Dagur - 13.02.1999, Síða 10

Dagur - 13.02.1999, Síða 10
10- LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1999 rD^tr FRÉTTIR Um 250 milljójia hagnaður hjaUA Guðbrandur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri UA, segir að það megi rekja til þeirrar hagræðingar sem hófst á árinu 1997 og fólu meðal annars í sér fækkun skipa, kaup á aflaheimildum og endur- skoðun á öllum kostnaðarliðum rekstrarins. Þá var um leið unnið að því að auka tekjur félagsins með kaupum á hráefni frá öðrum aðilum. Ytri aðstæður bolfisk- veiða og -vinnslu bötnuðu einnig til muna á milli ára. Afurðaverð hélt áfram að hækka á árinu og f árslok hafði það hækkað um 11 - 12%. Guðbrandur segist ánægður með þann viðsnúning sem orðið hefur á rekstri félagsins. Hann sýni að verið sé á réttri leið og rekstrarhorfur yfirstandandi árs góðar og góðir vonir um að rekst- urinn batni enn. Aðalfundur UA verður 23. febrúar nk. — GG Afkoma af reglulegri starfsemi Útgerðarfé- lags Akureyringa batn- aði um riíniar 100 milljónir króna á milli ára. Utgerðarfélag Akureyringa var gert upp með 251 milljóna króna hagnaði á árinu 1998, saman- borðið við 131 milljóna króna tap árið áður. Það sem skiptir þó hvað mestu máli er að veltufé frá rekstri varð 552 milljónir króna á móti 274 milljónum króna árið áður, hjá móðurfélaginu. Þess má geta að einungis einu sinni á síð- astliðnum tíu árum hefur rekstur félagsins skilað meira veltufé frá rekstri en nú. Heildarvelta móðurfélagsins á liðnu ári nam tæpum 4 milljörð- um króna. Rekstrartekjur, voru samtals 3,2 milljarðar króna en voru 2,7 milljarðar króna, sem er 512 milljóna króna aukning milli ára, eða 18,8% af tekjum. Þessi aukning skýrist annars veg- ar af auknum afla- heimildum 1998 og þess að gerðir voru samningar við aðrar útgerðir um kaup á hráefni til vinnslunnar. Hagnaður af reglulegri starfsemi móðurfélags- ins varð tæpar 5 milljónir króna, samanborið við 97 milljóna króna tap árið 1997. Þegar tekið hefur verið tillit til annarrra tekna, gjalda og afkomu dótturfélaga er félagið gert upp með 251 milljóna króna hagnaði. Rekstrartekjur samstæðunnar námu 3,5 milljörðum króna, saman- borið við 4,5 milljörðum króna árið 1997. Megin- skýringin á þessum tekju- samdrætti er sú að árið 1997 var þýska félag- ið Mecklen- burger Hoch- seefischerei hluti af samstæð- unni. I árslok var eiginfjárhlutfall samstæðunnar rúm 36%, saman- borið við tæp 27% í lok árs 1997. T Afkoma ÚA var mun betri í fyrra en árið áður. r Leikskólakennarar Leikskólar Reykjavíkur auglýsa lausar stöður leikskólakennara við neðangreinda leikskóla: Laugaborg v/ Leirulæk Leikskólinn er fjögurra deilda þar sem dvelja 82 börn samtímis. Leitað er eftir leikskólakennara í fullt starf. Leikskólinn leggur áherslu á leik og ritmál. Nánari upplýsingar veitir Helga Alexanders- dóttir leikskólastjóri, í síma 553-1325. Hof v/ Gullteig Leikskólinn er fjögurra deilda þar sem 84 börn dvelja samtímis. Leitað er eftir leikskólakennara í 50% starf e.h. Leikskólinn leggur áherslu á skapandi starf. Góður starfsandi ríkir á staðnum. Nánari upplýsingar veitir Sigrún Sigurðardóttir leikskólastjóri, í síma 553-9995. Rofaborg