Dagur - 26.01.1999, Page 3

Dagur - 26.01.1999, Page 3
PRÍÐJVDA G V R 26. J A N Ú A R 19 9 9 - 3 Thgur. FRÉTTIR i. j Memi úr „Hiildiiliermmi“ mættu hjá frjálslyndum Sverrir Hermannsson heilsar nýjum flokksmanni á stofnfundi Frjálslynda flokksins um helgina. Sverrir Hermaunsson verdur efstur á lista Frjálslynda flokksins annað hvort í Reykja- vík eða á Vestfjörðum. Það kom mörgum á óvart hve fjölmennt var á landsþingi Lýð- ræðisflokksins um síðustu helgi en vel á fjórða hundrað manns mættu til þings. Sverrir Her- mannsson, formaður flokksins, sagðist hafa vonað en ekki búist við slíkum Qölda. Það sem ef til vill vakti mesta athygi var að margir af stuðn- ingsmönnum Alberts heitins Guðmundssonar mættu á þing- ið. Harðast kjarni þess hóps var gjarnan kallaður „Huldúherinn" og menn úr þeim kjarna mættu á þingið og fluttu tölu, menn eins og Asgeir Hannes Eiríksson, fyrrum alþingismaður, og Jón Oddsson Iögmaður, svo dæmi séu tekin. Sverrir Hermannson var kjör- inn formaður flokksins með öll- um atkvæðum eða fullkominni „rússneskri kosningu.11 Hann sagði í samtali við Dag, að strax yrði gengið í að stofna formlega kjördæmisráð um allt land. Byrj- að yrði í Reykjavík og Reykjanes- kjördæmi en undirbúningur væri hafinn um Iand allt. EkM prófkjör „Ég býst við að Ieggja land undir fót innan skamms til að reka smiðshöggið á þetta. Um leið og menn sjá alvöruna í þessu og að hér er orðinn til alvöru stjórn- málaflokkur, þá skjóta menn upp kollinum og eru tilbúnir að vera með. Við þykjumst hafa búið okkur til haldgóða stefnu og trausta og því snýst allt um það núna að fá menn til að færa orð- ið,“ sagði Sverrir í gær. Hann sagði að ákveðið væri að viðhafa ekki prófkjör heldur stilla upp á lista flokksins um allt land. Sverrir sagðist líka hafa takmarkað álit á prófkjöri og bið- ur menn að líta til þeirra pró- kjöra sem fram hafa farið að undanförnu og þeirra særinda sem þau valda innan flokka. Ilvar fer Sverrir fram? Sverrir Hermannsson var ófáan- Iegur til að segja til um hvar hann ætlar að bjóða sig fram. Dagur hefur heimildir íyrir því að hann hafi lýst þeirri almennu skoðun sinni að formaður flokks eigi öllu jöfnu að leiða listann í stærsta kjördæminu. Hins vegar herma sömu heimildir að Sverrir sé að reyna að fá ákveðinn mann til að leiða listann í Reykjavík. Takist það muni hann sjálfur bjóða sig fram á Vestfjörðum. Fjölmargir þekktir menn, sem hafa dregið sig í hlé úr pólitík síðustu árin, hafa verið orðaðir við flokkinn. Það vekur til að mynda mikla athygli að eðalkrat- inn og kvótaandstæðingurinn Grétar Mar Jónsson, skipstjóri í Sandgerði, er í miðstjórn flokks- ins. S.DÓR Hjálmar Vilhjálmsson, leiðangursstjóri á rannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni. Loðnan dreifð um allan sjó Um tugur loðnuskipa er á mið- unum við Hvalbak en þar er norðaustankaldi og loðnan dreifð um allan sjó. Sjómenn telja að loðnan hafi nú dreift sér eins og oft áður á þessum árs- tíma og komi aftur upp á grunn- slóð að tveimur vikum liðnum og verði þá hæf til veiða í nót. Sæmileg bjartsýni ríkir um að mikið magn af Ioðnu muni ganga vestur með suðurströnd- inni áður en hún hrygnir vestur af Snæfellsnesi. Hjálmar Vilhjálmsson, leið- angursstjóri á rannsóknarskip- inu Árna Friðrikssyni, sem í gær var statt norðaustur af Hvalbak, segir að vart hafi verið við loðnu þar suðaustur af en hún sé mjög dreifð. Skipið verður áfram á loðnuslóð suðaustur af landinu en loðnukvótinn verður ekki aukinn fyrr en niðurstöður fást úr rannsóknarleiðangrinum. Það gæti þýtt að nokkurt hlé yrði á loðnuveiðum sem dregur úr líkunum á því að það takist að veiða úthlutaðan kvóta áður en loðnan hrygnir og drepst. -GG Tveggja ára fangelsi vegna leti póstmanna? Ekkert afþessum jólapósti komst tii skila á Akureyri fyrr en í gær. Líkur eru á að margir sem eiga í jólakortasam- bandi hafi aftur náð sáttum. Fjöldi Akiireyriiiga fékk loks jólapóstinn í gær eftir að lögregla og íslandspóstur upp- lýstu sérstætt mál. Tveir í fangelsi vegua leti? íslandspóstur á von á skaðabótakröf- um. Einstætt mál kom upp hjá Is- landspósti á Akureyri þegar tveir starfsmenn íyrirtækisins létu hjá líða að bera út mikið