Dagur - 13.02.1999, Blaðsíða 7

Dagur - 13.02.1999, Blaðsíða 7
f . r* »* » «* i -N n * * * t' v í» '1 •• »d »r ^ V? * 1 ^ LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1999 - 7 RITSTJÓRNARSPJALL Lýðræðið á háluni brautum Lýðræðið er oft erfitt í fram- kvæmd, ekki síst vegna þess hve ólýðræðislega þenkjandi fólki er gjarnt að beygja það undir vilja sinn og hagsmuni. Það fulltrúa- lýðræði sem við búum við krefst þess að almenningur taki af- stöðu til manna og málefna. Þegar ákafamenn um kosningar þykjast sjá hættumerki um að kjósendur hafi aðra skoðun og velji öðruvísi, en flokkseigenda- klíkur telja æskilegt, þá eru til mörg ráð til að nauðga lýðræð- inu og búa svo um hnúta að út- koma úr kosningum er meira og minna fyrirfram ákveðin. „Or- uggu sætin" eru yfirleitt ákaflega örugg. Sú mikla tregða sem er á því að jafna kosnsingarétt ber lýð- ræðisástinni ófagurt vitni. Misvægi atkvæða milli kjördæma er hrópandi dæmi um að fjöidi þeirra sem við stjórnmál fást hafa eins konar afvegaleiddar skoðanir á kosningalögum og rétti kjósenda til að velja sér full- trúa á samkundu sem á að setja landinu lög og standa vörð um mannréttindi og lýðræði. En annað slagið er verið að myndast við að jafna kosninga- réttinn og breyta kjördæmaskip- an. En ávallt of lítið og of seint vegna þess að alltof margir stjórnmálamenn telja hag sínum best borgið með óréttlæti og misvægi atkvæða. I hvert sinn sem kosningalögum er breytt eru það einkum tvö atriði sem ein- stakir þingmenn taka til greina. Hvernig fer ég út úr næstu kosn- ingum og hvernig reiðir flokkn- um mínum af í næstu kosning- um. Hærra er risið nú ekki á kjörnum fulltrúum atkvæðanna. Þetta verður til þess að misvægið er innbyggt í kosninga- lög og stjórnarskrá og verður þar eitthvað fram á næsta árþúsund. En vonandi nær lýðræðið yfir- tökum áður en hóað verður sam- an til hátíðar á tvö þúsund ára afmæli Alþingis. Flokksklíkumar ráða Þegar misvitrir pólitíkusar fundu prófkjörin upp, að sögn til að efla Iýðræðið innan stjórnmála- flokkanna, kom í Ijós að ýmsir agnúar voru á þeirri tilhögun. Aldrei hefur verið gengið frá neinum samræmdum prófkjörs- reglum. Stundum hafa flokkar prófkjör til að raða á lista stjórn- málaflokkanna, og stundum ekki. Sami stjórnmálaflokkur viðhefur prófkjör í sumum kjör- dæmum fyrir sömu kosningar, en í öðrum ekki. Prófkjörsreglum er breytt enn og aftur eftir því hverning öflug- ustu flokksklíkurnar vilja láta auðtrúa atkvæði raða á listana. Það nýjasta er, að klíkurnar út- hluta sjálfum sér tryggum sæt- um á listunum, án tillits til þess hvernig akvæði falla. Síðan eru allra flokka kvikindi leidd að kjörklefum til að taka þátt í svona undarlegum kosningum og skiptir sáralitlu máli hvernig atkvæði þeirra falla því flokks- klíkurnar eru búnar að úthluta sjálfum sér „öruggu" sætunum. Ólikt hafast þau að Um síðustu helgi var haldið prófkjör samfylkingar þriggja flokka í Reykjaneskjördæmi. Mikil kosningaþátttaka var túlk- uð sem stósigur kosningabanda- lagsins. Alþýðuflokkurinn vann þar slíkan kosningasigur, að vart verður til annars jafnað og fékk nær öll „öruggu sætin". En flokksklíkurnar voru búnar að úthluta nokkrum þeirra á annan veg og því stóðu atkvæðalitlir flokkar uppi sem sigurvegarar ekki síður en kratarnir. Vestur á Isafirði gladdist Sig- hvatur Björgvinsson, formaður Alþýðuflokksins, innilega yfir þessum úrslitum og sagði stefnu sína og samfylkingarsinna hafa sannað ágæti sitt og yfirburði. En um sömu helgi setti Sig- hvatur Björgvinsson sjálfan sig í fyrsta sæti samfylkingar á Vest- fjörðum án prófkjörs og í næsta sæti var settur góður allaballi o.s.frv. Sigur Sighvats var ótví- ræður og sannaði aðeins það, að það eru flokksklíkurnar sem hafa fyrsta og síðasta orðið en ekki at- kvæði prófkjaranna. Helgina þar á undan var hald- ið prófkjör meðal samfylkingar- sinna í Reykjavík. Þar voru kosn- ingalistasmiðir búnir að bjóða Jóhönnu Sigurðardóttur „ör- uggt“ sæti, en hún er klókari en svo að láta flokkaklíkur ráðskast með sig og uppskar eins og hún sáði og vann glæstan sigur á alla- böllum og krötum og er nú