Dagur - 26.01.1999, Blaðsíða 13

Dagur - 26.01.1999, Blaðsíða 13
l^HT ÞRIDJUDAGV R 26. JANÚAR 1999 - 13 ÍÞRÓTTIR Þrjú íslandsmet á Stórmóti ÍR Jón Arnar Magnússon kemur þriðji í mark í 50 metra grindahlaupinu á nýju íslandsmeti, 6,79 sekúndum. Eins og sést var hlaupið mjög jafnt og spennandi. - mynd: þúk Um eitt þúsund áhorf- endur voru mættir í Laugardalshöllma á sunnudagskvöldið til að fylgjast með Stór- móti ÍR, sem nú var haldið þar þriðja árið í röð. Þetta er án efa nýtt aðsóknarmet á frjálsíþróttamót hérlendis og sýnir að áhuginn er að aukast, með góðum árangri afreksfólksins okkar að undanförnu. Keppendur Iétu heldur ekki sitt eftir liggja á mótinu og voru þeir auðsjánlega mættir til að gera sitt besta og með frábærri hvatningu áhorf- enda, Iét árangurinn ekki á sér standa. Sett voru þrjú ný Islands- met og flestir að ná sínum besta árangri á keppnistímabilinu. Þríþraut Jón Arnar Magnússon mætti til mótsins í sínu besta formi til þessa og sigraði í þríþrautinni á nýju íslandsmeti, samtals 2989 stig. Hann setti einnig nýtt Is- landsmet f 50 m grindahlaupi, sem var fyrsta grein þrautarinnar og hljóp á 6,79 sek. og bætti þar með eigið met um 4/100 úr sek. Þeir Jón Amar, Sebrle og Dagárd komu svo að segja jafnir í markið, en Dagárd náði besta tímanum, 6,78 sek. og Sebrle var dæmdur sjónarmun á undan Jóni Arnari á sama tíma. Jón Arnar sigraði nokkuð ör- ugglega í kúluvarpinu, kastaði 15,83 m og einnig í Iangstökkinu, þar sem hann stökk 7,68 m, sem er aðeins þremur sentimetrum frá innanhússmetinu sem hann á sjálfur. Stangarstökk í stangarstökki kvenna var vonast eftir spennandi keppni milli þeirra Völu Flosadóttur, Anzhelu Balakhonovu og Þóreyjar Eddu Elísdóttur. Balakhonova sigraði þar nokkuð örugglega og stökk 4,20 metra í þriðju tilraun, en Vala lenti í öðru sætinu með 4,10 m og Þórey Edda í því þriðja með 4,00 metra, jafnt og Elmarie Gerryts sem lenti í fjórða sætinu. Allar sýndu þær góða takta í keppninni, en virtust þó ekki komnar í sitt besta form. Vala Flosadóttir náði sínum besta ár- angri á árinu, en hún og Þórey Edda æfa nú saman í Svíþjóð og undirbúa sig fyrir að ná settum lágmörkum á heimsmeitaramótið innanhúss, sem fram fer í Japan í byrjun mars. 50 metra hlaupín Guðrún Amardóttir virðist í mjög góðu formi þessa dagana og sigr- aði hún með yfirburðum í báðum 50 m hlaupunum. Hún gerði sér lítið fyrir og setti nýtt Islandsmet í grindahlaupinu og hljóp á 7,01 sek. Hún náðu góðu starti og var strax komin með gott forskot á annari grind, sem hún hélt út hlaupið. I 50 m hlaupinu sýndi hún sömu yfirburðina og hljóp á tímanum 6,50 sek. Jóhannes Marteinsson sigraði örugglega í 50 m hlaupi karla, hljóp á 5,93 sek. Annar varð Reynir Logi Olafsson á 6,11 sek., sama tíma og Bjarni Traustason sem varð í þriðja sæti. Hástökk Steinar Hoen frá Noregi var ör- uggur sigurvegari í hástökkinu og stökk 2,24 m. Hann á best 2,36 og hefur að undanförnu verið einn besti hástökkvari heims og náði m.a. 5. sætinu