Dagur - 03.02.1999, Blaðsíða 9

Dagur - 03.02.1999, Blaðsíða 9
8- MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1999 MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1999 - 9 FRÉTTASKÝRING Tfjyptr FRÉTTIR Samkomulag í sjóumáli „Verði slys hér á svæðinu eða bráðatilfelli höfum við skyldum að gegna sem almennir borgarar og munum koma á staðinn með bílinn og tækin og okkar þekkingu, en sem almennir borgarar í ólaunaðri þegnskylduvinnu, “ Þannig lýsir Grétar Helgi Geirsson ástandinu þessa dagana. Horfur eru á að úr þessu ástandi rætist á næstu dögum. Bráðabirgðasamkomu- lag í burðarliðnum til að aflétta óvissu iim sjukraflutninga á Anstfjörðum. Margt bendir til að deila milli Heilbrigðisstofnunar Austurlands og sjúkraflutningamanna sé að Ieysast, til bráðabirgða í það minnsta. Deilan hefur valdið því að sjúkraflutningar á stórum hluta Austljarða hafa verið í al- geru uppnámi. I hnotskurn felst deilan annars vegar í samræm- ingu kjara sjúkraflutningamanna vegna þess að þeir gera nú allir samninga við Heilbrigðisstofnun Austurlands og hins vegar er deilt um að Landssamband slökkvi- liðsmanna geti samið fyrir þá. Sjúkraflutningamenn á Fá- skrúðsfirði og Stöðvarfirði eru hættir störfum, en segjast myndu flytja slasað fólk í neyð sem óbreyttir borgarar. Bráðabirgða- samkomulag um kjaramál gæti verið í sjónmáli en himin og haf skilur á mílli sjónarmiða varðandi hinn hluta deilunnar sem er samningsumboð Iandssambands slökkviliðsmanna fyrir sjúkra- flutningamenn. Bráðabirgðasamkomulag Á fundi stjórnar Heilbrigðisstofn- unar Austurlands með sjúkra- flutningamönnum sl. mánudag þokaðist í samkomulagsátt um lausn á þessum vanda á öllu fé- lagssvæði Heilbrigðisstofnunar- innar. Forsenda þess að sam- ningar takist til lengri tíma er þó að samið sé beint milli sjúkra- flutningamannanna og Heilbrigð- isstofnunar Austurlands án milli- göngu stéttarfélaga. Það er hins vegar ósk sjúkraflutningamanna að viðurkennt sé að Landssam- band slökkviliðsmanna sé þeirra stéttarfélag. Katrín Asgrímsdóttir, stjórnarformaður Heilbrigðis- stofnunarinnar, segir að nú sé búið að skrifa undir samning við sjúkraflutningamenn á Fáskrúðs- firði. „Þetta eru samningar beint okk- ar á milli, en samþykkt var að tjá sig ekki um innihald samningsins, en það bíður okkar stjómarmanna þessa viku að fara og kynna inni- hald þessa samnings fyrir ýmsum öðrum sjúkaflutningamönnum á Austurlandi sem eru í sömu stöðu og hafa engan samning, þ.e. á Djúpavogi, Breiðdalsvík, Reyðar- firði og Eskifirði. Eg vona að í vikulokin verði búið að semja um þessi mál og við sjáum fyrir end- ann á þessari krísu,“ segir Katrín Ásgrímsdóttir. Sjúkraflutninga- menn í áðurnefndum fjórum byggðarlögum hafa sagt upp störf- um frá og með 14. febrúar nk. hafi samíngar ekki tekist. Flókið mál Viðar Helgason, framkvæmda- stjóri Heilbrigðisstofnunar Aust- urlands, segir að sjúkraflutn- ingamenn á Fáskrúðsfirði hafi farið fram á auknar greiðslur við það að flytjast yfir til Heilbrigðis- stofnunar Austurlands. „Við höf- um þá trú að við leysum þessa deilu ekki gegnum fjölmiðla held- ur með viðræðum, og þær hafa verið í gangi. Málið er erfiðara vegna mismunandi stöðu eftir