Dagur - 26.01.1999, Blaðsíða 11

Dagur - 26.01.1999, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1999 - 11 ERLENDAR FRÉTTIR Bandaríkii} réð- ust eim á írak Juri Lusjkov, borgarstjóri í Moskvu, gagnrýndi stefnu Bandaríkjanna m.a. gagnvart írak á fundi sínum með Madeleine Aibright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í gær. írakar sðgðu flest fómarlömbm hafa verið konur og bom. Bandarískar herþotur gerðu árásir á loftvarnastöðvar og her- stöðvar í Irak í gær. Nokkurt mannfall varð í Irak, og voru óbreyttir borgarar á meðal þeirra sem létu lífið. Flugskeyti komu niður í a.m.k. tveimur íbúðar- hverfum í eða rétt hjá borginni Basra, sem er í suðurhluta Iraks. írakar halda því fram að bandarísku þoturnar hafi greini- lega beint vopnum sínum aðal- lega að fjölmennum byggða- svæðum og að flest fórnarlömb- in væru konur og börn. Bandarísk stjórnvöld sögðu árásirnar hins vegar vera við- brögð við því að Irakar hafi brot- ið gegn flugbanni á syðra flug- bannsvæðinu í Irak, og hafi bandarísku þotunum staðið hætta af bæði þungavopnum á jörðu niðri og fjórum íröskum herþotum. Flugbannsvæðunum tveimur, öðru í Norður-írak en hinu í Suður-írak, var komið á í lok Persaflóastríðsins árið 1991 í því skyni að vernda Kúrda í norður- hlutanum og Shita-múslima í suðurhlutunum gegn stjórn Saddams Hussein. Bandarfskar flugvélar stunda reglulega eftir- litsflug á flugbannsvæðunum tveimur, en íraskar flugvélar mega þar hvergi nálægt koma. Eftir loftárásir Breta og Bandaríkjanna á Irak í desember tilkynntu írakar að þeir myndu ekki virða flugbannið framar og litu jafnframt svo á að erlendar flugvélar á svæðinu væru óboðn- ir gestir sem þeir hefðu fullan rétt til að beina skotvopnum gegn. Hvað eftir annað hefur komið til átaka milli Iraka og Banda- ríkjanna í tengsium við eftirlits- flugið frá því árásunum í desem- ber lauk. Borgarstjóri Moskvu ómyrk- ti r í máli Madeleine Albright, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, var stödd í Moskvu í gær þar sem hún hitti m.a. Igor Ivanov, hinn rússneska starfsbróður sinn, að máli. Einnig átti hún fund með Juri Lusjkov, borgarstjóra í Moskvu, en hann þykir koma sterklega til greina sem eftir- maður Boris jeltsíns í forseta- embætti Rússlands. Lusjkov varaði Albright við strax í byrjun að hann myndi verða ómyrkur í máli. Hann gagnrýndi harðlega stefnu Bandaríkjanna í ýmsum málum, m.a. stefnu þeirra gagnvart írak og Kosovo. Sagði hann Banda- ríkin hafa virt áhyggjur Rússa í þessum málum algerlega að vett- ugi. Albright gaf hins vegar ekkert eftir og varði óspart stefnu Bandaríkjanna, m.a. varðandi loftárásirnar á Irak og þann þrýsting sem Slobodan Milos- evic forseti Júgóslavíu er beittur gagnvart Kosovo. Að fundi þeirra loknum sagði hún hann hafa verið „góðan og gagnlegan". Páfi óvelkomiiui í Kína KINA - Jóhannes Páll páfi skýrði um helgina frá því að hann hefði áhuga á að ferðast til Rússlands og Kína. Viðbrögð Kínverja við þess- um tíðindum voru heldur kuldaleg. I gær skýrði kínverska utanríkis- ráðuneytið frá því að Kínverjar vildu gjarnan bæta sambandið við Páfagarð, en áður en svo geti orðið verði Páfagarður að ijúfa öll pólit- ísk