Dagur - 22.12.1998, Blaðsíða 8

Dagur - 22.12.1998, Blaðsíða 8
8 -ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 199 8 FRÉTTASKÝRING Streðum þetta ekki i SIGURDÓR SIGURDÓRS SON SKRIFAR Formeim Allokkaima segja samningaviðræð- um við Kveimalistaim lokið - komimar segja þreifingar í gangi bak við tjöldin. Enda þótt formenn A-flokkanna og fulltrúar sömu flokka í níu manna nefndinni til undirbún- ings framboði fyrir samfylking- una, hafi lýst því yfir að frekari fundahöld og samningaumleitan- ir við Kvennalistann séu ekki á dagskrá tala kvennalistakonur enn eins og málið sé á dagskrá. Síðastliðinn laugardag óskaði Kvennalistinn eftir fundi í nefnd- inni. Þar komu fram sömu kröfur frá þeim og A-flokkarnir höfðu áður hafnað og lauk svo fundi að ekkert breyttist. Þar ræddu kvennalistakonurnar enn um að fá 3. og 7. sætið á listanum í Reykjavík. Kratar tóku fyrir löngu af skarið með það að ekki komi til greina að Kvennalistinn fái eitt af þremur efstu sætunum. En 4. sætið stendur þeim til boða. „Það eru haínar þreifingar bak við tjöldin til að reyna að finna lausn,“ sagði Þórunn Sveinbjarn- ardóttir kvennalistakona í samtali við Dag í gær en sagðist að öðru leyti ekkert vilja um stöðuna segja. Guðný Guðbjörnsdóttir þingkona sagði í útvarpsviðtali um helgina að enn væru helm- ings líkur á að Kvennalistinn verði með í samfylkingunni. I Ijósi þess að báðir formenn A- flokkanna hafa lýst því yfir að við- ræðunum sé lokið, A-flokkarnir séu lagðir af stað í kosningaund- irbúning og Kvennalistanum sé velkomið að vera með en sam- kvæmt því samkomulagi sem A- flokkamir hafa gert með sér. „Kvennalistinn verður bara að gera það upp við sig og taka afskarið hvort hann ætlar að vera með og ganga inn í samkomuiag það sem A-flokkarnir hafa gert i lengi," segir Haukur Már Haraldsson einn af samningamönnum Alþýðubandalagsins. mynd: teitur Strekkjum þetta ekki meira Sighvatur Björgvinsson, formað- ur Alþýðuflokksins, sagði í sam- tali við Dag fyrir síðustu helgi að tilraunum til samninga við Kvennalista væri hætt. A-flokk- arnir færu nú að vinna í samfylk- ingarmálunum fyrir alvöru. Kvennalistakonum væri velkomið að vera með ef þær vilja en þá miðað við það samkomulag sem náðst hefur milli A-flokkanna. Hefur eitthvað breyst í þessum málum yfir helgina? „Nei, nú eru menn bara að Ijúka þessum verkum og ef Kvennalistinn vill koma með er honum það velkomið en menn eru ekkert að strekkja þessi mál meira. Undirbúningur að próf- kjörum, þar sem þau fara fram, eða uppstillingu á lista þar sem það á við, hefst síðan fljótlega upp úr áramótunum. Eg á von á því að gengið verði frá reglum um framkvæmdir og annað í flokks- stofnunum A-flokkanna milli jóla og nýárs eða í byrjun næsta árs,“ sagði Sighvatur Björgvinsson í samtali við Dag í gær. Viðræðum er lokið Haukur Már Haraldsson, einn þriggja fulltrúa Alþýðubandalags- ins í níu manna nefndinni, tekur í sama streng. „Það er fullkomið samkomulag milli A-flokkanna í samfylkingar- málunum. Eg met stöðuna í dag á þann veg að ef Kvennalistinn vil vera með þá verður hann að ganga inn í það samkomulag. Eg lít einfaldlega svo á að viðræðum sé lokið. Eg sé ekki til hvers menn ættu að vera að teygja Iopann lengur. Kvennalistinn verður bara að gera það upp við sig og taka af skarið hvort hann ætlar að vera með og ganga inn í samkomulag það sem A-flokkarn- ir hafa gert og staðið hefur Kvennalistanum til boða lengi. Nú þurfa stofnanir A-flokkanna bara að afgreiða málið formlega. Síðan