Dagur - 31.12.1998, Page 25

Dagur - 31.12.1998, Page 25
X^nr. FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 199B - 41 ÁRAMO TALÍFIÐ í LANDINU Kristjánsson, Val og Brynja Steinsen, Val bestu sóknar mennirnir og Halldór Sig- fússon, KA og Dagný Skúla- dóttir, FH efnilegustu Ieik- mennirnir. Glíma Ingibergur Sigurðsson, Vík- verja varð Glímukóngur Is- lands í 88. Islandsglímunni sem fram fór í Reykjavík. Ingi- bergur hlaut 7,5 vinninga og tapaði engri glímu í keppninni. Knattspyrna Keflvíkingar urðu „Meistarar meistaranna" eftir 3-1 sigur á Is- landsmeisturum IBV í Keflavík. Framarar urðu Reykjavíkur- meistarar í knattspyrnu, er þeir sigruðu Val 2-0 í úrslitaleik mótsins. Þórsarar urðu JMJ-meist- arar Norðurlands, þegar þeir sigruðu KA 3-1 í úrslitaleik mótsins. Breiðablik varð deildarbikar- meistari í kvennaflokki, eftir 3-2 sigur á Val í úrslitaleik. Sund Keppnissveit Sundfélags Haín- arfjarðar varð Norðurlanda- meistari í garpasundi á Norð- urlandamótinu sem haldið var í Sundhöll Reykjavíkur. Lyftingar Jón Gunnarsson, kraftlyftinga- maður, setti átta Islandsmet á íslandsmótinu í kraftlyftingum og sigraði með yfirburðum í 100 kg flokki. Sigurvegarar í öðrum flokkum voru: Jón B. Reynisson í +125 kg flokki, Vilhjálmur Hauksson í 110 kg flokki, Alfreð Björns- son í 90 kg flokki, Alex Cala í 80 kg flokki, Halldór Eyþórsson í 75 kg flokki og Hugrún Hilmarsdóttir í kvennaflokki. Snóker Kristján Helgason varð Evrópumeistari í snóker, þegar hann gjörsigraði Möltubúann Alex Borg 7-2 í úrslitaleik keppninnar. Arangurinn er sá besti sem Islendingur hefur náð í snóker tilk þessa. Frjálsar íþróttir Þórey Edda Elísdóttir, FH, setti nýtt íslands- og Norðurlanda- met í stangarstökki utanhúss er hún stökk 4,18 m á stökkmóti í Hafnarfirði. Hún bætti þar með met Völu Flosadóttur frá 1996, sem var 4,17 m. Júní Snóker Jóhannes B. Jóhannesson varð Islandsmeistari í snóker þegar hann sigraði Evrópumeistarann Kristján Helgason í úrslitaleik. Sund Keflvíkingar urðu stigahæstir á Aldursflokkameistaramótinu í sundi sem fram fór í Kópavogi. I 2. og 3. sæti urðu SH ogÆgir. íslandsmeistaramótið í sundi fór fram í Laugardal. Hjalti Guðmundsson, SH náði besta árangri allra keppenda og hlaut þar með Pálsbikarinn eftirsótta annað árið í röð. Almenningsíþróttir Árlegt kvennahlaup fór fram sunnudaginn 21. júní á 82 stöðum á landinu. Mjög góð þátttaka var í hlaupinu, en yfir 22 þúsund konur hlupu. JÚlí Golf Sigurpáll Geir Sveinsson, GA, varð sigurvegari í opnum flokki á Arctic Open golfmótinu á Akureyri. Meistaramót eldri kylfifnga fór fram á Grafarholtsvelli og urðu þau Sigríður Mathiesen, GR, og Sigurður Albertsson, GS, sigurvegarar án forgjafar. Frjálsar íþróttir íslenska karlalandsliðið í fjöl- þraut náði þeim frábæra árangri að verða í 1. sæti í Evrópu- keppni 2. deildar, sem fram fór í Laugardal. Auk Islendinga voru Danir, Irar og Belgar með í keppninni og náði Jón Arnar Magnússon bestum árangri allra