Dagur - 22.12.1998, Blaðsíða 3

Dagur - 22.12.1998, Blaðsíða 3
 PRIÐJUDAGUK 22. DESEMBER 199 8 - 3 FRÉTTIR Nokkrír hættír við að flytja upp á Skaga Starfsmenn Landmælinga ríkisins funduðu í gær með forystumönnum stéttarfélaga sinna og Ragnari H. Hall hæsta- réttarlögmanni um stöðu mála eftir dóm Hæstaréttar og lagasetningar Alþingis í framhaldi afþví. - mynd: þúk Réttarstaða og samu- ingar í lögfræðilegri skoðun. Reiðir starfs- menn. Ekki hugað að lögmæti flutuiuga annarra ríkisstofnaua. „Mér heyrist að nokkrir einstak- lingar sem áður hafa ætlað að flytja til Akraness séu komnir á þá skoðun að gera það ekki,“ segir Ögmundur Jónasson, formaður BSRB. Réttarstaða og samningar Starfsmenn Landmælinga ríkis- ins funduðu í gær með forystu- mönnum stéttarfélaga sinna og Ragnari H. Hall hæstaréttarlög- manni um stöðu mála eftir dóm Hæstaréttar og Iagasetningar Al- þingis í framhaldi af því. Á fund- inum var ákveðið að fela Ragnari H. Hall að skoða málið á lög- fræðilegum nótum, eins og það er orðað. Flestir starfsmenn Land- mælinga eru í Félagi íslenskra náttúrufræðinga sem er aðildar- félag að BHM og Starfsmannafé- lagi ríkisstofnana sem er í BSRB. Bæði BSRB og BHM stóðu að baki málshöfðuninni gegn ríkinu vegna Landmælinga í Hæstarétti. Aður hafði ríkið unnið málið fyr- ir Héraðsdómi Reykjavíkur. Ögmundur segir að það sem einkum sé verið að skoða sé rétt- arstaða starfsmanna og samninga í framhaldi af dómi Hæstaréttar. Hann segir það mat sumra að samningar þeirra séu í uppnámi og þá sérstaklega vegna þess að þeir séu byggðir á ólögmætri að- gerð. Hins vegar hafi ekki komið til umræðu á þessu stigi að skoða lögmæti flutninga hjá öðrum rík- isstofnunum sem fluttar hafa ver- ið eða stendur til að flytja frá Reykjavík og út á land. Þarna er um að ræða t.d. embætti Veiði- stjóra til Akureyrar, Siglingastofn- un til Kópavogs, Skógrækt ríkis- ins austur á land, Lánasjóð land- búnaðarins og hluta af starfsemi íbúalánasjóðs svo dæmi séu nefnd. Starfsmeim reiðir Formaður BSRB segir að starfs- menn séu mjög reiðir yfir því að starfsemi Landmælinga skuli aldrei hafa fengið eðlilega um- Ijöllun á Alþingi. Það litla sem fjallað hefur verið um málið á þingi hafi verið í „skötulíki" og einvörðungu af hálfu stjórnar- andstöðu. Sem dæmi nefnir hann að þegar lög séu sett um það í flýti að starfsemin eigi að flytjast á Akranes, þá sé ekkert rætt um kosti þess og galla. Hann segir að í þessu tiltekna máli séu menn einkum að horfa fram á veginn. Hann segir að niðurstaða Hæsta- réttar sé því ákveðin kenning fyr- ir stjórnvöld. — GRH Búnaðarbakinn er eftirsóttur á markaði. Gengi bankans nær 2.80 Búnaðarbankabréf hafa verið skráð á Verðbréfaþingi Islands frá því á fimmtudag í siðustu viku og síðdegis í gær höfðu bréf upp á um 20 milljónir króna að markaðsvirði skipt um hendur. Gengi bréfanna hefur verið á bilinu 2,70 til 2,78, en meðan á áskrift bankans stóð var hæst boðið 2,56 í kennitölur al- mennra áskrifenda, sem fá bréf- in á genginu 2,15. Almennir áskrifendur fá bréf í bankanum að nafnverði 3.760 krónur og eiga að greiða 8.084 krónur fyrir þau. Miðað við gengið 2,76 á Verðbréfaþinginu er hægt að fá 10.378 krónur fyr- ir „kennitöluna" og verður „gróðinn" þá 2.294 krónur á mann, en þá er ekki tekið tillit til hugsanlegrar þóknunar og skattlagningar. Miðað við áskriftarverðið var virði bankans um 5 milljarðar króna, en hefur hækkað um 1.440 milljónir króna eða 28%. — FÞG Erfðagreining og HA Frá undirritun samstarfssamnings íslenskrar erfðagreiningar og Háskólans á Akureyri