Dagur - 13.02.1999, Blaðsíða 2

Dagur - 13.02.1999, Blaðsíða 2
2 - LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1999 ro^u- FRÉTTIR Kílóið afsmjörinu kostar 396 krónur en kílóið af rúgbrauðinu [20 sneiðarj er miklu dýrara, eða 470 krónur. - mynd: þök Brauðið er orðið dýrara en smjðrið Smjör er mim ódýrara hér á landi en í Danmörku og reyndar er rugbrauðið orð- ið snöggtum dýrara en smjörið. Ætli áar okkar, sem í gamla daga smurðu brauðið sitt þunnt í sparnaðar skyni, hefðu trúað að upp rynni sú tíð að íslenskt smjör yrði miklu ódýrara en rúgbrauðið? Athugun Dags í næsta mat- vörumarkaði Ieiddi í ljós að tveir 200 gramma pakkar af venjulegu seiddu rúg- brauði kosta þar 89 krónur og 94 krón- ur (15-24 kr. sneiðin). Kílóverðið er því 445 til 470 krónur. í sömu búð kostar 250 gramma smjörstykki aðeins 99 krónur, eða 396 kr. kílóið. Þrumarinn er þannig 12-20% dýrari en smjörið. Kveikjan að könnun Dags var saman- burður í Neytendablaðinu sem sýnir að þessu er á allt annan veg farið hjá frændum okkar Dönum - og líkast til víðast hvar í veröldinni. Samkvæmt skýrslum Hagstofunnar var smjör hér líka 8-sinnum dýrara en rúgbrauð 1981, um 5-sinnum dýrara 1984 og rúmlega 2-faIt dýrara 1988 til 1993. Danska smjörið dýrara Neytendablaðið ber danska neytenda- blaðið Tænk fyrir því, að Dani getur keypt sér 8 rúgbrauðssneiðar fyrir litlar 35 krónur íslenskar, en ódýrasta sam- bærileg pakkning kostar þrisvar sinnum meira á íslandi (103 kr.), þegar greinin var skrifuð. Ódýrasta 250 gramma smjörstykkið í Danmörku var aftur á móti margfalt dýrara en rúgbrauðið, 111 krónur, eða 444 krónur kílóið. Smjörið er þannig 14% dýrara í Dan- mörku en hér á landi. Karian 60% dýrari hér Raunar kannaði Tænk verð á tíu algeng- um matvörum í algengustu stórmark- aða- og vöruhúsakeðjum í Danmörku (ekki lágverðsbúðum). Neytendablaðið kíkti síðan á verð sömu vörutegunda í sambærilegum verslunum hér á landi og komst að þeirri dapurlegu niðurstöðu að þessar tíu vörutegundir kosta að jafnaði 60% meirra á tslandi en í Danmörku. Gullprísar á gulrótunum Allra mestur verðmunur var á gulrótum sem reyndust 4 til 5 falt dýrarí á íslandi og slaga hátt í gullverð. I Danmörku virðast gulrætur að jafnaði ekki nema um þriðjungi dýrari en kartöflur, jafnt hefðbundnar sem lífrænt ræktaðar. Hérlendis var gulrótakflóið þrisvar sinn- um dýrara en kartöflurnar. Hefðbundn- ar gulrætur kostuðu 82-98 kr. kílóið í Danmörku en 298-399 kr. hér, eða 260% til rúmlega 300% meira. Daninn fær lífrænar fyrir 98-141 kr. kílóið en ís- lendingur þarf að borga 499 til 638 kr. eða alit að 410% hærra verð. Að rúgbrauðinu og gulrótunum frá- teknum Iækkaði meðalverðmunurinn niður undir 30%. Rjóminn er hérna tvö- falt dýrari og eggin kosta nær 50% meira. Ódýrasta haframjölið er hér um 40% dýrara (lífrænt 320%), kartöflur og pasta um 30% dýrara og mjólkin kostar um fjórðungi meira en í Danmörku. En smjörið og Iaukurinn voru þó nokkru ódýrari hérlendis. — HEi Haiidór As- grímsson. Framsókiiannanninum í heita pottinmn þótti skrítin sú fullyrð- ing að Halldór Ásgrímsson hefði lítið sinnt kjördæmi sínu síðustu fjögur árin. Líklega hafi enginn þingmaður kjördæmisins verið duglegri við að halda fundi á Austurlandi en einmitt Halldór - hann hafi mætt á að minnsta kosti fimmtíu slíka á kjörtímabilinu. Þá sagðist pottveqinn hlakka til að fylgjast með slagnum um nýju störfin á Austurlandi - ekki síst hólm- göngu Halldórs við þá sem væru á móti stóriðju o g stórvirkjun, sem ætti að skapa mörg hundruð störfíkjördæminu... í pottinum heyrist nú að af vaxandi taugatritringi meðal stjómarliða vegna nálægðar kosninganna. Benda menn á uppákomu vegna hugsanlegrar einkavæðingar verkefna Stúdentaráðs sem dæmi um það sem koma skal. En í pottinum heyrist nú að titringurinn sé ekki bara milli framsóknar- manna og sjálfstæðismanna, því nú mun ýmsum úr röðum jafnaðarmanna þykja nóg um að Hall- dór Ásgrímsson ætli aö stela frá þeim Tony Blair og nýju bresku jafnaðarstefnunni... Pottverjar voru sammála um að í gær hafi gerst stór pólitísk tíðindi á íslandi, þegar fyrsti