Dagur - 13.02.1999, Blaðsíða 5

Dagur - 13.02.1999, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1999 - S FRÉTTIR Pólitísk skilabod ganga á víxl Foringjar stjómmála- ílokkaniia blikka hver aiiiian enda farið að styttast í kosning- ar. Allir f lokkar ganga óhundnir til kosninga. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, flutti ræðu á fundi sem framsóknarfélögin í Reykjavík efndu til í fyrrakvöld. I ræðu sinni ræddi Halldór um stjórnarmyndun eftir þingkosn- ingarnar í vor og hafa sumir túlk- að það sem hann sagði á þann veg að hann vilji skoða mögu- leikann á að mynda stjórn með öðrum en Sjálfstæðisflokknum. „Eg er fyrst og fremst að óska eftir því við kjósendur landsins að Framsóknarflokkurinn fái það traust í næstu kosningum að hann hafi afl til að leiða ríkis- stjórn. Enda liggur það ljóst fyrir að slíkt gerir enginn flokkur nema hafa til þess afl,“ sagði Halldór. Hann var spurður út í ummæli Sighvatur Björgvinsson: Formaður Framsóknarflokksins getur greini- lega hugsað sér samstarf við fíeiri en Sjálfstæðisflokkinn. Margrétar Frímannsdóttur, for- manns Alþýðubandalagsins, um að henni litist vel á að Halldór leiddi ríkisstjórn í samvinnu við samfylkinguna eftir kosningar? „Eg tók eftir þessum ummæl- um og fagna þeim. Eg vona að þar sé um einhverja stefnubreyt- ingu að ræða hjá flokkunum inn- an samfylkingarinnar, í garð Framsóknarflokksins. Þeir hafa verið með mjög óvægna gagnrýni Halldór Ásgrímsson: Vonandi stefnubreyting hjá stjórnarandstöð- unni sem hefur verið mjög óvægin í gagnrýni á Framsóknarflokkinn. á störf okkar allt þetta kjörtíma- bil og þeir hafa gagnrýnt störf ráðherra Framsóknarflokksins en ekki samstarfsflokksins. Skilaboð þeirra, fram að þessu, hafa ekki verið á þann veg að störf okkar njóti fylgis hjá stjórn- arandstöðunni. En mín skilaboð eru að til þess að Framsóknar- flokkurinn leiði næstu ríkisstjórn þarf hann að fá til þess góðan stuðning," sagði Halldór. Skilaboð frá HaUdóri „Eg met ummæli Halldórs Ás- grímssonar í fyrsta lagi á þann veg að stjórnarflokkarnir gangi óbundnir til kosninga og í öðru lagi að hann geti mæta vel hugs- að sér samstarf við aðra en Sjálf- stæðisflokkinn. Eg lít svo á að í ræðu sinni hafi hann verið að undirstrika þetta,“ sagði Sighvat- ur Björgvinsson. Margrét Frímannsdóttir segir að það hljóti auðvitað alltaf að vera kappsmál stjórnmálafor- ingja og flokka að leiða ríkis- stjórnarstarf og að hafa eitthvað um það að segja hvernig það þró- ast. „Halldór hefur sagt áður að Framsóknarflokkurinn gangi óbundinn til þingkosninganna og ég lít svo á að hann hafi þarna verið að staðfesta þau ummæli. Eg hef hins vegar sagt að mér hugnist það ágætlega að starfa með Framsóknarflokknum í rfk- isstjórn undir forsæti Halldórs Ásgrímssonar. Þessi ræða Hall- dórs slær ekkert á móti því,“ sagði Margrét Frímannsdóttir. - S.DÓR Guðrún Ágústdóttir. Guðrún hættir Guðrún Ágústsdóttir borgarfull- trúi mun fylgja eiginmanni