keppenda. Athygli vakti góður árangur Bjarna Þórs Trausta- sonar sem náði 4. sæti i keppninni. Islenska karlaliðið færist þar með í 1. deild Evrópukeppninnar. íslenska kvennaliðið lenti í 3. sæti keppninnar, en þar kepptu einnig lið Spánveija og Sviss- lendinga og sigruðu Spánveijar. Þórey Edda Elísdóttir varð Norðurlandameistari ungmenna í stangarstökki. ÍR-ingar urðu sigursælastir á meistaramóti Islands sem fram fór í Laugardal og hlutu alls 224,5 stig. Næstir komu FH- ingar með 187 stig og síðan UMSS með 119 stig. Bestum árangri allra keppenda náði IR-ingurinn ungi, Karl Hjartarson, sem stökk 2,17 m í hástökki og setti þar með nýtt íslandsmet. íþróttir fatlaðra Geir Sverrisson setti nýtt Islands- met í 100 m hlaupi, flokki T46, þegar hann hljóp á 11,13 sek. á opna þýska meistaramóti hreyfihamlaðra. Hann varð í 2. sæti 100 m hlaupsins, en sigraði í 400 m hlaupi á 50,61 sek. Siglingar íslandsmótið í siglingum á Optimist og Europe kænum fór fram á Akureyri. Sigurvegari í Optimistflokki varð Skúli Þórarinsson, Brokey, en Snorri Valdimarsson, Ymi, sigraði í Europe-flokki. Islandsmótið í flokki Secret- báta fór fram í Hafnarfirði og varð áhöfn á Sif frá Kópavogi Islandsmeistari. Skipstjóri var Ólafur Bjarnason. Almenningsíþróttir Akureyrarmaraþon fór fram þann 18. júlí. Þau Martha Ernstdóttir og Sigmar Gunn- arsson urðu sigurvegarar í hálfmaraþoni, en í 10 km hlaupi þau Bryndís Brynjarsdóttir og Rune Bolaas. Borðtennis Guðmundur E. Stephensen, Islandsmeistari í borðtennis varð í 2. sæti í tvíliðaleik á Evrópumeistaramóti unglinga í borðtennis. Guðmundur lék með Dananum Michael Maze en þeir leika sarnan hjá danska félaginu Odense Boldklub. Ágúst Sund Örn Arnarson, SH, setti sex íslandsmet á Evrópumeistara- móti unglinga sem fram fór í Antwerpen í Belgíu. Hann náði 2. sæti í 200 m baksundi og einnig 2. sæti í 200 m skriðsundi. Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir, IA, stóð sig einnig vel á mótinu og setti eitt Islandsmet, í 100 m skriðsundi. Golf Þau Ragnhildur Sigurðardóttir, GR, og Sigurpáll Geir Sveins- son, GA, urðu Islandsmeistarar í meistaraflokki á íslandsmótinu í golfi, sem fram fór á Hólmsvelli í Leiru. I 1. flokki sigruðu þau Helga Gunnarsdóttir, GK, og Rósant Birgisson, NK, en í 2. flokki þau Birgir Guðmundsson, GOB, og Hjördís Ingvarsdóttir, GR. Golfklúbbur Akureyrar sigraði á Islandsmótinu í sveitakeppni 1. deildar karla og Golfklúbbur- inn Kjölur í 1. deild kvenna, á sveitamótinu sem fór fram á Jaðarsvelli á Akureyri. Frjálsar íþróttir Jón Arnar Magnússon lenti í 4. sæti tugþrautarkeppninnar á Evrópumeistaramótinu sem fram fór í Budapest. Islendingar eignuðust þijá Norð- urlandameistara á Norðurlanda- móti unglinga sem fram fór í Danmörku. Jón Asgrímsson, FH, sigraði í spjótkasti, Sveinn Þórarinsson, FH, sigraði í 400 m grindahlaupi og Vala Flosa- dóttir, IR, í stangarstökki. FH-ingar urðu bikarmeistarar f frjálsum íþróttum 5. árið í röð. Þeir sigruðu ÍR-inga með 