Dagur - 26.01.1999, Blaðsíða 9

Dagur - 26.01.1999, Blaðsíða 9
ÞRIDJUVAGUR 26. JANÚAR 1999 - 9 Tkgur. 1 úrræði þurft að vera fyrir hendi að vista brýii og námshæfni og félagslegum þroska, að nú sé byrjað að taka pers- ónuskýrslu af öllum föngum við upphaf afplánunar þar sem þessir þættir séu kannaðir. í því eintaki skýrslunnar sem ákveðið var að gera opinbera fjöl- miðlum, hefur kafla verið sleppt þar sem sérstaklega er vikið að föngun- um þremur og persónulegum mál- um þeirra. Hins vegar kemur fram að allir dvöldu þeir „á gangi 3 í húsi 3“, þar sem erfiðustu fangarnir eru oft, þeir sem eiga í hvað mestu erf- iðleikunum. „Vegna skorts á vinnu hafa fangarnir ekkert fyrir stafni og því mikið tilbreytingarleysi ríkjandi. Nýlega hefur vinna við öskjugerð verið tekin frá fyrir fanga í húsi 3 og er það til bóta. I viðtölum nefndar- manna við fanga í húsi 3 gangi 3 kvörtuðu þeir allir undan lélegri loftræstingu... þá hafa fangar kvart- að yfir því að á veturna sé þar mjög kalt,“ segir í skýrslunni. Að lokum má nefna niðurstöðu nefndarinnar varðandi agaviðurlög - sem felast í einangrun. Þar er minnt á ákvæði evrópskra fangelsisreglna, þar sem segir: „Vegna agabrots má aðeins beita fanga innilokun eða einhverri annarri refsingu sem haft gæti skaðleg áhrif á líkamlega eða andlega heilsu hans, ef fangelsis- læknir hefur staðfest skriflega að lokinni skoðun að fanginn þoli slík viðurlög“. Dægurlagakeppni Kvenfélags Sauðárkróks 1999 Kvenfélag Sauðárkróks efnir til dægurlagakeppni, sem lýkur með úrslitakvöldi 30. apríl 1999. öllum er heimil þátttaka, verk mega ekki hafa birst eða verið flutt opinberlega áður. Þátttakendur skili verkum sínum undir dulnefni, ásamt þátttökugjaldi kr. 1000, pr. lag. Rétt nafn og heimilisfang skal fylgja með í lokuðu umslagi. Síðasti skilafrestur er til og með 24. febrúar 1999. Innsendar tillögur skulu merktar „Dægurlagakeppni Kven- félags Sauðárkróks“, pósthólf 93, 550 Sauðárkrókur. Hver höfundur getur aðeins átt eitt lag í úrslitakeppni. Kvenfélagið áskilur sér allan rétt til hvers kyns útgáfu á þeim tíu lögum sem komast í úrslit. Þvottahúsíð Glæsir Skógarhlið 43, 601 Akureyri fyrir ofan Byggingavörudeild KEA Tökum alhliða þvotí allt frá útsaumuðum dúkum ^ og gardínum til vinnu- og 461-1735 og 461-1386 skíðagalla Opið frá 12 -18 virka daga Sœkjum - sendum Sjjúkraliðafélag íslands Stéttarfélag - orlofsíbúð Sjúkraliðafélag íslands óskar eftir að taka á leigu þriggja eða fjögurra herbergja íbúð á Akureyri eða sumarbústað við Eyja- fjörð fyrir félagsmenn frá 18. júní í sumar til loka ágústmánað- ar. Húsnæðið þarf að vera með búnað fyrir 6 til 8 manns. Tilboð sendist skrifstofu Sjúkraliðafélags íslands, Grensásvegi 16, 108 Reykjavík. Sími 553-9494, fax 553-9492. Úllen, dúllen, doff... Er það þannig sem þú velur þér vörsluaðila fyrir þinn lífeyrissparnað? • Hér er vænlegri leið. • Kynntu þér ávöxtun hinna ýmsu sjóða undanfarin ár. • Avöxtun í fortíð gefur ekki vísbendingu um ávöxtun í framtíð, en ... • gefur til kynna að árangursríkri fjárfestingarstefnu hafi verið fylgt. • Það er einfaldlega ekki um aðra betri leið að ræða til þess að velja vörsluaðila. • Því skaltu ekki nota "úllen dúllen doff". Kynntu þér því Lífeyrissjóðinn Hlíf! Raunávöxtun Hlífar: 1993 8,95% 1994 9,93% 1995 7,93% 1996 17,3% 1997 13,5% Meðaltöl raunávöxtunar Hlífar: 5 ár 11,5% 4 ár 12,2% 3 ár 12,9% 2 ár 15,4% Rekstrarkostnaður: 0,17% af eign Lífeyrissjóðurinn Hlíf var stofnaður árið 1963 og stendur því á gömlum merg. Séreignardeildin var stofnuð 30. júní 1998 og hefur nú þegar fengið nokkrar milljónir til vörslu. Þú ert boðin(n) velkominn í sjóðinn til okkar. Athugið: Allir sem eru með persónubundinn kjarasamning geta einnig greitt samtryggingargjaldið (10% )í Lífeyrissjóðinn Hlíf. Lífeyrissjóðurinn Hlíf, Borgartúni 18,105 Reykjavík. Kennit. 620169-3159. Sími 562-9952, fax 562-9096, netfang: valdimar@hlif.rl.is

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.