v/ Skólabæ Leikskólinn er fjögurra deilda þar sem dvelja 77 börn samtímis. Leitað er eftir leikskólakennara í 50% stöðu e.h. Leikskólinn leggur áherslu á gæði í sam- skiptum. Nánari upplýsingar veitir Þórunn Gyða Björns- dóttir leikskólastjóri, í síma 567-2290. Fífuborg v/Fífurima Leikskólinn er fjögurra deilda þar sem dvelur 81 barn samtímis. Leitað er eftir leikskólakennara í fullt starf. Einnig vantar aðstoð í eldhús. Um er að ræða fullt starf. Nánari upplýsingar veitir Elín Ásgrímsdóttir leikskólastjóri, í síma 587-4514. Sólhlíð v/ Engihlíð Leikskólinn er fjögurra deilda þar sem dvelja 67 börn samtímis. Leitað er eftir leikskólakennara í fullt starf. Nánari upplýsingar veitir Elísabet Auðuns- dóttir leikskólastjóri, í síma 551-4870. Vesturborg v/ Hagamel Leikskólinn er þriggja deilda þar sem dvelja 70 börn samtímis. Leitað er eftir leikskólakennara í fullt starf. Leikskólinn leggur áherslur á val og hópastarf. Nánari upplýsingar veitir Steinunn Sigþórs- dóttir leikskólastjóri, í síma 551-7665. Hraunborg v/ Hraunberg Leikskólinn er þriggja deilda þar sem dvelja 66 börn samtímis. Leitað er eftir leikskólakennara í fullt starf. Leikskólinn leggur áherslu á val og hópastarf. Nánari upplýsingar veitir Sigurborg Svein- björnsdóttir leikskólastjóri, í síma 557-9770. Brekkuborg, Hlíðarhúsum 1 Leikskólinn er fjögurra deilda þar sem dvelur 81 barn samtímis. Leitað er eftir leikskólakennara í fullt starf. Leikskólinn leggur áherslu á val og hópastarf. Nánari uppýsingar veitir Guðrún Samúelsdótt- ir, leikskólastjóri í síma 567-9380. Leikgarður, Eggertsgötu 12-14 Leikskólinn er þriggja deilda þar sem dvelja 62 börn samtímis. Leitað er eftir leikskólakennara í 50% stöðu eftir e.h. Nánari upplýsingar veitir Sólveig Sigur- jónsdóttir leikskólastjóri í síma 551-9619. Suðurborg, Suðurhólum 19 Leikskólinn er fimm deilda þar sem dvelja 102 börn samtímis. Leitað er eftir leikskólakennara í fullt starf sem fyrst. Nánari upplýsingar veitir Elínborg Þorláks- dóttir, leikskólastjóri í síma 557-3023. Seljaborg, Tunguseli 2 Leikskólinn er tveggja deilda þar sem dvelja 42 börn samtímis. Leitað er eftir leikskólakennara í ca 50% stöðu e.h. frá og með 1. apríl nk. Einnig vantar starfsmann í 100% stöðu mat- ráðs. Nánari upplýsingar veitir Guðrún Antonsdóttir leikskólastjóri, í síma 557-6680. Hólaborg v/ Suðurhóla Leikskólinn er fjögurra deilda þar sem dvelja 63 börn samtímis. Leitað er eftir leikskólakennara í fullt starf. Nánari upplýsingar veita Ásta Jónsdóttir og Inga K. Guðmundsdóttir leikskólastjórar, í síma 557-6140. Laufskálar, Laufrima 9 Leikskólinn er fjögurra deilda þar sem dvelja 84 börn samtímis. Leitað er eftir leikskólakennara í 50% starf e.h. Nánari upplýsingar veitir Lilja Björk Ólafsdóttir leikskólakennari, í síma 587-1140. Nóaborg v/ Stangarholt Leikskólinn er þriggja deilda þar sem dvelja 60 börn samtímis. Leitað er eftir leikskólakennara í fullt starf. Einnig vantar leikskólasérkennara í stuðnings- starf. Um er að ræða hlutastarf. Nánari upplýsingar veitir Soffía Zophonías- dóttir leikskólastjóri, í síma 562-9595. Njálsborg, Njálsgötu 9 Leikskólinn er þriggja deilda þar