í gær. í gær var undirritaður samstarfssamningur milli Háskólans á Akureyri annars vegar og Islenskrar erfðagreiningar hins vegar. Samningurinn miðar að því að efla samvinnu Háskólans og Islenskrar erfðagreining- ar á sviði rannsókna, kennslu og annarrar starfsemi sem hagkvæmt þykir og æskilegt að eiga samstarf um - einkum á sviði heilbrigðisvís- inda. Islensk erfðagreining veitir árlega, næstu fimm árin, styrki til rann- sóknarverkefna við háskólann samkvæmt nánara samkomulagi. Sam- hiiða þessu munu Háskólinn og Islensk erfðagreining hafa með sér samstarf um endurmenntun og námskeiðahald fyrir heilbrigðisstéttir, með áherslu á starfsfólk í heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni. RÚV hættir að auglýsa Ríkisútvarpið hefur ákveðið að nætta að birta auglýsingar sem talist geta áfengisauglýsingar í kjölfar þess að dómsmálaráðuneytið sendi út fyrir helgi áréttingu um að bann við auglýsingum á áfengi væri í fullu gildi. íslenska útvarpsfélagið hyggst áfram auglýsa bjór og áfengi eins og geft hefpf vprifl frá því að dqmur gekk í Héraðsdómj Reykjavjkur. Alfreö Þorsteinsson í prófkjörsslaginn Stuöiiingsmeim A1 freðs vilja hann á þing sem öflugau talsmanu Reykvíhinga. Á fjölmennum stuðningsmanna- fundi Alfreðs Þorsteinssonar, borgarfulltrúa Framsóknarflokks- ins, sl. sunnudag var skorað á hann að gefa kost á sér í væntan- legt prófkjör Framsóknarflokksins í Reykjavík fyrir komandi þing- kosningar. Hann hefur lengi starf- að í Framsóknarflokknum í Reykjavík en fram til þessa helgað sig borgarmálunum eingöngu. „Eftir þennan fund mun ég verða við þessum óskum og gefa kost á mér í prófkjörið," sagði Al- freð í samtali við Dag í gær. Hann var þá spurður hvers vegna hann hefði ekki fyrir Iöngu gefið kost á sér í prófkjör flokks- ins fyrir þingkosningar? „Ástæðan fyrir því er sú að ég hef ekki átt neitt frumkvæði að því nú að fara í þetta prófkjör fyr- ir þingkosningarnar. Ég hef alla tíð helgað mig borgarmálum. Nú Alfreð Þorsteinsson. er fólk í íjölmennum hópum að skora á mig að gera þetta. Það fólk telur að mín verk á vegum borgarmála hafi verið með þeim hætti að ég eigi fullt erindi á þing til að reka þar málefni Reykvík- inga. Mönnum finnst kannski að það vanti kröftugri þingmenn fyr- ir kjördæmið," sagði Alfreð. Hann var spurður hvort hann ætlaði að keppa gegn Finni Ing- ólfssyni að 1. sæti listans? „Ég tel að Finnur Ingólfsson ætti að vera óumdeildur í 1. sæti Finnur Ingólfsson. listans. Hann hefur verið í því sæti sem þingmaður flokksins, ráðherra og varaformaður flokks- ins. Milli okltar Finns hefur alltaf verið góð samvinna. Því tel ég eðlilegt að hann haldi því sæti. Það er því 2. sætið sem ég hef hug á,“ sagði Alfreð. Fleiri munu keppa að 2. sætinu á lista Framsóknarflokksins. Þar hafa verið nefndar þær Arnþrúður Karlsdóttir varaþingmaður, Jón- ína Bjartmars og Vigdís Hauks- dóttir. - S.DÓR Eggert Haukdal segir af sér Eggert Haukdal hefur sagt af sér sem oddviti Vestur-Landeyja- hrepps. Að því er sagði í fréttum Utvarpsins í gærkvöld koma fram í ársreikningi hreppsins fyr- jr síjðasta |r atriði sem etpjprr skoðendur gera alvarlegar at- hugasemdir við, og eru þau þan- nig að þau stangast jafnvel á við bókhaldslög. Er nú unnið að gerð nýs reiknings sveitarsjóðs. A fireppsnefndaríundi í gær var afsögn Eggerts samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. I fréttatilkynningu frá hrepps- nefndinni segir að afsögn Egg- erts komi til af persónulegum ástæðpxn haps. - §bs

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.