Dagur - 13.02.1999, Blaðsíða 9

Dagur - 13.02.1999, Blaðsíða 9
LAUGARDAGVR 13. FEBRÚAR 1999 - 9 erður lengt ■ta í Evrópu að undanskildu Bretlandi og írlandi. Stefna Samfylkingar er að fæð- ingarorlofið verði lengt í 12 mán- uði og að foreldrar skipti því með sér. Feður hafi sjálfstæðan rétt til 3ja mánaða en geti tekið allt að sex mánuðum. „Það Iiggur Iíka fyrir róttæk hugmynd um að búa til fæðingarorlofssjóð og að í hann renni tryggingargjald sem ríkið og atvinnurekendur greiða í hvort sem starfsmaður er karl eða kona sem er atvinnupólitískt mál fyrir konur því við vitum að konur á barneignaraldri lenda í því að þykja ekki eftirsóknarverður starfskraftur." Samfylkingin hefur þó ákveðið að taka ekki upp þessa hugmynd Guðnýjar Guðbjörns- dóttur, vegna þess að fylkingin vill eiga samstarf við aðila vinnu- markaðarins. „Það er löngu kom- inn tími til að fyrirtækin í landinu fari að taka ábyrgð á Ijölskyld- unni.“ Jafnrétti rauði þráðurinu Enginn sérstakur kafli er í stefnu um og þar sem það er best er það næstum þrisvar sinnum lengra." Svanhildur Kaaber efaðist um að þessi mál yrðu leyst á „kærleiks- heimili ASÍ og VSÍ.“ Ég er þeirrar skoðunar að krafan verði að vera full laun í fæðingaroriofi" Vinstri hreyfingar - græns fram- boðs um jafnrétti, segir Svanhild- ur Kaaber. „En jafnrétti og jöfn- uður eru þræðir í öllum póstum í stefnu Vinstri hreyfingar - græns framboðs. A grundvelli þeirrar hugsunar að jafnréttismál séu uppistaðan í öllum málaflokkum sem þar er tekið á.“ Vinstri hreyfingin, segir Svan- hildur, styður eindregið 12 mán- aða fæðingarorlof. Fyrir sitt leyti taldi hún ekki rétt að skerða 6 mánuði fæðingarorlofs til móður. „Eg held að það sé mikilvægt að ákvarðanir um skiptingu séu ekki bundnar utan frá eða ofan frá með valdboði, heldur gefist fólki kostur á að ákveða hvernig þvf hentar best að skiptingin sé.“ Svanhildur sagðist iðulega hlynnt sveigjanleika en var óviss um hvort rétt sé að hafa fæðingar- orlofið sveigjanlegt, þannig að foreldrar geti dreift því yfir tvö ár. Hún hefur einnig miklar efa- semdir um að rétt sé að gera sam- eiginlegt forræði skylt með lög- um. „Það er aidrei hægt að þvinga fram farsælt samneyti fólks.“ Hvemig skal fjármagna? Ymsir urðu til að inna fulltrúa eft- ir því hvernig fjármagna ætti lengt fæðingarorlof og þótti samlyndi fulltrúanna billegt ef engin væri útfærslan. Rannveig Guðmunds- dóttir áætlaði að breytingar á fæð- ingarorlofi gætu kostað um 2 milljarða á fyrsta ári. Þetta sé spurning um forgangsröðun en uppi hafi verið hugmyndir um að hækka tryggingargjaldið, eins og gert var þegar fæðingarorlofið var Iengt íyrir nokkrum árum, og end- urskoða fjármagnstekjuskattinn en breytingar á honum í tíð nú- verandi ríkisstjórnar hafi haft um 1,6 milljarð af rfkissjóði. Svanhildur sagði útreikninga Vinstri hreyfingarinnar benda til að með breytta tekjuöflun í skatt- kerfinu, m.a. með þrepaskiptum tekjuskatti sem leiddi til hærri skattheimtu af hálaunafólki, skatts af hreinum hagnaði fyrir- tækja og umhverfisgjalda af ýms- um toga, myndi skila um 5-8 milljörðum króna í ríkissjóð. Stjórnarþingmennirnir, Arni og Hjálmar, vildu hins vegar snúa sér til vinnumarkaðarins. Arni kysi helst að aðilar vinnumarkaðarins sæu alfarið um útfærsluna í kjara- samningum en Hjálmar taldi rétt að lausna yrði leitað í samstarfi við Alþingi. Hjálmar Árnason segir að lenging fæðingarorlofs sé mál sem ekki verði leyst öðruvisi en með sam- starfi aðiia vinnumarkaðarins og Al- þingis. Húsbréf Innlausn húsbréfa Frá og með 15. febrúar 1999 hefst innlausn á útdregnum húsbréfum í eftirtöldum flokkum: 1. flokki 1989 - 33. útdráttur 1. flokki 1990 - 30. útdráttur 2. flokki 1990 - 29. útdráttur 2. flokki 1991 - 27. útdráttur 3. flokki 1992 - 22. útdráttur 2. flokki 1993 - 18. útdráttur 2. flokki 1994 - 15. útdráttur 3. flokki 1994 - 14. útdráttur Innlausnarverðið er að finna í Morgunbtaðinu laugardaginn 13. febrúar. , . ’ ' • 5 ■ ’ < Innlausn húsbréfa fer fram hjá Ibúðalánasjóði, i bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum og Liggja þar einnig frammi upplýsingar um útdregin húsbréf. Ibúðalánasjóður | Suðurlandsbraut 24 | 108 Reykjavík | Sími 569 6900 | Fax 569 6800 Húsbréf Útdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöLdum flokkum: 1. flokki 1991 - 29. útdráttur 3. flokki 1991 - 26. útdráttur 1. flokki 1992 - 25. útdráttur 2. flokki 1992 - 24. útdráttur 1. flokki 1993 - 20. útdráttur 3. flokki 1993 - 18. útdráttur 1. flokki 1994 - 17. útdráttur 1. flokki 1995 - 14. útdráttur 1. flokki 1996 - 11. útdráttur 2. flokki 1996 - 11. útdráttur 3. flokki 1996 - 11. útdráttur Koma þessi bréf tiL innlausnar 15. apriL 1999. ÖLL númerin veróa birt i Lögbirtingablaðinu. Auk þess eru númer úr Lj'órum fyrsttöldu flokkunum hér aó ofan birt í DV mánudaginn 15. febrúar. Upplýsingar um útdregin húsbréf liggja frammi hjá íbúðalánasjóði, i bönkum, sparisjóóum og verðbréfafyrirtækjum. Ibúðalánasjóður | Suðurlandsbraut 24 | 108 Reykjavík | Sími 569 6900 | Fax 569 6800

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.