sem dvelja 49 börn samtímís. Leitað er eftir leikskóla- kennara í fullt starf deildarstjóra. Nánari upplýsingar veitir Hallfríður Hrólfsdóttir leikskólastjóri, í síma 551-4860. Vakin er athygli á að fáist ekki leikskólakennarar í ofangreindar stöður verða ráðnir starfsmenn með aðra uppeldismenntun og/eða reynslu. Undanfarin ár hefur staðið yfir markviss vinna við stefnumótun hjá Dagvist barna. Meginmarkmið er að bæta og styrkja alla þjónustu við börn og foreldra þeirra. Þjónusta byggir á þekkingu á þörfum barnanna og á góðu faglegu starfi í náinni samvinnu við foreldra. Hjá Dagvist barna í Reykjavík starfa um 1650 starfsmenn og allt kapp er lagt á að fá dugmikið og áhugasamt fólk til starf hjá metnaðarfullri stotnun. Umsóknir berist viðkomandi leikskólastjóra á eyðublöðum sem liggja frammi í leikskólum og á skrifstofu Dagvistar barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17. Sjálfstætt útlendingaeftMit Komið er fram lagafrumvarp þess efnis að útlendingaeftirlitið verði sjálfstæð stofnun og verði henni ráðinn sérstakur forstjóri. Fram til þessa hefur útlendingaeftirlit- ið heyrt undir lögreglustjóraemb- ættið. Hert viðurlög við spjöHum Guðmundur Bjarnason um- hverfisráðherra hefur lagt fram á alþingi frum- varp um hert viðurlög við umhverfisspjöll- um. í frumvarp- inu er lagt til að það varði allt að 4ra ára fangelsi ef menn gerast sekir um meiri háttar brot gegn lögum um vemdun umhverfisins. Þar eru tilnefnd mengun lofts, jarðar, hafs eða vatnasvæða þannig að af hljótist varanlegt tjón. Sömuleið- is ef tjón hlýst af geymslu eða Ios- un skaðlegra efna og ef menn valda jarðraski þannig að landið breyti varanlega um svip eða spilla merkum náttúruperlum. Fomleifauppgröftiur í Skálholti Kristín Ástgeirs- dóttir hefur lagt fram þingsálykt- unartillögu um að Alþingi feli menntamála- ráðherra að helja nú þegar undirbúning að uppgreftri hinna fornu bæjarhúsa á biskupssetrinu í Skálholti í tilefni 1000 ára afmælis kristnitöku. Uppgröfturinn hefjist svo fljótt sem auðið er. Styrktarsjóður iianisinanna Hjálmar Árnason er oddviti sex framsóknarþingmanna sem lagt hafa fram frumvarp til laga um að komið verði á styrktarsjóði námsmanna. Er gert ráð fyrir að efnilegir námsmenn geti fengið óafturkræfa styrki úr sjóðnum til framhaldsnám innanlands eða erlendis. Endurskoðim klunninda Þrfr þingmenn Jafnaðarmanna hafa Iagt fram á alþingi tillögu um að fram fari heildarendur- skoðun á greiðslum hlunninda og bifreiðastyrkja í ríkiskerfinu. Markmiðið á að vera að jafnræð- is sé gætt í slíkum greiðslum milli kynja og að virt séu ákvæði jafn- réttislaga í því efni. Tilfærsla Ríkisstjórn hefur Iagt fram frum- varp um að yfirstjórn embættis ríkislögmanns verði flutt frá ljár- málaráðuneyti til forsætisráð- herra. Stuðningur við kokka Isólfur Gylfi Pálmason og Hjálm- ar Árnason hafa lagt fram þings- ályktunartillögu um að stjórnvöld styðji við bakið á matreiðslu- mönnum í viðleitni þeirra við að flytja út þekkingu þeirra og mat- argerðarlist og auka um leið út- flutning á íslenskum landbúnað- arafurðum. — s.dór Kristín Ástgeirs- dóttir.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.