Dagur - 13.02.1999, Blaðsíða 12

Dagur - 13.02.1999, Blaðsíða 12
12- LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1999 ÍÞRÓTTIR UM HELGINA Laugard. 13. feb. ■ handbolti Urslit SS-bikars kvenna Kl. 13:30 Fram - Haukar Úrslit SS-bikars karla Kl. 16:00 Afturelding - FH 2. deild karla Kl. 13:30 Fylkir - Hörður ■ KÖRFUBOLTI 1. deild karla Kl. 14:00 Stjarnan - Höttur Kl. 14:00 Selfoss - Fylkir ■ blak 1 ■ deild karla Kl. 16:00 Stjarnan - ÍS ■ frjálsar Meistaramót Islands innanhúss Hefst í dag, laugardag, kl 9:30 í Baldurshaga og síðar í Kapla- krika kl. 14:00. A morgun, sunnudag, heldur mótið svo áfram kl. 9:30 f Kaplakrika og kl. 13:00 í Baldurshaga. Sunmid. 14. feb. ■ körfubolti DHL-deiIdin Kl. 20:30 KR - KFÍ Kl. 20:00 Þór - ÍA Kl. 18:00 Keflavík - Haukar Kl. 20:00 Njarðvík - Skallagr. Kl. 20:00 Tindast. - Grindav. Kl. 20:00 Snæfell - Valur VIS deildin - 1. deild kvenna KI. 16:00 ÍR - Keflavík 1 ■ deild karla Kl. 14:00 ÍR - Höttur ÍÞRÓTTIR Á SKJÁNUM Lautfard. 13. feb. Siumud. 14. feb. MAUW/AMIM Handbolti Skíði Kl. 13:30 SS-bikarinn Kl. 17:30 Heimsbikarmótið Urslitaleikur í kvennaflokki Svigkeppni karla í Vail í Fram - Haukar Colorado. Fyrri umferð. Kl. 16:00 SS-bikarinn Kl. 20:30 Heimsbikarmótið Úrslitaleikur í karlaflokki Svigkeppni karla í Vail í Afturelding - FH Colorado. Seinni umferð. Fótbolti íþróttir Kl. 12:00 Alltaf í boltanum Kl. 12:30 íþróttir á sunnud. Leikir helgarinnar. Fótbolti KI. 14:45 Enski bikarinn Kl. 13:55 ítalski boltinn Sheffield Wed. - Chelsea Cagliari - Lazio Kl. 12:30 NBA-tilþrif Hnefaleikar Kl. 11:00 Hnefaleikakeppni Hnefaleikar Oscar de la Hoya - Ike Quartey Kl. 21:00 Hnefaleikakeppni Fótbolti Jonny Nelson - Bruce Scott Kl. 13:50 Enski bikarinn Richie Woodh. - Vincenzo Nardiello Man. United - Fulham Loe Calzaghe - Robin Reid Kl. 15:55 Spænski boltinn Kl. 02:00 Hnefaleikakeppni Barcelona - Real Madrid Erik Morales - Angel Chacon Kl. 19:25 ítalski boltinn Butterbean - Kevin Tallon Parma - Bologna Oscar de Ia Hoya - Ike Quartey KI. 21:25 ítölsku mörkin Bikarglíma að Laugarvatni Bikarglíma íslands verður keppendur eru 4 í karlaflokki, haldin að Laugarvatni í dag, 4 í unglingaflokki, 12 í sveina- laugardag, klukkan 13:00. flokki, 16 í piltaflokki, 2 í Keppt verður í 4 flokkum karla kvennaflokki, 10 í meyjaflokki og 3 flokkum kvenna. Skráðir og 8 í telpnaflokki. — GG Arnar Gunnlaugsson sem nú leikur með Leicester, í landsleik gegn heimsmeisturum Frakka á síðasta hausti. KSI nú rekid með hagiiaöi Knattspyrnusambands íslands, stærsta sérsamband innan ISI, var rekið með 3,2 milljóna króna hagnaði á síðasta rekstrarári, sem var að þessu sinni 14 mán- uðir, þ.e. frá 1. nóvember 1997 til 31. desember 1998. Rekstrar- tekjur KSI námu 156 milljónum króna, rekstrargjöld án fyrninga 157 milljónum króna og ijár- munatekjur 6,7 milljónum króna. Tap var á rekstri KSI árið 1997 um 7,6 milljónir króna og 14,9 milljónir króna árið 1996. Fjármunatekjur reyndust nær sjö milljón krónum hærri en vaxtagjöld. Við það að greiða skuldirnar mikið niður lækkaði eignastaðan alls úr 240 krónum í 156 milljónir, en á hinn bóginn hefur eiginljárhlutfallið batnað úr 12,6% í 22,1%. 