Dagur - 03.02.1999, Blaðsíða 4

Dagur - 03.02.1999, Blaðsíða 4
rD^ftr . •> 4- MIÐVIKUUAGUR 3. FEBRUAR 1999 FRÉTTIR VESTURBYGGÐ Samstarf pfli svædisfréttir Þrjár leiðir til skoðun- ar sem varða framtíð fréttastofa RÚV og Sjónvarps. Hugmyndir um eina stjóm hljóð- varps og sjónvarps á svæðisstöðvum. Útvarpsstjóri hefur lagt fram fyr- ir útvarpsráð vinnuskýrslu þar sem þrír kostir eru skoðaðir varð- andi fréttastofu útvarps annars vegar og fréttastofu Sjónvarps hins vegar. Einn er óbreytt ástand, annar hvort rétt sé að sameina fréttastofurnar, en sá þriðji og sá sem heimildir blaðs- ins segja að helst sé í athugun, er að auka samstarfið án þess að um sameiningu verði. Oljóst er hve mikinn tíma út- varpsráð og útvarpsstjóri taka sér til að vinna úr málinu, en Bogi Agústsson hefur verið formaður nefndar um mögulega samvinnu og hefur hann sagt að skoðanir fréttamanna séu jafnmargar og þeir eru margir í þessu máli. Aukið samstarf án sameiningar mun vera sú hugmynd sem mest er rædd varðandi fréttastofur RÚV þessa dagana. - mynd: þök Ekki bara pemngainál „Við erum að skoða leiðina um aukið samstarf sem helgast eink- um af sambýlinu," segir Gissur Pétursson, fulltrúi Framsóknar- flokks í útvarpsráði. Hann segir málið enn í skoðun og ítrekar að engin ákvörðun hafi verið tekin. Aðpurður hvort vilji til aukins samstarfs helgist að hluta til af hagkvæmnisástæðum, telur Giss- ur að svo þurfi ekki endilega að vera. „Eg hef oft talað fyrir auknu samstarfi á svæðisskrifstofunum milli þessara tveggja deilda. Eg held að það myndi styrkja frétta- þjónustuna þar að hafa allt undir einni stjórn Báðar fréttastofurn- ar ættu að hagnast á slíkri sam- vinnu,“ segir Gissur. Dagur bar málið undir Kára Jónasson, fréttastjóra Útvarpsins. Hann sagði alla samvinnu af hinu góða en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið á þessu stigi. — BÞ Vatneyrarbúð gerð að minjasafni Bæjarstjórn Vesturbyggðar hefur samþykkt að vernda gamalt verslun- arhús, Vatneyrarbúð, sem inniheldur útgerðar- og verslunarsögu Pat- reksQarðar og er því hugsað sem eins konar minjasafn. Bæjarstjórn keypti húsið, lóðina í kring og alla innanstokksmuni og á sveitarfé- Iagið þar með orðið meginhluta Vatneyrarinnar. Haukur Már Sigurð- arson, formaður bæjarráðs, segir að húsið líti út að innan eins og hætt hafi verið að versla þar í gær en ekki fyrr á öldinni, svo vel líti allir munir þarna út. Þarna má m.a. sjá ritföng og bókhald frá því fyrr á öldinni og er húsið því stórskemmtilegt, ekki síst fyrir ferðamenn. Sjálfstætt félag verður stofnað um rekstur hússins og mun sveitarfé- lagið þá leggja fram húsnæðið sem sinn hlut. Hús til heiðurs Jóni úr Vör Bæjarstjórn Vesturbyggðar hefur einnig samþykkt að opna á árinu 2000 skáldastofu eða listvinahús á Patreksfirði sem beri nafn Jóns úr Vör, sem var fæddur á Patreksfirði. Húsið mun einnig heiðra Kristján Davíðsson listmálara og Steingrím Sigfússon tónskáld og fleiri Iista- menn, sem rekja uppruna sinn til Patreksfjarðar. Jafnframt verður opnað ljósmyndasafn en sambæri- Iegt hús verður opnað á Bíldudal. Sérstök menningarhátíð verður við opnun hússins í tengslum við hlut- verk Reykjavíkurborgar sem einnar af menningarborgum Evrópu árið 2000. — gg Jón úr Vör. MlitrA' ALLIR SUZUKI BÍLAR ERU MEÐ • vókvastýri • 2 loftpúða • aflmiklar vélar • samlæsingar rafmagn í rúðum og speglum • styrktarbita í hurðum • • samlitaða stuðara • ÞRIR EKTA JEPPAR - EITT MERKI - ogJIMNY fékk gullverðlaunin '98 í Japan fyrir útlit, gæði, eiginleika og möguleika! Komdu FULL FRAME JIMNY TEGUND: VERÐ: Beinskiptur 1.399.000 KR. Sjálfskiptur 1.519.000 KR. VITARA TEGUND: JLX SE 3d JLX SE 5d DIESEL5d VERÐ: 1.580.000 KR. 1.830.000 KR. 2.180.000 KR. GRAND VITARA TEGUND: VERÐ: GR, VITARA 2,0 L 2.179.000 KR. GR.VITARA EXCLUSIVE 2,5 L V6 2.589.000 KR. og sestu inn! Skoðaðu verð og gerðu samanburð. $ SUZUKI -M*- SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, simi 431 28 00. Akureyri: BSA hf„ Laufásgötu 9, sími 462 63 00. Egilsstaðir: Bíla- og búvélasalan hf„ Miðási 19, sími 471 20 11. Hafnarfjörður: Guðvarður Elíasson, Grænukinn 20, simi 555 15 50. Isafjörður: Bílagarður ehf.,Grænagarði, simi 456 30 95. Keflavik: BG bílakringlan, Grófinni 8, simi 421 12 00. Selfoss: Bilasala Suðurlands, Hrísmýri 5, sími 482 37 00. Hvammstanga: Bíla- og búvélasalan, Melavegi 17, sími 451 26 17. SUZUKI BILAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. Heimasíða: www.suzukibilar.is

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.