á síðustu Olympíuleikum. Hinn stórefni- legi Einar Karl Hjartarson varð í öðru sætinu og stökk 2,15 metra, aðeins einum sentimetra frá Is- landsmetinu sem hann á sjálfur. Einar átti góða tilraun við 2,20 metra og augljóst að hann mun fljótlega bæta Islandsmetið og komast í hóp þeirra bestu í heim- inum. Úrslit Þríþraut karla 1. Jón Arnar Magnússon, 2989 2. Roman Sebrle, 2886 3. Ólafur Guðmundsson, 2802 4. Henrik Dagárd, 2784 5. Sigurður Karlsson, 2354 Stangarstökk kvenna 1. Anzhela Balakhonova, 4,20 2. Vala Flosadóttir, 4,10 3. Þórey Edda Elísdóttir, 4,00 4. Elmarie Gerryts, 4,00 5. Marie Rassmussen 3,80 Hástökk karla 1. Steinar Hoen, 2,24 2. Einar Karl Hjartarson, 2,15 3. Vegard Hansen, 2,05 4. Martin Lloyd, 2,00 5. Ólafur Símon Ólafsson, 1,90 50 m grind kvenna 1. Guðrún Arnardóttir, 7,01 2. Susan Smith, 7,19 3. Susanna Kallur, 7,26 4. Sigurlaug Níelsdóttir, 7,73 5. Ylfa Jónsdóttir, 8,31 50 m hlaup karla 1. Jóhannes Marteinsson, 5,93 2. Reynir Logi Ólafsson, 6,11 3. Bjami Traustason, 6,11 4. Ólafur Ttraustason, 6,19 5. Arnar Már Vilhjálmsson, 6,22 50 m hlaup kvenna 1. Guðrún Arnardóttir, 6,50 2. Susan Smith, 6,63 3. Susanna Kallur, 6,65 4. Anna F. Árnadóttir, 6,69 5. Guðný Eyþórsdóttir, 6,76 Stærsti dagur á knattspyrmiferlimim Kevin Keegan, framkvæmdastjóri Fulham, fagnar seinna markinu í sigur- Leikmenn Manchester United fagna sigurmarki Ole Gunnars Solskjær, leiknum gegn Aston Villa á Villa Park í Birmingham. sem hann skoraði á síðustu mínútu leiksins gegn Liverpool. Kevm Keegan í sjö- imda hinmi. Sagan endurtekin á Old Traf- ford. Coventry hélt upp á daginn. Totten- ham oheppið gegn Wimbledon. Lauflétt hjá Leeds. Gillespie hetja á Eawood Park. Kevin Keegan brosti breitt þegar hann yfirgaf Villa Park á Iaugar- daginn. Lið hans Fullham, topp- lið annarar deildar, hafði lagt topplið fyrstu deildar að velli. „Þetta er sætasti sigur sem ég hef unnið sem knattspyrnustjóri og sýnir að við erum á réttri braut. Það þarf alltaf heppni með í bik- arleild en við unnum sannarlega fyrir sigrinum," sagði stoltur þjálf- arinn. Keegan og hans menn í Fullham hafa nú rutt tveimur úr- valsdeildarliðum úr vegi á leið sinni til Wembley. Southampton þurfti að bfta í það súra epli að falla úr bikarnum fyrir Keegan í síðustu umferð og nú fékk Aston Villa sömu útreiðina. Það er fróð- legt að skoða þessi úrslit í Ijósi þess að þeir ellefu Ieikmenn sem hófu leikinn fyrir FuIIham kost- uðu samtals 5,12 milljónir punda meðan Stan Collymore, einn „Ieikmanna" Villa, kostaði 7 millj- ónir. „Þetta er stærsti dagur á knatt- spyrnuferli mínum,“ sagði Birminghamstrákurinn, Simon Morgan, sem kom Fullham á sporið með fyrra marki liðsins. Steve Hayward, sem skorði seinna mark Fullham, er einnig frá Birmingham og var á mála hjá Villa á sínum tíma. Enskir sparkfræðingar velta því nú fyrir sér hvort blaðran sé sprungin á Villa Park. Ósigurinn var niðurlæging íyrir topplið úr- valsdeildarinnar. Ofan á annað hvarf Stan „The Marí' Collymore