Dagur - 03.02.1999, Blaðsíða 3

Dagur - 03.02.1999, Blaðsíða 3
 Ð&yr- FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1999 - 3 Vilj a múLbmda stj ómarandstöóu Alþingi kom saman í gær og fyrir því liggur m.a. að ræða breytingar á þingsköpum. Páll Pétursson, Halldór Blöndal og Halldór Ásgrímsson voru heldur alvarlegir yfir umræðunum í gær. - mynd: hilmar Rdttækar breytingar boðaðar á þingskapar- lögimuin en óvíst að þær verði afgreiddar á þessu þingi. Ögmund- ur Jónasson sakar rík- isstjómina um að vilja múlbinda stjómarand- stöðuna. Forsætisnefnd Alþingis undir for- ystu Olafs G. Einarssonar hefur um langt skeið unnið að frum- varpi til laga um breytingar á þingskaparlögunum. Nú er þetta frumvarp að verða tilbúið og byrj- að að leita sátta allra þingflokka um málið. Alls er óvíst að frum- varpið verði samþykkt fyrir þing- lok 10. mars ef full eining á að ríkja um það. Sigríður Anna Þórðardóttir, for- maður þingflokks Sjálfstæðis- flokksins, sagðist ekki þora að fullyrða neitt um það hvort frum- varpið yrði afgreitt á þessu þingi. „Það á alveg að vera hægt og ég vænti þess að það verði niðurstað- an,“ sagði Sigríður Anna. Sátt eða ekki í sátt Valgerður Sverrisdóttir, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, sagðist hafa dágóða von um að þetta fari í gegn fyrir þinglok, en benti á að tíminn væri auðvitað orðinn mjög naumur. „Þá er ég að tala um að þetta verði samþykkt í fullri sátt, enda tel ég að það verði ekki afgreitt á svo stuttum tíma nema með fullri sátt allra þingflokka," sagði Val- gerður. Hún sagði að margt róttækt væri í frumvarpinu fyrir utan styttingu ræðutíma og nefndi sér- staklega fækkun þingnefnda. Hún sagðist þó telja að fyrir landsbyggðarþingmenn væri alveg nauðsynlegt að breyta þessu, því það væri vonlaust að ætla að sinna kjördæmismálum eftir kjör- dæmabreytinguna sitjandi í þrem- ur eða fjórum þingnefndum eins og þingmenn fámennari þing- flokka þurfa að gera núna. Ogmundur Jónasson, formaður þingflokks óháðra, var svartsýnni. „Ef mönnum er alvara um að sátt ríki um þær reglur sem Al- þingi setur sér, þá mun þetta frumvarp ekki verða að veruleika. Enda þótt menn séu á því máli að stuttar og markvissar umræður séu betri en Iangdregnar umræð- ur þá er vert að leiða hugann að því að mál eru yfirleitt afgreidd hér á skjótan hátt. Það eru hin hápólitísku deilumál sem tekur lengri tíma að afgreiða. Það sem ríkisstjórnin vill gera núna er að setja múlband á stjórnarandstöð- una,“ segir Ögmundur Jónasson. Róttækar breytingar Helstu breytingar á þingsköpum eru að rætt er um að umræðutími við 2. umræðu verði 20 mínútur en ekki ótakmarkaður eins og nú er en síðan megi menn halda ótakmarkaðan fjölda af fimm mínútna ræðum. Þá er gert ráð fyrir að fækka nefndum frá því sem nú er um nærri helming, en þær eru tólf. Talað er um að auka vægi hverrar nefndar eftir fækkun þeirra. Rætt er um stjórnlaganefnd, sem fylgi eftir skýrslum umboðsmanns Al- þingis og Ríkisendurskoðanda. Þá eru uppi hugmyndir um að kosið verði í þingnefndir til fjög- urra ára en ekki árlega eins og nú er. Einnig að vald forseta Alþingis verði aukið. Þá er rætt um að koma því á að þingmenn geti bor- ið fram fyrirspurnir allt árið um kring, líka utan þingtíma. Þetta má kalla að séu viðamestu atriði frumvaqrsins. — S.DÓR Katrín Pálsdóttir hættir á Sjónvarp- inu og verður yfirmaður Rásar 2. Katrmtekur við af Þorgerði Katrín Pálsdóttir, fréttamaður á Sjónvarpinu, hefur verið ráðin deildarstjóri samfélags- og menn- ingarmála hjá Utvarpinu til sex mánaða. Þorgerður Gunnars- dóttir sem nú gegnir starfinu lenti sem kunnugt er í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Reykjanesi. Markús Orn Antons- son útvarpsstjóri segir að það hafi orðið að samkomulagi að hún hverfi til annarra starfa nú þegar nær dragi kosningum. Það velti síðan á úrslitum kosninganna hvort hún komi aftur til starfa. Katrín hefur unnið hjá Ríkisút- varpinu frá 1982, undanfarin ár í erlendum fréttum hjá Sjónvarp- inu. „Hún hefur undanfarið verið í rekstrarfræðinámi í Háskóla ís- lands og haft orð á því að hún vildi gjarna breyta til ef kostur gæfist á því. Eg er mjög hlynntur því að fólk fari á milli starfa í stofnuninni ef það opnast mögu- leikar til þess og þetta er hluti af því,“ segir Markús Örn. Aukið eftirlit með reykmgabanninu Ingibjög Pálmadóttir heilbrigðisráðherra segir margt i nýju reglugerðinni um tóbaksvarnir þegar komið til framkvæmda. - mynd: teitur Tóbaksvamir gagn- rýna viimubrögð Heil- brigðiseftirlits ReykjavQmr. 