Dagur - 03.02.1999, Blaðsíða 13

Dagur - 03.02.1999, Blaðsíða 13
 MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1999 - 13 ÍÞRÓTTIR Gull, silfur og brons á EVRU-motinu Örn Arnarson var stjarna Lúxemborgarmótsins. Tíu íslenskir sund- menn tóku um helgina þátt í alþjóðlegu sund- móti „EVRUmótinu“ sem fram fór í Lúxem- horg. Mótið var mjög sterkt, enda góð peningaverðlaun í boði fyrir verð- Iaunasæti og gaf fýrsta sæti tutt- ugu og fimm þúsund krónur, ann- að sætið sextán þúsund og þriðja sætið tíu þúsund. íslensku keppendumir: Örn Arnarson, SH Guðmundur Hafþórsson, SH Ómar Snævar Friðriksson, SH Þórður Ármannsson, SH Davíð Freyr Þórunnarson, SH Elín Sigurðardóttir, SH Lára Hrund Bjargardóttir, SH Sunna Björg Helgadóttir, SH Kolbrún Hrafnkelsdóttir, SH Anna Lára Armannsdóttir, IA Bestum árangri íslensku kepp- endanna náði Óm Amarson, sem vann til tveggja gullverðlauna, í 100 og 200 m baksundi, og einna brosnverðlauna í 50 m skriðsundi, þar sem hann setti nýtt Islandsmet á 23,84 sek. Hann náði einnig sfnu besta í 100 m skriðsundi og lenti þar í fjóra sæti, en hann á ör- ugglega eftir að sækja grimmt að íslandsmetinu í þeirri grein á næstunni. Auk þess reyndi hann að slá íslandsmet frænda síns Am- ars F. Ólafssonar í 200 m flug- sundi, en varð að gera sér að góðu tímann 2:10,71, sem er þó aðeins um einni sekúndu frá Islandsmeti Magnúsar. Árangur Amar: 100 m skriðsund 4. sæti 51,81 sek. 200 m baksund 1. sæti 2:04,34 mín. 5 0 m skriðsund 3. sæti 23,84 sek. 100 m baksund 1. sæti 57,34 sek. 200 m flugsund 5. sæti 2:10,71 mín. Lára Hrand með tvö brons Lára Hrund Bjargardóttir náði íslenska snókerlandsliðið hélt í morgun til Grenoble í Frakklandi til þátttöku í alþjóðlegu landsliða- móti „Strackan Continental Team Cup“, sem fram fer dagana 4. til 7. febrúar. Liðið er skipað þeim Jó- hannesi B. Jóhannessyni, Brynjari Valdimarssyni og Jóhannesi R. Jó- hannessyni, sem nú skipa þijú efstu sætin á íslensku mótaröðinni í snóker. Kristján Helgason, sem er okkar sterkasti snókerspilari, gaf ekki kost á sér í Iiðið að þessu sinni, þar sem hann er á sama tíma að taka þátt í öðru móti atvinnumanna. einnig mjög góðum árangri á mót- inu og tókst ætlunarverkið, sem var að synda sig inn í íslenska Ólympíuhópinn. Hún náði því í 200 m skriðsundi þegar hún náði 3. sæti á 2:05,49 mín., sem er nýtt Islandsmet, en lágmarkið var 2:07,19 mín. Gamla metið sem var orðið 12 ára gamalt átti Bryndís Mót þetta sem er mjög sterkt er nú haldið í fimmta sinn og tekur íslenska liðið nú þátt í því í fyrsta sinn. Tólf þjóðir taka þátt í mótinu og þar á meðal eru sterk lið eins og Belgar, Möltubúar, Finnar og Hol- lendingar. Auk þess senda Frakkar fjögur aukalið í keppnina þannig að samtals verða þátttökuliðin sextán. Sum liðanna eru skipuð mjög þekktum atvinnumönnum og má þar nefna kappa eins og Mario Geudens, Björn Haneveer, Joe Greeh, Axel Borg, Mario Wehr- mann og Mike Henson. Ólafsdóttir, 2:06,23 mín. Með þessum árangri náði hún einnig settu lágmarki inn á Evrópumeist- aramótið í 50 m laug, sem haldið verður í Instanbúl f Tyrklandi í júlí n.k. Lára Hrund náði einnig 3. sætinu f 200 m fjórsundi á tfman- um 2:23,65 og síðan 4. sætinu í 400 m fjórsundi á 5:06,50. Ómar Snævar vann tvö silfur Ómar Snævar Friðriksson náði einnig ágætis árangri á mótinu, en hann krækt í tvenn silfurverðlaun, í 400 m skriðsundi á 4:14,26 mín. og í 400 m fjórsundi á 4:47,92 mín. Hann synti einnig 200 m skriðsund og