Dagur - 26.01.1999, Blaðsíða 2

Dagur - 26.01.1999, Blaðsíða 2
2 - ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1999 ro^tr . FRÉTTIR Vilja fá altaristöflu hja Þj ódminj asafni Óformlegt samkomulag hafði verið gert við Völvu Gísladóttur, þver- flautuleihara og mynd- listarmann í Svarfaðar- dal, um að húu tæki að sér málim altaristöflu, en mörg sóknarböm vildu gamla altaristöflu. Unnið er að endurbyggingu Valla- kirkju í Svarfaðardal, en kirkjan brann fyrir nokkrum árum og hefur síðan verið unnið að endurreisn hennar en stefnt er að því að endurvígja hana á kristnitökuárinu 2000. Aðeins eru um 90 manns í Vallasókn. Búið er að mála kirkjuna að utan og glerja. Áhugi hafði vaknað á því að fá Svarf- dæling til þess að mála nýja altaris- töflu í stað þeirrar sem varð eldinum að bráð en það var 18. aldar tafla eftir danskan málara og sýndi síðustu kvöldmáltíðina. Unnt reyndist að gera við altari og predikunarstól sem voru frá svipuðum tíma. Óformlegt sam- komulag hafði verið gert við Völvu Gísladóttur, þverflautuleikara og myndlistarmann í Svarfaðardal, um að hún tæki verkið að sér. Það samkomu- lag gekk hins vegar til baka þar sem stór hópur sóknarbarna vildi að reynt yrði að fá gamla altaristöflu í kirkjuna. Skoðuð var altaristafla úr gömlu Minjasafnskirkjunni á Akureyri, en það reyndist ekki fýsilegur kostur. Þór Magnússon, þjóðminjavörður, segir að falast hafi verið eftir altaristöflu í Vallakirkju að láni en slík tafla sé ekki á Iausu hjá safninu. Hins vegar séu til góðar myndir af altaristöflu þeirri sem brann í Vallakirkju og eðlilegra væri að máluð væri ný altaristafla eftir þeirri mynd. Elínborg Gunnarsdóttir á Læk, for- maður sóknarnefndar, segir að mikið sé til af altaristöflum í landinu sem margar hverjar eru málaðar af Arn- grími málara, en Þjóðminjasafnið sé mjög fastheldið á það sem þangað er einu sinni komið í vörslu. Fundur er í sóknarnefnd í kvöld og þar verður væntanlega frekari stefna mörkuð í altaristöflumálinu. GG FRÉTTA VIÐTALIÐ Bréfaskriftir Jóns Bald- vlns Hannibalssonar til stuðnings Jakobi Frí- manni Magnússyniþykja nokkuð sérstæðar, ekki síst meðal aimarra fram- bjóðenda í Alþýðuflokks- hólfi SamfylMngarinnar. Þó svo að menn séu al mennt ekki tilbúnir til að tjá sig opinbcrlega um cfa- semdir sínar er fullyrt í pottinum að ýmsir séu nokkuð heitir út af málinu. Þannig heyrast raddir úr röðmn krata sem segja að úr því að Jón hafi ákveðið að hætta í pólitík þá eigi hann líka að hætta.... nema náttúrulcga hann sé að íliuga að snúa aftur?!.... En úr röðmn utanríkisþjónustunnar heyrast líka efa- seindarraddir um þessa framgöngu sendiherrans í Wasliington. Þykir mönnum það hcldm ótrúverðugt að vísað sé til að Jón Baidvin hafi einhvem sérstakan rétt til persónulegra stjómmálaskoðana, sem séu óháðar embætti hans og hann geti á þeim forsendum stutt frambjóðanda í prófkjöri með bréfaskriftimi tii alþýðuflokksmaima. Er í því sambandi vitnað til þess að allir diplómatar hafi stjómmálaskoðanir, en séu hins vegar svo diplómatískir aö berjast ekki fyrir þeim á torguin.. í hcita pottinum er nú fuilyrt að iíkumar hafi minnkað verulega á að Katrín Fjelstcd verði á uppstilltum lista Sjálf- stæðismanna fyrir kosn- ingarnar í vor. Sæti Frið- riks Sophussonar, sem Katrín vennir nú um stundir, er sagt ætlað öðr- um frambjóðanda, ncfni- lega Vilhjálmi Viihjálms- syni, borgarfulltrúa og formanni Sambands íslenskra