byggðarlögum. Sjúkraflutninga- menn á Egilsstöðum, Neskaup- stað og Seyðisfirði eru að störfum hjá viðkomandi sjúkrahúsum en við munum leitast við að tryggja að sjúkraflutningamenn hafi sambærileg kjör fyrir sambæri- Iega vinnu,“ segir Viðar. Gefa eftir Grétar Helgi Geirsson, einn sjúkraflutningamannanna, segir Heilbrigðistofnun Austurlands halda sig fast við það að semja ekki við þeirra stéttarfélag, Landssamband slökkviliðs- manna, og þeir vilji ekki ræða um annað, það sé „prinsipmál“. „Við höfum ákveðið að gefa það atriði eftir ef það gæti Iiðkað fyrir bráðabirgðasamningi til sex mán- aða við fjármálaráðuneytið, hvort sem samið yrði beint við okkur eða gegnum SFR. Engin svör hafa borist frá ráðuneytinu en stjórn Heilbrigðisstofnunar Iýst betur á þetta. Þau vilja bjóða okk- ur aftur og aftur svipaðan samn- ing og bakvaktarmenn á Egils- stöðum hafa, eða einn klukku- tíma á sólarhring, en það er mjög lélegt. Þeir eru ekki á bakvakt nema hálfa nóttina þar sem fastir starfsmenn sinna þessu starfi þar á daginn en við erum á bakvakt alla nóttina. Við viljum fá tvo tíma fyrir nóttina. Við erum að standa í þessu fyrir alla sjúkra- flutningamenn á Iandinu og þeir fylgjast mjög vel með okkar máli. Eg veit að gerist ekkert í okkar máli munu félagar okkar hér í kring segja upp störfum á næstu dögum. Við viljum ekki að litið sé á okkur hér úti á landi sem 2. flokks þjóðfélagsþegna," segir Grétar Helgi Geirsson. Sl. sunnudag lýstu svo sjúkra- flutningamenn á Reyðarfirði, Breiðdalsvík, Djúpavogi og Nes- kaupstað yfir samstöðu með Fá- skrúðsfirðingunum og sögðust tilbúnir að fylgja hugsanlegum bráðabirgðasamningi þeirra þar til Landssamband slökkviliðs- manna hefði samið fyrir þeirra hönd. Náist ekki samningar hyggjast áðurnefndir sjúkraflutn- ingamenn segja upp störfum og sýna þannig samstöðu með Fá- skrúðsfirðingunum. Enginn fluttur með sjukrabíl Á meðan ekki hefur fengist end- anleg niðurstaða í þessa bráða- birgðasamninga breytist núver- andi ástand ekki, ástand sem Grétar Helgi sjúkraflutningamað- ur hjá Heilbrigðisstofnun Austur- lands á Fáskrúðsfirði lýsir svona: „Það hefur enginn verið fluttur með sjúkrabfl héðan síðan við hættum heldur hefur fólk notað einkabíla. Verði slys hér á svæð- inu eða bráðatilfelli höfum við skyldum að gegna sem almennir borgarar og munum koma á stað- inn með bílinn og tækin og okkar þekkingu, en sem almennir borg- arar í ólaunaðri þegnskyldu- vinnu." Fyrir liggur að sveitarfélög sem hlut eiga að máli Iíta á þetta ástand sem óviðunandi. Á fundi hreppsnefndar Búðarhrepps (Fá- skrúðsfirði) 19. janúar sl. er lýst yfir þungum áhyggjum af stöðu mála í sjúkraflutningum. Hrepps- nefnd krafðist þess að þessum málum yrði þegar komið í lag og það hættuástand sem skapaðist yrði þegar Ieyst. Á fundi hrepps- nefndar Stöðvarhrepps 22. janú- ar sl. er bókað að það sé skýlaus krafa hreppsnefndar að þessum málum verði þegar komið í Iag og því hættu- og óvissuástandi sem skapast hefur verði eytt. Hrepps- nefndin telur skeytingaleysi ráða- manna um jafn brýnt öryggisat- riði Iandsmanna með öllu óþol- andi. Stéttarfélagsmál óleyst En jafnvel þótt þeim vandræðum sem nú ríkja í sjúkraflutningum á Austfjörðum verði afstýrt með