Dagur - 26.01.1999, Blaðsíða 8

Dagur - 26.01.1999, Blaðsíða 8
8 - l’RIBJUD AGU R 26. JA\ÚAR 1999 rD^ir FRÉTTASKÝRING Geðhjálp fyrir fanga 1 Óháð raimsdkuar- nefnd telur brýnt að koma upp möguleik- anum á bráðainnlögn á sviði réttargeðlækn- inga fyrir fanga sem eru í sjálfsvígshættu. Fangamir þrír sem sviptu sig lífi á síð- asta ári voru allir í verulegri sjálfsvígs- hættu að mati nefnd- arinnar. Skýrsla óháðrar nefridar um or- sakir sjálfsvíga þriggja fanga að Litla-Hrauni í mars og júní á síð- asta ári hefur komist að þeirri niðurstöðu að fangarnir þrír hafi allir verið í verulegri sjálfsvígs- hættu og að þótt þeir hafi fengið mikla þjónustu læknis og sál- fræðings hefði það úrræði þurft að vera fyrir hendi að vista fang- ana tímabundið á réttargeðdeild - slík bráðainnlögn ætti samkvæmt þessu að vera jafn sjálfsögð og bráðainnlögn vegna t.d. lungna- bólgu eða ámóta líkamlegra kvilla. Ekkert slíkt úrræði er nú fyrir hendi og er það tillaga nefndarinnar að úr því verði bætt. Skýrslan var rædd á fundi ráð- herra og yfirmanna dómsmála- ráðuneytisins í gærmorgun og hefur verið send fjölskyldum fanganna þriggja til yfirlestrar. I nefndinni áttu sæti Páll Hreinsson, dósent í lögum (for- maður), Hannes Pétursson geð- yfirlæknir og Siguijón Björnsson sálfræðingur. Þeim var sl. sumar falið af dómsmálaráðherra að kanna orsakir sjálfsvíga fanganna þriggja og jafnframt að leggja fram tillögur til úrbóta. Formað- urinn vildi ekki tjá sig um inni- hald skýrslunnar og vísaði til þess að staða nefndarinnar væri ámóta og hjá Umboðsmanni Alþingis eða dómstóls - ekki sé viðeigandi að nefndarmennimir taki þátt í umræðunni. Verulega hættu á sjálfsvígi Hvað sjálfsvígin varðar telja þeir samkvæmt skýrslunni að orsak- anna sé að Ieita í samverkan nokkurra þátta, en fyrst og fremt í erfiðum félagslegum og pers- ónulegum aðstæðum fanganna. „Telja má að aðstæður, einkenni og áhættuþættir þeirra þriggja einstaklinga, sem um ræðir; hafi verið með svipuðum hætti og lýst hefur verið við mat á hugsanleg- um orsökum sjálfsvíga í fangels- um í öðrum löndum. Það má því ætla að í þessum þremur tilvikum hafi verið um verulega hættu á sjálfsvígi að ræða,“ segir í skýrsl- unni. „... má ætla að viðkomandi einstaklingar hefðu á einhverju stigi refsivistar sinnar verið vistaðir á réttargeðdeild til mats og meðferðar, ef slíkt úrræði... hefði verið til staðar.“ u mm llmáimí. fl ■ 1* ilí! II 1 h ‘‘Æ JF-1 m im\\ éé m ik |T|1f fr II Fangarnir þrír á Litla Hrauni, sem frömdu sjálfsvíg, voru allir í verulegri sjálfsvígshættu og þótt þeir hafi fengið mikla þjónustu læknis og sálfræðings hefði þac fangana tímabundið á réttargeðdeild. Þetta er ein af niðurstöðum sérstakrar rannsóknarnefndar um málið. Nefndin vitnar þarna til reynsl- unnar af áhættuþáttum erlendis. „Meðal annars hefur verið bent á að viðkomandi einstaklingar hafi oft átt við ofdrykkju- eða vímu- efnavanda að stríða, geðræna kvilla; þeir hafa fyrr gert tilraunir til sjálfsvígs og verið haldnir sekt- arkennd vegna afbrota. Ennfrem- ur er ljóst, að fangar eru einangr- aðir frá fjölskyldu sinni og ástvin- um og hafa blendnar tilfinningar til umhverfis síns, sem þeim finnst stundum ómannúðlegt. Lengri vist í fangelsi eykur á fé- Iagslega einangrun og persónuleg vandkvæði fangans og kann jafn- framt að valda aukinni geðrænni og líkamlegri vanlfðan." Millistigsúrræði í réttargeðlækningiun Hvað tillögur til úrbóta varðar nefnir nefndin einkum þrennt. I fyrsta lagi þurfi undir slíkum kringumstæðum að vera til möguleikinn á bráðainnlögn og leggur nefndin til að komið verði á fót millistigsúrræði í réttargeð- lækningum. Hér er átt við milli- stig milli venjulegs fangelsis og réttargeðdeildarinnar að Sogni