sín- um, Svavari Gestssyni, til Kanada í sumar en hann tekur fljótlega við sendiherrastarfi þar. Utanrík- isráðherra hefur skipað Svavar sendiherra í utanríkisþjónustunni frá 1. mars. Honum verður falin dagleg yfirumsjón með umfangs- miklum verkefnum Iandafunda- nefndar í Kanada um aldamótin. Guðrún ætlar að fá Ieyfi frá störfum í borgarstjórn og tekur Anna Geirsdóttir læknir sæti hennar. Guðrún Ágústsdóttir og Helgi Hjörvar, efsti maður á R-listan- um, gerðu með sér samning í vor er leið um að Guðrún yrði forseti borgarstjórnar en ekki Helgi eins og hefðin sagði til um. Samning- urinn gildir í eitt ár. Helgi verður því forseti borgarstjórnar f júní næstkomandi þegar Guðrún hverfur úr borgarstjórn. Allir ii ýj u ríMsstarfs mennimir syðra Reykjavík og Reykja- nes fengu alla nýja ríkisstarfsmenn og 90% allra viðbdtar- fjárveitinga frá 1994- 1997. Þangað fara 90% allra rannsókn- arstyrkja og 75% allra húsnæðisstyrkja og þar tapa bankamir mestu af útánunum. Ríkisstarfsmönnum (A-hluta stofnana) fjölgaði um 455 stöðu- gildi í Reykjavík og Reykjanesi frá 1994 til 1997 á sama tíma og þeim fækkaði um rúmlega 30 í landsbyggðarkjördæmunum. Af rúmlega 10 milljarða raunhækk- un ríkisútgjalda þessi þrjú ár komu 9 milljarðar í hlut R-kjör- dæmanna en 1 milljarður skiptist á öll hin kjördæmin. Athygli vek- ur að einungis útgjaldahækkunin til Reykjavíkur á þessum þrem árum er hærri upphæð (6,4 millj- arðar) en heildarútgjöld ríkis- sjóðs í hverju þessara kjördæma: Vesturlandi, Vestljörðum, Norð- urlandi vestra og Austurlandi. Árið 1997 fékk Reykjavík ein og sér ríflega helming heildarút- gjalda ríkissjóðs (A-hluta). Störf- um og kostnaði við grunnskóla er sleppt öll árin. Þveröfugt „Þarna er nákvæm greining á því hvernig okkar sameiginlegu út- gjöldum er skipt eftir kjördæm- um,“ sagði Egill Jónsson, stjórn- arformaður Byggðastofnunar, um úttekt sem stofnunin lét gera á því hvernig til hafi tekist að framfylgja stefnu- mótandi byggðaá- ætlun 1994-97, sem Alþingi sam- þykkti, þar sem segir: „Opinber þjónusta og starf- semi opinberra stofnana verði aukin á lands- byggðinni en dregin saman á höfuðborgarsvæð- i~iaraicjur /_ Haraldsson hagfræðingur: Vilji menn í al- ''lu u a° sama vöm vmna aQ efungU landsbyggðarinnar er mun væn- skaP1- legra til árangurs að fíytja störf út á land en að auka Stæbkim kök- ----------pfettw*------------- itiinar syðra Niðurstaðan virðist þveröfug. Stækkun „ríkiskökunnar" Ienti nánast öll á Reykjavíkursvæðinu, eins og áður er lýst. Þar fyrir utan fara 3/4 hlutar alls opinbers stuðnings við húsnæðiskerfið (vaxtabætur, vaxtaniðurgreiðslur, og húsaleigubætur) til íbúa R- kjördæmanna. Um og yfir 90% allra styrkja úr Tækni-, Vísinda-, Bygginga- og tækjasjóði og Rann- sóknarnámssjóði sömuleiðis og m.a.s. drjúgur þriðjungur af styrkjum Framleiðnisjóðs land- búnaðarins. Reykvíkingar hafa þar á ofan aukið hluta sinn í út- lánatöpum bankanna jafnt og þétt á þessum árum, úr 40% upp