53. ársþing KSI verður haldið á Hótel Loftleiðum 19. til 21. febrúar nk. en til þessa hafa árs- þingin farið fram í byrjun des- embermánaðar. — GG BRIDGE L j Stærsta mót ársins er hafid Oft hefur verið fjölmenni á Bridgehátíð og hafa áhorfendur fylgst spenntir með töfiuieikjum í sveitakeppni. Myndin er tekin á einu slíku augnabliki og má sjá nokkur landsþekkt bridgeandlit í hópnum. 18. Bridgehátíð Flug- leiða, BR og BSÍ í flill urn gangi. Bridgehátíð hófst í gærkvöld og er mikið mannval erlendra sem innlendra spilara á hátíðinni. Ovanalega mörg íslensk pör taka nú þátt í tvímenningnum eða um 110 talsins. Líkur voru í vik- unni á að heildarparafjöldi yrði um 130. Undangengin ár hafa tugir bandarískra spilara komið í tví- menninginn, flestir á fullorðins- aldri. Nú er öldin önnur, þar sem aðeins fjögur pör spila frá Bandaríkjunum í tvímenningn- um. Frá því að síðasti gestalisti var birtur hefur eitt norskt ung- lingalandsliðspar bókað komu sína. Þátttaka í sveitakeppninni verður að líkindum heldur dræmari en undangengin ár eða nálægt 80 sveitum. Eigi að síður verða spilarar Bridgehátíðar a.m.k. á fimmta hundraðið, enda er mótið langstærsti bridgevið- burður á íslandi ár hvert. Spilað er á Hótel Loftleiðum og eru áhorfendur hvattir til að kíkja og sjá suma af bestu bridgemönn- um heimsins að verki. Þannig er dagskrá mótsins: Laugardagur 13. febrúar kl. 11.00-13.10 11.-14. umferð tvímennings kl. 13.10-14.00 Matarhlé kl. 14.00-19.30 15. - 23. umferð Sveitakeppni Sunnudagur 14. febrúar kl. 13.00-19.00 1 .-4. umferð kl. 19.00-20.30 Matarhlé kl. 20.30-23.15 5.-6. umferð Mánudagur 15. febrúar kl. 13.00-19.15 7.-10. umferð kl. 19.30 Verðlaunaafhending Landsliðskeppnin Sveit Jakobs Kristinssonar leiðir keppnina um landsliðssæti í opnum flokki en Ijórar sveitir kepptu um síðustu helgi og er Qórum umferðum af níu lokið. Staðan er þannig að sveit Jakobs er með 81 vinningsstig, sveit Rúnars Einarssonar með 57, Ragnar Magnússon með 53 og sveit Guðjóns Bragasonar með 49. Með Jakob spila Asmundur Pálsson, Sigurbjörn Haraldsson, Anton Haraldsson og Magnús Magnússon. FráBA Einni umferð er ólokið í aðal- sveitakeppni Bridgefélags Akur- eyrar. Aðeins kraftaverk getur komið í veg fyrir sigur Stefáns Stefánssonar en sveitin þarf að tapa 25-0 gegn sveit Jónasar Ró- bertssonar í lokaumferðinni. Baráttan um 2. sætið er hins vegar spennandi: 1. Stefán 224 2. Jónas Róbertsson 199 3. Björn Þorláksson 192 4. Sveinbjörn Sigurðsson 168 Þrautin Ekki er Iangt síðan eftirfarandi spil kom upp: (sjá stöðumynd til hægri). Suður spilar sex spaða og fær út tígulás. Síðan skiptir vestur í lauf. Hvernig er besta íferðin í tromplitinn? * 76 * KDT42 * KD5 * KG6 N V A S * ÁKGT98 * Á * G76 * ÁDT Þeir sem freistast til að toppa spaðann veðja á rangan hest. Með fimm tromp úti eru veru- Iegar líkur á drottningin komi ekki. Spurningin er aðeins hvort rétt sé að svína strax eða toppa fyrst einu sinni. Margir myndu eflaust kjósa síðari kostinn og svína síðan, enda ber það árang- ur ef vestur á drottningu blanka. Hins vegar gleyma þessir sagn- hafar að taka með í reikninginn líkurnar á lágspili blönku í vest- ur. I raunveruleikanum átti aust- ur drottninguna Ijórðu. I því fólst ákveðið réttlæti þar sem lík- urnar á lágspili blönku í vestur eru Ijórum sinnum meiri en að veiða dömuna blanka.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.