sam- einingartákn um eitthvað sem ekki er alveg á hreinu hvað er. Um sama Ieyti var Margrét Frí- mannsdóttir formaður Alþýðu- bandalagsins að raða sjálfri sér í efsta sæti kosningabandalagsins á Suðurlandi og innmúraður al- þingiskrati var settur í það næsta og kvennalistakona í það þriðja. Þarna þurfti ekkert prófkjör fremur en á Vestfjörðum og unn- ust prófkjörin svo sannaríega á heimavelli alþingismanna. Hvar formenn Alþýðuflokks og AI- þýðubandalags standa síðan eftir að flokkar þeirra hafa ruglað saman reitum sínum í kosninga- bandalagi verður tíminn að leiða í Ijós. En það sýnist augljóst að flokkarnir eiga sér varla nokkurn tilverugrundvöll eftir að sameig- inlegur þingflokkur kemur sam- an með bálreiðar kvennalista- konur innanborðs. Hálfkák Prófkjör með hólfum og girðing- um sem eiga að tryggja dauðum flokkum eða fylgislitlum þing- sæti eru kannski við hæfi í þjóð- félagi þar sem misvægi atkvæða þykir eðlilegt og enginn vilji er meðal stjórnmálamanna til að breyta því fyrirkomulagi. Þær breytingar á kosningalögum sem gerðar hafa verið og boðaðar eru ganga aldrei nógu langt til að vægi atkvæða sé nokkurn veginn jafnt. Viðkvæði pólitíkusa er jafnan það, að misvægið sé nauðsynlegt til að viðhalda jafnvægi í byggð landsins. Síðan er sama hvernig rök eru teygð og toguð til að halda svona skrýtinni kenningu að fólki, að brottflutningur fólks er mestur frá þeim kjördæmum sem flesta hafa þingmennina miðað við atkvæðamagn en vöxt- ur og viðgangur þeirra kjördæma þar sem kosningarétturinn er hvað rýrastur er mestur. En aft- urhaldið verður að hafa sinn gang og þýðir ekki um að fást. Flokksræði hér og prófkjör þar Núverandi stjórnarflokkar sem ætla að bjóða fram í heilu lagi í vor eru heldur ekki við eina fjöl felldir í prófkjörsmálum. Fram- sókn heldur prófkjör £ nokkrum kjördæmum en ekki öðrum. Þar eru prófkjörsreglur eklci sam- ræmdar fremur en annars staðar. I Reykjvík var til að mynda kvennakvóti og karlakvóti, sem búinn var til af flokksklíku. Til- viljun réði því að ekki þurfti að beita handafli til að fara á svig við vilja kjósenda. Formaður Sjálfstæðisflokksins lýsti því yfir að þingsæti flokks- ins í stærsta kjördæminu væru svo vel skipuð að engin ástæða væri til að hrófla við þeim. Það er sem sagt prófkjörið fyrir rúm- um Ijórum árum sem gildir hjá Reykjavíkunhaldinu í ár. I öðrum kjördæmum bítast sjálfstæðismenn um efstu sæti listanna og fara prófkjörin fram með ýmsum hætti eftir lands- Iilutum. A Vesturlandi er komin upp ágreiningur innan samfylkingar um þá aðferð, að setja upp hólf og girðingar til að gera vilja próf- kjörsatkvæðanna marklítil eða marklaus. Þar vilja kratar fá að njóta þess mikla fylgis sem þeir þykjast hafa og taka þá mið af góðu gengi flokkshólfanna í Reykjavík og á Reykjanesi. Hvernig þau mál æxlast kemur bara í ljós, eins og þeir segja á Al- þingi þegar ekki er með öllu Ijóst hvernig lagasetning virkar þegar framtíðin kemur í Ijós. Breytinga þörf Nú er stjórnlagabreyting til um- ræðu á Alþingi. Til stendur að breyta kjördæmaskipan og kosn- ingalögum rétt einn ganginn. Flestir þingmanna eru búnir að átta sig á því að gamla bænda- samfélagið hefur sungið sitt síð- asta og að talsverðar búsetu- breytingar hafa orðið í landinu síðustu áratugi. Við þessu þarf að bregðast með viðeigandi hætti eigi fulltrúalýðræðið ekki að daga uppi eins og ráðvillt nátttröll við sólarupprás. En þótt það komi breytingum á stjórnarskrá ekki beinlínis við, er orðið tímabært að stjórnmála- flokkarnir komi sér saman um samræmingu á prófkjörsreglum, ef á annað borð á að halda áfram að velja frambjóðendur til Al- þingis með þeim hætti. Þá kemur til álita hvort ekki á að leyfa kjósendum að raða á lista í sjálfum kosningunum, eins og dæmi eru um í útlönd- um. Fleiri aðferðir til að velja fulltrúa á löggjafarsamkunduna koma til greina. En ljóst má vera, að prófkjör- in, eins og þau eru tíðkuð hafa gengið sér til húðar og eru Iýð- ræðinu til vansa og stjórnmála- flokkunum varla til framdráttar og er breytinga þörf eins og á kosningalögunum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.