Dagur - 26.01.1999, Blaðsíða 6

Dagur - 26.01.1999, Blaðsíða 6
6 - ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1999 ÞJÓÐMÁL Utgáfufélag: Útgáfustjóri: Ritstjóri: Aðstoðarritstjóri: Framkvæmdastjóri: Skrifstofur: Simar: Netfang ritstjórnar: Áskriftargjald m. vsk. : Lausasöiuverð: Grænt númer: Sfmbréf auglýsingadeildar: Símar auglýsingadeildar: Netfang auglýsingadeildar: Símbréf ritstjórnar: DAGSPRENT EYJÓLFUR SVEINSSON ELlAS SNÆLAND JÓNSSON BIRGIR GUÐMUNDSSON MARTEINN JÓNASSON STRANDGÖTU 31, AKUREYRI, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVfK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK 460 6100 OG 800 7080 ritstjori@dagur.is 1.800 KR. Á MÁNUÐI 150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ 800 7080 460 6161 (REYKJAVÍK)563-1615 Ámundi Ámundason (AKUREYR 1)460-6191 G. Ómar Pétursson OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir omar@dagur.is 460 6171CAKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVÍK) Spilltur dæmir spilltan í fyrsta lagi Þær aðgerðir sem Alþjóða ólympíunefndin hefur gripið til vegna víðtækrar spillingar í eigin röðum er aðeins kattarþvott- ur sem mun á engan hátt nægja til að rétta við álit nefndarinn- ar. Eins og spáð var á þessum stað fyrir skömmu fór nefndin þá leið að fórna örfáum einstaldingum til þess að gæðingalið- ið í kringum Juan Antonio Samaranch, forseta nefndarinnar, geti haldið áfram að velta sér upp úr gylltu peningavilpunni. Vafalaust má líta á brottvikningu nokkurra nefndarmanna sem nothæft upphaf að frekari hreinsunum, en alls ekki sem enda- lok málsins eins og Samaranch ætlast augljóslega til. í öðru lagi Það hefur verið opinbert leyndarmál árum saman að spilling og flottræfilsháttur hefur einkennt öll störf Alþjóða ólympíu- nefndarinnar, og það alveg sérstaklega eftir að leikarnir urðu að eftirsóttri gróðalind fyrir þær borgir sem fá að halda þá hverju sinni. Ekkert var hins vegar gert í spillingarmálunum fyrr en blaðamenn sýndu fram á það svart á hvítu að víðtæk mútustarfsemi hafði átt sér stað vegna leikanna í Salt Lake borg. Alþjóða ólympíunefndin ákvað sjálf að rannsaka þessar ásakanir, hún komst sjálf að niðurstöðum um sekt eða sýknu sinna manna og ákvað sjálf refsingar. Nefndin gerir þannig allt í senn: rannsakar eigin spillingu, dæmir í málinu og og sér um refsiframkvæmdina. Hér á við að spilltur dæmir spilltan. í þriðja lagi Það þarf að sjálfsögðu mun róttækari aðgerðir og óháðari rannsókn á störfum Alþjóða ólympíunefndarinnar mörg und- anfarin ár til að þvo spillingaróþefinn af nefndinni. Að sjálf- sögðu á höfuðpaurinn til margra ára, Samaranch, að taka af- leiðingum aðgerða sinna - og aðgerðarleysis - og láta af emb- ætti. Einungis með rækilegri uppstokkun nefndarinnar og gjörbreyttum vinnuháttum er von til þess að almenningur hætti að líta á Alþjóða ólympíunefndina sem samheiti yfir spillingu. Elt'as Snæland Jónsson. Bréfíð tíl stuðniiigs Leifi í profkjormu Mörður Árnason frambjóð- andi í prófkjöri upplýsir í við- tali við DV í gaer að Leifur heppni sé þátttakandi í próf- kjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Þetta kom í ljós þegar Mörður er spurður álits á því að Jón Baldvin Hanni- balsson hefur sent alþýðu- flokksmönnum bréf, þar sem hann hvetur