Dagur - 03.02.1999, Blaðsíða 5

Dagur - 03.02.1999, Blaðsíða 5
 M IÐVIKUl) AGV R 3. FEBRÚAK 1999 - S FRÉTTIR Fj árhagsvandi sveit- arfélaga áhyggjuefni „Fjárhagsstaða sveitarfélaga ræðst ekki bara af ráðdeild og útsjónarsemi kjörinna fulltrúa, heldur af sambandinu á milli þeirra verkefna sem ríkið felur þeim og þeim tekjustofnum sem með fylgja, “ sagði Svanfrfður Jón- asdóttir í utandagskrárumræðum á Alþingi í gær. Svanfríður Jónasdótt- ir segir fjárhagsvanda sveitarfélaga orðinn mjðg alvarlegan - fé- lagsmálaráðherra seg- ir mörg þeirra geta hækkað útsvar. „Fjárhagsstaða sveitarfélaga ræðst ekki bara af ráðdeild og út- sjónarsemi kjörinna fulltrúa, heldur af sambandinu á milli þeirra verkefna sem ríkið felur þeim og þeim tekjustofnum sem með fylgja,“ sagði Svanfríður Jónasdóttir, þingmaður Jafnaðar- manna, á Alþingi í gær. Hún gerði slæma fjárhagsstöðu sveit- arfélaganna í landinu og það sem hún kallaði ranga tekju- skiptingu milli ríkis og sveitarfé- Iaga að umræðuefni utan dag- skrár á Alþingi í gær. Svanfríður benti á að sveitarfélögin færu nú með mest af þjónustu við íjöl- skylduna og að enn standi til að bæta við. Hún spurði hvort hækkun útsvars og frestun á ein- setningu grunnskóla væri boð- skapur ríkisstjórnarinnar. Svo virtist vera miðað við ummæli fé- lagsmálaráðherra. Svanfríður sagði að skólakerfið íslenska hefði verið fjársvelt á undanförnum árum og ekki und- ir það búið fjárhagslega að taka við breyttu hlutverki við nýjar kröfur. Hún spurði félagsmála- ráðherra hvort hækkað útsvar og frestun á einsetningu skóla væru raunverulegt úrræði skuldugra sveitarfélaga. Hún spurði líka hvort hámarks útsvarsprósent- unni yrði lyft fyrir þau sveitarfé- lög sem væru með hana í toppi en væru skuldug. Og loks spurði hún hvort farið hefði verið yfir það hvort tekjuskipting ríkis og sveitarfélaga væri ekki einfald- lega röng? Geta hækkað útsvar Páll Pétursson félagsmálaráð- herra sagði fulla ástæðu til að ræða tekjuskiptingu sveitarfé- laga og ríkisins, sem og Qárhags- stöðu sveitarfélaganna í landinu. Hann sagði nokkur sveitarfélög í verulegum vanda en flest væru í góðum málum. „Hámarks útsvarsprósenta sveitarfélaga er 12,04% en lág- marksprósenta 11,24%. Á þessu ári hefur 71 sveitarfélag, eða rúmur helmingur þeirra, ákveðið að nýta sér hámarks útsvar. Þrjú hafa ákveðið útsvarsprósentuna 12,00 til 12,02%, ellefu sveitar- félög eru með 11,99% þar á meðan Reykjavík og Kópavogur og sautján sveitarfélög eru með útsvarsprósentu 11,79 til 11,86%. Fimm sveitarfélög eru með lágmarks útsvar. Mörg sveitarfélög hafa því ákveðið svigrúm til að hækka útsvarspró- sentuna innan gildandi laga til að mæta auknum útgjöldum til að mynda í grunnskólamálum," sagði Páll. Hann bað menn að taka eftir því að í þeim sveitarfélögum sem hefðu borð fyrir báru í þessum efnum búi um 200 þúsund manns. Páll skýrði frá því að ákveðið hefði verið að skipa nefnd til að fjalla um tekjustofna sveitarfélaganna. Svanfríður sagði að grunnskól- inn hefði tekið meira til sín en búist hefði verið við. Launaþátt- ur grunnskólanna hefði árið 1995 numið 5,6 milljörðum króna en á næsta ári væri gert ráð fyrir 9,5 milljörðum króna. Ofan á þennan vanda sveitarfé- Iaganna bættist svo fólksfækkun á landsbyggðinni. — S.DÓR Björn Bjarnason kynnti í gær áætl- un um aukið fé til rannsókna. Meira fé tilraim- sókna Ríkisstjórnin hefur samþykkt að veita tæpum 600 milljónum króna til rannsókna og þróunar á sviði upplýsingatækni og um- hverfismála á næstu 6 árum. Björn Bjarnason menntamála- ráðherra skýrði frá þessu í gær. Gerð hefur verið markáætlun á þessu sviði sem tekur til áranna 1999-2004. Áætlunin eykur ráðstöfunarfé Rannsóknarráðs um 25% og mun marka tímamót í stuðningi ráðsins við rannsóknir og þróun- arstarf í upplýsingatækni og um- hverfismálum. Hún verður kynnt vísindasamfélaginu á næstu dögum. Utgjöld til rannsókna hér á landi hafa aukist um 10-12% á und- anförnum áratug og námu 9 milljörðum króna árið 1997, að því er fram kemur í skýrslu Rannsóknarráðs til mennta- málaráðherra. Sævar sendir inn nýja beiðni Sævar Ciesielski hefur sent ríkissaksóknara erindi um að Guðmundar- og Geirfinnsmál verði tekin upp að nýju hjá embættinu og segir að beiðnin nú byggist að mestu á nýjum gögnum sem ekki lágu fyrir þegar Hæstiréttur hafnaði endurupptöku fyrir hálfu öðru ári. I beiðninni er því haldið fram að rannsóknarmenn á sínum tíma hafi notfært sér málið sjálfum sér til fram- dráttar og til að koma höggi á óæskilega aðila. Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins í gærkvöld. skemmtilegasti ílokkuriiin „Við verðum kannski ekki strax stærsti stjómmálaflokk- urinn en þá að minnsta kosti sá skemmtilegasti," sagði Steingrímur J. Sigfússon, alþingismaður, við opnun kosningaskrifstofu Vinstrihreyfingarinnar - Græns framboðs á Akureyri sl. laugardag. Hópur fólks mætti þangað, en skrifstofan er til húsa að Hafnarstræti 82 á Akureyri á annarri hæð þar. Steingrímur J. Sigfússon segir að kosningastarfið fari senn í fullan gang um allt land, en nú hafa í öllum kjör- dæmum verið stofnuð kjördæmafélög á vegum hreyf- ingarinnar. Formaður félagsins á Norðurlandi eystra er Kristín Sigfúsdóttir á Akureyri, en ijölmargir aðrir koma einnig að starfi hinnar nýstofnuðu hreyfingar. - SBS. Skíðað gegn vímu Skíðafélag Dalvíkur, Lionsklúbbur Dalvíkur og Lionsklúbburinn Sunna hafa komist að samkomulagi um að halda árlegt skíðamót sem ber nafnið Vímuvarnarmót Lions en slagorð mótsins verður „skíðum gegn vímu“ og með því vilja aðstandendur mótsins segja vímuefnum stríð á hendur. Mótið verður í ár dagana 6. og 7. febrúar nk. Um síðustu helgi var skíðadagur fjölskyldunnar 1999 á skíðasvæðinu í Böggvisstaðaljalli, þar sem keppt var m.a. í samhliðasvigi á brettum, í þrautabraut fyrir nemendur £ 3. bekk og yngri og að lokum var keppt í samhliðasvigi milli foreldra og barna. — GG Leiðrétting Listasafn Islands á ekki þau ellefu verk sem ákært hefur verið útaf í málverkafölsunarmálinu svokallaða, eins og ranghermt var í Degi á laugardaginn. Beðist er velvirðingar á því. Verðiim Steingrímur J. Sigfússon. Sævar Ciesi- elski. Deilt um heilsu- gæslu í Hafnarfírði Það er hart deilt um fyrirkomulag heilsugæslunnar í Hafnarfirði, bæði í bæjarstjórn og á Alþingi. Guðmundur Árni Stefánsson gerði málefni heilsugæslunnar í Hafnarfirði að umtalsefni utan dagskrár á Alþingi í gær. Hug- myndin um að sameina Sólvang, St. Jóseps spítala og heilsu- gæslustöðina í Hafnarfirði hefur valdið uppnámi í bænum og aukafundur bæjarstjórnar boð- aður vegna þessa. Guðmundur Árni sagði að um væri að ræða heilsugæslu sem 20 þúsund manns njóta. Fyrir lægi viljayfirlýsing heilbrigðis- og fjármálaráðherra og bæjarstjór- ans í Hafnarfirði, sem hefði ver- ið umboðslaus í málinu, um sameiningu fyrrnefndra stofn- ana. Hann sagði framkomu ráð- herranna og bæjarstjórans í mál- inu óþolandi. Þetta hefði allt verið gert í felum. Hann spurði hvers vegna hefði ekki mátt ræða málið fyrir opnum tjöldum? Aðeins könnun Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigð- isráðherra sagði heilsugæslu í Hafnarfirði til fyrirmyndar. Læknum hefði verið Ijölgað og húsnæði aukið. Hún sagði að bæjarstjórn Hafn- aríjarðar vildi auka heilsugæsluna í Hafnarfirði og því hefði það verið kannað hvort hag- kvæmt væri að hún væri öll undir einni stjórn. Ingibjörg sagði að umrædd viljayfirlýsing fæli það eitt í sér að kanna þetta mál og það væri verið að gera. Fleiri þingmenn tóku til máls og sýndist sitt hverj- um og töluðu sumir um að hér væri um innansveitarkróniku að ræða. Minnihlutinn í bæjar- stjórn Hafnarfjarðar hefur kraf- ist aukafundar í bæjarstjórn vegna þessa máls. - S.DÓR Bamabætumar rýma „Útgjöld vegna barnabóta minnka um næstum 1,2 millj- arða á þessu ári. Kaupmáttur þeirra hefur rýrnað um 23% á yf- irstandandi kjörtímabili. I stað þess að Iáta þær fylgja almennri verðlagsþróun, eru launahækk- anir látnar Iyfta barnafólki upp fyrir barnabæturnar. Hluti launahækkana er því gerður upp- tækur af ríkinu með því að lækka bæturnar,“ segir í grein í Vinn- unni blaði Alþýðusambandsins. Þar segir einnig að með þessu sé verið að leggja þann skilning í hugtakið „barnabætur" að þær séu ómaga- eða fátækrastyrkur í stað þátttöku samfélagsins í að mæta þeim útgjöldum sem óhjá- kvæmilega fylgja því að eiga börn. Á srípaðan hátt hafi ríkissjóður sparað sér 1,8 milljarða með því að nota launaþróunina til þess að láta elli- og örorkulífeyrisþega vaxa upp úr lífeyrisbótunum sín- um. „Það er orðið knýjandi verkefni að gerð verði úttekt, annars veg- ar á almannatryggingakerfinu og hins vegar á skattkerfinu og þá ekki síst samspili þessara kerfa,“ segir í Vinnunni. — HEI.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.