bráðabirgðasamkomulagi er aðal ágreiningsefnið um stéttarfélags- aðild og samningsrétt óleyst. Sá hluti deilunnar hefur verið lang- vinnur og samofinn öðrum þátt- um hennar allt frá því að sjúkra- flutningamenn á Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði sögðu upp stöfum 4. október í fyrra. Upphaf deilunn- ar má rekja til þess að í ársbyrjun 1998 var gerður samningur milli Rauða kross Islands og heilbrigð- isráðuneytisins um tilhögun sjúkraflutninga um allt land sem felur í sér að Rauði krossinn heldur utan um tækjakostinn en heilbrigðisráðuneytið tryggir launagreiðslur en sjúkraflutn- ingamenn verði starfsmenn heilsugæslustöðva. Sjúkraflutningamenn á Fá- skrúðsfirði segja að reynt hafi verið allt síðasta ár að koma full- trúum ríkisins að samningaborð- inu að tilhlutan Landssambands slökkviliðsmanna (LSS), en án ár- angurs. LSS vill fara með samn- ingsrétt sjúkraflutningamanna og hafa sjúkraflutningamenn á Fá- skrúðsfirði veitt þeim það umboð en Heilbrigðisstofnun Austurlands vill að þeir verði félagsmenn Starfsmannafélags ríkisstofnana (SFR). Forsvarsmenn SFR hafa þó ekki sóst eftir því að fara með samningsréttinn fyrir sjúkraflutn- ingamenn og telja reyndar að það sé eðilegra að hann sé hjá Lands- sambandi slökkviliðsmanna. Flausttirsgangur Sjúkraflutningamenn á Fáskrúðs- firði segja í uppsagnarbréfi sínu að auk þess að LSS hafi ekki fengið samningsréttinn viðurkenndan, hafi ekki verið búið að leysa hver eigi að greiða fyrir menntun sjúkraflutningamanna. Því hafi mælirinn verið fullur. I Iok bréfs þeirra er þakkað fyrir frábært sam- starf við heilsugæsluna og Rauða krossdeildina á Fáskrúðsfirði, en síðan segir: „Þess vegna tekur okk- ur það sárt að þurfa að fara þessa leið en það sem við höfum byggt upp hér á Fáskrúðsfirði síðan 1976 hefur verið eyðilagt með flaustursgangi nokkurra manna í Reykjavík og undirritun á slæmum samningi, sem tekur ekki mið af þörfum okkar hér á landsbyggð- inni.“ Stéttarfélög samemuð Landssamband slökkviliðsmanna (LSS) og Landssamband sjúkra- flutningamanna verða væntanlega sameinuð á næstu vikum í eitt fé- lag og við það munu sjúkraflutn- ingamenn vfðs vegar um Iandið ganga í nýja félagið, ýmist með fullri aðild eða aukaaðild, en þeir hafa verið í ýmsum félögum en störf þeirra eru mjög mismunandi bindandi, eða frá 5 sjúkraflutning- um á ári allt upp í 160 flutninga. Guðmundur Vignir Oskarsson, formaður Landssambands slökkvi- liðsmanna, segir það eðlilegt að þeir fari með samningsumboð fyr- ir alla sjúkraflutningamenn í land- inu. Þeir séu með samninga við Reykjavíkurborg og Launanefnd sveitarfélaga og þeir sem fái laun gegnum þá samninga sinni um 80% allra sjúkraflutninga í land- inu. Samningarnir tryggja að slökkviliðsmenn í aðalstarfi eru jafnframt löggiltir sjúkraflutninga- menn. Guðmundur segir að það hafi ekki verið ágreiningur við heilbrigðisráðuneytið né Rauða krossinn um að þannig væri mál- um best skipað. Prentun símaskrárinnar er stærsta prentverk á íslandi, og það hefur nú verið kært til Eftirlitsstofnunar EFTA að verkið var ekki boðið út. 70 milljóna prent- verk án úfboðs Prentun símaskrár- iimar ekki boðin út og málið kært til Eftirlitsstofnimar