Dagur - 26.01.1999, Blaðsíða 7

Dagur - 26.01.1999, Blaðsíða 7
X^MT' ÞRIBJUDAGV R 26. JANÚAR 1999 - 7 ÞJÓÐMÁL Réttmdiþín í Evrópu Rétt rúm fimm ár eru nú liðin frá því að EES-samningurinn tók gildi en samningurinn veitir okk- ur greiðan aðgang að innri mark- aði Evrópusambandsins, sem er einn stærsti markaður í heimi með um 380 milljónir manna. EES-samningurinn er langviða- mesti alþjóðasamningur sem Is- land hefur gert og á fárra færi að leita þekkingar í því völundar- húsi sem samningurinn er. Við þetta bætist að EES-samningn- um er breytt mánaðarlega með ákvörðunum sameiginlegu EES nefndarinnar. EES reglur hafa ekki bein réttarhrif á Islandi og það fellur því í hlut Alþingis eða stjórnvalda að innleiða EES- gerðirnar í landsrétt. Þróun und- anfarinna ára, sérstaklega með tilkomu EES-samningsins, hefur gert það að verkum að skilin milli utanríkismála og mála á innanlandsvettvangi eru ekki eins skýr og áður. Það er því afar brýnt að auðvelda aðgang að leikreglum og upplýsingum um réttindi á evrópska efnahags- svæðinu. Aukiii tækifæri Evrópusamvinnan hefur gefið Is- lendingum tækifæri á fjölmörg- um sviðum sem mikilvægt er að einstaklingarj fyrirtæki og sam- tök nýti sér. I dag er fjöldinn all- ur af aðilum hér á landi sem veit- ir upplýsingar um þessa mögu- leika. Þrátt fyrir aukið upplýs- ingasamstarf hefur verið fundið að því hversu erfitt er að nálgast á einum stað upplýsingar um þessi sóknarfæri. Utanríkisráðu- neytið vill því leggja sitt af mörk- um til að einfalda upplýsingaöfl- un um EES-samninginn og gefa lærðum sem leikum kost á því að afla sér upplýsinga um þá mögu- Ieika sem Islendingar hafa feng- ið með EES-samningnum. Þessum markmiðum hyggst ráðuneytið ná með jhnsu móti: 1) Ný upplýsingarit Ráðuneytið mun gefa út röð upplýsingarita undir einkunnar- orðunum „Njóttu réttinda þinna í nýrri Evrópu". Tvö fyrstu ritin eru komin út og fjallar annað þeirra um atvinnu innan EES og hitt um menntun innan EES. Bæklingurinn um atvinnu inn- an EES kynnir hvaða réttindi EES-samningurinn veitir til at- vinnu í öðrum EES ríkjum og hvaða reglur gilda t.d. um viður- kenningu prófskírteina, atvinnu- leysisbætur og atvinnumiðlun. Einnig er fjallað um dvalarleyfi, almannatryggingar og réttindi þeirra sem hyggjast starfa á eigin vegum. Bæklingurinn um menntun innan EES Qallar um réttindi EES borgara til þess að stunda nám, starfsnám og rannsóknir í öðru EES ríki. Fjallað er um inn- tökuskilyrði í skólum, dvalar- Ieyfi, rétt fjölskyldu til dvalar á meðan á námi stendur og gagn- kvæma viðurkenningar prófskírt- eina milli landa. Einnig eru kynnt markmið og réttindi menntaáætlana ESB ríkjanna, sem EFTA/EES ríkin taka fullan Evrópusamvinnan hefur gefið ísiendingum tækifæri á fjölmörgum sviðum sem mikilvægt er að einstaklingar, fyrir- tæki og samtök nýti sér. þátt í, þ.e.a.s. Leonardo Da Vinci-áætlunarinnar, sem nær til starfsnáms, grunn- og fram- haldsnáms og símenntunar, og síðan Sókrates-áætlunarinnar, sem er ætlað að auka evrópsk áhrif og skírskotun í almennri menntun, en því markmiði á meðal annars að ná með nem- endaskiptum og samstarfi milli skóla. Hægt er að nálgast þessa bæklinga f utanríkisráðuneytinu og innan skamms á vefsíðu ráðu- neytisins, en netfang þess er http:/Avww.utn.stjr.is 2) Betri heitnasída EES-samninginn er nú að finna í heild sinni á heimasíðu ráðuneytisins. Samningurinn er mjög umfangsmikill og það er því mikil hagræðing fyrir alla sem þurfa að nota samninginn að hafa aðgang að honum með þessum hætti. Auk þess auðveld- ar öflugt forrit alla leit á netinu. 3) Ný staða upplýsingafull- trúa Viðskiptaskrifstofu utanríkis- ráðuneytisins verður gert kleift að veita frekari leiðbeiningar um þau mörgu sóknarfæri sem EES- samningurinn gefur. Hefur ráðu- neytið tekið þá ákvörðun að hafa sérstakan upplýsingafulltrúa á viðskiptaskrifstofu utanríkis- ráðuneytisins um Evrópumál. Það er ekki markmið ráðuneytis- ins að þessi vinna skarist við það mikilvæga upplýsingastarf sem unnið er á öðrum vettvangi hér- lendis heldur fyrst og fremst að hafa svokallaðan fyrsta leitarstað UtanríMsráðimeytið hefur orðið vart við hinii niikla og vax- andi áhuga sem er á EES-sanmmgmim. Þennan vaxandi áhuga má meðal ann- ars skýra af aukinni umfjöllun um samn- inginn, hæði vegna þess að almenningur og eMd síður hags- munaðilar eru að verða meðvitaðri um þann rétt sem samn- ingurinn veitir og þær kæruleiðir sem samningurinn býður upp á. sem veitt getur upplýsingar á hvaða sviði sem er, um hvar. leita megi eftir fyrirgreiðslu ekki síst í íslensku stjórnkerfi í sambandi við sóknarfæri og aðra mögu- leika á hinu evrópska efnahags- svæði. Þannig yrði upplýsinga- fulltrúinn að þessu leyti fyrst og fremst tengiliður milli almenn- ings, fyrirtækja eða samtaka annars vegar og hins vegar þeirra aðila sem veita upplýsingar um þessa möguleika. 