Dagur - 26.01.1999, Blaðsíða 4

Dagur - 26.01.1999, Blaðsíða 4
4- ÞRIDJUDAGUR 26. J A N Ú A R 1999 ro^r FRÉTTIR L. Umferðarslys kosta 11-15 milljarða á árí Samkvæmt útreikningum Hagfræðistofnunar Háskóla íslands nemur kostn- aður þjóðfélagsins af umferðarlysum um 11-15 miljörðum króna á ári. Raimsóknamefnd um- ferðarslysa. Óháð og sjálfstæð nefnd. Af 15 banaslysum í fyrra hefðu 14 lifað með notkuu bílhelta. „Nefndinni var markaður sá far- vegur að hún skyldi starfa full- komlega sjálfstætt og óháð öðr- um stjórnvöldum og rannsóknað- aðilum,“ segir Símon SigvaldSfr son, skrifstofustjóri Hæstaréttar og fulltrúi í Rannsóknarnefnd umferðarslysa. Dauðaslys Akveðið hefur verið að nefndin muni rannsaka öll dauðaslys sem verða í umferðinni í ár. Nefndin mun einnig fara yfir öll gögn um dauðaslys á síðasta ári. Þá létust 27 manns í umferðarslysum. Þórhallur Ólafsson, aðstoðar- maður dómsmálaráðherra og for- maður Umferðarráðs, segir að af 15 banaslysum hefðu 14 lifað ef þeir hefðu verið í bílbeltum. Hann sagði að samkvæmt út- reikningum Hagfræðistofnunnar Háskóla Islands næmi kostnaður þjóðfélagsins af umferðarlysum um 11-15 milljörðum króna á ári. Það væri því mikið í húfi að geta fækkað slysum. Trúnaðarmál A blaðamannafundi Rannsókn- arnefndar umferðarslysa fyrir helgi var bent á að markmiðið væri að auka þekkingu og skiln- ing á orsökum umferðarslysa. Nefndin mun jafnframt verða til ráðgjafar, veita aðhald og koma með tillögur um það sem betur má fara í umferðinni. Allar upp- lýsingar um slys sem nefndin rannasakar verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál og nafnleyndar verður gætt. Þá mun nefndin ekki skipta sér af lagalegri hlið slysa s.s. skaðabótaskyldu og þessháttar. Þá hefur tölvunefnd gefið nefndinni heimild til að- gangs að skráðum persónuupp- lýsingum við rannsókn mála. Stefnt er að því að fyrsta skýrsla nefndarinnar liggi fyrir í byrjun næsta árs. 1 nefndinni eiga sæti Símon Sigvaldason, skrifstofustjóri Hæstaréttar, Jón Baldursson, yfirlæknir á slysa- og bráðamóttöku Sjúkrahúss Reykjavíkur og Rögnvaldur Jóns- son, framkvæmdastjóri tækni- sviðs Vegagerðarinnar. -GRH Traustur, alvöru, upphækkanlegur, 4x4 jeppi á ÓTRÚLEGU verði • Hátt og lágt drif Byggður á grind • Kraftmikil og hljóðlát vél • Einstaklega góður í endursölu ALLIR SUZUKI BlLAR ERU MEÐ: • vökvastýri • 2 loftpúða • • aflmiklar vélar • samlæsingar • rafmagn i rúðum og speglum • • styrktarbita í hurðum • • samlitaða stuðara • Sjálfskipting kostar 150.000 KR. $ SUZUKI SUZUKI BILAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. www.suzukibilar.is 1*830.000 kr. — JL/0 Fœröu emhœrstoðor mmrmjyrwþettm mrö? #&&***%■ „Fnunsýitiiig66 áDalvík Leiklistin hefur verið með mikl- um blóma á Dalvík undanfarin ár. Síðasta vetur sýndi Leikfélag Dalvíkur, sem er 55 ára um þessar mundir, „Að eilífu" og nú er hafin samlestur að gaman- Ieikritinu „Frumsýningu" sem er eftir heimamanninn Hjörleif Hjartarson í Svarfaðardal, fjórð- ung Tjarnarkvartettsins. Frumsýning verður í Ung- mennafélagshúsinu á Dalvík 6. mars nk. en hlutverk í leikritinu eru 21 talsins. Leikstjóri er Sig- rún Valbergsdóttir, en hún leik- stýrði fyrir nokkrum árum „Sturlungasögu“ sem Leikfélag Dalvíkur fór þá með á fjalirnar. Byggðarmerki Menningar- málaráð Dal- víkurbyggðar hefur óskað eftir tillögum að byggðar- merki fyrir sveitarfélag- ið. Byggðar- merkið skal vera í sam- ræmi við meginreglur skjaldar- merkjafræðinnar, eftir því sem unnt er, bæði hvað varðar lögun og litareglur. Æskilegt er talið að notaðir séu hreinir og óblandað- ir litir í merkið. Umsóknarfrest- ur rann út 15. janúar sl. Hið gamla byggða- merki Dalvíkur geng- ur ekki lengur eftir sameiningu sveitarfé- laga í Dalvíkurbyggð Aðild að Minja safninu á Akur- eyri Dalvíkurbyggð hefur samþykkt aðild að Minjasafni Akureyrar en með því skilyrði að Dalvíkur- byggð verði aðili að safninu á Akureyri en rekstur og ábyrgð á byggðasafninu á Dalvík verði settur undir stjórn þess. A byggðasafninu á Dalvík er m.a. stórmerkilegt safn Jóhanns Svarfdælings, betur þekktur sem Jóhann risi. Greiðslur Minja- safnsins vegna safnsins verða 1,4 milljónir króna á ári en Dal- víkurbyggð greiðir sama íbúa- gjald til Minjasafnsins og önnur sveitarfélög ár hvert. Samtök hags- mimaaðila í ferðaþjónustu og kaupmanna Síðla árs 1998 voru stofriuð sam- tök hagsmunaaðila í ferðaþjón- ustu og kaupmanna en starfs- svæðið er Dalvíkurbyggð og Hns- ey. Formaður samtakanna er Símon Ellertsson en Guðrún Pálína Jóhannsdóttir, bæjarritari á Dalvík, verður tengiliður við bæjarstjórn. Hlutverk samtak- anna er m.a. að sjá um mótun framtíðarstefnu í ferðamálum á svæðinu og vinna að markaðs- setningu svæðisins og stuðla að nýjungum í ferðaþjónustu. Sam- tökin eigi að vera tengiliður við yfirvöld sveitarfélags og héraðs, stuðla samstarfi og samskiptum við sambærileg samtök annars staðar á landinu. GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.