EFTA. Isafoldarprentsmiðja hefur kært Landssímann fyrir að fara ekki eftir útboðsreglum á Evrópska efnahagssvæðinu er varðar prentun símaskrárinnar 1999. Samið var við prentsmiðjuna Odda eins og undanfarin ár án útboðs. Kristþór Gunnarsson, prentsmiðjustjóri í Isafold, segir að stærð verkefnisins sé langt umfram þau mörk í útboðum sem ríkið setur sjálft, sem er 3 Kristþór Gunnarsson, prentsmiðju- stjóri Isafoldar, telur sjálfsagt að kannað sé hvort ekki fáist lægri tilboð. milljónir króna, en hjá EES eru það 50 milljónir króna. Það sé auk þess sanngirnismál að prent- un símaskrárinnar fari í útboð, enda gefi auga leið að eðlilegt sé að leita eftir hagstæðasta tilboði í stærsta prentverk á Islandi. Vinnsla símaskrárinnar, prentun og pappír gætu numið um 70 milljónum króna, þar af pappír um 17 milljónir króna. Fyrir prentun símaskrárinnar 1998 ræddu forsvarsmenn Isa- foldarprentsmiðju við Landssím- ann og var þá tjáð að næsta prentun færi í útboð. Prentun símaskrárinnar veldur því líka að Oddi verður mun samkeppnis- hæfari f allri annarri prentun en aðrar prentsmiðjur hafa goldið þess að sama skapi. — GG Sveitarfélög ræða um sanierningu Vaugaveltur í gangi uiii að sameina frekar Raufarhöfn, Þórs- höfn, Svalbarðshrepp, Skeggjastaðahrepp og Vopnafjörð í eitt sveit- arfélag yfir kjördæma- mörk. Fulltrúar 14 sveitarfélaga af 17 í Þingeyjarsýslum hittast í Mý- vatnssveit næsta laugardag og sunnudag til fyrstu viðræðna um mögulega sameiningu sveitarfé- laganna. Fundur er haldinn á vegum Héraðsnefndar Þingey- inga en að frumkvæði sveitar- stjórnar Skútustaðahrepps. Á fundinum verður kannað hverjir vilja fara út í sameiningarviðræð- ur af fullri alvöru. FuIItrúar Sval- barðsstrandarhrepps, Grýtu- bakkahrepps og Hálsahrepps með um 900 íbúa munu ekki taka þátt í fundinum, enda telja forsvarsmenn þeirra að þeir eigi mun meiri samleið með sveitar- félögum við EyjaQörð auk þess sem þau eiga aðild að Héraðs- nefnd Eyjafjarðar. Stjórnsýslu- lega eiga þingeysku sveitarfélög- in heldur ekki samleið með öðr- um þingeyskum sveitarfélögum þrí þau heyra undir sýslumann- inn á Akureyri. Fulltrúar nokkurra sveitarfé- laga í Suður-Þingeyjarsýslu hafa lýst efasemdum um að með sam- einingu allra þessara sveitarfé- laga væri verið að stíga of stórt skref og of Iangt væri í byggðina austast. Þær hugleiðingar eru nokkuð sérkennilegar þar sem það hlýtur að vera ákvörðun þeirra sem austast búa, þ.e. Þórshafnarhrepps, hvort of langt er að fara til samstarfs við sveit- arfélög í Suður-Þingeyjarsýslu. Vegna stærðar þess svæðis sem um ræðir hafa verið uppi vanga- veltur um það að hagkvæmara væri fyrir sveitarfélögin á norð- austurhorninu að sameinast í eitt. Um er að ræða Raufarhöfn, Þórshöfn og Svalbarðshrepp í Norðurlandskjördæmi eystra og Skeggjastaðahrepp og Vopna- tjörð í Austurlandskjördæmi, en alls búa í þessum sveitarfélögum um 1.990 manns, þar af um 850 á Vopnafirði. Sveitarfélögin tvö í Austurlandskjördæminu sækja mun meiri þjónustu til Þingey- inga og Akureyringa en til Aust- íjarða og því rökrétt að þau sam- einist frekar þessum sveitarfélög- um heldur en t.d. sveitarfélögum á Fljótsdalshéraði. — GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.