og er þetta talin brýnasta tillaga nefndarinnar. í skýrslunni segir að nefna megi „sérstakar aðgerðir til að grípa til þegar fangi er tal- inn í sjálfsvígshættu. Semja verði skýra aðgerðaráætlun um það hvernig bregðast ber við, þegar fangi er talinn í sjálfsvígshættu og sjá til þess að starfslið þekki hana og hafi á valdi sínu að beita henni. Skipulag heilbrigðisþjón- ustu þarf að vera með þeim hætti að ávallt sé möguleiki á bráðainn- lögn fanga í sjálfsvígshættu. Tillagan um millistigsúrræði í réttargeðlækningum er brýnasta tillaga nefndarinnar. I öðru Iagi eru nefndar aðgerðir þar sem beinlínis er tekið tillit til sjálfs- vígshættu fanga. „Þar má nefna mat á Iíkamlegu og geðrænu ástandi fanga við upphaf fanga- vistar; eftirlit með föngum; menntun og símenntun fanga- varða; Ijölgun starfsliðs; ráðningu félagsráðgjafa; breytta vinnutil- högun og nána samvinnu heilsu- gæslulækna, sálfræðinga og geð- lækna; aukin meðferðarúrræði og breytta deildarskiptingu fangels- ins að Litla-Hrauni; gát á beit- ingu agaviðurlaga gagnvart geð- veilum föngum; varnir gegn því að fi'kniefni berist inn í fangelsið að Litla-Hrauni o.fl.“ I þriðja lagi eru nefndar nokkr- ar almennar aðgerðir er lúta að aðbúnaði, vinnuframboði, menntun, líkamsrækt, útivist, tómstundum, endurhæfingu og meðferðarúrræðum. Engin aðgerðaráætlun var til Nefiidarmenn telja að sumar af tillögunum hafi lítinn kostnaðar- auka í för með sér, en aðrar séu kostnaðarsamar. „Ber þar helst að nefna stofnsetningu millistigs- deildar í réttargeðlækningum og fjölgun starfsliðs á Litla-Hrauni. Þeim aðgerðum verður því ekki hrint í framkvæmd nema Alþingi veiti fé á fjárlögum til þeirra, en ekki hefur verið gert ráð fyrir slík- um útgjöldum í fjárlögum fyrir árið 1999. Að mati nefndarinnar verður vart dregið verulega úr sjálfsvígshættu nema hægt sé að sjá þeim föngum fyrir hráðainn- lögn á réttargeðdeild, sem þess þurfa með og viðhlítandi aðstoð sérfræðinga sé veitt í fangelsinu að Litla-Hrauni.“ Athygli vekur sú niðurstaða nefndarinnar, að þegar fyrsta sjálfsvígið af þremur sem um ræðir átti sér stað hafi „ekki verið til nein aðgerðaráætlun um, hvernig bregðast skyldi við yfir- vofandi sjálfsvígshættu fanga“. Hins vegar hafi verið til „ákveðin hefð um aðgerðir", en það fremur laust í böndunum. Menn voru því andvaralausir, en það verður þó að skoðast í ljósi þess að sjálfsvíg hafði fram að þessu ekki átt sér stað á Litla-Hrauni allt frá 22. ágúst 1979 eða í nær tvo áratugi. I þessu sambandi er þó athygl- isvert að hafa í huga að í október 1996 skilaði sérstök nefnd um heilbrigðisþjónustu fanga af sér skýrslu. Þar sagði meðal annars: „Varðandi geðheilbrigðisþjónustu telur nefndin að gera þurfi grundvallarbreytingar. Nefndin telur óviðunandi að fangar skuli elcki njóta sömu geðheilbrigðis- þjónustu og aðrir Iandsmenn... Nefndin telur að varanlega lausn þurfi að fá fyrir þá einstaklinga, er vistast í fangelsum og þurfa á geðlæknisaðstoð að halda og þá gæsluvarðhaldsfanga, er sæta þurfa geðrannsókn". Þarna var ekki síst horft til þess að fangar hefðu sama aðgang að geðdeild- um sjúkrahúsa og almenningur. - Lítil vinna og mikið tilbreytingarleysi I bréfi Fangelsismálastofnunar til nefndarinnar frá 25. október 1998 kemur meðal annars fram eftirfarandi: „Fangelsismálastofn- un hefur ekki sett sérstakar regl- ur um það, hvort maður er nægi- lega andlega heilbrigður til þess að sæta afplánun og ekki er fram- kvæmd sérstök athugun á því hverju sinni hvort dómþoli er nægilega andlega heilbrigður til að sæta afplánun". I bréfi stofn- unarinnar frá 17. desember 1998 er og tekið fram, varðandi rann- sókn á persónuþroska, greindar-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.