Dagur - 03.02.1999, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1999 - 11
ERLENDAR FRÉTTIR
„Veruleg sjálfstjdm“
Samkvæmt drögiun
að Mðaráætlun fyrir
Kosovo er gert ráð fyr-
ir að Serbar afsali sér
að mestu leyti völd-
um.
Dagblaðið Financial Times
skýrði frá því í gær að drög að
friðaráætlun hafi þegar verið
samin á vegum sex ríkja sam-
ráðshópsins, og þar sé gert ráð
fyrir að stjórn héraðsins verði í
raun tekin úr höndum Serba.
Leggja á þessi drög fyrir fulltrúa
Serba og Albana í París nú um
helgina.
Að sögn Financial Times á
Kosovo-hérað samkvæmt drög-
unum að fá „umtalsverða
sjálfstjórn“ og jafnframt eiga
þess kost að vera með eigin
fulltrúa í ríkisstjórn bæði Serbíu
og júgóslavneska sambandsrík-
isins. Miðað er við að samið
verði um þriggja ára aðlögunar-
tímabil.
Samkvæmt tillögunum er jafn-
framt gert ráð fyrir að sett verði
á laggirnar sérstök alþjóðleg eft-
irlitsnefnd sem hafi víðtæk völd.
Meðal annars á þessi eftirlits-
nefnd að geta ráðið embættis-
veitingum í stjórnsýslu og dóms-
málum, hafa eftirlit með kosn-
ingum og setja á stofn eigin út-
varpsstöð. Gert er ráð fyrir að
kosningar í héraðinu verði
haldnar innan níu mánaða.
Óvíst iini þátttöku
Sex ríkja samráðshópurinn gerir
þær kröfur til bæði Serba og Alb-
ana að þeir mæti til friðarvið-
ræðna strax í lok vikunnar, og
þær eiga ekki að standa lengur
en tvær vikur. Ovíst er enn hvort
Serbar eða Albanir mæti til við-
ræðnanna, en NATO hefur hvað
eftir annað ítrekað hótanir sínar
um loftárásir ef ekld verði geng-
ið til samninga.
Yfirstjórn Frelsishers Kosovo
hugðist taka ákvörðun um þátt-
töku f viðræðunum í dag, mið-
vikudag. Adem Demaci, pólitísk-
ur fullltrúi Frelsishersins, sagði
á fréttamannafundi í Pristina í
gær að sér litist illa á friðartillög-
ur samráðshópsins, og þess
vegna hafi hann lagt til við her-
stjórnina að hafna þátttöku í
þeim. En bætti því við að ákvörð-
unarvaldið lægi hjá yfirmönnum
hersins.
Serbneska þingið tekur
ákvörðun um það á fimmtudag
hvort senda eigi fulltrúa tilþátt-
töku í friðarviðræðunum. Ymis-
legt benti til þess í gær að Serbar
ætli að taka þátt í þeim. Slobod-
an Milosevic, forseti Júgóslavíu,
var strax byrjaður að búa samn-
ingsfulltrúa sína undir viðræð-
urnar. Og Vuk Draskovic, að-
stoðarforsætisráðherra
Júgóslavíu og fyrrverandi leið-
togi stjórnarandstöðunnar, hefur
þegar lýst stuðningi sínum við
þær. - GB
Öcalan óveLkomiim allsstaðar í
Evrdpu
TYRKLAND - Ecevit, forsætisráðherra Tyrklands, sagði í gær að
Abdullah Ocalan væri greinilega óvelkominn í öllum ríkjum Evrópu.
Öcalan reyndi fyrr í vikunni að fara til Hollands, en einkaflugvél
hans var vísað þar á brott af stjórnvöldum. Talið er að þaðan hafi
hann farið til Grikklands, en grísk stjórnvöld fullyrtu í gær að flugvél
Öcalans hafi aldrei lent þar. Tyrkneska leyniþjónustan reynir nú
ákaft að hafa upp á því hvar Öcalan er niður kominn.
Eitt vitui eftir
BANDARIKIN - Vernon Jordan, lögfræðingur í Washington og gam-
all vinur Bills Clintons Bandaríkjaforseta, var í gær yfirheyrður í
tengslum við málareksturinn gegn forsetanum. Monica Lewinsky,
fyrrverandi ástkona forsetans, var yfirheyrð á mánudag og stóð það
yfir í fjóra klukkutíma, mun skemur en reiknað hafði verið með.
Lögfræðingar forsetans spurðu hana engra spurninga, en lesin var
upp yfirlýsing frá forsetanum þar sem hann biður Lewinsky afsökun-
ar á þeim þjáningum sem hún þarf að ganga í gegnum. Framburður
hennar var tekinn upp á myndband og strax í gær var eintak af því
afhent öllum öldungadeildarþingmönnum.