náði þar 8. sætinu á 1:59,77 mín. Af árangri annarra keppenda má nefna árangur Elínar Sigurðar- dóttur í 100 m flugsundi, en þar náði hún 6. sætinu á 1:07,17 mín., en í undanrásunum náði hún sín- um besta tíma f greininni og synti á 1:05,61. Davfð Freyr Þórunnarson komst í úrslit í 100 m skriðsundi og 100 m flugsundi og náði 8. sætinu í báðum greinum. Að sögn Brynjars Valdimarsson- ar, landsliðmanns, spilar fslenska liðið í riðli með HoIIendingum og Frökkum. „Við stefnum auðvitað á sigur í riðlinum, en á ég von á að keppnin þar muni standa á milli okkar og Hollendinga. Eftir riðla- keppnina fer svo fram 4-Iiða úr- slitakeppni. Sterkustu Iiðin í keppninni eru eflaust Iið Möltu, sem sigraði á mótinu í fyrra og einnig eru Finnar með öflugt lið. En við erum bjartsýnir og stefrium að toppárangri," sagði Brynjar. ERLINGUR KRISTENSSON Vantar 50 m keppnislaug Það er Ijóst að sundíþróttin er í dag orðin okkar helsta íþróttagrein, það sýnir árangur sundfólksins okkar að undanförnu. Uppbygg- ingin hefur verið mikil á undan- förnum árum og nú er sú mikla vinna sem félögin hafa unnið að skila sér. Okkar besti sundmaður og jafn- framt efnilegasti sundmaður Evr- ópu, Öm Amarson, hefur heldur betur slegið í gegn og í kjölfarið koma aðrir ungir og efnilegir. Það er svo komið að sundfólkið okkar er nú orðið nokkuð öruggt með verðlaunasæti á stórmótum erlendis og árangurinn á EVRU- mótinu um síðustu helgi sannar að breiddin er að aukast. Þar voru mættir til keppni nokkrir af bestu sundmönnum Evrópu og viti menn, „Litla Island“ stal senunni. Ekki bara árangur- inn, heldur líka allt viðmót og lífleg framkoma íslensku sundmann- anna sem stakk sjálfan forseta al- þjóða sundsambandsins í hjarta- stað. Tvenn gullverðlaun Arnar Amar- sonar, tvenn silfurverðlaun Ómars Snævars Friðrikssonar og brons- verðlaun Lám Hmndar Bjargar- dóttur segja líka allt sem segja þarf. Fjórir sundmenn eru þegar komnir í íslenska Ólympíuhópinn og nokkrir aðrir banka á dymar, þannig að nú stefnir í að þátttaka okkar í sundkeppni leikanna verði meiri en nokkru sinni fyrr. Þrátt fyrir þessa góðu stöðu er þó eitt sem enn vantar. Það er boð- íeg keppnislaug fyrir þetta frábæra íþróttafólk. Hér á landi er engin yf- irbyggð 50 m laug og hún er ekki í sjónmáli. Tökum okkur Lúxemborgara til lyrirmyndar og byggjum nýja 50 metra, átta brauta keppnislaug, fyrir hálft það verð sem ein Arbæj- arlaug kostaði. Hentuga alhliða laug, en ekki steinsteypt minnis- merki til fárra nota. íslenska snókerlandsliðið til Frakldands ÍÞR ÓTTA VIÐTALIÐ MOdlvægt að taka þátt í stórmótiiin Hrafnkell Marínósson formaður Sundfélags Hafnarfjaiðar Tíu íslenskir sutidmenti náðu frábærum árangrí á Jyrsta EVRU-mótinu sem framfór í Lúxemborg um síð- ustu helgi. Sundfólk úrSH var þar mjög áberandi ogfé- lagið lenti í 8. sæti í keppni millifélagsliða. Hrafnkell Marínósson,formaðurSH, segirað íslensku sundmenn- imirhafi rækilega stimplað sig inn á mótinu. - Hver var styrkleiki mótsins í Luxemborg? „Þetta mót var geysisterkt, enda sett upp með það í huga og góð peningaverðlaun í boði fyrir verð- launasæti. Þarna voru mættir flestir fremstu sundmenn Evrópu til að taka þátt í fyrsta EVRU- mótinu sem haldið er, en nafnið er tilkomið vegna nýja evrópska gjaldmiðilsins Evrunnar og til að vekja athygli á henni.