10 stiga mun eftir spennandi keppni. Almenningsíþróttir Metþátttaka varð í Reykjavíkur- maraþoni sem fór fram 23. ág- úst. Sigurvegarar í heilu mara- þomi urðu Bretinn Dan Rath- bone í karlaflokki og Lorraine Masouka frá Bandaríkjunum í kvennaflokki. I hálfmaraþoni sigraði Tansaníumaðurinn Onesmo Ludago og Martha Emstdóttir. í 10 km hlaupi sigruðu Daníel Smári Guð- mundsson og Helga Björns- dóttir. Knattspyrna KR-ingar urðu deildabikar- meistarar í knattspyrnu eftir 8-7 sigur á Valsmönnum eftir fram- Iengingu og vítaspyrnukeppni í úrslitaleik á Laugardalsvelli. KR-ingar hófu leikinn án sjö fastamanna og var staðan 1-1 eftir venjulegan leiktíma. Eyjamenn urðu bikarmeistarar í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á Leiftri í úrslitaleik bikarsins í Laugardal. Bræðurnir Stein- grímur og Hjalti Jóhannessynir skoruðu mörkin. September Knattspyma Islenska karlalandsliðið, undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar, gerði 1-1 jafntefli við heims- meistara Frakka, í riðlakeppni Evrópumóts landsliða í Laugar- dalnum þann 5. september. Ríkharður Daðason kom Is- lendingum yfir, þegar hann skallaði í markið eftir auka- spyrnu Rúnars Kristinssonar, en Dugarry jafnaði fyrir heims- meistarana úr einu af fáum fær- um þeirra í leiknum. KR varð Islandsmeistari í kvennaflokki eftir hreinan úrslita- leik gegn Val í síðustu umferð Meistaradeildarinnar. KR fékk 39 stig, en Valur sem varð í 2. sæti fékk 36 stig. I 3. sæti Ienti Breiðablik með 29 stig. Olga Færseth, KR, varð lang- markahæst í deildinni með 23 mörk. Breiðablik varð bikarmeistari í kvennaflokki eftir 3-2 sigur á KR í úrslitaleik á Laugardalsvelli. Ejjamenn urðu Islandsmeist- arar í karlaflokki, eftir 0-2 sigur i hreinum úrslitaleik gegn KR- ingum í síðustu umferð Lands- símadeildarinnar. Þar með voru báðir stóru titlarnir í höfn hjá Eyjamönnum, sem fengu alls 38 stig, en KR-ingar sem urðu í 2. sæti fengu 33 stig og Skagamenn 30 í 3. sætinu. Tómas Ingi Tómasson, Þrótti hlaut flest stig í vali Dags á „Manni leiksins" og hlaut þar með Dagsbikarinn glæsilega. Frjálsar íþróttir Jón Arnar Magnússon varð sigurvegari í tugþraut á sterku stigamóti sem haldið var í Tal- ance í Frakklandi. Þetta var fyrsti sigur Jóns Arnars á stórmóti erlendis. Handknattleikur KA-menn urðu „meistarar meistaranna" í handknattleik, þegar þeir lögðu Valsmenn að velli á Akureyri, 29-26. Október Knattspyrna Eyjamenn urðu „Meistarar meistaranna" þegar þeir unnu Leiftur 2-1 á Laugardalsvelli í síðasta leik tímabilsins. í lokahófi KSÍ voru þau David Winnie, KR, og Olga Færseth, KR, valin leikmenn ársins, en þau Þóra B. Helgadóttir, Breiðabliki, og Ólafur Gunnarsson, ÍR, voru valin efnilegust. Islenska karlalandsliðið gerði markalaust jafntefli gegn Arm- enum í riðlakeppni Evrópumóts landsliða í Armeníu. Eftir þann leik var komið að heimaleiknum gegn Rússum sem margir höfðu beðið spenntir eftir. Þar gerðist það ótrúlega, íslenska liðið sigraði 