Dagur - 26.01.1999, Blaðsíða 1

Dagur - 26.01.1999, Blaðsíða 1
Eklá brugðist við sj álfs vígshættu einstaklingar hefðu á einhveiju stigi refsivistar sinnar verið vistaðir á réttargeðdeild til mats og meðferðar, ef slíkt úrræði... hefði verið til staðar.“ Kuldi og léleg loftræsting I því eintaki skýrslunnar sem ákveðið var að gera opinbera (jöl- miðlum, hefur kafla verið sleppt þar sem sérstaklega er vikið að föngunum þremur og persónu- legum málum þeirra. Hins vegar kemur fram að allir dvöldu þeir „á gangi 3 í húsi 3“, þar sem erf- iðustu fangarnir eru oft, þeir sem eiga í hvað mestum erfið- leikum. „Vegna skorts á vinnu hafa fangarnir ekkert fyrir stafni og því mikið tilbreytingarleysi ríkj- andi. Nýlega hefur vinna við öskjugerð verið tekin frá fyrir fanga í húsi 3 og er það til bóta. I viðtölum nefndarmanna við fanga í húsi 3 gangi 3 kvörtuðu þeir allir undan lélegri loftræst- ingu... þá hafa fangar kvartað yfir því að á veturna sé þar mjög kalt,“ segir í skýrslunni. - FÞG Sjá einnig O'pnugrein bls. 8-9. Risastyrkur til íslensks lækiiis Margrét Þórhildur Danadrottn- ing afhenti Karli Tryggvasyni, lækni í gær rúmlega einn milljarð í styrk til rannsókna á sykursýki. Karl er prófessor í Iæknisfræði- legri efnafræði við Karolinska sjúkrahúsið í Stokkhólmi og stýr- ir norrænu rannsóknarverkefni sem hefur það markmið að hjálpa þeim fjölmörgu sykursýkisjúk- lingum sem eiga á hættu að fá fylgikvilla er valda m.a. nýrnabil- un og blindu. I rannsóknarhópn- um eru leiðandi sérfræðingar á ýmsum sviðum, m.a í sameinda- líffræði, frumulífræði og erfðavís- indum. Það er Novo Nordisk sjóðurinn sem veitir styrkinn sem er einn sá stærsti sem veittur hefur verið til læknisfræðilegra rannsókna í heiminum. Það er betra að klæða sig eftir veðri og aðstæðum og vegfarendur a Akureyri voru við öllu búnir í gær þegar Ijósmyndari Dags varð á vegi þeirra. Spáð er rysjóttri tíð næstu daga, þar sem allkröpp lægð nálgast landið. Sérstök rannsóknar- nefnd segir engin úr ræði hafa verið til á Litla-Hrauni til að bregðast vid verulegri sjálfsvígshættu hjá þremur föngum. Fangarnir þrír sem sviptu sig lífi á Litla-Hrauni í mars og júní á síðastliðnu ári voru allir í veru- Iegri sjálfsvígshættu, en á sama tíma var engin aðgerðaráætlun til í fangelsinu um viðbrögð und- ir slíkum kringumstæðum. Þetta er meðal annars niðurstaðan í skýrslu óháðrar nefndar um or- sakir sjálfsvíganna þriggja. Nefndin telur að þótt fangarnir þrír hafi fengið mikla þjónustu læknis og sálfræðings hefði það úrræði þurft að vera fyrir hendi að vista fangana tímabundið á réttargeðdeild - slík bráðainn- lögn ætti samkvæmt þessu að vera jafn sjálfsögð og bráðainn- lögn vegna t.d. lungnabólgu eða ámóta Iíkamlegra kvilla. Fangaxnir þrír í verulegri hættu Ekkert slíkt úrræði er nú fyrir hendi og er það tillaga nefndar- innar að úr því verði bætt. Skýrslan var rædd á fundi ráðherra og yf- irmanna dómsmála- ráðuneytisins í gærmorgun og hefur verið send fjölskyld- um fanganna þriggja til yfir- lestrar. I nefndinni áttu sæti Páll Hreinsson, dósent í lög- um, Hannes Pétursson geðyfirlæknir og Sig- urjón Björnsson sálfræðingur. Þeim var sl. sumar falið af dóms- málaráðherra að kanna orsakir sjálfsvíga fanganna þriggja og jafnframt að Ieggja fram tillögur til úrbóta. Formaðurinn vildi ekki tjá sig um innihald skýrsl- unnar og vísaði til þess að staða nefndarinnar væri ámóta og hjá Umboðsmanni Alþingis eða dómstóls - ekki sé viðeigandi að nefndar- mennirnir taki þátt í umræðunni. Hvað sjálfs- vígin varðar telja þeir að orsakanna sé að leita í sam- verkan nokk- urra þátta. „Telja má að aðstæður, einkenni og áhættuþættir þeirra þriggja einstaklinga, sem um ræð- ir, hafi verið með svipuðum hætti og Iýst hef- ur verið við mat á hugsanlegum orsökum sjálfsvíga í fangelsum í öðrum löndum. Það má því ætla að í þessum þremur tilvikum hafi verið um verulega hættu á sjálfsvígi að ræða,“ segir í skýrsl- unni. „... má ætla að viðkomandi Aðbúnaður á Litia-Hrauni er hvergi nærri nógu góður samkvæmt mati rannsóknarnefndar. Eitt afþví sem verið er að kanna er framleiðsla á ostalíki og hefur Mjólkursamlag KEA séð um til- raunir á því sviði Verksmiðju- rekstur með S-Afríku? Fjögur samstarfsverkefni eru til skoðunar hjá Iðnaðar- og við- skiptaráðuneytinu og fulltrúum Suður Afríku, þar sem ódýr gufu- orka Islands er í burðarhlutverki. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Finnur Ingólfsson, er nú staddur í S-Afríku, þar sem reynt verður að festa í sessi samvinnu land- anna á sviði nýsköpunar í iðnaði. Gerð hefur verið forathugun á hagkvæmni þess að reisa 100 þúsund tonna verksmiðju á land- inu sem nota myndi 120 þús. tonn af sykri eða sterkju og reyndist niðurstaðan sú að slík verksmiðja yrði hagkvæm. Ur þessu yrði lífrænt grunnefni unnið, polyol, sem er mikið not- að í ýmsum plastiðnaði, mat- vælaframleiðslu, lyfjum og snyrtivörum. Samkvæmt gögn- um frá iðnaðarráðuneytinu er vinnsla polyols úr sykri umhverf- isvæn. Ostalíki I öðru Iagi hefur verið samvinna milli Mjólkursamlags KEA og Suður-Afríkumanna um fram- leiðslu á ostalíki úr jurtaolíum. Tilraunir lofa góðu og hafa S- Afríkumenn óskað eftir samstarfi um þróunarverkefni f S-Afríku fyrir þá sem eru með mjólkuró- þol. Þriðja samstarfsverkefnið lýtur að framleiðslu á iðnaðaralkóhól- um hér á landi. Verkefnið byggir á aðgangi að alkóhólblöndu frá Suður Afríku til að skilja blönd- una sundur og aðgangi að hag- kvæmri jarðgufu á Islandi. Fjórða verkefnið er svo flúor- húðun á plasti sem breytir yfir- borði plastsins þannig að gegn- dræpi þess minnkar, t.d. gagn- vart leysiefnum. Fyrirhugað er að senda sýnishorn af framleiðslu íslenskra plastfyrirtækja til Suð- ur Afríku og prófa þau þar. — BÞ iirsamc Venjulegirog demantsskomir trúlofunarhringar GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI • SÍMI 462 3524

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.