tengsl við Taívan og hætta að blanda sér í kínversk innanríkismál- efni. Himgurverkfall fanga ISRAEL - Nokkrir tugir palístínskraranga í Israel eru komnir í hung- urverkfall og krefjast þess að verða látnir lausir. Þing Palestínumanna hafði mælt með því að þeim verði gefið frelsi, en ekki var far- ið að þeim tilmælum þar eð fangamir voru sagðir vera allir sem einn meðlimir í hryðju- verkasamtökum múslima, annað hvort Hamas-samtökunum eða Djíhad. Sýslumaðurinn á Akureyri Hafnarstræti 107, 600 Akureyri, s: 462 6900 UPPB0Ð iPLtiiqj f prófkjörinu 30. janúar veljum við þá sem duga best í kosninga- baráttunni í vor,- fólk með ferskar hugmyndir í anda sigildrar jafnaðarstefnu. £T. Og u.iH.'.K^rr.Trai^T?; bonaadegi! Bóndadagsgleði áAra í Ögri við Ingólfsstræti í dag milli kl. 18 og 20. Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Hafnarstræti 107, Akureyri, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Dalsbraut 1, iðnaðar- og verslunar- hús, hl. A1, B1, C1, D1 norður hl., ásamt vélum og tækjum, Akureyri, þingl. eig. Sveinn Guðmundsson, gerðarbeiðandi Fjárfestingarbanki atvinnul hf, föstudaginn 29. janúar 1999 kl. 10:00. Mörður Árnason býður í bæinn. Einar Kárason, Gerður Kristný og Guðmundur AndriThorsson sletta úr klaufunum. Árni Björnsson stjórnar almennum söng við hæf. dagsins undir dragspilstónum Tómasar R. Einarssonar. Þorrapinnamatur forn og nýr. Hafnarstræti 97, hl. 4A, Akureyri, þingl. eig. Byggingarfélagið Lind ehf, gerðarbeiðandi íslandsbanki hf, föstudaginn 29. janúar 1999 kl. 10:00. Sýslumaðurinn á Akureyri, 25. janúar 1999. Harpa Ævarrsdóttir, ftr. Allir stuðningsmenn Samfýlkingarinnar velkomnir. www.visir.is FVRSTUR MEÐ FRETTIRkAR Tökum slaginnt Símar: 551 1385 • 515 2555 • 698 1385 netfang: moerdur@mm.is iM. UMHVERF.SSIJÓRNUN MED AHERStu A "“JJ m * ^Ur, RÁÐSTEFNA Á HÓTEL LOFTLEIÐUM MIÐVIKUDAGINN 27. JANÚAR 1999 DAGSKRÁ 13:00-13:30 Skráning 13:30-13:40 Setning ráðstefnu: EinarK. Guðfmnsson, alþingismaður 13:40-13:50 Ávarp: Halldór Blöndal, samgönguráðherra 13:50-14:10 Alþjóðleg samvinna í loftslagsmálum; Hvað er framundan? Við hverju er að búast?: Þórir Ibsen, auðlinda- og umhverfisskrifstofu utanríkisráðuneytisins 14:10-15:00 Græn reikningsskil og umhverfisstjórnun fyrirtækja f flutningum og samgöngum: Charlotte Pedersen og Susanne Villadsen, umhverfisdeild Deloitte & Touche, Kaupmannahöfn 15:00-15:20 Kaffi 15:20-16:00 Græn reikningsskil og umhverfisstjórnun, framhald: Charlotte Pedersen ogSusanne Villadsen 16:00-16:10 Umhverfisstefna samgönguráðuneytisins: Jón Birgir Jónsson, ráðuneytisstjóri 16:10-16:30 Fyrirspurnir 16:30 Ráðstefnuslit Ráðstefnustjóri: EinarK. Guðfmnsson, alþingismaður °o Markmiö: Fyrirtæki I sátt viö umhverfið íl FYRIRTÆKI / FRAMKVÆMD y j *Græn reikningsskil snúast um markmið, mælingar og árangur í umhverfismálum. Umhverfisstjórnun og græn reikningsskil leiða afsér markaðslegan ávinning fyrir fyrirtæki sem ná forskoti á þessu sviði. SKRÁNING í síma 551 1730, þátttökugjald er 5000 kr. SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ | .. Deloitte & Touche & ■■■■■■ HNOTSKÓQUR SR 102-99

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.