70-80% vinnustaða reyklaus- ir. Sjúkdómar vegna reykinga kosta mest. „Þegar ég kvartaði undan þessu fyrir tveimur árum, þá var mér hreinlega sagt af starfsmanni Heilbrigðiseftirlitsins að lögin frá 1984 væru ekki komin til framkvæmda," segir Þorgrímur Þráinsson, framkvæmdastjóri Tóbaksvarna. Baimað að reykja Þetta kom fram á blaðamanna- fundi í gær þar sem heilbrigðis- og tryggingaráðherra undirritaði nýja reglugerð um tóbaksvarnir á vinnustöðum sem tekur gildi 15. júní nk. Þorgrímur Þráinsson telur þó að eftirlit með fram- kvæmd Iaga og reglugerðar um tóbaksvarnir af hálfu Heilbrigð- iseftirlits Reykjavíkur verði betra, enda sé verið að vinna að því að auka eftirlit þess. Hann hefur það eftir starfsmanni eftir- litsins að þar á bæ séu menn fullir áhuga en mannekla hafi háð allri eftirlitsvinnu. Hann vildi þó ekki tjá sig um það á hvern hátt staðið verður að því að auka eftirlitið með fram- kvæmd laga um tóbaksvarnir. I nýju reglugerðinni um tó- baksvarnir erp reykingar ajfarið bannaðar í húsakynnum og lóð- um skóla og meðal starfsfólks heilbrigðisstofnana. Sjúklingum verður þó leyft að reykja í vel Ioftræstu afdrepi. Þá verða reyk- ingar almennt bannaðar í fyrir- tækjum. Atvinnurekanda er þó heimilt að leyfa reykingar í sér- stökum afdrepum. Heilbrigðis- eftirlit í hverju sveitarfélagi og Vinnueftirlit ríkisins annast eft- irlit með framkvæmd reglugerð- ar og Iaga um tóbaksvarnir. Brot á ákvæðum þeirra geta varðað sektum. Flestir vtnnustaða reyklausir Ingibjörg Pálmsdóttir, heilbrigð- is- og tryggingaráðherra, segir að 70-80% vinnustaða séu reyklaus- reglugerðinni aðeins staðfesting á því sem þegar sé orðið í reynd. Ráðherra segir að ástæðan fyrir því að ríkið sé að skipta sér af tóbaksreykingum sé sú að stærsti útgjaldaliður á sviði heilbrigðis- mála sé vegna sjúkdóma sem séu tengdir reykingum. Engu að síð- ur telur ráðherra að margt hafi áunnist í tóbaksvörnum og við- horf fólks gegn reykingum sé allt annað og betra en það var t.d. fyrir 20 árum. Máli sfnu stað- festingar bendir ráðherra á að reykingar miðaldra karlmanna hafa minnkað. Það birtist m.a. í bættu heilsufari þeirra, minna sé um hjartaáföll og kransæða- og æðasjúkdóma. A sama hátt hefur blóðþrýstingur lækkað í fram- haldi af minnkandi reykingum. .-OPH ir. Af þeim söjíuni sé mprgt í nýju íIiMlfh siy vtífH Metár hjá íslandsbanka Liðið ár var metár í rekstri Islandsbanka. Hreinn hagnaður bankans og dótturfélaga er um 1.415 milljónir króna, sem er 368 milljónum króna meiri hagnaður en árið 1997. Að mati talsmanna bankans stuðlaði samhentur hópur starfsfólks, kostnaðaraðhald og vel nýtt tækifæri í góðærinu einna helst að þessum árangri. Rekstrarkostnaður hækkaði um 14 prósent miðað við árið 1997 eða um 500 milljónir króna. Þessi hækkun er einkum skýrð með auknum launakostnaði. Annar almennur rekstrarkostnaður hækkaði um 6 prósent milli áranna. Fmmvarp um orkunýtnikröfur Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra WKMtKtKtB kynnti frumvarp til laga um orkunýtni- kröfur á ríkisstjórnarfundi í gær. Tilgang- ur frumvarpsins er fyrst og fremst að stuðla að bættri nýtingu orku með því að ýta undir þróun og útbreiðslu búnaðar sem nýtir orku vel. I frumvarpinu eru meðal annars ákvæði sem veita ráðherra heimild til að mæla fyrir um ákveðnar kröfur um orkunýtni búnaðar og heimila ráðherra að innleiða með setningu reglu- gerða, tilskipanir Evrópusambandsins um orkunýtni kæliskápa, frystiskápa og sam- byggðra kæli- og frystiskápa og tilskipanir um fleiri tæki sem eru í undirbúningi. Finnur Ingólfsson, iðnaðar- ráðherra. Þéttari borgarbyggð Borgarráð hefur falið borgarverkfræðingi og skipulagsstjóra að kanna framkomnar tillögur um uppbyggingu fbúðahverfis vestan Elliðaáa á Iandfyllingum eða í tengslum við þær. Jafnframt á að athuga mögu- leika á þvf hvort fjárfestar og verktakafyrirtæki gætu komið að þróun og byggingu slíkra hverfa. Tilgangurinn sé að þétta byggðina án þess að ganga á gróin borgarhverfi. Þær tillögur sem fram hafa komið í þessum efnum eru m.a. upp- fylling frá Orfirisey, uppfylling út frá Akurey, flutningur Reykjavíkur- flugvallar á landfyllingu í Skerjafirði og uppbygging íbúðahverfis í Vatnsmýrinni, íbúðahverfi á uppfyllingu í Skeijafirði og landfyllingu við Sæbraut fyrir hafnsækna starfsemi. Gert er ráð fyrir að fyrstu nið- urstöður þessara athugana verði skilað til borgarráðs eigi síðar en 1. . ^pijl pk- ... - CRH li WÍH ISIiflhfi 43

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.