af vettvangi þegar hann komst að því að hann var ekki í byrjunarliði Villa fyrir leikinn. Talið er víst að dagar hans séu nú taldir hjá Aston Villa. Hann á yfir höfði sér að vera rekinn frá félgainu. Úrslitaleiknrmn á Old Traf- ford Liverpool dugði ekki að leiða leik- inn gegn Manchester United í 85 mínútur. Alex Ferguson sýndi úr hvetju hann er gerður og snilldar skiptingar hans færðu honum og United farmiðann í fimmtu um- ferð bikarkeppninnar. Fyrsta sókn Liverpool, ekta gamaldags Liver- pool sókn, færði Owen og gestun- um fyrsta markið. United sótti nær látlaust eftir það og uppskáru sanngjarnan sigur. Andy Cole var maðurinn á bak við bæði mörk Unietd og sýnir það í hverjum leik að hann stendur fullkomlega undir því sem ætlast er til af hon- um. Heppnin gekk loks í lið með heimamönnum þegar dómari leiksins gaf þeim aukaspyrnu sem Beckham, Cole og Yorke nýttu til fullnustu. Það kom ekki á óvart að Ole Gunnar Solskjær tryggði síðan sigurinn. Sá er búinn að eiga frábært tímabil á varamanna- bekknum. Kemur, sér og skorar í hveijum leik. Hættulegasti sókn- armaður heimamanna var þó markvörðurinn frábæri Peter Schmeichel! Hann var eins og miðheiji í körfubolta. A sömu sekúndu og hann greip boltann var hann búinn að koma honum aftur frá sér og hættulegustu sóknir heimamanna buldu á Liverpoolvörninni. Leikurinn á Old Trafford var eins og úrslitaleikir gerast bestir. Ekki sérlega vel Ieikinn en fullur af spennu og dramatíkin var á staðnum. Manchester United steig risaskref til Wembley með sigrinum Stðr dagur hjá Coventry Coventry hefur átt á brattan að sækja í vetur og berst fyrir lífi sínu í deildinni. Þeir fengu grænt ljós á nýjan 40 þúsund sæta leikvang áður en liðið hélt í bikarleikinn til Leicester. Gordon Strachan og hans menn héldu upp á daginn með stórsigri, 0-3. „Þetta er stór dagur fyrir bæði knattspymuliðið Coventry og ekki síður borgina Coventry. Við getum nú tvöfaldað áhorfendaQölda á leikjum liðsins auk þess sem nýr og glæsilegur völlur kemur sér vel fyrir England í kapphlaupinu um heimsmeist- arakeppnina árið 2006,“ sagði Bryan Richardson, stjórnarfor- maður Coventry. Blackbum, Everton, Sheffield Wednesday, Newcastle ogArsenal sigruðu öll fyrstudeildarlið í fjórðu umferðinni. Keith Gil- lespie sá um markið fyrir Black- hurn sem með tíu leikmenn marði sigur á Sunderland. A sama tíma vann Leeds Iaufléttan 1-5 sigur á Portsmouth. Lukkudísirnar léku við meistarana í Arsenal gegn Ulf- unum. Sigurmark þeirra var nán- ast sjálfsmark eftir skot frá Berg- kamp, sem hafnaði í vamarmanni Úlfanna áður en hann lak í netið. Tottenham var óheppið að sigra ekki Wimbledon. Eftir að Robbie Earl hafði skorað glæsimark með hjólhestaspyrnu jafnaði David Ginola fyrir Tottenham. Asamt Ginola átti Steffen Iversen stór- leik fyrir Tottenham. Hann skor- aði mark sem dæmt var af vegna rangstöðu sem leikmenn Totten- ham voru afar ósáttir við. - GÞÖ ** J4 ~l ♦

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.