í 63% árið 1997. Vænlegra að flytja störf Vilji menn í alvöru vinna að efl- ingu landsbyggðarinnar telur höfundur skýrslunnar, Haraldur L. Haraldsson hagfræðingur, það mun vænlegra til árangurs að flytja störf út á land heldur en að auka íjárfestingar (t.d. í menn- ingarhöllum). Að hans mati þyrfti raunar Ifka að stuðla að meiri dreifingu opinberra fyrir- tækja til nágrannabyggðarlaga höfuðborgarinnar, sem m.a. mundi stórbæta nýtingu gatna- kerfisins. Skýrslan sýnir m.a. að stöðu- gildi ríkisins eru 104 á hverja 1.000 íbúa í Reykjavík (næstum íjórðungur allra starfandi borgar- búa) en aðeins 40 að meðaltali utan Reykjavíkur. Af 430 nýjum ríkisstarfsmönnum á árunum 1994-97 er rúmlega þriðjungur- inn (150) hjá menntamálaráðu- neytinu, hátt í 100 hjá félagsmál- ráðuneytinu og álíka hópur hjá umhverfisráðuneytinu. Og allur er þessi hópur á SV-horninu, sem áður segir. — HEI INNLENT Akureyrarbær tekur 700 mílljóiia króna lán Kaupþing Norðurlands og Kaup- þing hafa undirritað samning þess efnis að verðbréfafyrirtækin annist 700 milljóna króna skuldabréfaút- boð fyrir Akureyrarbæ. Akureyrar- bær óskaði eftir tilboðum frá Ijár- málastofnunum og reyndist tilboð Kaupþings Norðurlands og Kaup- þings hagstæðast þeirra fimm til- boða sem bárust. Samkvæmt sam- ingnum sjá verðbréfafyrirtækin um að sölutryggja 10 ára eingreiðslu- bréf með árlegum gjalddögum. Að sögn Þorvaldar Lúðvíks Sig- urjónssonar, framkvæmdastjóra Kaupþings Norðurlands, eru kjörin þau bestu sem íslensku sveitarfé- lagi hafa boðist til þessa og endurspegli góða fjárhagsstöðu bæjarins og það traust sem hann nýtur. Dan Brynjarsson, fjármálastjóri bæj- arins, segir að Ijármunirnir verði notaðir til þess að fjármagna fram- kvæmdir þessa árs og greiða upp eldri lán. Einnig verður fénu varið til að mæta fjárþörf síðasta árs. Dan segir kjörin mjög góð og lánið tekið á góðum tíma. — GG íslandsflug til Grænlands Grænlandsflug hefur leigt ATR-flugvél íslandsflugs vegna flugs til Scoresbysunds í sjö mánuði frá og með 31. mars nk. Flogið verður þangað frá Reykjavíkurflugvelli alla miðvikudaga kl. 10:30. Sigfús Sigfússon, markaðsstjóri Islandsflugs, segir að vélin henti mjög vel til farþega- og fragtflugs. Fargjaldið í þessum ferðum kostar um 15 þús- und krónur, báðar Ieiðir. — GRH Frá undirskrift samnings milli Akureyrarbæjar, Kaupþings Norðurlands og Kaupþings. mynd: brink Nýtt Tómas Ingi Olrich. ferðamálaráð Tómas Ingi Olrich alþingismaður hefur verið skipað- ur formaður Ferðamálaráðs í stað Birgis Þorgilssonar sem verið hefur formaður frá 1994. Jón Kristjánsson alþingismaður er varaformaður nýs Ferðamálaráðs. I því eru 23 fulltrúar skipaðir til 4 ára og eru 5 skipað- ir án tilnefningar en 18 af ýmsum hagsmunaaðilum í ferðaþjónustu. Auk Tómasar og Jóns eru í framkvæmdastjórn ráðs- ins Steinn Logi Björnsson, Helgi Jóhannsson, Stefán Sigurðsson, Helgi Pétursson og Pétur Geirsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.