4) Einföldun kæruleiða Utanríkisráðneytið hyggst kynna betur á komandi vikum tengiliðanet sem starfrækt er í öllum EES ríkjunum og nær núna einnig yfir EES svæðið. Forsaga þess að þetta tengiliða- net var sett á stofn er sú, að hefðbundnar kæru- og dóms- stólaleiðir þeirra sem töldu rétt á sér brotinn samkvæmt Rómar- samningnum þóttu of kostnaðar- og fyrirhafnarsamar. Meðal ann- ars í Ijósi slíkra sjónarmiða var ákveðið með Amsterdam-samn- ingnum árið 1997 að bjóða upp á hraðvirka aðfinnsluleið þar sem hægt væri að leiðrétta mis- skilning með skjótum og ódýrum hætti, jafnvel samdægurs, sem annars hefði tekið vikur, mánuði eða ár að leysa með hefðbundn- um kæruleiðum. Hugmyndin með starfi tengiliða er sú, að þeir starfi á svipaðan hátt og um- boðsmenn þegar vandamál koma upp á hinum innri markaði. Þessir aðilar eiga hver í sínu ríki að vera sérfróðir um leikreglur á hinu evrópska efnahagssvæði og eiga að geta kippt málum í liðinn BLALLPÓR ASGRIMS- SON UTANRÍKISRÁÐHERRA SKRIFAR ef niðurstaða stjórnvalda byggist á vanþekkingu. Sem dæmi má nefna hugsanlegt tilvik þar sem uppskipun á fiski t.d. í Bretlandi væri stöðvuð vegna vanþekkingar á EES-samningnum. I slíku til- viki ætti íslenskur tengiliður að geta fengið leiðréttingu samdæg- urs með því að hafa samband beint við tengiliðinn í Bretlandi, sem upplýsir viðkomandi stjórn- völd um gildandi rétt á þessu sviði. Einnig skal nefna að annarri nýjung hefur verið komið á fót í þeim tilgangi að tryggja skjóta málsmeðferð þegar um flóknari viðfangsefni er að ræða, sem felst í því að taka slík mál upp á reglulegum fundum háttsettra yfirmanna samræmingarskrif- stofa ráðgjafarnefndar Evrópu- sambandsins um innri markaðs mál. Viðskiptaskrifstofa utanrík- isráðuneytisins mun sjá um fyrir- svar Islands á þessum vettvangi. Ráðstefnuhald Auk þeirra leiða sem hér að framan hafa verið nefndar við miðlun upplýsinga um EES- samninginn hefur utanríkisráðu- neytið verið að feta sig inn á nýja braut með ráðstefnuhaldi um EES málefni. Sendiráðið í Brus- sel reið á vaðið síðastliðið vor með viðamikilli ráðstefnu í Brus- sel sem haldin var í samstarfi við Lögmannafélag íslands. Utan- ríkisráðuneytið stóð fyrir annarri ráðstefnu í síðustu viku fyrir lög- menn og dómara sem bar yfir- skriftina Framkvæmd EES- samningsins og hlutverk Eftir- litsstofnunar EFTA og EFTA- dómstólsins. Mjög ánægjulegt var hversu mikil þátttaka var á ráðstefnunni en rúmlega 150 lögmenn og dómarar tóku þátt í henni. Utanríkisráðuneytið hefur orð- ið vart við hinn mikla og vaxandi áhuga sem er á EES-samningn- um. Þennan vaxandi áhuga má meðal annars skýra af aukinni um^öllun um samninginn, bæði vegna þess að almenningur og ekki síður hagsmunaðilar eru að verða meðvitaðri um þann rétt sem samningurinn veitir og þær kæruleiðir sem samningurinn býður upp á. Ahrifa Eftirlits- stofnunar EFTA hefur gætt um nokkurt skeið hérlendis og nú í seinni tíð hefur EFTA dómstóll- inn Iátið meira að sér kveða í túlkunum á ákvæðum EES- samningsins. Það er meðal ann- ars í þessu ljósi sem utanríkis- ráðuneytið er að beita sér fyrir kynningu á EES-samningnum á meðal lögmanna og dómara. Réttaröryggi aukió Markmið utanríkisráðuneytisins er að skila til sem flestra í þjóð- félaginu aukinni þekkingu á EES-samningnum og þeim tæki- færum sem hann hefur upp á að bjóða. Mun ráðuneytið á næstu misserum jafnframt beita sér fyr- ■ ir því að efla tengsl við hags- munaaðila og aðila vinnumark- aðarins um þessi mál og koma á reglulegu samráði þessara aðila við ráðuneytið. Utanríkisráðuneytið hyggst með markvissum hætti bæta þekkingu almennings, hags- munaaðila og sérfróðra á EES- samningnum. Með þessu verður farsæl framkvæmd samningsins betur tryggð og réttaröryggi auk- ið.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.