1-0, eftir sjálfsmark Rússa. íþróttir fatlaðra Þrír íslenskir keppendur, þau Pálmar Guðmundsson, Bára B. Erlingsdóttir og Kristín Rós Hákonardóttir tóku þátt í heimsmeistaramóti fatlaðra í sundi sem fram fór á Nýja- Sjálandi. Þau stóðu sig öll vel á mótinu og settu þau Pálmar og Kristín Rós bæði ný heimsmet. Pálmar í 200 og 100 m skrið- sundi og Islandsmet í 50 m skriðsundi. Kristín setti heims- met í 50 m skriðsundi og ís- landsmet í 100 m skriðsundi. Snóker Þeir Jóhannes B. Jóhannesson og Sumarliði D. Gústafsson tóku þátt í heimsmeistaramóti áhugamanna í snóker sem fram fór í Kína. Jóhannes komst áfram í 32 manna úrslit, en féll síðan úr keppni í 1. umferð úrslitakeppninnar. Nóvember Körfuknattleikur Keflvíkingar urðu Eggjabikar- meistarar, eftir 88-81 sigur á Grindvíkingum í Laugardals- höllinni. Grindavík vann Njarð- vík 82-77 í undanúrslitum og Keflavík vann KR 98-84. Sund Sundfélag Hafharfjarðar varð bikarmeistari í sundi 4. árið í röð og setti nýtt stigamet, 30422 stig. Keflavík varð í 2. sæti og Ægir í 3. sæti. Örn Arnarson, SH, setti fjögur ný íslandsmet á mótinu og boðsundsveitir SH settu einnig Ijögur ný Islandsmet. Skíði Kristinn Bjömsson skíðakappi náði 11. sæti í svigi á heimsbikarmótinu sem fram fór í Park City og er þar með kominn í 14. sæti á stigalistanum. Handknattleikur íslenska handknattleikslandslið- inu tókst ekki að komast í úrslitakeppni HM, sem fram fer í Egyptalandi á næsta ári. Aðeins vantaði eitt stig til að tryggja far- seðilinn á HM, en Ungverjar komust áfram á hagstæðara markahlutfalli, eftir sigur á ís- lenska liðinu í Ungverjalandi. Segja má að tapleikur íslenska liðsins í Sviss hafa gert útslagið, þar sem íslenska liðið tapaði 23- 25. í öðrum leikjum vann ís- lenska liðið sannfærandi sigra, gegn Finnum heima og heiman og heimaleikina gegn Sviss og Ungverjalandi. Körfuknattleikur Körfuknattleikslandsliðið tók þátt í Evrópukeppni landsliða og lék í riðli með Króötum, Eistum, Hollendingum, Lit- háum og Bosníumönnum. Þegar 8 umferðir hafa verið Ieiknar í keppninni eru íslend- ingar í neðsta sætinu með ekkert stig og eiga eftir heimaleiki gegn Bosníumönnum og Litháum. Desember Júdó Vernharð Þorleifsson, KA, sigr- aði í opnum flokki á Islands- mótinu í júdó sem fram fór í Laugardalshöll. Sund Þau Örn Arnarson, SH, Elín Sigurðardóttir, SH, Hjalti Guðmundsson, SH, og Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir, ÍA, tóku þátt í Evrópumeistara- mótinu í sundi sem fram fór í Sheffield á Englandi. Örn Arnarson vann það frá- bæra afrek á mótinu að verða Evrópumeistari í 200 m baksundi og var hann í mótslok valinn efnilegásti sundmaður Evrópu. Kolbrún Ýr setti á mótinu Islandsmet í 50 m baksundi og Hjalti Guðmunds- son í 50 m bringusundi. íþróttir fatlaðra Kristín Rós Hákonardóttir og Pálmar Guðmundsson voru valin íþróttamenn ársins úr röð- um fatlaðra íþróttamanna. Eyjamenn urðu „Meistarar meistaranna".

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.