Enn skotið á íraskar loftvamastöðvar
IRAK - Bandarfskar herþotur skutu á
íraskar loftvarnastöðvar á bæði nyrðra og
syðra flugbannsvæðinu í Irak í gær. Arásir
sem þessar hafa verið nær daglegur við-
burður í írak undanfarnar vikur. I flestum
tilvikum hefur verið um bandarískar her-
þotur að ræða, en nokkrum sinnum hafa
breskar þotur komið \dð sögu.
Saddam Hussein hefur að sögn íraskra
Qölmiðla boðið hverjum þeim sem skýtur
niður bandaríska þotu fjárupphæð sem
svarar einni milljón íslenskra króna í verð-
laun.
Saddam Hussein býður
milljón fyrir þotuna.
Fjárfestu í aukmiii þekkingu og árangri á árinu 1999
GÆÐASALA Bj LISTIN AÐ LOKA SÖLU
Á námskeiðinu er farið inná t.d. 30 ábrifaríkar aðferðír
• Betri tengsl við viðskiptavini • Meiri gæði í sölu Á námskeiðinu er farið inná að leysa vandamál viðskiptavinarins t.d.
• Hvemig byggja á viðskiptasambönd • Ég hef ekki efni á þessu
* Meiri gæði í þjónustu * Þetta kostar of mikið
* Sköpuð velvild hjá viðskiptavini * Ég hef ekki tíma
« Hvemig höndla skal mótbárar • Neikvæðir viðskiptavinir
* Auðveldar leiðir til að auka sölu • Ég ætla að hugsa málið
* Ánægður viðskiptavinur besta auglýsingin
Námskeið sent hentar þeim sem vilja ánægðari viðskiptavini, aukna sölu og hámarksárangur í starfi. Þetta námskeið er sérlega áhugavert í ljósi þess að aðeins uin 10% sölumanna (eða jafnvel færri hér á landi) kunna skil á fleiri en 5 lokunum. Talið er að 80%
Náittskeíð í febrúar af sölum sent ganga í gegn geri það eflir íleiri en finini lokanir.
6. feb. FULLBÓKAÐ! 10.-11. feb. Skráning stendur yfir. Nánskeið í febrúar
13. feb. FULLBÓKAÐ! 22.-23. feb. Skráning stendur yftr. 15.-16. feb. Skráning stendur yfir. 24.-25. feb. Skráning stendur yfir.
Skráning og upplýsingar um námskeiðin eru veittar í síma 561 3530 & 897 3167
Wmm
Anægðir víðskiptavinir
besta auglýsingin
Hvað segja þeir sem hafa
sótt námskeiðin.
Sigrún Skarphéðinsdóttir, skrifstofustjóri: Þetta
var mjög gott námskeið, ég gcf því mín bestu
meðmæli. Stigagjöf 10.
Inga Björk Ingólfsdóttir, gjaldkeri: Ég er mjög
ánægð nteð þetta námskeið, og gef því 10 í
einkunn.
Steinunn Hjartardóttir. framkvæmdastjóri:
Frábært námskeið. Gunnar Andri vinnur af lífi
og sál verkefnið.
Eiríkur Hans Sigurðsson. löggiltur
vátryggingamiðlari: Námskciðið skipti sköpum
fyrir ntig og framtíð rnína.
Katrín Snæhólnr Baldursdóttir, sölumaður:
Mér fannst námskeiðið virka mjög vel því það er
strax farið að skila mér aukinni sö!u, meiri eldmóði
og bjartsýni á framtíðina. Frábært námskeið.
Pétur Sturiuson. verslunarstjóri: Frábært
námskeið.
Hulda Össurardóttir, sölumaður: Gunnar Andri
stóð sig frábærlega vcl. Mjög gott námskeið sem
allir í sölumcnnsku hefðu gott af að spá nánar í.
Námskeiðið mjög gott.
Margrét Dan, sölumaður: Gunnar Andri hélt
óskiptri athygli allan tímann, aldrei séð annað
eins. Frábært námskeið.
Torfi Karl Karlsson. tryggingaráðgjafi: Frábært
nántskeið, fór fram úr björtustu vonurn. Gunnar
Andri veit hvað hann er að gera og segja.
Gunnar Andri hefur 19 ára reynslu í verslun og sölumennsku, og hefur selt
hæði vörur, þjónustu og hugmyndir með góðum árangri, hvort sem um er að
ræða í verslun, gegnum sínia, farandsölu, beint til fyrirtækja eða á
heimakynningum. Pess má einnig geta að á 8.1. 19 árum hefur Gunnar Andri
iilotið fjöldan allan af verðlaunum fyrir sölumennsku sína og hefur skipað
toppsæti sölumanna í Evrópu og Skandinavíu.
HÖTEL lOI TI HPIR.
i í M f N B t> I *» M) "n M
§em ném§K@iðin fara fmm
É SOLUKENNSLA 6UNNARS ANDRA
H Einkaþjólfun • IMámskeið ■ Ráðgjöf • Fyrirlestrar
Við höfum sameiginlegt markmið - að þér gangi vel!