menn til að kjósa Jakob Frímann Magnús- son í prófkjörinu. Svar Marðar er svo hljóðandi: „Ja, hérna. Eg sem hélt að Jón Baldvin væri að styðja Leif Ei- ríksson heppna í Vesturheimi." Vegna þess að um- mæli Marðar má auðveldlega skilja þannig, að Jón Baldvin styðji ekki Leif heppna, sér Garri sér ekki annað fært en að birta bréf sem hann og aðrir „eðal“ alþýðuflokksmenn hafa fengið á tölvupósti og fjallar einmitt um Leif. Undir bréfinu stend- ur einfaldlega „Nonni“. Bréfið er svohljóðandi: Mikilvægi landJköimuða „PCæri vinur. Ég skrifa þér með blýant, blek er ekki til. En það kemur kannsi ekki að sök því erindi mitt við þig er þess eðl- is að ég treysti því að þú strok- ir það ekki út með strokleðrinu sem ég gaf þér forðum daga, úr strokleðurshrúgunni sem varð eftir þegar búið var að naga upp alla blýantana í Seðlabankanum. Ég hef verið hér vestra um skeið og kynnst því hversu mikilvægt það er okkur íslendingum að eiga fulltrúa í hópi landkönnuða. V Ekki er ég þó að vísa til Vil- hjálms Stefánssonar, sem auð- vitað var ágætur til síns brúks, heldur er ég að vísa til sjálfs Leifs Eiríkssonar, þess sem fyrstur hvítra manna fann Am- eríku. Ég hef farið í mörg kok- teilpartý síðan ég kom og hvar- vetna kemst ég að því að Leif- ur hefur borið hróður landsins um vfðan völl og komið okkur Islend- ingum á Iandakort siðmenningarinnar ef svo má segja. Staðfesta Leifs Vegna gamals kunn- ingsskapar veit ég að þú ert líklegur til að hlusta á það sem ég hef að segja. Leif- ur er og hefur alltaf verið sannur Is- lendingur, þótt norskir stiga- menn hafi gert ruddalega til- raun til að stela honum frá okkur. Það hefur hins vegar aldrei tekist, ekki síst vegna staðfestu Leifs sjálfs, sem stendur föstum fótum í ís- lenskum jarðvegi á Skóla- vörðuholtinu. Nú hefur mér verið bent á að Leifur sé í framboði í prófkjöri Samfylk- ingar jafnaðarmanna í Reykja- vík og sé ég mig hreinlega knú- inn til að hvetja menn til að veita honum brautargengi. Leifur brást okkur ekki þegar á reyndi og sýndi hversu góður drengur hann er. Við megum ekki láta okkar eftir liggja, nú þegar við getum endurgoldið honum Iiðveisluna. Með fyrir- fram þökk, Nonni.“ GARRI. Jón Baldvin Hanni- balsson, sendiherra. Mannúðlegur skepnuskapur JÓHANNES SIGURJÓNS- SON skrifar Skepnur hafa mjög verið millum tanna manna í íjölmiðlum síðustu daga, einkum svokölluð gæludýr af ýmsum stærðum og gerðum. Keikó var auðvitað Iítillega í um- ræðunni sem endranær. Fimm- hundruðþúsundkróna tíkin Tína einnig sem týndist í Mosfellsbæ og mikið hefur verið Ieitað. Við fengum og fréttir af hamstri sem þjáist af meintri tannrótarbólgu og var búinn að vera í hálfsmán- aðar sýklalyfjakúr á þar til gerðri skepnusjúkrastofnun. Og enn- fremur hefur verið á kreiki um- ræða um það hvort Hrísey sé nógu heppilegur staður fyri ein- angrunarstöð gæludýra, ekki síst með tilliti til þess að dæmi eru um að þaðan hafi dýr komið nið- urbrotin andlega eftir 6 vikna ein- angrunavist Ijarri heimsins glau- mi á þessu „Alcatraz" dýraríkisins. Leyniþráður Nú eru flestir sammála um að elska manna að dýrum er jákvæð- ur eiginileiki og göfugur, eins og margoft mátti lesa um í barna- blaðinu Æskunni hér áður fyrr á árunum. Og skepnuníðingar eiga sér formæl- endur fáa sem