beinist að stærri fjárfestum. Lágmarksgengið er 1.75 og býðst 358 starfsmönnum fyrir- tækisins það gengi án tilboðs. I síðasta mánuði voru 800 millj- ónir króna af hlutafé IAV greiddar út til núverandi hlut- hafa til að draga úr sterkri eigin- fjárstöðu fyrirtækisins. Islands- banki og Landsbanki annast sölu bréfanna í IAV og er tekið við tilboðum dagana 28.-30. desember. Af því sem selt verður á ríkið 15% en Hömlur 10%. Ekki þýðir að gera tilboð í minna en 100 þúsund krónur að nafn- verði og ekki er gert ráð fyrir að einn tilboðsgjafi geti eignast meira en 5% hlut. — FÞG Sakar bæjarstjóra um lágkúru Hörð skeyti ganga á milli Snorra Baldurssonar, framkvæmdastjóra CAFF-skrif- stofunnar, og Kristjáns Þórs Júlíussonar, bæjarstjóra á Akureyrí. Forstöðumaöiir CAFF- skrifstofunnar sakar hæjaryfirvöld um áhugaleysi og vau- þekkingu. Hann undr- ast viðhrögð Kristjáns Þdrs og vísar því á hug að persónuleg mál ylirskyggi fagleg- an metnað hans. Snorri Baldursson, fram- kvæmdastjóri CAFF-skrifstof- unnar á Akureyri, segir misskiln- ings og vanþekkingar gæta hjá bæjaryfirvöldum á Akureyri varð- andi eðli og starfsemi skrifstof- unnar. Starfsemin sé fyrst og fremst stjórnsýslulegs eðlis, ekki vísindaleg eða fræðileg. Hlutverk skrifstofunnar sé að framkvæma og fylgja eftir ákvörðunum stjórnar CAFF sem samsett sé af fulltrúum heimskautaþjóðanna átta en hún hafi sjálf ekki nema að takmörkuðu leyti frumkvæði að verkefnum. Bæjarstjórn Akur- eyrar hefur ályktað gegn bréfi sem Snorri sendi umhverfisráð- herra og bæjarstjórinn á Akureyri var harðorður í garð Snorra í laugardagsblaði Dags. Lágkúra bæjarstjóra Vísar Snorri því þá algjörlega á bug að hans eigin fjölskylduað- stæður hafi áhrif á málflutning hans og afstöðu til starfs skrif- stofunnar’? „Eg vísa því á bug að því Ieyti að það væri alveg sama hvort framkvæmdastjórinn væri búsettur hér á Akureyri. Skrif- stofan væri jafn einangruð þótt hann færi daglega í vinnuna á hjóli á meðan ég þarf að fljúga. Mínar persónulegu aðstæður koma þessu máli ekkert við og það er lágkúrulegt af bæjarstjóra Akureyrar að ýja að því að ég eigi í einhverri persónulegri baráttu vegna málsins.“ Hefur hugleitt að hætta Snorri hefur ekki fengið viðbrögð við bréfi sínu til ráðherra þar sem hann óskar eftir breytingum á aðstæðum á Akureyri eða flutn- ingi skrifstofunnar suður. Hve mikið leggur hann undir ef engin viðbrögð verða við óskum hans? „Mér finnst afar ódrengilegt af Kristjáni Þór bæjarstjóra að segja að ég eigi frekar að hugsa um að hætta þessu starfi, en að rústa því. Það felst í þeim orðum hans að bærinn hafi sjálfur unnið þetta ágæta starf eins og hann kallar það. Menn ættu kannski að hugsa um í hverju uppbygging starfsins hérna felst. Eg ætla ekki að taka mér allan heiðurinn, en skrifstofa af þessu tagi er auðvit- að ekki veggir heldur fólk og ég hef lagt mig fram um að sinna þessu starfi vel. Eg hef vissulega um nokkurt skeið hugleitt að hætta, en þá færi það uppbyggin- arstarf sem ég hef unnið á byij- unarreit." — BÞ Vilja virkja í Bjamarfiagi Verkalýðsfélag Húsavíkur hefur sent iðnaðarráðherra ályktun stjórnar félagsins þess efnis að félagið taki heilshugar undir ályktun sveitarstjórar Skútu- staðahrepps um hagkvæmni þess að virkja í Bjarnarflagi. Er í álykt- uninni skorað á iðnaðarráðherra að beita sér fyrir því að Alþingi samþykki heimild til virkjunar í Bjarnarflagi. Sjö sveitir hækka útsvarsprósentima Átta sveitarfélög hafa tilkynnt um breytingar á útsvarsprósentu sinni fyrir árið 1999, samkvæmt yfirliti frá Sambandi sveitarfélaga. Sjö þeirra hækka álagningarprósentuna og þrjú þeirra, Borgarfjörður, Bolungarvík og Húsavík, innheimta hámarksprósentu (12.04%) á næsta ári. Út lágmarksálagningu (11.24%) og upp undir hámarkið fara Reykjavíkurborg (í 11.99%) og Vestmannaeyjar (11.94%), en Skaftárhreppur fer mun hóflegar í sakirnar sem og Kolbeinsstaðahreppur. Skagahreppur lækkar hins vegar útsvars- prósentu sína örlítið. Af 124 sveitarfélögum í landinu er nú 71 komið í leyfilega hámarksálagningu en einungis fimm eru eftir með útsvar í lágmarki: Seltjarnarnes, Garðabær, Skilmannahreppur, Skorradalshreppur og Ásahreppur. Þeir þrír síðastnefndu eiga „gullegg", þ.e. hafa miklar tekjur af stóriðju, virkjunum og/eða sumarbústöðum. Rúmur tugur sveitarfélaga verður ennþá með álagningarprósentu Iægri en 11.75%. Styrkja Krabbameinsfélag Frá afhendingu fjárins í gær. Stjórn Hafnasamlags Norðurlands hefur ákveðið að styrkja Krabbameinsfélag Akureyrar um 30 þúsund krónur í stað þess að senda viðskiptavinum sínum jólakort. Þetta er gert í minningu Guðmundar Sigurbjörnssonar fyrrverandi hafnarstjóra sem lést sl. sumar langt um aldur fram.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.