magn af pósti f desember. Hámarksrefs- ing fyrir brot mannanna er tveggja ára fangelsisvist, enda hafa þeir með Ieti sinni framið tvöfalt Iögbrot. Fyrst í gær fengu hundruð Akureyringa jólakort og annan póst sem átti að skila sér fýrir mánuði. Islandspóstur biður móttakendur velvirðingar. Upphaf málsins má rekja til þess að tveir ungir menn, báðir fæddir 1981, fengu afleysinga- störf hjá Islandspósti í desember við útburð. Þetta er langmesti annríkistími ársins í póstþjónust- unni og fjöldi fólks ráðinn tíma- bundið á þessum árstíma. Ein- hverjar kvartanir fóru upp úr þessu að berast til Islandspósts og síðar sá vitni nokkra póstpoka í bíl annars mannsins. I fram- haldi af þessu lét Islandspóstur lögregluna á Akureyri vita og Ieiddi rannsókn til þess, að gífur- legt magn af pósti fannst sem aldrei hafði verið borinn út. Um ræðir 6-7 fullar pósttöskur auk eins poka. Mikið var um jólakort í safninu auk almenns pósts. Reyndist verkid ofviða Eigandi bílsins var yfirheyrður og skömmu síðar eða sl. föstudags- morgun, voru tvímenningarnir yf- irheyrðir og játuðu þeir brot sitt. Þeir gáfu ekki aðrar skýringar á athæfi sínu, en að útburðurinn hefði reynst þeim ofviða. Ekkert bendir til að um auðgunarásetn- ing hafi verið að ræða, en menn- irnir eru að líkindum sekir bæði um brot á póstlögum sem og brot á 137. gr. hegningarlaga. Þar seg- ir m.a. að ef opinber starfsmaður í póst- eða símþjónustu skjóti undan bréfum eða sendingum, varði það varðhaldi eða fangelsi, allt að tveimur árum. Askell Jónsson, framk\'æmdastjóri framkvæmdasviðs Islandspósts, sagði í gær að fyrirtækið harmaði hvernig farið hefði. Aldrei hefði áður komið upp mál, svipað að umfangi í sögu póstþjónustunnar á Islandi og allt yrði gert til að sagan myndi ekki end- urtaka sig. „Þetta veldur væntan- lega viðtakendum tjóni og kastar rýrð á fyrirtækið og starfsmenn þess,“ segir Askell. Skaðabótakröfur? I gær fóru tveir starfsmenn fyrir- tækisins hús úr húsi með póstinn og báðust velvirðingar. Um ræðir 300 heimili auk Qölda fyrirtækja. En getur Islandspóstur átt von á skaðabótakröfum í kjölfar máls- ins? „Það er erfitt að segja um núna, en auðvitað má búast við einhverju slíku," segir Askell. Og lærdómurinn: „Innra eftirlit sýndi að eitthvað var að, en vandamálið er að það tók of lang- an tíma að bregðast við því. Við höfum þá staðreynd sérstaklega til skoðunar," segir Askell Jóns- son. — Bt> Vinstra/grænt á Vestfjördum Vinstrihreyfingin - grænt framboð stofnaði kjördæmisfélag fyrir Vest- firði á Isafirði um síðustu helgi. Um 30 manns mættu á stofnfund- inn. Formaður félagsins var kjörinn Gunnar Sigurðsson í Bolungar- vík en aðrir í stjórn voru kjörnir Gústaf Gústafsson Patreksfirði, Már Olafsson Hólmavík, Agústa Guðmundsdóttir Flateyri, Eiríkur Nordal Isafirði, Þóra Þórðardóttir Suðureyri og Torfi Bergsson, Felli í Dýra- firði. Kjörin var þriggja manna uppstillingarnefnd en hana skipa Gfsli Skarphéðinsson Isafirði, Gígja Tómasdóttir ísafirði og Birkir Frið- bertsson, Birkihlíð í Súgandafirði. A sunnudagskvöld var svo haldinn almennur stjórnmálafundur á ísafirði þar sem Steingrímur J. Sigfús- son og Lilja Rafney Magnúsdóttir ræddu Iandsmálin og sátu fyrir svörum. Almennt er talið að Lilja Rafney muni leiða lista samtakanna á Vestljörðum við þingkosningarnar í vor. S.DÓR Tíu styrktaraðilar Laudsmótsms Aðstandendur Landsmóts hesta- manna árið 2000, sem haldið verð- ur í Reykjavfk, reikna með tugum þúsunda gesta þá sex daga í júlí sem mótið stendur, þar af 8-10 þúsund útlendingum. Forseti Is- lands verður verndari mótsins. Tíu fyrirtæki undirrituðu í gær samninga sem styrktarfyrirtæki Landsmótsins: Flugleiðir, Olíufé- lagið ESSÓ, Vífílfell, Dagsprent sem gefur út Dag, Frjáls fjölmiðl- un sem gefur út DV, Samvinnu- ferðir Landsýn, Sól Víking, Slátur- félag Suðurlands, Islandsbanki og Flugfélag íslands. Þá eru upplýsingar um landsmótið komnar á Netið. Veffangið er: landsmot.is. Meðan landsmótið stendur yfir mun Dagur gefa út sérstakt blað - Landsmóts-Dag - með svipuðum hætti og á síðasta landsmóti hesta- manna. Frá undirritun styrktarsamninganna í gær.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.