yfirlýsti sósíalistinn, sem naut menntun ar í gamla A Þýskalandi, Svavar Gestsson, fyrrum formaður Al- þýðubandalagsins og ritstjóri Þjóðviljans, var skipaður sendi- herra og það vestur í Kanada. Hafi samfylkingin verið boð um breytt landslag í pólit- íkinni, þá sé skipun Svavars í sendiherrastarf bylt- ing. Hann er fyrsti sósíalistinn sem skipaður hef- ur verið sendiherra fyrir ísland. Spumingin er hvort Hafidór Ásgrímsson hafi verið að senda pólitísk skilaboð til samfylkhigarhmar með þess- ari skipun Svavars Gestssonar... Svavar Gestsson. FRÉTTAVIÐTALIÐ Magnús Gauti Gautason framkvæmdastjóri Snæfells [ Stjómendur Snæfells hyggjast grípa til stórtækra aðgerða til [ að rétta reksturírm við, enjyr- irtækið var rekið með 380 mitljóna króna tapí ásl. ári. r. Metri kvóti og aukiö útfaald faætir reksturinu - Verður gripið til einhverra stórfelldra að- gerða til að snúa þessari þróun við? „Það hafa verið í gangi allt síðasta ár ýmsar aðgerðir til þess að koma rekstrinum á réttan grunn. Togarinn Már var seldur í júnfmánuði og áhrifin af því koma ekki inn fyrr en á þessu ári en þær miða að því að Iækka rekstrarkostn- að og skuldir fyrirtækisins. Öll starfsemin í Hrísey var endurskipulögð og bætt en þær ráðstafnir voru gerðar seint á síðasta sumri og komu ekki til framkvæmda fyrr en seint á síð- asta hausti. Fyrst og fremst miðast þær að- gerðir við að ná fram meiri hagkvæmni, auka afköst og bæta nýtingu hráefnis. Þessum breytingum á síðasta ári fylgdu ýmis útgjöld." - Mörg skipanna voru í breytingum á síð- asta ári. Skilar það sér t bættum rekstri? „Togararnir Björgvin og Snæfell voru frá í tæpa fjóra mánuði vegna viðgerða og breyt- inga og einnig fóru Björgúlfur og Kambaröst í verulegt viðhald og voru frá veiðum í meira en mánuð. Kvótastaðan er nú miklu betri en hún var á síðasta fiskveiðiári og útgjöld vegna kvótaleigu sem námu um 80 milljónum króna verða ekki í neinni líkingu við það nú, jafnvel engin. Þessu veldur meiri kvótaúthlutun og eins var fyrir áramótin 1997/1998 búið að leigja frá sér töluvert mikið af aflaheimildum. Bætt kvótastaða og eins það að skipin verða í meira úthaldi hefur mikil jákvæð áhrif á rekst- urinn. Togarinn Snæfell var eingöngu á rækjuveiðum innan landhelginnar í fyrra og sú veiði gekk afleitlega. Frá september til des- ember var hann á veiðum á Flæmingjagrunni sem gekk miklu betur en nú er verið að flagga skipinu út og mun það verða á rækjaveiðum á Flæmingjagrunni undir eistneskum fána. Þessar aðgerðir munu skila verulegum rekstr- arbata.“ - Erfyrirtækið að draga sig út úr veiðum og vinnslu uppsjávarftsku ? „Við höfum verið í viðræðum um sölu á „uppsjávarpakkanum“, þ.e. nótaskipunum Sólfelli og Dagfara ásamt síldar- og Ioðnu- kvótum auk bræðslunnar í Sandgerði sem var 1 byggingu allt árið 1998 og var í mjög stopul- um og óhagkvæmum rekstri. Starfsemi Snæ- fells á Stöðvarfirði byggist fyrst og fremst á bolfiskvinnslu en einnig er þar mikil síldar- og loðnufrystíng. Vegna markaðsaðstæðna var engin síldarfrysting á síðasta hausti en stefnt er að því að frysta íoðnu á Japansmarkað þeg- ar frystingarhæf loðna veiðist. Markaðssetn- ing í uppsjávarfiskavinnslu sem mörkuð var gæti því verið að fara til baka, það ræðst af því hvort ásættanlegt verð fæst fyrir afurðirnar.“ - Hvaða áhrif hafa þessar breytingar á rekstrinum á starfsmannahaldið? „Starfsfólkið í rækjuvinnslunni í Ólafsvík er hætt störfum og aðeins hefur fækkað í starfs- liðinu í Hrísey og ef við seljum frá okkur nóta- skipin og bræðsluna í Sandgerði þá munu þeir starfsmenn fara í vinnu hjá nýjum aðilum. Unnið er að því að selja rækjuverksmiðjuna í Ólafsvík, en við höfum þar ekkert bitastætt í hendi.“ - Ertu bjartsýnn áframhaldið? „Eg er sannfærður um að reksturinn á yfir- standandi ári verður miklu betri en á síðasta tímabili og við munum ekki sjá viðlíka af- komutölur aftur. 1 tölunum frá síðasta ári voru líkít um 82 milljónir króna sem var nið- urfærsla á hlutabréfum, og það endurtekur sig ekki því þau standa nú í töluvert hærra verði.“ ...

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.