vil ég að sem allra fyrst verði hafist handa við kosninga- undirbúning á öllum sviðum," sagði Haukur Már í samtali við Dag í gær. Margrét Frímannsdóttir, for- maður Alþýðubandalagsins, sagði í samtali við Dag sl. laugardag að hún liti svo á að viðræðum væri lokið, lestin væri lögð af stað og Kvennalistinn réði því hvort hann yrði með eða ekki. Enda þótt formenn A-flokk- anna og fulltrúar þeirra í níu manna nefndinni segi opinber- lega að viðræðum sé lokið halda kvennalistakonur því alltaf fram að málinu sé ekki lokið. Þreifing- ar fari fram bak við tjöldin eða að helmings líkur séu á því að þær verði með í samfylkingunni. Þess- ar yfirlýsingar þeirra hafa ruglað marga í ríminu og fólk segist al- mennt ekki skilja stöðuna. Sam- kvæmt því sem formenn A-flokk- anna segja er viðræðum við Kvennalistann um samfylkingar- mál lokið. Að sögn þeirra sem næst þess- um samningamálum hafa komið eru ástæðurnar fyrir þessari fram- komu kvennalistakvenna einkum tvær. Annars vegar eru nokkrar konur sem eiga sér þann pólitíska draum heitastan að samfylkingA- flokka og Kvennalista verði að veruleika. Þar í hópi er Steinunn Valdís Óskarsdóttir, sem var einn af stofnendum Grósku. Hún og raunar fleiri kvennalistakonur hafa lagt sig mjög fram um að þessi tilraun megi heppnast. Síð- an eru það þær sem sjá bara þing- sætin fyrir Kvennalistann í þessu máli. Þær neita að horfast í augu við þá staðreynd að Kvennalistinn hefur varla mælst í skoðanakönn- unum í mörg misseri. Hann skipti því orðið afar litlu máli fyr- ir samfylkinguna hvað atkvæði snertir. Asýndin væri betri eftir því sem fleiri taka þátt í samfylk- ingunni. Einnig er á það bent að það skiptir ekki máli fyrir Kvennalist- ann, sem talar um að tryggja kon- um 3 þingsæti, hvort þær fá 3. eða 4. sætið í Reykjavík. Krafa þeirra um 3. sætið og það að hleypa öllu upp vegna þess sé bara persónulegur metnaður ein- staklings. Kvennalistanum stend- ur til boða 8. sætið í Reykjavík og 4. sætið á Reykjanesi. Þar með ættu konunum að vera tryggð þijú þingsæti. Þá hefur líka verið á það bent að skipulagið hjá Kvennalistan- um sé ef til vill þeirra örlagavald- ur í þessum samningamálum. Samningakonur Kvennalistans geti ekki komið með tillögur sem þær síðan geta borið undir fund í Kvennalistanum. Þær eru hins vegar sendar til funda með ákveðna uppskrift, sem þær megi alls ekki fara út fyrir. Hver minns- ta ákvörðun er síðan borin upp á símasamráðsfundi Kvennalistans. Þess vegna verður allt svo stirt í vöfum og tekur svo langan tíma að semja við Kvennalistann, segja þeir sem staðið hafa í því í allt haust. SamfylMngin út um land í öllum kjördæmum nema á Aust- urlandi, hefur verið beðið eftir úrslitum samningamála í Reykja- vík. Víða er farið að gæta óþreyju því menn vilja hefja kosningabar- áttuna sem lyrst. I Reykjaneskjör- dæmi hefur Kvennalistanum ver- ið boðið 4. sætið á Iistanum og enginn ágreiningur þar um. Al- þýðubandalagsmenn á Reykja- nesi vilja að fram fari prófkjör vegna þess að þar keppa einir þrír eða fjórir að efsta sæti flokksins á Iista samfylkingarinnar. Þetta eru þau Sigríður Jóhannesdóttir al- þingismaður, Ari Skúlason, fram- kvæmdastjóri ASI, Magnús Jón Arnason kennari og síðan hefur nafn Skúla Thoroddsen lögfræð- ings, bæst í hópinn. Kratar á Reykjanesi hafa lýst því yfir að þeim sé sama hvort fram fari prófkjör með girðingum eða hvort stillt verður upp á lista. A-flokkarnir munu vera sammála

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.