“ - Er mikilvægt fyrir okkar sundmenn að taka þátt í mótum erlendis? „Vegna stöðunnar í sundinu f dag er það mjög mikilvægt fyrir sundmennina og félögin að geta komið toppfólkinu í sterkar keppnir erlendis, í alvöru 50 metra keppnislaugum. Það er nauðsynlegur undirbúningur fyrir þátttöku í stórum alþjóðlegum mótum eins og smáþjóðaleikun- um, Heims- og Evrópukeppnum og svo auðvitað sjálfum Ólympíu- leikunum. Staða sundsins hér á Iandi er orðin það sterk að þetta er okkur nauðsynlegt. Við erum hægt og sígandi að ná upp keppn- isliði á heimsmælikvarða og ár- angurinn í Luxemborg, þar sem Sundfélag Hafnarfjarðar varð í 8. sæti af 54 félögum sýnir að við erum sterk á Evrópumælikvarða. Hefðum við tekið einn sterkan sundmann með okkur í viðbót, þá hefðum við örugglega náð 1. sæt- inu og þar með unnið félaga- keppnina. Þarna voru t.d. kepp- endur frá fjórum mjög sterkum þýskum liðum, einnig frá tveimur frönskum og síðan eitt frá flestum öðrum Evrópuþjóðum. Þetta sýn- ir að staða okkar er mjög sterk og breiddin mikil." - Skilaði mótið ykkur miklu? „Það er á hreinu að þetta mót skilaði okkur gífurlega miklu og krakkarnir okkar vöktu mikla at- hygli. Alsírmaðurinn Musthapa Larfaoui, forseti alþjóða sund- sambandsins, FINA, var meðal áhorfenda á mótinu og hann heilsaði upp á okkur á Iaugar- bakkanum. Hann var mjög hrif- inn af framgöngu sundfólksins okkar og fannst það mjög athygl- isvert að fimm af níu keppendum SH skyldu komast í úrslitakeppn- ina. Góður andi í hópnum vakti líka athygli hans og honum fannst til fyrirmyndar hvað krakkarnir héldu vel saman og hvað þau studdu hvort annað í keppninni. Það má segja að sundlaugarsalur- inn hafi verið okkar, þvílík var stemmningin í hópnum. Arangurinn lét heldur ekki á sér standa og segja má að öll hafi staðið sig mjög vel. Árangur Arnar Arnarsonar stendur þó uppúr og með sigrunum í 100 og 200 m baksundinu stimplar hann sig rækilega inn sem einn sá besti. Það var líka ánægjulegt að Lára Hrund skyldi ná inn í Ólympíu- hópinn með árangri sínum i 200 m skriðsundi, sem gefur okkur ákveðnar vísbendingar um að hún sé á réttri siglingu fyrir Sydney 2000. Það má ekki heldur gfeyma því að með þessum árangri náði hún lágmarkinu inn á Evrópu- meistaramótið í 200 m skrið- sundi, sem er frábært hjá henni. Þessi góði árangur okkar fólks sýnir okkur enn frekar hvað þátt- taka í þessum stórmótum erlend- is er okkur mikilvæg, þó það kosti mikið. Það er alveg þess virði og fólk er alveg tilbúið til að Ieggja mikið á sig til að dæmið gangi upp.“ - Hverju þakkar þú þennan mikla uppgang hjá SH? „Ég held að samhugur fólks innan félagsins hafi haft þar mik- ið að segja. Bæði stjórn og for- eldrar hafa unnið vel saman síð- ustu árin og með því góða sam- starfi hefur þetta gengið upp. Við eigum góða sveit vaskra manna sem vilja félaginu allt það besta og stemmningin hjá okkur hefur verið ótrúlega góð. Gott dæmi er frá síðasta Búnaðarbankamóti sem haldið var í síðasta mánuði, þar sem samheldinn hópur hélt utan um eitt stærsta mót sem haldið hefur verið hérlendis, þar sem skráningar voru yfir 1000 og dagsstörfin við mótið yfir 100. Þetta gekk upp með okkar eigin fólki að mestu og það sýnir vel að samhugur er í verki. Við höfum líka verið einstak- lega heppnir með þjálfara, þar sem Brian Marshall tók við góðu búi frá Klaus Och, sem hóf þessa miklu uppbyggingu með okkur. Brian er frábær þjálfari og það var unun að sjá til hans á mótinu í Lúxemborg. Það var auðséð að þar fór maður sem kann til verka oe vinnubröeð hans vöktu milda athygli."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.