sveitarfélaga. Kvennahlutfallið á listanuin héldist þannig óbreytt með þær einar í ömggum sætmn, Lára Katrín Fjelsted. Jón Baldvin. Grænt er gott - en orðin ein eru ekki nóg Jón Birgir Jónsson ráðiineytisstjóri í samgöngu- ráðuneytinu Samgönguráóiineytið og ráð- gjafarfyritækiðDeloitte & Touch efna til ráðstefnu um græn reikningsskil samgöngu- fyrirtækja á miðvikudag. - Hvað felst í grænuttt reikntngsskilum? „Það er ákaflega hugljúft og fallegt þegar fyrirtæki móta sér græna stefnu, en við vilj- um ganga svolítið lengra og koma tölum inn í dæmið. Á ráðstefnunni verður Qallað um fyrirtæki í flutningum og samgöngum. Þetta byggist á því að þau skoði öll sín að- kaup, t.d. á bensíni, díselolíu eða rafmagni og hvers konar öðrum spilliefnum, t.d. raf- hlöðum og málningu, ellegar pappír og öðru því um líku, og fylgist síðan með því á notkunarferlinum og að lokum hvað hvað verður um þetta allt saman. Ég efast um að allir geri sér grein fyrir að eitt kíló af díselolíu verður að þrem kílóum af svokölluðum gróðurhúsalofttegundum sem fara út í andrúmsloftið. Blöskri t.d. einhvetjum hvað gamli bfllinn hans dælir miklu af þessum gróðurhúsalofttegundum út í loftið, þá gæti hann gripið til þess ráðs að kaupa sér nýjan og betri bfl og spar- neytnari. Fyrirtækið skilar þá sömu afköst- um en með mildu minni mengun. Aðrir geta kannski náð árangri með hvarfakút eða öðrum ráðstöfunum. Varðandi spilli- efnin þá gera menn grein fyrir því hvort þeir henda til dæmis málningarafgöngum eða notuðum batteríum í ruslið, sem veld- ur mengun, eða hvort þeir láta eyða þessu á réttan hátt.“ - Þannig að í Ijós getur koniið að það setn var dýrt í upphafi verði á endanum ódýr- ast? „Já, yfirleitt spara menn á þessu - t.d. að kaupa sparneytinn bíl fyrir gamlan og eyðslufrekan. Við erum því sérstaklega að huga að flutningabílum, að menn dragi sem mest úr útblæstri gróðurhúsaloftteg- unda án þess að draga saman sjálfa flutn- ingana. Helst gera meira og skemma minna og geta sýnt það svart á hvítu.“ - Beinast græn reikningsskil þá aðal- lega að htlum? „Okkar markmið er að sjá til þess að flutningar fari vel fram. En að sjálfsögðu gildir þetta um öll fyrirtæki. Síðar verður farið í það að skoða viðhald veganna og þessháttar. Þar erum við með nokkurra ára áætlun í huga.“ - Hvernig á áhugasamur vöruhílaeig- andi að snúa sér í þessu máli? Fær hann e.t.v. tilhúið reiknilútan að styðjast við? „Það er ekki til staðar, en á ráðstefnunni verður m.a. farið yfir hvernig þessi reikni- líkön eru. Fyrir einfalt vörubílafyrirtæki er tiltölulega einfalt að stilla dæminu upp, því þá snýst það fyrst og fremst um notkun á díselolíu. í framleiðslufyrirtæki væri þetta aftur á móti flóknara.“ - Óttast menn ekkert að þetta þýði enn meira ketfis- og skýrslufargan? „Það eru engar reglur komnar um þetta, þó þær gætu komið seinna. Menn taka þetta á sig af eigin hvötum, oft til að kaupa fyrirtæki sínu græna ímynd. I sumum ná- grannalöndum okkar hefur ríkið skuld- bundið sig til að Iáta „grænar vörur“ að jafnaði ganga fyrir við innkaup. Þá dugar ekki að framleiðandinn/seljandinn segi vör- ur sínar umhverfisvænar, heldur þarf það að vera vottað af til þess bærum aðilum, þannig að fyrirtæki geti sýnt nákvæmlega fram á hvað það hefur að bjóða.“ - Er áhugi fyrir þessu á Fróni? „Já, mjög svo. Þetta hefur vakið feikna áhuga hér eins og alls staðar." -HEI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.