betur fer. Al- kunna er og um ort að milli manns og hests og hunds Iiggur leyniþráður sem ekki slitnar fyrr en maðurinn hefur selt hund- inn og hestinn ellegar látið lóga þeim báðum. Og mannskepnan getur tengst öðr- um skepnum tilfinningaböndum einnig, sauðfé og kúm til dæmis. En oftast eru tengslin sterkust við gæludýrin sem eru gjarnan hluti af heimilis- og fj'ölskyldulífi við- komandi, kettir, hamstrar, janvel páfagaukar og gullfiskar að manni er tjáð. Og reyndar dæmi um að tengsl manna við skepnur séu mun nánari en við annað fólk, sam- anber Friðrik mikla, sem þótt þvf vænna um hundinn sinn sem hann kynnt- ist mannfólkinu betur. Og þarf raunar að leita til fortíðar eftir dæmum, þekkt eru tilfelli, eink- um í Bandaríkjunum, þar sem hundar og kettir verða milljóna- erfingjar án þess að hafa hug- mynd um. Og íslenskur dýra- Iæknir greindi frá því í sjónvarp- inu á dögunum að í USA væri m.a. skipt um nýru og önnur líf- færi í gæludýrum með ærnum til- kostnaði. Forgangsröðun Allt er þetta nú gott og blessað upp að vissu marki. Allir eiga auðvitað að vera góðir við dýrin sín og annarra. En menn eiga líka helst að vera góðir hverjir við aðra. Og á meðan börn deyja úr sulti í útlöndum og hrekjast á ver- gang uppi á Islandi vegna þess að ekki er til fjármagn til að rétta hjálpandi hönd, þá hljóta menn að varpa fram spurningum um milljarðana sem fara í Keikó- flutninga eða líffæraflutninga milli hunda og katta eða sýklayfjameðferð tanntakandi hamstra eða leit að týndum millj- ónahundum. Fyrir alla muni verum góð við dýrin okkar, en ekki á kostnað meðbræðra okkar og systra af mannkyni. Við þurfum að for- gangsraða þama sem annarsstaðar. svaraö Ereðlilegtað sendiherrar blandi sér í prófhjörs- baráttu? Steingrímur J. Sigfússon þ ingmaðw Vitistrihreyfingarinnar - Græns framboðs. „í fyrsta Iagi; þegar menn hætta í pólítík þá hætta þeir. í annan stað; ég tel ekki heppilegt að sendiherrar séu að blanda sér með flokkspólítískum hætti inn í málin einsog hér gerist. I þriðja Iagi: Jón Baldvin Hannibalsson verður að eiga það við sjálfan sig hvort hann vill gera það að sér- stöku forgangsmáli að troða Jak- obi Frímanni Magnússyni inn í íslensk stjórnmál." Bryndís Hlöðversdóttir þingmaðw. „Ég held að það verði að vera mat hvers og eins sendi- herra sem og annarra hvort þeir blandi sér í slíka baráttu og þá með hvaða hætti. Mér þætti að minnsta kosti óeðlilegt að banna sendiherrum að blanda sér í pólítíska baráttu. Þeir verða að eiga þetta við sína samvisku." Gunnlaugur Sigmundsson þingmaðwFramsóknatfloklts. „Ég sé ekk- ert að því. Þó Jón Baldivin sé sendiherra og þar með opinber sendiherra heldur hann samt sem áður þeim lýðræðislegu réttindum sínum að mega vera í stjórnmálaflokki og hafa þar áhrif á prófkjörsmál. Mér þætti hinsvegar óeðlilegt að Jón Baldvin færi að blanda sér í baráttu fyrir þingkosningar, því sem sendiherra er hann umboðs- maður ríkisstjórnar og aðild að henni geta átt hvaða flokkar sem er. Að því leyti mundi hann veikja stöðu sína.“ Össur Skarphéðinsson þátttakandi íprójkjöri Samjylkingar- innar í Reykjavík. „Jóni Bald- vin er heim- ilt að hafa hverja þá skoðun sem hann vill og skrifa ölll þau sendi- bréf sem hann vill.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.